Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 70
70 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
✝ Guðrún ÓlöfSvavarsdóttir
fæddist á Sauð-
árkróki 14. júní 1932.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnuninni á Sauð-
árkróki 7. janúar
2015.
Foreldrar hennar
voru Svavar Guð-
mundsson og Sig-
urbjörg Ögmunds-
dóttir. Guðrún ólst
upp á Sauðárkróki á heimili afa
síns og ömmu, þeirra Ögmundar
Magnússonar og Kristínar Bjarg-
ar Pálsdóttur.
Árið 1951 flyst hún til Vopna-
fjarðar með Björn son sinn.
Guðrún giftist hinn 22. maí
1954 Þorsteini Lárusi Vigfússyni,
f. 31.7. 1927, d. 24.6. 1995. Börn
Guðrúnar eru: Drengur, f. 1948,
d. 1948, Björn Jónsson, f. 1950,
maki Sigríður Guðmundsdóttir,
þau eiga fjögur börn. Auðbjörg
Þorsteinsdóttir, f. 1952, maki
Sigurður Guðjónsson, þau eiga
þrjár dætur. Kristín
Þorsteinsdóttir, f.
1954, hún á tvær
dætur. Vigfús Þor-
steinsson, f. 1957,
maki Drífa Árna-
dóttir, þau eiga
þrjú börn. Margrét
Helga Þorsteins-
dóttir, f. 1963, maki
Lúðvík Blöndal,
hún á fjögur börn.
Guðrún átti 16
barnabörn, 42 barnabarnabörn
og tvö barnabarnabarnabörn.
Guðrún og Þorsteinn hófu bú-
skap í Lindarbrekku á Vopna-
firði þar sem hún sinnti heim-
ilisstörfum og vann í síld á
sumrin. Árið 1973 fluttust þau á
Sauðárkrók þar sem hún sinnti
ýmsum störfum, lengst af í Loð-
skinni. Árið 1985 keyptu þau
húsið á Hólavegi 1 þar sem þau
bjuggu til æviloka.
Útför hennar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 15. jan-
úar 2015, kl. 14.
Mamma
Guð þig leiði sérhvert sinn
sólarvegi alla.
Verndarengill varstu minn
vissir mína galla.
Hvar sem ég um foldu fer
finn ég návist þína.
Aldrei skal úr minni mér
mamma, ég þér týna.
(Jón Sigfinnsson)
Ég elska þig og á alltaf eftir
að sakna þín. Þú býrð í hjarta
mínu svo lengi sem ég lifi.
Þinn sonur,
Vigfús.
Mig langar að þakka þér,
elsku mamma mín, fyrir allar
góðu stundirnar sem við höfum
átt saman í gegnum tíðina. Þú
varst mín besta vinkona og
vinur, alltaf var hægt að
hringja og spjalla við þig og fá
ráð hjá þér.
Læt hér fylgja fallegt ljóð til
þín, elsku mamma:
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum.)
Elsku mamma ég kveð þig
með söknuði, ég veit að þú ert
komin á góðan stað. Þín
Margrét (Gréta).
Takk elsku mamma mín fyrir
allt sem þú varst mér og allt
sem þú gafst mér.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði
að sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf
þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Björn Jónsson (Bjössi).
Með fáeinum orðum langar
mig að minnast elsku ömmu
minnar, Gunnu ömmu, sem ég
var svo lánsöm að fá að kynnast
og þekkja. Frá því ég man eftir
mér hefur amma verið fastur
punktur í mínu lífi, ég og Vopni
bróðir minn vorum mikið hjá
ömmu og afa á Hólaveginum
fyrstu árin okkar á Króknum.
Þegar grunnskólagangan hófst
var nú ekki langt að fara, bara
rétt yfir götuna. Þá spæjaði
amma út um þvottahúsgluggann
hvort það væru ekki örugglega
allir góðir við hana nöfnu sína í
frímínútum og gaf mömmu og
pabba „rapport“ eftir daginn.
Ég fór oft til ömmu eftir skóla,
þá var hann afi minn nú fallinn
frá. Við amma dúlluðum okkur
við ýmislegt þessa eftirmiðdaga,
helst þó að mála á tau með sér-
stökum pennum. Amma var allt-
af tilbúin með kaffi (eða mjólk)
og með því, það var nú æði oft
sem fólk leit inn og aldrei stóð á
kræsingunum; krónukakan
fræga sem amma gerði glass-
úrlistaverk á, tekexkakan, osta-
kakan með makkarónubotninum
og að sjálfsögðu ömmuvöfflur,
helst með rækjusalati. Hún
amma var mikil húsmóðir og
snyrtipinni með meiru, þó ekki
svo að það mætti ekki leika sér
og skoða allt fína dótið sem hún
átti. Það lifir mjög sterkt í
minningunni þegar ég var að
vaska upp með ömmu, þá setti
hún vatn í fat ofan í vaskinn,
hún var vön því að vera ekki að
spandera vatninu frá því að hún
bjó á Vopnafirði, svo vaskaði
hún upp og ég þurrkaði. Í seinni
tíð vorum við meira í því að
spjalla yfir kaffibolla, amma
sagði frá gömlum tímum eins og
þeir hefðu gerst í gær, hún
mundi minnstu smáatriði og þó
að ég fengi að heyra sömu sög-
urnar oft fannst mér þær alltaf
jafnáhugaverðar því amma lifði
merkilegu lífi og hafði frá mörgu
að segja. Það er alveg endalaust
af minningum og tilfinningum
sem kemur upp í hugann þegar
ég rifja upp samband mitt við
ömmu en fyrst og fremst er það
þakklæti, ég er svo þakklát fyrir
það að hafa kynnst henni ömmu
og hafa átt hana að, ég er svo
þakklát fyrir allt sem hún
kenndi mér bæði meðvitað og
ómeðvitað og síðast en ekki síst
er ég þakklát fyrir að hafa getað
verið hjá henni síðustu dagana
hennar og upplifað með henni og
fjölskyldunni að svona erfiðir
tímar geta líka verið yndislegir.
Amma sagði alltaf „við förum
þegar við eigum að fara“ og ég
veit að hún var tilbúin, sátt við
að núna væri hennar tími kom-
inn.
Ég sakna þín elsku amma
mín.
Guðrún Björnsdóttir.
Elsku hjartans amma Gunna
okkar er fallin frá.
Við sitjum hérna saman
systkinin og minnumst góðu
stundanna með þér og afa. Við
hugsum til allra stundanna sem
við áttum við eldhúsborðið á
Hólaveginum, þau voru ófá
skiptin sem við fengum glænýj-
ar kleinur og (vatns)parta.
Þegar við vorum lítil fengum
við oft að gista hjá ömmu og afa,
þá voru alltaf til breik-pinnar og
það var passað upp á spýturnar
úr þeim en með þeim var hægt
að byggja ýmis listaverk. Stund-
um fengum við líka popp, okkur
þótti mjög fyndið þegar þið afi
tókuð út úr ykkur tennurnar til
að geta borðað það með okkur.
Fáir voru eins færir með
strauboltann og þú, elsku amma.
Þú sást til þess að við bræðurnir
værum í stífstraujuðum og
pressuðum gallabuxum eftir að
mamma og pabbi fluttu í sveit-
ina og ekki má gleyma brotinu í
sokkunum.
Þegar kíkt var við á Hólaveg-
inum fór maður sjaldnast þaðan
tómhentur. Þá dróst þú fram
nýjasta föndrið þitt, sem ýmist
var handmálað postulín, serví-
ettumyndir eða málaðir eða
heklaðir dúkar. Langömmubörn-
in fengu líka að njóta góðs af
þessu föndri en til eru ófá
dúkkuteppi og mottur sem mikið
er búið að leika með í dúkku- og
playmo-húsunum á okkar heim-
ilum.
Við munum minnast þín með
þakklæti og gleði í hjarta fyrir
allar stundirnar sem við höfum
átt saman. Nú ert þú komin til
afa Steina sem þú hefur saknað
sárt og hann væntanlega tekið á
móti þér með brosi og sprelli,
við biðjum að heilsa honum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Harpa, Þorsteinn og Árni.
Þessa síðustu daga hennar
Gunnu ömmu hafði ég það ómet-
anlega tækifæri að sitja hjá
henni og rifja upp liðinn tíma,
margar þær góðu stundir sem
ég hafði átt með henni frá því ég
fór að muna eftir mér. Allar
ferðirnar á Krókinn þar sem
amma og afi tóku á móti okkur á
Aðalgötunni og svo seinna á
Hólaveginum, hlaðin kaffiborð
og kvöldkaffi áður en farið var í
háttinn. Kappkapall spilaður við
eldhúsborðið langt fram á kvöld
og svo seinna, eftir að afi kvaddi
þennan heim, spjall yfir kaffi-
bolla og fallega handverkið
hennar ömmu skoðað.
Ósjaldan var setið í eldhúsinu
á Hólaveginum þar sem amma
sagði mér frá því þegar hún sem
ung kona lagði af stað, ásamt
Birni föður mínum, þá rétt árs-
gömlum, með strandferðaskipi
frá Skagafirði til Vopnafjarðar.
Þetta var mikið ferðalag og seg-
ir svo margt um staðfestu ömmu
og ákveðni. Í smáatriðum sagði
hún mér frá þessu ferðalagi,
hvað hún hafði með sér, hvar
var stoppað og hvernig koman
var til Vopnafjarðar, hvaða líf
tók þar við. Skemmtilegar voru
sögurnar af síldarsöltun, sælu-
vikum og öðrum atburðum sem
voru ömmu hugleiknir. Þau afi
voru mér mikil fyrirmynd, alltaf
létt yfir þeim, mikið hlegið og
gantast.
En þegar ég hugsa um hana
Gunnu ömmu þá er mér ein-
hvern veginn efst í huga hvað
ein manneskja, eitt hversdags-
legt æviskeið, hefur að segja í
þessari veröld. Hvað hennar líf
og hennar ákveðni er stór
áhrifavaldur í mínu eigin lífi.
Hvernig við í daglega lífinu lær-
um svo mikið af þeim sem við
leitumst við að eyða tíma með,
mikilvægi þess að eiga ömmu
sem naut þess að fá okkur til sín
og valdi að deila með okkur
barnabörnunum sínum dýrmæta
tíma. Ég er þakklát fyrir þá gjöf
og met það mikils að hafa lært
af henni Gunnu ömmu vægi þess
að sitja saman, hlusta og segja
frá. Ég kveð hana ömmu með
þakklæti og virðingu, virðingu
fyrir staðfestu hennar sem hefur
svo ríkulega skilað sér inn í líf
afkomendanna.
Drottins í dýrðarhendi,
drottins barn, sofðu vært,
hann sem þér huggun sendi
hann elskar þig svo kært,
þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson)
Guðmunda
Björnsdóttir.
Guðrún Ólöf
Svavarsdóttir
✝ Jón Guð-mundsson,
húsasmíðameistari
fæddist á Kleifa-
stöðum í Kollafirði
í Austur-
Barðastrand-
arsýslu 24. febrúar
1923. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 2. janúar
2015.
Foreldrar hans
voru Þórey Jónsdóttir, f. 6.11.
1900, d. 14.6. 1965, og Guð-
mundur Jónsson, f. 14.6. 1896,
d. 25.8. 1973. Systkini Jóns eru:
Svandís, f. 6.9. 1924, d. 25.7.
2005, Oddur, f. 14.12. 1925, d.
6.11. 2004, Ástvaldur, f. 28.5.
1940, d. 12.1. 2011, og Júlíus, f.
30.3. 1942. Jón giftist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Guðlaugu
Kristbjörnsdóttur, f. 17.8. 1919,
frá Birnustöðum Skeiðum hinn
24.12. 1948 og bjuggu þau í
Reykjavík alla sína búskap-
artíð. Dætur þeirra eru;
1) Valgerður Kristbjörg
Jónsdóttir, f. 2.8. 1950, gift
Sigurjóni Karlssyni, f. 12.5.
1950. Börn þeirra eru 3; a)
Guðjón, f. 3.4. 1971, giftur
Hrefnu Björk Sigurðardóttur,
f. 6.8. 1975, dætur þeirra eru,
Fanney Þula og Máney Þula.
Fyrir átti Guðjón Völu Björgu,
heimilisstörfum eins og þá var
algengt og hafði hvert barn
sínar skyldur og hlutverk á
bænum. Skólaganga var ekki
löng þar sem treyst var á far-
andkennara sem komu í sveit-
ina og þar námu börnin allt
sem þeim bauðst. Um tvítugt
fluttist Jón til Reykjavíkur og
vann fyrst almenna verka-
mannavinnu þar til hann hóf
störf hjá Vagnasmiðjunni og í
framhaldi af því fór hann í Iðn-
skólann og lærði þar húsa-
smíði. Að námi loknu vann
hann við smíðar það sem eftir
var starfsævinnar, ýmist í sam-
starfi við aðra eða einn með
sitt eigið verkstæði, lengst af í
Tranavogi. Jón sinnti smíð-
unum allt þar til hann seldi
verkstæðið þá 79 ára að aldri.
Jón og Guðlaug hófu búskap
sinn í Laugarneshverfinu,
fluttu síðan í Karfavoginn og
bjuggu þar í 5 ár eða þar til
fjölskyldan fluttist í Njörva-
sund 8, þar sem hann byggði
hús fyrir fjölskylduna í auka-
vinnu sem var algengt á þeim
árum. Þar bjuggu þau hjónin í
44 ár eða þar til þau fluttust að
Skúlagötu 20 árið 2000.
Jón hafði gaman af lestri og
spilamennsku og fóru þau hjón
í nokkur ár á ýmis spilakvöld
og dansskemmtanir í bænum
eða meðan heilsan leyfði.
Útför Jóns verður gerð frá
Grensáskirkju í dag, 15. janúar
2015, kl. 13.
barnsmóðir Eva
Björg Guðmunds-
dóttir. Fyrir átti
Hrefna Pálma
Frey og Nóna Sæ.
b) Hulda, f. 2.6.
1975, gift Óskari
Vigni Eggertssyni,
f. 27.4. 1972. c) Ei-
ríkur, f. 22.4. 1977,
sonur hans er
Gunnar Ylur,
barnsmóðir El-
ínborg Þorsteinsdóttir. 2) Mar-
grét Jóna Jónsdóttir, f. 29.8.
1957, gift Inga Þór Þorgríms-
syni, f. 28.5. 1957. Börn þeirra
eru 5;
a) Helgi Marteinn, f. 18.6.
1982, börn hans eru Húnbogi
Bjartur og Hulda Rún. barns-
móðir Hlín Pálsdóttir. b) Guð-
laugur, f. 17.8. 1983, sambýlis-
kona Anna Björk
Magnúsdóttir, f. 28.5. 1986,
dóttir þeirra er Sóley Rut. c)
Jóhann Óli, f. 8.3. 1988, giftur
April Lee Ingason, f. 24.2.
1988, sonur þeirra er Thor-
grímur Lee. d) Elísabet María,
f. 27.12. 1992, unnusti hennar
er Birkir Rafn Þorvaldsson, f.
18.6. 1989. e) Katrín Þórey, f.
4.8. 1994. unnusti hennar er
Guðjón Reynisson, f. 25.2. 1994.
Jón ólst upp á Kleifastöðum
og sinnti þar búverkum og
Elsku pabbi minn kvaddi
þennan heim 2. janúar, tæpra
92 ára gamall. Ekki eru allir
svo heppnir að njóta þess að fá
að hafa foreldra sína svo lengi.
Ég var svo heppin að fá að hafa
hann, manninn sem kenndi mér
svo margt af sinni kostgæfni og
rólyndi, hafði hann þolinmæði
og tíma þótt vinnudagurinn
væri langur. Þó að vinnudeg-
inum á verkstæðinu væri lokið
þá voru verkefni heima; sinna
bókhaldi, og ýmis útköll, bilaðir
lásar, hurðir eða hvað annað
sem kom uppá, þessu var sinnt
á kvöldin eftir langan vinnudag.
Stelpuskottið fékk stundum að
koma á verkstæðið til að sópa
og setja sag í poka, hjálpa til
við að þvo bílinn eða hvað ann-
að sem til féll. Ég hélt að ég
væri að hjálpa til en í dag held
ég að ég hafi verið meira að
tefja hann, en stolt var ég að fá
að dinglast í kringum hann.
Þó missi ég heyrn og mál og róm
og máttinn ég þverra finni,
þá sofna ég hinst við dauðadóm,
ó, Drottinn, gef sálu minni
að vakna við söngsins helga hljóm
í himneskri kirkju þinni.
(Ólína Andrésdóttir)
Í dag kveð ég hann með
söknuði og þakklæti fyrir þá
lífsreglu sem hann kenndi mér;
að læra vel grunnreglur og þá
væru allir vegir færir hvað sem
ég tæki mér fyrir hendur.
Margrét Jóna.
Í dag kveð ég tengdaföður
minn, Jón Guðmundsson,
hinstu kveðju eftir tæpra 37
ára kynni. Á þeim tíma hef ég
notið aðstoðar hans, ráðgjafar
og leiðbeininga auk fræðslu og
góðs félagsskapar. En þótt við
kveðjum góða aðstandendur á
enda þeirra langa ævidags þá
lifir minningin og það sem
numið er í samfélagi við þá á
samferðartímanum. Af tengda-
föður mínum lærði ég dýrmæt
fræði sem ég mun varðveita allt
til enda, en ráðgjöf hans þegar
tekist var á við krefjandi verk-
efni hljóðaði oftar en ekki upp
á einfalda og heilbryggða skyn-
semi: „meira vinnur vit en
strit“.
Á þessari stundu þegar sam-
einast söknuður og þakklæti er
hinsta kveðja mín: hvíl í friði.
Ingi Þór Þorgrímsson.
Mér er það einstaklega ljúft
að minnast Jóns Guðmundsson-
ar trésmíðameistara. Í hugann
koma fram ótal myndir og
minningar og ekki síst þakk-
læti fyrir að hafa átt samfylgd
með honum. Hann var af hag-
leiksmönnum kominn og sem
ungur drengur fór hann
snemma að bjarga sér. Hann
var til dæmis í vegavinnu sem
kúskur með hestakerru við
lagningu þjóðvegar eitt um
Bólstaðarhlíðarbrekku. Eftir
það fór hann að starfa við að
hnoða skipsskrokka í Stáls-
miðjunni. Var það fyrir tíma
suðutækni við skipasmíðar.
Hann var af þeirri kynslóð sem
átti meiri kröfur á sjálfa sig en
aðra. Ungur að árum komst
hann í lærlingsnám í húsa-
smíði. Námið sóttist honum vel
og lauk hann því með stakri
prýði.
Að námi loknu starfaði hann
með mágum sínum við ýmis
verkefni. Þeir stofnuðu síðar
Trésmíðaverkstæðið Listann
sf. sem var á þeirra tíma mæli-
kvarða talsvert umsvifamikið í
smíði innréttinga. Svo fór að
lokum að Jón yfirtók rekstur-
inn einn. Starfrækti hann tré-
smíðaverkstæðið langt fram yf-
ir sjötugasta aldursárið.
Trésmíðaverkstæði þetta var
einstakt hvað varðaði þjónustu
við endurgerð gamalla húsa. Á
tímum hraðans máttu menn
ekki vera að því að sinna svo-
leiðis verkum. Við sem um-
gengumst hann á þessum tíma
vitum að sum verk voru meira
unnin af hugsjón en hagnaðar-
von.
Ekki má gleymast að minn-
ast á að Jón kom sér upp
myndarlegu iðnaðarhúsi í
Tranavogi 5. Byggði hann það í
mörgum áföngum. Er það upp
á mörg hundruð fermetra að
grunnfleti og þriggja hæða.
Þetta vann hann nær eingöngu
einsamall og utan venjulegs
vinnutíma.
Auk alls þessa var Jón tals-
vert umsvifamikill bygginga-
meistari við nýbyggingar. Við
gerð steinsteyptra mannvirkja
koma oft upp vandamál við út-
færslur á því sem hönnuðir hafa
lagt til. Þá kom í ljós að Jón
hafði hlotið drjúgan skerf af
smiðshæfileikum í vöggugjöf.
Birtist þetta í því hversu
lausnagóður hann var. Oft var
sagt: „Þetta er ekki hægt að
framkvæma.“ Þá sagði hann
með hægð: „Ef þú getur teiknað
það þá er líka hægt að smíða
það.“
Um 1975 stóð Jón sem húsa-
smíðameistari ásamt öðrum að
innleiðingu kerfismóta og notk-
un byggingakrana við húsagerð
í Reykjavík. Með þessari nýju
tækni ávannst mikill sparnaður
og aukinn byggingarhraði.Var
sérstaklega ánægjulegt að fylgj-
ast með hvað hann nálgaðist
verkefnin með opnum huga og
hversu fljótur hann var leysa
mörg séríslensk vandamál sem
á vegi urðu.
Mörgum ungum mönnum
hjálpaði Jón til að öðlast rétt-
indi í trésmíði. Lærlingum hans
farnaðist vel í náminu enda
höfðu þeir unnið við smíði húsa
allt frá fyrstu skóflustungu til
fullbúins húss. Auk þess sem
þeir höfðu öðlast reynslu á tré-
smíðaverkstæði. Margir skóla-
bræður þeirra höfðu ef til vill
aldrei gert neitt annað en vinna
við mótasmíði allan námstím-
ann.
Við samstarfsmenn Jóns
minnumst hans með þakklæti
og virðingu og vottum eiginkonu
hans og dætrum svo og fjöl-
skyldum þeirra dýpstu samúð.
Eggert Atlason.
Jón Guðmundsson