Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 69
MINNINGAR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Sævar var liðtækur í eldhúsinu
og bjó þá að reynslu sinni sem
kokkur á sínum yngri árum.
Upp í hugann koma þó fyrst
og fremst seinni árin þegar við
heimsóttum Sævar í Barmahlíð-
ina. Það var skemmtilegt að
tala við Sævar um gamla og
nýja tíma. Hann fylgdist vel
með, hafði áhuga á ferðalögum
okkar og því sem barnabörnin
tóku sér fyrir hendur og hvatti
þau áfram. Hann var hnyttinn í
tilsvörum og var alltaf tilbúinn
að snúa umræðunni upp í létt
grín. En Sævar var mjög tillits-
samur og gætti þess alltaf að
grínið gengi ekki of langt og tók
þá gjarnan afstöðu með dóttur
sinni og barnabörnum.
Sævar var lánsamur þar sem
börnin hans hugsuðu vel um
hann og studdu á efri árum.
Allt til hins síðasta gat Sævar
búið heima í Barmahlíðinni og
reisn sinni hélt hann til æviloka.
Ég kveð tengdaföður minn með
hlýhug og þakklæti og votta
systkinunum og fjölskyldum
þeirra samúð mína.
Sigurður Sigurðarson.
Dánarfregn kemur alltaf
óvænt þótt búast megi við tíð-
indum. Kynni okkar Sigurðar
við Sævar hófust þegar Sigurð-
ur sonur okkar kvæntist Hrönn
dóttur Sævars og Auðar. Eigum
við frábærar minningar með
þeim ekki síst úr Austurríkis-
ferð þar sem upplifðum töfra
Austurríkis með þeim og Brynj-
ari, litlum yndislegum dreng.
Meðal annars upplifðum við
saman ógleymanlega óperu-
sýningu í Bregens við Boden-
see. Seinna höfum við notið
gestrisni þeirra heima og í sum-
arbústað þeirra í Þrastarskógi.
Sævar var virtur ljósmyndari
og er ekki ólíklegt að listræn
vinnubrögð hans hafi erfst til
afkomenda hans. Sævar og
Auður áttu sérstaklega fallegt
heimili í Barmahlíð ásamt hluta
af fjölskyldunni og naut hann
þar frábærrar aðstoðar barna
sinna enda verið þeim um-
hyggjusamur og góður faðir.
Við minnumst Sævars með
þakklæti fyrir viðkynningu og
vináttu og sendum Hrönn,
Jónu, Siggu, Jóni Alvari, Soffíu
og öllum barnabörnum hans
innilegar samúðarkveðjur.
Megi minningin um góðan
dreng lifa.
Sigrún, Sigurður
og fjölskylda.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Sævar Halldórsson ljós-
myndari er fallinn frá 91 árs að
aldri. Við systkinin viljum
minnast hans í nokkrum orðum.
Sævar var kvæntur Auði, móð-
ursystur okkar, og bjuggu þau
allan sinn búskap í Barmahlíð
52 þar sem öll móðurfjölskylda
okkar bjó. Sævar tók alltaf vel
á móti okkur þegar við heim-
sóttum fjölskylduna, spurði
frétta og dekkaði veisluborð.
Ljósmyndaaðstaða Sævars var
heima í Barmahlíðinni. Hann
leyfði okkur gjarnan að fylgjast
með þegar hann var vinna og
fannst okkur það töfrum líkast
þegar myndirnar birtust á hvít-
um pappírnum. Sævar var mik-
ill fjölskyldumaður og sýndi
hann Auði konu sinni um-
hyggjusemi og alúð og var
henni stoð og stytta í veikindum
hennar.
Að lokum viljum við votta
systkinunum Jónu, Siggu,
Hrönn og Jóni Alvari samúð og
hlýju. Megi Guð styrkja fjöl-
skylduna á erfiðri stundu.
Jóhanna, Margrét, Birna,
Harpa, Jón Bragi og Gunn-
ar Þór frá Skeiðháholti.
✝ AðalbjörgÁrnadóttir
fæddist á Vopna-
firði 17. janúar
1939. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 6. janúar
2015.
Aðalbjörg var
dóttir hjónanna
Aagotar Fougner
Johansen hús-
móður og Árna Vilhjálmssonar
héraðslæknis á Vopnafirði.
Systkini hennar eru Snorri,
Kjartan, Árni, Kristín Sigríður,
Sigrún, Valborg, Vilhjálmur,
Aagot, Rolf og Þórólfur. Aðal-
björg ólst upp á Vopnafirði en
flutti 15 ára til Reykjavíkur.
Aðalbjörg giftist Árna G.
Stefánssyni, lektor við Kenn-
araháskóla Íslands, 28. sept-
ember 1963. Foreldrar hans
1999 og Þorsteinn, f. 2007. 4.
Stefán Baldur, f. 22. desember
1972, vefstjóri. Maki Ásdís G.
Sigmundsdóttir bókmennta-
fræðingur. Börn þeirra eru
Steingrímur Viljar, f. 2001, og
Stefanía Védís, f. 2003.
Aðalbjörg lauk gagnfræða-
prófi frá Austurbæjarskóla
1954. Hún stundaði nám við
Húsmæðraskólann í Reykjavík
1955-56. Lauk síðan námi frá
Hjúkrunarskóla Íslands 1960.
Stundaði framhaldsnám í
heilsugæsluhjúkrun við Statens
Helsesösterskole í Osló 1977-
1978. Aðalbjörg starfaði sem
hjúkrunarfræðingur í Keflavík,
í Svíþjóð og á Selfossi á ár-
unum 1960-1968. Vann á gjör-
gæsludeild Borgarspítalans eft-
ir að hún flutti til Reykjavíkur
1968 og síðar í heimahjúkrun í
Reykjavík, við ungbarnaeftirlit
í Asparfelli og í Miðbæ og síð-
an á heilsugæslustöðinni í
Mjódd frá stofnun hennar þar
til hún lét af störfum vegna
aldurs.
Útför Aðalbjargar fer fram
frá Langholtskirkju í dag, 15.
janúar 2015, kl. 13.
voru Elín Guðjóns-
dóttir húsmóðir og
Stefán Jóhann
Guðmundsson
byggingameistari í
Hveragerði. Aðal-
björg og Árni
bjuggu á Selfossi
fyrstu búskaparár
sín en fluttu til
Reykjavíkur 1968.
Börn þeirra eru:
1. Gerður Aagot, f.
7. júní 1964, heimilislæknir.
Börn hennar eru Árni Kristinn,
f. 1993, og Sigríður Ása, f.
1995. 2. Elín Huld, f. 5. júlí
1965, endurskoðandi, for-
stöðumaður. Dóttir hennar er
Katrín Huld, f. 2013. 3. Kristín
Sif, f. 3. mars 1969, hjúkr-
unarfræðingur. Maki Páll
Sveinsson viðskiptafræðingur.
Börn þeirra eru Bergrún
Adda, f. 1996, Elín Ásta, f.
Brandarar og kvartanir um
tengdamæður eru algengar í
dægurmenningu og almennri
umræðu manna á milli en ég hef
verið svo heppin að vera alger-
lega skilningslaus þegar slíkt
ber á góma. Ekkert slíkt átti við
um tengdamóður mína. Adda
hafði lag á því að þekkja línuna á
milli þess að vera boðin og búin
að aðstoða fjölskyldu sína og
skipta sér af. Það var alltaf hægt
að leita til hennar og nærvera
hennar var þannig að maður gat
auðveldlega trúað henni fyrir því
sem bjátaði á en hún virti mörk
einkalífisins enda var hún sjálf
mjög prívat manneskja. Þessir
eiginleikar hennar áttu tvímæla-
laust þátt í því hvað hún var vin-
mörg þrátt fyrir að vera hæglát
og berast ekki á. Hún hafði hæfi-
leikann til að hlusta og láta sig
aðrar manneskjur varða án þess
að dæma.
Þannig upplifði ég hana allt
frá því ég kom inn á heimili
Öddu og Árna sem kærasta
einkasonarins fyrir um átján ár-
um. Þau tóku mér strax afskap-
lega vel og ég upplifði mig fljótt
sem hluta af fjölskyldunni.
Vænst þótti mér um þegar Adda
spurði mig, þegar ljóst var að ég
var ekki að fara neitt, hvort
henni væri ekki óhætt að taka
mig inn í hjarta sitt. Ég fann
nefnilega að þar var gott að eiga
sér stað.
Fyrir Öddu var fjölskyldan
það mikilvægasta í lífinu og þá
sérstaklega börnin. Umönnun
barna var hennar ævistarf sem
heilsugæsluhjúkrunarfræðingur
og það voru gríðarleg forréttindi
að hafa hana sem ömmu
barnanna sinna. Ekki einasta
var hún afskaplega hlý og
skemmtileg amma sem fór með
barnabörnin í óteljandi sund-
ferðir, lagði áherslu á að þau
fengju notið hæfileika sinna og
studdi þau með ráðum og dáð,
heldur var hún okkur foreldr-
unum stoð og stytta í foreldra-
hlutverkinu og óþrjótandi visku-
brunnur sem við gátum alltaf
leitað til.
En við Adda töluðum ekki
bara um börnin. Hún var ein af
þeim sem njóta menningar í
besta skilningi þess orðs, sá nán-
ast allar leiksýningar, danssýn-
ingar og óperusýningar sem
settar voru á svið, fór á fjöldann
allan af tónleikum og myndlist-
arsýningum og las nánast allar
þær skáldsögur sem gefnar voru
út nema krimma, sem hún hafði
ekki áhuga á. Hún fylgdist líka
vel með menningarumræðunni
og það voru ófáar stundirnar
sem við ræddum saman um
menningu, bókmenntir og leik-
hús. Hún var næmur lesandi
sem kunni að meta góðan texta
og sérstaklega þá sem veittu
henni innsýn inn í þá hluta lífs-
ins sem voru henni framandi,
bæði í tíma og rúmi. Hún var
nefnilega afskaplega víðsýn
manneskja sem trúði á mann-
gildi og jafnrétti. Hún hafði
einnig sterkar skoðanir og fylgd-
ist vel með og því var hægt að
tala við hana um nánast allt milli
himins og jarðar.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Öddu, allar
stundirnar og samræðurnar sem
við áttum saman, ég er þakklát
fyrir að börnin mín fengu að
eiga hana fyrir ömmu og ég er
þakklát fyrir að hafa fengið stað
í hjarta hennar. Hún mun eiga
stað í hjarta mínu um ókomna
tíð.
Ásdís Sigmundsdóttir.
Aðalbjörg Árnadóttir fæddist
og ólst upp á Vopnafirði sem
næstyngsta barn læknis-
hjónanna þar. Hún fluttist að
heiman til að afla sér menntunar
sem hjúkrunarfræðingur. Meðal
annars starfaði hún á Sjúkra-
húsinu á Selfossi og kynntist þá
Árna, elsta bróður okkar, er
hann var skólastjóri gagnfræða-
skólans þar.
Fyrstu búskaparárin sín
bjuggu þau á Selfossi en síðan
fluttust þau til Reykjavíkur er
hann varð lektor við Kennarahá-
skóla Íslands en hún starfaði við
heilsugæslu, meðal annars við
ungbarnaeftirlit. Það féll henni
einkar vel að starfa að verkefn-
um heilsugæslunnar í nútíma
þjóðfélagi og að leiðbeina mæðr-
um við umönnun barna. Það
gladdi hana mjög er hún fékk
frá sumum mæðranna jólakort
með myndum af börnum, sem
hún hafði haft afskipti af mörg-
um árum áður.
Árni og Adda, eins og hún
jafnan var kölluð í fjölskyldunni,
voru afar samrýnd hjón, bæði
heilsteypt og heilbrigð í öllu sínu
lífi og voru hjálpfús og hollráð er
til þeirra var leitað. Þau höfðu
sömu áhugamál, unnu tónlist af
mikilli næmi, sóttu reglulega
leikhús, söfn, tónleika, óperur og
aðra listviðburði. Meðal annars
bauð Adda börnum og barna-
börnum oft í leikhús og á síðasta
ári á óperuna Ragnheiði og á
Hnotubrjótinn í Hörpu.
Þau voru bæði náttúruunn-
endur og ferðuðust saman inn-
anlands og utan, hann sem rann-
sakandi og fararstjóri. Þau
höfðu forustu um ferðalög með
bræðrum Árna og systur Öddu
um byggðir og óbyggðir landsins
og til fjarlægra heimsálfa. Einn-
ig var efnt til fjölskylduferða um
Ísland, ýmist fótgangandi eða
akandi þar sem þau miðluðu af
reynslu sinni og mikilli þekkingu
á staðháttum. Farið var á allar
þekktustu ferðaslóðir á landinu
og ennfremur minna þekktar.
Heimsóttir voru átthagar for-
feðra þeirra beggja og ættarsag-
an rakin. Það gilti um sveitir Ár-
nessýslu og um ættarslóðir
Öddu í Þistilfirði og á Skálum á
Langanesi. Þegar þau dvöldust í
Noregi við framhaldsnám var
farið á slóðir forfeðra Öddu þar.
Mikinn skugga bar á í fjöl-
skyldunni er Árni lést af slysför-
um árið 2006 er þau voru í ferð á
Madeira. Þótt Árni félli frá hélt
Adda áfram sterkum tengslum
við fjölskyldu okkar sem var
okkur mikils virði. Þegar kom að
starfslokum sló hún ekki slöku
við, iðkaði sund til hinstu stund-
ar, var reglulega í jóga, fór á
listsýningar og söfn, sótti leik-
hús, tónleika, námskeið og
stundaði gönguferðir. Hún var á
leið ofan af Esjunni er hún
kenndi sér þess meins er varð
henni að aldurtila.
Við bræðurnir minnumst Að-
albjargar með virðingu og þakk-
læti í huga. Hún var ávallt dag-
farsprúð og hlýleg og ræktaði
vináttutengsl við okkur af alúð.
Við sendum börnum hennar,
barnabörnum og öðrum aðstand-
endum hugheilar samúðarkveðj-
ur.
Atli, Guðjón Ingvi,
Guðmundur og
Unnar Stefánssynir.
Í dag kveðjum við vinkonu
okkar Aðalbjörgu Árnadóttur
með söknuði.
Ekki datt okkur í hug er við
hittumst í ágúst að senn væri
komið að leiðarlokum, svo hress
og kát var hún, og ákveðið var
að hittast fljótt aftur, en þá kom
höggið. Adda, eins og hún var
kölluð, greindist með ólæknandi
sjúkdóm.
Fátt er betra í lífinu en að
eiga góða vini og það var Adda
svo sannarlega. Trygg og trú
vinkona sem var gott að hitta og
tala við. Viljum við stöllur trúa
því að hún hafi nú gengið bros-
andi á fund Árna síns og ann-
arra ástvina inn í Sumarlandið
og viljum að leiðarlokum þakka
okkar kæru vinkonu samfylgd-
ina.
Ástvinum hennar öllum vott-
um við samúð og biðjum þeim
guðs blessunar.
Ég kveð þig, hugann heillar
minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Jóna, Vilborg
og Bjarghildur.
Að heimurinn sé á einhvern
hátt betri fyrir tilvist okkar er
ósk sem mörg okkar bera í
brjósti. Að við getum með ein-
hverju móti snert eða fegrað
veruleika samferðafólks okkar á
þann hátt að merkist, að hegðun
okkar og gjörðir bæti á einhvern
hátt ekki bara okkar eigið líf
heldur einnig þeirra sem okkur
þykir vænst um og standa okkur
nær. Það er með sorg í hjarta að
ég kveð Aðalbjörgu í dag, um
leið og ég minnist að því er virt-
ist endalausrar gæsku sem ein-
kenndi viðmót hennar og gjörðir.
Ég kynntist Aðalbjörgu og Árna
á umbrotatíma í lífi mínu og það
var með einstakri gæsku að þau
opnuðu heimili sitt fyrir mér,
skilyrðislaust og án kvaða.
Svona svona, vertu nú bara róleg
Rósa mín, þetta gengur yfir,
haltu bara áfram, voru svo oft á
þeim tíma hennar skilaboð til
mín. Og það gekk yfir. Ekki
minnst fyrir tilstuðlan hennar.
Fyrir mig var Aðalbjörg örugg
höfn að hvíla í, rólyndiskona sem
þó bjó að ríkum húmor og menn-
ingarþorsta svo að smitandi var.
Hjartans, hjartans Aðalbjörg,
hjá mér áttu eilífar þakkir fyrir
elskuna, hlýjuna, stuðninginn og
stöðugleikann, fyrir að hafa alla
tíð verið mér svo góð fyrirmynd
og örugg höfn. Ég er betri þökk
sé þér. Elsku Gerður, Ella,
Kristín og Stefán Baldur, ég
votta ykkur og fjölskyldum ykk-
ar mína dýpstu samúð.
Sigurrós Alice Svöfudóttir.
Elsku Adda mín, ég kveð þig
með þessu ljóði.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
og hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir.)
Ég sendi þinni yndislegu fjöl-
skyldu, mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Þórey Þórarinsdóttir.
Þegar við, starfsfólkið á
heilsugæslustöðinni í Mjódd,
heyrðum af fráfalli Aðalbjargar,
rifjuðum við upp þær svipmynd-
ir af henni, sem lifðu í huga okk-
ar. Hver og einn gat þess, sem
honum þótti eftirminnilegt við
Öddu. Adda var hluti þess litla
hóps, sem kom Heilsugæslustöð-
inni í Mjódd á legg á sínum tíma
fyrir um aldarfjórðungi. Hún var
ein þriggja hjúkrunarfræðinga
við ungbarnaeftirlitið í Efra
Breiðholti, sem tengdust stöð-
inni í Mjódd við stofnun hennar.
Adda hafði aflað sér sérmennt-
unar í almennri heilsugæslu og
barnaeftirliti erlendis og þótti
okkur fengur að starfskröftum
hennar.
Á þeim tíma réðu hugsjónir
og hugmyndafræði miklu um
fyrirkomulag vinnu við heilsu-
gæsluna í breiðum skilningi þess
orðs. Störf stéttanna voru ofin
saman í teymisvinnu í þágu al-
mennings og friður ein-
drægninnar ríkti ofar hverri
kröfu. Sparnaðarkrafan var víkj-
andi og nagandi eyðingarmáttur
hennar falinn í fjarlægri framtíð.
Við þessar aðstæður kom Adda
til starfa í Mjóddinni og var
strax á heimavelli. Við fundum
vel fyrir fumlausum vinnubrögð-
um hennar og áralangri þjálfun
við að þjóna börnum á öllum
aldri og foreldrum þeirra. Hún
hafði glöggt auga fyrir hinum
brotna reyr og reyndi ævinlega
að rétta hlut þeirra fjölskyldna,
sem áttu undir högg að sækja af
einhverjum ástæðum og laða
fram þá krafta, sem fært gátu
málin til betri vegar. Alltaf
fylgdu tilfinningar í málum af
þessu tagi en Adda flíkaði þeim
ekki. Þær birtust hins vegar
þegar hún var utan sviðsljóssins
og á tveggja manna tali við þá,
sem hún treysti.
Margt af því, sem prýddi
Öddu, hefur hún vafalítið haft
með sér úr föðurgarði. Árni Vil-
hjálmsson, héraðslæknir á
Vopnafirði, og kona hans ólu upp
stóran barnahóp og af þeim var
Adda næstyngst. Heimilið var
þungt og þurfti bæði búskap og
nægjusemi til að koma barna-
hópnum upp. Árni segir í end-
urminningum að „læknir, ekki
síst í útkjálkahéraði þarf að hafa
þá eigind helzta að vilja lækna
og hjálpa. Hann má ekki setja
fyrir sig smámuni eða heimta
það, sem ekki er hægt að veita“.
Adda var í raun hlédræg og
jafnvel dul á tilfinningar sínar og
alveg laus við hvatvísi. Hún var
að jafnaði alvörugefin og vinnu-
söm, samviskusöm og hlý. Hún
var ósérhlífin og gekk oft nærri
sér af þeim sökum. Umhyggjuna
bar hún utan á sér. Umtalsfróm
var hún, vönd að virðingu sinni
og trygglynd. Með þessum eft-
irsóknarverðu eiginleikum var
hún lífsglöð og kát og fremst í
flokki á gleðistundum þegar
tækifæri gafst. Þá var eins og
hún varpaði af sér kappanum og
öllu öðru sem fylgdi því ævistarfi
sem hún hafði kosið sér og fram
spratt prakkari fullur af æsku-
fjöri og hug til að faðma gleði
augnabliksins af nautn.
Adda var mikil útivistarkona
og sundmaður og bar með sér
hreystina. Þannig minnumst við
hennar, vinnufélagar á heilsu-
gæslunni í Mjódd. Dauðastríðið
varð ekki langt og við sjáum
hana alltaf fyrir okkur sem lip-
urtá, létta á fæti, óáleitna og já-
kvæða með þökk fyrir hvað árin
urðu samt mörg með henni.
Fyrir hönd starfsfólks Heilsu-
gæslunnar Mjódd,
Sigurbjörn Sveinsson.
Aðalbjörg
Árnadóttir
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma, tengdadóttir og systir okkar,
LAUFEY STEINGRÍMSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést sunnudaginn 11. janúar.
Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 23. janúar kl. 13.00.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk HSS fyrir einstaka aðhlynningu.
Hannes Einarsson,
Ína Björk Hannesdóttir,
Einar Hannesson, Hrund Óskarsdóttir,
Brynja Huld Hannesdóttir, Jakob Hafsteinn Hermannsson,
Ellert Hannesson, Magnea Lynn Fisher,
María Jónsdóttir,
barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur.