Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 71
MINNINGAR 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Elsku hjartans
Kata mín.
Þú kvaddir þenn-
an heim aðfaranótt
nýársdags þegar ár-
ið 2015 var að heilsa en ég var
stödd í Brekkuskógi þegar frétt-
irnar bárust mér, það var fallegur
nýársmorgunn í sveitinni, mikið
logn og kyrrð, það hafði kyngt nið-
ur jólasnjó um nýársnóttina og
hafði klætt allt þegar þú fórst í
ferðina þína. Allt um kring var
fegurðin og kyrrðin ólýsanleg.
Það var eins og tíminn stæði í stað,
hann stóð virkilega í stað nýárs-
morguninn þarna í sveitinni þar
sem ég syrgði eina af mínum
bestu vinkonum við kertaljós með
dýrð og fegurð náttúrunnar fyrir
augum. Árið byrjaði með tárum
en það eru gleðitár þegar ég
hugsa um allar minningarnar sem
ég átti með þér, knúsin mín.
Þú varst ein besta og yndisleg-
asta manneskja sem hefur komið
inn í líf mitt, svo hjartahlý og góð.
Þú tókst bókstaflega öllum opnum
örmum og var alltaf jafn yndislegt
að fá Kötuknús.
Það var í október 2004 að ég tók
gæfuspor niðri í Haukahúsi þar
sem við hittumst ásamt fimm öðr-
um konum og stofnuðum Kór
Ástjarnarkirkju. Með því hófust
okkar kynni og tókst mikill og
sannur kærleikur með okkur frá
fyrstu stundu, við urðum strax
mjög nánar og miklar vinkonur
bara eins og við hefðum þekkst
alla ævi.
Það verður skrítið að hafa þig
ekki við hliðina á mér á kóræfingu
og þegar við syngjum í athöfnum
því við sungum alltaf hlið við hlið
þessi tíu ár sem við þekktumst og
sungum saman.
Við áttum fleiri sameiginleg
áhugamál, en það var matargerð,
við töluðum mikið um mat og
skiptumst á uppskriftum. Þú
komst alltaf með þær handskrif-
aðar og á ég stóran fjársjóð mat-
aruppskrifta frá þér.
Þú tókst þátt í mörgum merki-
legum viðburðum í mínu lífi á
þessum tíu árum og er ég þér sér-
staklega þakklát fyrir umhyggju
og þátttöku þína í þeim.
Ég er svo rík og þakklát í hjart-
anu að eiga allar þessar dýrmætu
og fallegu minningar, t.d. þegar
við kórinn þinn komum þér að
óvörum að syngja fyrir ykkur
Stebba heima hjá ykkur á brúð-
kaupsafmælinu ykkar þann 10.
des. sl. Ég mun aldrei gleyma
svipnum á þér þegar þú sást okk-
ur koma syngjandi inn „Jólin, jólin
alls staðar“ sem var í miklu uppá-
haldi hjá þér.
En dýrmætasta stundin og
minningin sem ég á um þig og
mun aldrei gleyma er okkar síð-
asta stund sem við áttum, mánu-
dagskvöldið 29. desember þegar
ég kom til þín á spítalann áður en
ég fór í bústaðinn. Þessa stund
varðveiti ég að eilífu í hjarta mér.
Við spjölluðum og drukkum síð-
asta kaffisopann okkar saman. Við
héldumst í hendur og horfðum í
bláu augun hvor á annarri, hlust-
uðum og söngluðum saman lagið
„Bláu augun þín“ sem hljómaði frá
sjónvarpinu.
Elsku Kata, dúllan mín, þú
kvartaðir aldrei í veikindum og
tókst á við þau að æðruleysi. Þú
varst mér svo kær og ég mun
sakna þín svo sárt en um leið
geyma fallegar minningar um ein-
staka konu sem við kveðjum í dag
sem var sönn, hrein og bein í öllu
því sem hún tók sér fyrir hendur í
lífinu. Bið góðan Guð styrkja fjöl-
skylduna þína í sorginni
Katrín
Ríkharðsdóttir
✝ Katrín Rík-harðsdóttir
fæddist 17. janúar
1956. Hún lést 1.
janúar 2015. Útför
Katrínar var gerð
12. janúar 2015.
Ætla að kveðja
þig með síðustu orð-
unum okkar sem við
áttum saman: „Takk
fyrir allt, ég elska
þig, dúllan mín, koss
og knús.“
Þín vinkona,
Áslaug Fjóla.
Stuðningsmaður
minn númer eitt er
fallinn frá langt fyrir aldur fram.
Ég kynntist Kötu og Stebba fyrir
rúmum tíu árum þegar ég byrjaði
að vinna hjá Íslenska gámafélag-
inu.
Ég byrjaði greinina á stuðn-
ingsmaður minn númer 1 en það
er saga að segja frá því af hverju
hún Kata hlaut þann titil.
Fyrir einum níu árum var ég að
dæma knattspyrnuleik á Ásvöll-
um á milli Hauka og Víkings
Ólafsvík í miklu roki og rigningu.
Ekki voru margir áhorfendur en í
hálfleik, þegar ég er að ganga inn í
búningsherbergi, þá sé ég mann-
eskju koma hlaupandi inn á völl-
inn frá áhorfendasvæðinu, það
fyrsta sem ég hugsaði var, hvaða
fótboltabulla væri þarna að koma.
Síðan kom þessi manneskja
hlaupandi að mér og faðmaði mig
fast og innilega. Var þar þá ekki
Kata komin, vel búin með hettuna
upp fyrir höfuð, hlæjandi og geisl-
andi. Hún var mætt til að styðja
sína menn frá Ólafsvík og að sjálf-
sögðu dómarann líka. Upp frá
þessu kallaði ég hana stuðnings-
mann númer eitt.
Kata var mikil félagsvera, alltaf
svo kát og hress, það geislaði af
henni gleðin og ánægjan yfir að
vera mikið innan um annað fólk.
Sjálfboðavinnu taldi hún ekki eftir
sér og starfaði hún mikið fyrir
kirkjuna sína og kórinn.
Kata hugsaði mikið um endur-
vinnslu og var mjög virk í þeirri
vinnu í skólanum þar sem hún
vann, var þar aðalmanneskjan
þegar þemadagar voru í skólanum
og krakkarnir voru að vinna úr
hinum ýmsu endurvinnanlegu
efnum. Ef hún þurfti að afla vinn-
inga fyrir bingó eða happdrætti
leitaði hún til Íslenska gáma-
félagsins til að fá Grænu endur-
vinnslutunnuna til að gefa til vinn-
ings.
Ávallt þegar við Kata hittumst
þá hrópuðum við bæði „stuðnings-
maður númer eitt“ og síðan var
faðmast og hlegið. Mikið var gam-
an að hitta Kötu á árshátíð Ís-
lenska gámafélagsins í byrjun
október sl. og ekki var það síðra að
hitta hana í sextugsafmæli Stebba
helgina eftir. Ég tók af henni lof-
orð á árshátíðinni að syngja lagið
Traustur vinur í afmælinu hjá
Stebba, sem ég og gerði og Kata
tók vel undir.
Guð geymi þig, Kata.
Elsku Stefán, Hafdís, ættingjar
og vinir Kötu. Innilegar samúðar-
kveðjur, missir ykkar er mikill, en
minningin um góða og kraftmikla
konu lifir.
Gísli Hlynur Jóhannsson.
Mig langar til að minnast kæru
Kötu í örfáum orðum, sem kvatt
hefur þennan heim eftir hetjulega
baráttu við erfið veikindi.
Kötu kynntist ég árið 2004 þeg-
ar hún og Stebbi fluttu í sama hús
og móðir mín í Hafnarfirði. Þær
urðu strax mjög góðar vinkonur
og með vináttuböndum þeirra
tengdist Kata fjölskyldunni allri.
Við sáum fljótt hversu góðum
mannkostum Kata var prýdd og
það gladdi okkur fjölskylduna að
sjá vinskap mömmu og Kötu
blómstra. Þær voru duglegar að
kíkja hvor á aðra í kaffi og skrafa
um menn og málefni, á milli þess
sem rætt var um mat og upp-
skriftir. Þau voru ófá skiptin sem
við hittum Kötu fyrir heima hjá
mömmu þegar litið var inn eftir
vinnu og það var svo notalegt að
detta í spjall með þeim yfir kaffi-
bolla. Það var einstaklega ánægju-
legt að hlusta á Kötu tala um litlu
ömmuenglana sína, sem hún var
svo stolt af og sagði gjarnan sögur
af. Oftar en ekki barst talið líka að
uppskriftum. Það er svo sem ekki
nema von enda var Kata lista-
kokkur og hafði mikinn áhuga á
matargerð og fannst gaman að
prófa nýjar uppskriftir, ásamt því
að deila sínum með öðrum. List-
fengi og hæfileika Kötu á þessu
sviði fengu margir að njóta. Hún
vílaði ekki fyrir sér að sjá um heilu
stórveislurnar eða leggja fram lið
að öðru leyti. Þegar við skírðum
Evu Dís, frumburð okkar, árið
2005 stóð ekki á Kötu að bjóða
fram aðstoð sína í skírnarveisl-
unni. Aðstoð sína lagði hún fram
með myndarbrag eins og hennar
var von og vísa, handtök hennar
voru örugg og snör, það vafðist
ekkert fyrir henni á þessu sviði.
Aftur vorum við svo lánsöm að
njóta aðstoðar hennar í skírnar-
veislu Flosa litla rúmum sex árum
síðar, sömu fagmennskutakta
sýndi hún þá eins og í fyrri veisl-
unni. Fyrir aðstoð hennar vorum
við afar þakklát.
Kata var hjartahlý og um-
hyggjusöm. Það sáum við svo vel í
samskiptum hennar og mömmu.
Kata var dugleg að bjóða mömmu
í mat og í staðinn fékk Kata oft
klippingu hjá mömmu. Þær hjálp-
uðu oft hvor annarri á ýmsan hátt.
Það var alltaf góð tilhugsun að vita
af Kötu og Stebba í húsinu, í því
fólst ómetanlegt öryggi. Þau voru
alltaf til taks fyrir mömmu ef eitt-
hvað var. En það var ekki bara á
þeirra heimavelli sem gott var að
eiga Kötu að. Þegar dóttir okkar
byrjaði í skóla var aldeilis gott að
eiga Kötu líka að þar, en hún starf-
aði í Áslandsskóla, hverfisskólan-
um okkar. Kata reyndist einstak-
ur stuðningur fyrir sex ára
hnátuna okkar sem var að fóta sig
í nýju umhverfi. Kata fylgdist vel
með henni og vinkonu hennar og
var svo sannarlega til taks fyrir
þær ef eitthvað bjátaði á. Nær-
vera Kötu í skólanum gaf okkur og
dóttur okkar góða öryggiskennd
og fyrir það verðum við ævinlega
þakklát.
Þakklæti verður okkur alltaf
efst í huga þegar við minnumst
Kötu. Hennar verður sárt saknað
en við munum ylja okkur við
minningar um góða konu.
Stebba, Hafdísi og fjölskyldu
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur. Guð veri með ykkur og
styðji á sorgarstundu.
Rósa Dögg Flosa-
dóttir og fjölskylda.
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Hún Kata okkar hefur lokið
lífsgöngunni og haldið í Sumar-
landið eftir erfið veikindi síðasta
árið.
Við í Áslandsskóla minnumst
glaðværrar og skemmtilegrar
konu sem starfaði hjá okkur frá
árinu 2004 til hinsta dags.
Ein af annarri birtast
okkar samfylgdarstundir,
hlýjar í huga mér.
(Jakobína Sigurðardóttir)
Kata sinnti ýmsum verkum í
skólanum okkar, eins og skólalið-
um er tamt. Hún fylgdi nemend-
um í skólabílnum á leið í íþróttir
og sund. Hún aðstoðaði við mat-
reiðslu í nemendaeldhúsinu okk-
ar. Hún sá um að afgreiða skóla-
mjólkina til umsjónarmanna. Hún
hafði umsjón með eldhúsi í starfs-
mannaaðstöðu. Hún sinnti frímín-
útnagæslu á skólalóð sem og inn-
andyra.
Við í Áslandsskóla eigum eftir
að sakna hennar úr þessum verk-
um og fleiru sem hún tók sér fyrir
hendur í skólanum sem henni
þótti svo vænt um.
Kata var ötull talsmaður skól-
ans og starfsins sem hér fer fram
og bar hag skólans og nemenda
fyrir brjósti. Hún mætti gjarnan
snemma hvern morgun, löngu áð-
ur en eiginlegur vinnutími átti að
hefjast. Fyrir klukkan átta hvern
morgun skapast oft skemmtilegar
umræður á kaffistofunni um menn
og málefni og þar lét Kata ekki sitt
eftir liggja. Oftar en ekki fékk hún
að heyra það hjá einhverjum að
hún drægi taum þess sem þetta
ritar og tæki undir skoðanir mín-
ar. Ekki get ég mælt á móti því.
Við vorum góðir vinir, ég og hún
Kata mín.
Kata var mikil matkona og gat
töfrað fram úrvalsrétti og kökur í
einni svipan. Það var gott að leita
til hennar og aldrei mikið mál að
bjarga svona eins og einni hnall-
þóru með stuttum fyrirvara. Iðu-
lega var leitað til hennar þegar
skólinn þurfti á að halda heitum
rétti, rjómatertu eða hverju því
sem prýða mátti veislur eða mót-
tökur hér í skólanum. Persónu-
lega aðstoðaði hún mig og mitt
fólk við fermingarveislur. Þær eru
verðmætar, handskrifuðu upp-
skriftirnar sem hún gaukaði
gjarnan að mér, en líklega þarf
maður áratuga æfingabúðir til að
reyna að líkja eftir handbrögðum
hennar eða ná viðlíka árangri.
Hann er til dæmis minnisstæður
„bæjarstjórarétturinn“, heitur
brauðréttur með ýmsum ostateg-
undum. Sá hlaut það nafn vegna
þess að í einni móttökunni hér í
Áslandsskóla hélt þáverandi bæj-
arstjóri ekki vatni yfir réttinum.
Sá er lærður bakari og linnti ekki
látum fyrr en hann fékk uppskrift-
ina hjá Kötu með sér heim.
Starfsfólk Áslandsskóla og
skólasamfélagið allt syrgir fráfall
öflugrar konu og yndislegs sam-
herja. Ótal fallegar minningar
skildi hún eftir sig, okkur til hugg-
unar. Blessuð sé minning Kötu
okkar, Katrínar Ríkharðsdóttur.
Eiginmanni, dóttur, aðstand-
endum öllum sem og vinum vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Hvernig sem eilífðar tímarnir tifa,
trúin hún græðir sem vorblærinn hlýr.
Myndin þin, brosið og minningin lifa,
meitluð í huganum svo fögur og skýr.
(Friðrik Steingrímsson)
Fyrir hönd skólasamfélagsins í
Áslandsskóla,
Leifur S. Garðarsson,
skólastjóri.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa,
hörmungáog rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól,
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson)
Í dag kveðjum við kórfélagarn-
ir hana Katrínu Ríkharðsdóttur
hinstu kveðju.
Kata var ein af stofnendum
kórs Ástjarnarkirkju árið 2004 og
tók virkan þátt í uppbyggingu
hans allt frá fyrsta degi. Hún sat
einnig í stjórn kórsins allt til enda
og sinnti hinum ýmsu nefndar-
störfum af mikilli natni.
Stórt skarð er höggvið í litla
kórinn okkar og söknuðurinn er
mikill.
Kata var einstakur persónu-
leiki með góða nærveru og breitt
faðmlag sem umvafði alla, glaðleg
og áreiðanleg.
Við Þökkum Kötu okkar fyrir
allt og kveðjum hana í dag með því
sem sameinaði okkur – söngnum.
Fjölskyldu Kötu sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur
Fyrir hönd félaga í kór Ástjarn-
arkirkju,
Heiða Björk Ingvarsdóttir.
Ástkær eiginkona, móðir og amma,
KRISTÍN BJÖRG HERMANNSDÓTTIR
TÖNSBERG
sjúkraliði,
sem lést föstudaginn 9. janúar á líknardeild
Landspítalans, verður jarðsungin frá
Hallgrímskirkju föstudaginn 16. janúar kl. 11.00.
.
Steinar Sigurðsson,
Stefanía Steinarsdóttir,
Rebekka Steinarsdóttir,
Kolbrún Lind Steinarsdóttir,
Anton Helgi Steinarsson
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
AÐALBJÖRG ÁRNADÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Brautarlandi 15,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju
í dag, fimmtudaginn 15. janúar kl. 13.00.
.
Gerður Aagot Árnadóttir,
Elín Huld Árnadóttir,
Kristín Sif Árnadóttir, Páll Sveinsson,
Stefán Baldur Árnason, Ásdís Sigmundsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
STEFANÍA JÓNSDÓTTIR,
Melagötu 3,
Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
föstudaginn 9. janúar.
Úförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju
laugardaginn 17. janúar kl. 14.00.
Ari Sigurjónsson,
Sigurjón Arason, Margrét Sigurðardóttir,
Jóna Katrín Aradóttir, Benedikt Sigurjónsson,
Ingibjörg Aradóttir, Sigurður Friðjónsson,
Eysteinn Arason María Ásmundsdóttir
Hilmar Már Arason, Katrín A. Magnúsdóttir,
Pjetur St. Arason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN GUÐMUNDSSON
húsasmíðameistari
frá Kleifastöðum,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grensáskirkju
fimmtudaginn 15. janúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
líknarstofnanir.
Guðlaug Kristbjörnsdóttir,
Valgerður Kristbjörg Jónsdóttir, Sigurjón Karlsson,
Margrét Jóna Jónsdóttir, Ingi Þór Þorgrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn
11. janúar.
Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 17. janúar kl. 14.00.
Svan Jörgensen,
Sigrún Svansdóttir, Þórir Þórarinsson,
Kristbjörn Svansson, Danfríður E. Þorsteinsdóttir,
Lára Svansdóttir, Jón Heiðar Daðason,
Valrós Svansdóttir, Kristinn Helgi Ólafsson,
Víðir Svansson, Guðný Sigríður Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.