Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 64
Morgunblaðið/Kristinn
Valmöguleikar „Á næsta ári munum við kynna fleiri áfangastaði vestanhafs en hvaða borgir það verða liggur ekki
endanlega fyrir að svo stöddu,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir. Ætli New York verði þar á meðal?
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Leiðakerfi WOW air hefurstækkað hratt á und-anförnum árum og ennfjölgar spennandi áfanga-
stöðum. Í ár eru það Boston og
Washington DC sem bætast við úr-
valið og auka um leið samkeppnina
á flugleiðum vestur um haf. Einnig
verður með vorinu byrjað að fljúga
á fjóra nýja staði í Evrópu: Dublin,
Róm, Tenerife og Billund.
Svanhvít Friðriksdóttir er upp-
lýsingafulltrúi WOW. Hún segir
viðtökurnar við flugleiðunum til
Bandaríkjanna hafa verið svo góð-
ar að ákveðið hafi verið að auka
tíðni og fljúga þangað allt árið.
„Flogið verður til Washingotn DC
fimm sinnum í viku og sex sinnum
til Boston, allan ársins hring. Verð-
ur jómfrúflugið til Boston hinn 27.
mars en 8. maí til Washington.“
Á slóðum Franks
Underwoods
Bandarísku áfangastaðirnir hafa
upp á margt að bjóða fyrir íslenska
ferðamenn. Höfuðborg Bandaríkj-
anna er skemmtilegur staður heim
að sækja og m.a. hægt að verja
löngum stundum í hinu fræga
Smithsonian-safni eða upplifa póli-
tíska andrúmsloftið við Hvíta húsið
og í sjálfu þinghúsinu. „Við fljúg-
um á Baltimore-Washington-
flugvöll sem þýðir að farþegar geta
tekið hraðlest beint inn í miðborg
Washington. Þessi flugvöllur þjón-
ar líka Baltimore-svæðinu og ekki
úr vegi að kíkja þangað til að
skoða t.d. söguslóðir sjónvarpsþátt-
anna The Wire.“
Svanhvít segir Baltimore-
Washington-flugvöll líka mjög góð-
an upp á flugtengingar að gera en
þaðan fljúga bandarísk lággjalda-
flugfélög vítt og breitt um álfuna.
„Southwest hefur þar bækistöð og
býður upp á hagstætt verð á flug-
sætum um allt landið. Lendingar-
tími okkar vestanhafs er þannig að
auðvelt er að ná tengingum.“
Fæðingarstaður
sjálfstæðisins
Boston er líka agalega skemmti-
leg borg. „Kalla má borgina fæð-
ingarstað Bandaríkjanna en þessi
rótgróna borg er líka að margra
mati „evrópskasta“ bandaríska
borgin. Boston er þekkt fyrir fal-
lega garða, risastórt sædýrasafn,
og gestir borgarinnar geta farið
eftir merktri gönguleið, The Free-
dom Trail, sem leiðir fólk á milli
sögulegra staða þar sem sjálfstæð-
isbaráttan fór fram. Rétt hinum
megin við Charles River er svo
bærinn Cambridge með Harvard-
háskóla þar sem ganga má um á
milli sumra helstu snillinga og
hugsuða samtímans,“ útskýrir
Svanhvít. „Einnig er að finna í
borginni iðandi mennngarlíf, söfn
og tónlistarstarf, og kennileiti á
borð við barinn Cheers, sem allir
þekkja úr Staupasteinsþáttunum.“
Ferðalangar höfðu margir von-
ast til að WOW myndi fljúga á
New York og virtist slíkt flug vera
í kortunum. Úr varð þó að byrja á
Washington DC og Boston en
Svanhvít segir ekki loku fyrir það
skotið að flogið verði á New York-
borg seinna meir. „Á næsta ári
munum við kynna fleiri áfangastaði
vestanhafs en hvaða borgir það
verða liggur ekki endanlega fyrir
að svo stöddu.“
Guinness og viskí
WOW verður eina flugfélagið
með reglulegt flug frá Íslandi til
Dublin. Svanhvít reiknar með að
borgin muni hitta í mark hjá Ís-
lendingum enda eigum við góða
samleið með frændum okkar Írum.
„Dublin er skemmtileg borg þar
sem verðlag er mjög hagstætt,
verslunarmöguleikar góðir og líf-
legir pöbbar þar sem Guinness er
teygaður og dansað við írska tón-
list. Ef haldið er af stað út úr bæn-
um tekur við fallegt írskt sveita-
landslagið, golfvellir og
viskíframleiðendur.“
Róm er annar áfangastaður
WOW á Ítalíu en áður hefur flug-
félagið flogið til Mílanó í norður-
hluta landsins. Flogið verður viku-
lega, á föstudögum, til
Rómaborgar þar sem mörg árþús-
und af merkilegri sögu setja svip
sinn á daglegt líf. „Auðvelt er að
fara fótgangandi um miðborg
Rómar þar sem alla helstu sögu-
legu staðina er að finna, og maður
tímir því varla að taka neðanjarð-
arlestina því þegar gengið er um
göturnar veit maður ekki fyrri til
en komið er fyrir horn og staðið
andspænis íðilfögrum menning-
arverðmætum eins og Trevi-
gosbrunninum, Spænsku tröpp-
unum eða Pantheon-hofinu,“ segir
Svanhvít.
„Þegar Róm er heimsótt verður
vitaskuld að taka hús á páfanum í
Vatíkaninu, skoða þar Péturskirkj-
una og óviðjafnanlegt listaverka-
safn Páfagarðs. Hægt er að finna
hótel í öllum verðflokkum og þarf
ekki að vera dýrt að fara út að
borða ef sneitt er hjá túristagildr-
unum.“ ai@mbl.is
Boston og Washington DC oft í viku
WOW air byrjar loks að
fljúga vestur um haf og tek-
ur Bandaríkin með trompi
Í Evrópu bætist við flug
til borga á borð við Dublin á
Írlandi og Róm á Ítalíu
Ljósmynd / Wikipedia - Urban (CC)
Söguslóðir Boston er gömul borg og vettvangur margra sögulegra við-
burða. Old State House er ein af elstu byggingum borgarinnar.
Ljósmynd / The White House
Valdamiðstöð Washington DC iðar af pólitíkusum. Þar eru framúrskarandi
söfn, sögufrægar byggingar og minnisvarðar um þjóðarhetjur.
64
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364
Ævintýraleg
gæludýrabúð
kíktu í heimsókn
– með morgunkaffinu
SUMARIÐ 2015