Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Við skyndilegt fráfall prófessors Eggerts Þórs Bernharðssonar missti Hugvísindasvið Háskóla Íslands lykilmann. Afkastamik- inn fræðimann, valinkunnan kennara, vandvirkan stjórnanda – en efst er í huga að við misstum gegnheilan vin og kollega. Okkur hefur orðið tíðrætt um það hve óraunverulegt brotthvarf hans sé. Þá rennur jafnframt upp fyrir manni hvernig háttað er þeirri mannlegu nærveru sem skapar raunverulegt samfélag. Hún verður til fjölbreytni, samheldni og í alúð hvers og eins í störfum og samskiptum. Á engan er hall- að þótt fullyrt sé að Eggert hafi sett einstakan svip á mannlífið á vinnustað sínum. Hann var mað- ur samtals og frjórra skoðana- skipta og auk þess aðalsprautan í félagslífi sviðsins. Við finnum nú enn skýrar en áður hve veiga- mikið hlutverk Eggert lék í sam- félagi okkar og við þökkum það af heilum hug. Þótt Eggert hafi látist um ald- ur fram átti hann að baki drjúg- an starfsferil við Háskóla Ís- lands. Hann kenndi sagnfræði um tveggja áratuga skeið frá 1987, uns hann setti á fót sér- staka námsgrein, hagnýta menn- ingarmiðlun, og gerði hana á stuttum tíma að öflugri grein á meistarastigi. Það var unun að fylgjast með því hvernig Eggert byggði upp greinina af hugsjón og gríðarlegri elju, en einnig af varfærni, íhygli og í frjóu sam- starfi við ýmsa sem hann fékk til kennslu og samstarfs. Vonandi berum við gæfu til að tryggja að hagnýt menningarmiðlun verði áfram sú aflstöð á Hugvísinda- sviði sem hún varð undir stjórn Eggerts. Í brennipunkti rannsókna og ritstarfa Eggerts var nútíma- saga Reykjavíkur. Liggja þar eftir hann stórvirki: Bækurnar Saga Reykjavíkur. Borgin 1940- 1990 (tvö bindi) og Undir báru- járnsboga. Braggalíf í Reykjavík 1940-1970, og svo nýjasta bók hans, Sveitin í sálinni. Búskapur í Reykjavík og myndun borgar, sem vakti mikla athygli er hún birtist seint á síðasta ári. Við skipulagsbreytingar í Há- skóla Íslands árið 2008 tók Egg- ert að sér starf forseta Sagn- fræði- og heimspekideildar og sat sem slíkur í stjórn Hugvís- indasviðs fyrstu fjögur ár þess. Vart hafði stjórnin tekið til starfa þegar endurhugsa þurfti allar rekstrarforsendur, eins og víða í íslensku samfélagi það haust. Ég þekkti Eggert fyrir, en á þessum árum kynntist ég fyrir alvöru verkfærni hans og helgun í starfi. Í honum fóru saman opinn hugur og útsjónarsemi, ákefð og jafnlyndi, ósérhlífni og varfærni; hógværð og hreinskiptni. Ég held að margir hafi haft á tilfinn- ingunni að Eggert væri maður sem færi sínar eigin leiðir. Vafa- laust er það rétt en ég fékk ítrek- að og ævinlega staðfest hvernig hann hugsaði um hagsmuni heildarinnar, um samfélag okkar. Eggerti Þór Bernharðssyni er þakkað ómetanlegt framlag til hugvísinda við Háskóla Íslands. Við sem höfum umgengist hann og starfað með honum munum sakna hans meðan okkur endist sjálfum aldur, en við hugsum þó fyrst og fremst til fjölskyldunnar sem hefur misst meira en við; til Þórunnar konu hans, móður Eggert Þór Bernharðsson ✝ Eggert ÞórBernharðsson fæddist 2. júní 1958. Hann lést 31. desember 2014. Útför Egg- erts Þórs var gerð 13. janúar 2015. hans, sona, tengda- dóttur og afastelpu sem var augasteinn hans, og annarra ást- vina. Ástráður Ey- steinsson, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Eins og oft áður var Eggert Þór fastagestur síðasta árið á Borg- arskjalasafni Reykjavíkur. Í þetta skiptið við að undirbúa bók sína „Úr sveit í borg“, fyrst við að fara yfir skjöl og síðar við að leita ljósmynda á safninu. Við náðum að spjalla nokkrum sinn- um saman, síðast stuttu eftir að bókin kom út. Aldrei átti ég von á að Eggert Þór væri allur nokkr- um vikum seinna. Ég kynntist Eggerti Þór Bernharðssyni þegar ég byrjaði í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 1982. Miklar breytingar voru á þessum tíma í sagnfræð- inni, þar sem áherslan var ekki lengur á að skrifa formlegar og fræðilegar bækur. Notaðar voru fjölbreyttari heimildir og skrifað þannig að almenningur skildi söguna, án þess að slá af fræði- legum kröfum og miðla sögunni á margvíslegan hátt. Kennari okk- ar í þessu var Gunnar Karlsson og hann hafði mikil áhrif á okkar kynslóð sem vorum að feta okkur áfram í sagnfræðinni á þessum tíma. Eggert Þór varð á þessum tíma ritstjóri Sagna og gjör- breytti tímaritinu þannig að það varð mun aðgengilegra öllum. Á þessum tíma var félagslíf sagn- fræðinema líflegt og Eggert Þór var hrókur alls fagnaðar og góð- ur félagi, enda hlýr og skemmti- legur maður. Þegar ég hóf störf á Borgar- skjalasafni Reykjavíkur nokkr- um árum seinna, árið 1987, var hann að undirbúa og skrifa Sögu Reykjavíkur og sat langdvölum á safninu við yfirferð yfir heimilda- flokka. Hann var þá ótrúlega áhugasamur og með góða þekk- ingu á sögu Reykjavíkur, sér- staklega á 20. öld, eins og rit hans bera vel með sér. Síðar vann Eggert með okkur að mörgum sýningum Borgar- skjalasafns, meðal annars sýn- ingunni „Mundu mig, ég man þig“ um ungt fólk í Reykjavík en sú sýning sló öll aðsóknarmet sem var ekki síst að þakka hug- myndavinnu sem hann stýrði, textum hans og annarri vinnu við sýninguna. Eggert hélt sömuleiðis fyrir- lestra á vegum safnsins þar sem fjallað var um áhugaverða þætti í sögu borgarinnar. Eggert var drífandi og næmur á að finna hverju fólk hafði áhuga á og hreif aðra með sér. Þegar hann skrif- aði eða talaði var það saga sem allir tengdu við og um efni sem fólk hafði áhuga á. Sagan flæddi áfram áreynslulaust hjá Eggerti en við á Borgarskjalasafni viss- um að skrif hans byggðust á mik- illi heimildar- og rannsóknar- vinnu og hann var vandaður fræðimaður. Eggert var innilega áhuga- samur um allt sem viðkom sögu og miðlun og alltaf til í spjall hvort sem það tengdist safninu eða því sem ég var sjálf að fást við. Hann var drífandi og hreif aðra með sér. Það var yndislegt að sjá hvað þau Eggert og Þór- unn voru samstiga gegnum lífið, allt frá því þau kynntust í sagn- fræðinni og hann var stoltur af henni og sonum þeirra. Eggert Þór er skyndilega horfinn á braut, allt of snemma. Samt hefur hann framkvæmt á sinni ævi svo mikið meira en margir aðrir og verk hans lifa áfram. En hann skilur eftir tómarúm sem erfitt er að fylla og það er ótrúlegt að eiga ekki eftir að hitta hann aftur. Ég kveð Eggert Þór með söknuði. Ég sendi Þórunni, son- um þeirra og fjölskyldu, vinum og samstarfsmönnum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Svanhildur Bogadóttir. Þær voru hreinlega ótrúlegar fréttirnar sem bárust upp úr há- degi á gamlársdag. Eggert dá- inn. Þessi glaðværi kollegi og vinur, með litríka trefilinn flaks- andi. Daginn áður hafði hann verið að undirbúa kennslu í menningarmiðlun, daginn þar á undan á jólaballi háskólans með Þórhildi Elínu, stoltur afi. Það var árið 1980 sem leiðir okkar Eggerts lágu fyrst saman. Ég var nýkomin heim frá námi og Þór Whitehead bauð mér að halda fyrirlestur í námskeiði. Þar var Eggert meðal nemenda og minntist hann þess oft. Svo urð- um við bæði stundakennarar í sagnfræði og kenndum nýnem- um aðferðafræði í mörg ár ásamt Inga Sigurðssyni. Við vorum með skrifstofur nánast hlið við hlið í Nýja Garði. Þar var góður starfsandi, mest Eggerti að þakka. Alltaf notalegt að setjast í sófann á skrifstofu Eggerts, mannsins sem hægt var að ræða allt við. Þegar ég horfi til baka er margs að minnast. En það er tví- mælalaust Fyrsta íslenska sögu- þingið árið 1997, viðamesta sam- koma íslenskra sagnfræðinga til þessa, sem stendur upp úr í sam- starfi okkar, hún var sannkölluð lyftistöng fyrir sagnfræðina. Væntingar okkar voru að slík þing gætu orðið að föstum lið í starfi íslenskra sagnfræðinga. Það hefur tekist. Eggert var á réttri hillu í líf- inu. Að vera prófessor í menn- ingarmiðlun gat ekki hentað hon- um betur: manninum sem miðlaði menningunni í útvarpi, með sýningum, í stuttum kvik- myndum og í ritum sem allir nutu. Hann var fæddur háskóla- kennari og sinnti öllum þáttum starfsins af kostgæfni. Að gera hlutina vel – það var aðalsmerki Eggerts. Auk þess var hann ein- staklega bóngóður og ósérhlíf- inn. Hann var vinsæll kennari enda streymdu nemendur til hans á skrifstofuna þar sem hann sat og leiðbeindi þeim með verk- efnin. Hann var áhugasamur stjórnandi, deildarforseti okkar sagnfræðinga í mörg ár. Hann var afkastamikill fræðimaður og rannsóknarþáttur starfsins var honum ekki síður hugleikinn. Tuttugasta öldin var hans tíma- bil og í rannsóknum sínum fór hann ótroðnar slóðir. Hér skal aðeins nefnd trílógía hans. Undir bárujárnsboga, braggabókin, var fyrsta bindið. Annað bindið Sveitin í sálinni kom út núna fyr- ir jólin og loks var hann að und- irbúa verk um heim ungmenna í höfuðborginni upp úr 1970. Á síð- ustu árum fékk Eggert einnig áhuga á 19. öldinni – á Natan og Agnesi, enda forfaðir hans við- riðinn málið. Hann var búinn að leggja drög að stærri verki um þennan atburð Íslandssögunnar, sem Gunnar sonur hans mun nú taka við. Sagt er að maður komi í manns stað. Það verður ekki sagt um marga að þeir séu raunveru- lega ómissandi en Eggert var það reyndar, bæði fyrir fjöl- skyldu sína og fyrir menningar- miðlunina við Háskóla Íslands sem hann stofnaði og rak af slík- um krafti, áhuga og eldmóði. Maðurinn er farinn, en þau mörgu verk sem hann afkastaði lifa áfram. Síðast en ekki síst var Eggert fjölskyldumaður. Hann var svo stoltur af Þórunni sinni, af son- um sínum Gunnari Theodór og Valdimar Ágústi. Við Ragnar vottum fjölskyldu Eggerts okkar innilegustu samúð. Anna Agnarsdóttir. Þegar ég fregnaði fráfall Egg- erts birtist mér dýrmæt minning af samfundi okkar í Kaupmanna- höfn fyrir hartnær 20 árum. Ég var á randi um söguslóðir borg- arinnar þegar við mér blasti kunnugleg sjón. Á móti mér stik- aði svartklæddur maður ákveðnum skrefum. Klæðaburð- ur og fas gáfu til kynna hver þar var á ferð. Síður frakkinn, löngu hárlokkarnir og mikilúðlegt skeggið – allt kolsvart – og þegar nær dró broshýrt og vinalegt andlitið. Ég var skiptinemi við Kaupmannahafnarháskóla en hafði áður lokið einni önn í sagn- fræði við Háskóla Íslands þar sem Eggert var meðal kennara. Kennsluhættir hans voru lifandi, leiðbeining hans var uppörvandi og hann var óspar á félagslund sína við okkur lærlingana. Hitt- ingurinn var glaðvær og ekki var vettvangurinn af verri endanum. Við mættumst á Stóra Kanúka- stræti, skammt frá Litla apótek- inu, en þá götu höfðu Hafnar- stúdentar gengið um aldir á leið sinni milli Gamla Garðs og Há- skólans. Þar sem tilviljunin hafði af göfuglyndi sínu leitt okkur þarna saman var ekki um annað að ræða en setjast til borðs í Litla apótekinu, sem er ein elsta knæpa Danmerkur, en þar höfðu stúdentar löngum setið að drykkju. Ekki tók Eggert annað í mál en hann fengi að borga bjórinn og sýndi hann þar rausn- arskap sinn sem oftar. Mér hefur oft orðið hugsað til þessarar björtu stundar í Litla apótekinu – í okkar forna höfuðstað þaðan sem helstu straumar siðmenn- ingarinnar bárust landsmönnum í eina tíð. Það var ekki einungis vegna bjórsins sem ég gekk sem ölvaður um götur Kaupmanna- hafnar eftir samfund okkar enda var meira talað en drukkið. Egg- ert var einstaklega lifandi í öllum samskiptum. Hann var ástríðu- maður sem miðlaði óspart af fróðleik sínum en var ekki síður áhugasamur hlustandi. Eftir að ég kom heim skrifaði ég BA-rit- gerð undir hans leiðsögn og var það sérstaklega gefandi tími enda höfðum við báðir brennandi áhuga á efninu en til umfjöllunar var ’68-kynslóðin. Þótti mér sem eitt helsta slagorð þeirrar kyn- slóðar, „ímyndunaraflið til valda“, ætti hvað best við Eggert en hann var í störfum sínum einkar fundvís á áhugaverð við- fangsefni, sem og leiðir til að miðla þeim áfram til almennings. Það var einlæg hugsjón Eggerts að fræða fjöldann og nýta sem flesta miðla til að koma efninu á framfæri. Var hann óþreytandi að benda á möguleika margmiðl- unar og sviðsetninga til að koma fræðunum til fólksins í stað þess að treysta um of á hið ritaða orð. Í starfi sínu var hann hamhleypa og eldhugi. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að leiðir okkar Eggerts eigi ekki eftir að skerast aftur. En minningin um góðan mann lifir og ég mun áfram sjá hann í hugskoti mínu í svarta frakkanum glaðbeittan á svip. Næst þegar leið mín liggur til Kaupmannahafnar mun ég gera mér ferð í Litla apótekið og drekka hans skál við minningar um liðnar samverustundir. Ég votta aðstandendum mína inni- legustu samúð. Leifur Reynisson. „Þarna eru kýrnar hjá Hjör- leifi á Grettisgötunni um 1950 … Bjarkahlíð var beint á móti Bú- stöðum, mikil trjárækt, skemmtileg fjölskyldumynd, Hjördís er mætt hér … og þarna er Ólafur í Fjárborg fyrir 50 ár- um, enn fjárbóndi, líka staddur hér.“ Það er í gangi bókarkynning hjá Eymundsson snemma í des- ember. Eggert Þór er að kynna bók sína „Sveitin í sálinni“ með því að tala undir myndasýningu af mikilli þekkingu og virðingu fyrir viðfangsefninu, ógleyman- leg stund. Að mínum dómi er þessi bók öndvegisrit sem mynd- ar ágæt tengsl á milli ræktunar og búskapar fyrri tíma og þess borgarsamfélags sem við þekkj- um í dag. „Horfinn heimur“ segir höfundur réttilega í aðfaraorð- um, en efnistök og framsetning með fjölda mynda og texta við hæfi kalla fram margvíslegar minningar og miðla miklum upp- lýsingum. Þótt kynni okkar Eggerts Þórs yrðu aðeins nokkrir mán- uðir, á þeim tíma þegar verið var að leggja lokahönd á útgáfu bók- arinnar, reyndust þau mér mikils virði í alla staði. Það voru ekki aðeins hin vönduðu vinnubrögð hans og eljusemi sem vöktu at- hygli mína heldur einnig, og ekki síður, notaleg og hlý nærvera. Því miður urðu þau kynni alltof stutt. Eggert Þór kveð ég með virð- ingu og þökk. Þórunni, sonum, móður og öðrum vandamönnum votta ég innilega samúð. Ólafur R. Dýrmundsson. Ég kynntist fyrst Eggerti Þór þegar hann kenndi mér í nám- skeiðinu Aðferðir I í sagnfræði við Háskóla Íslands á haustmiss- eri 1990. Eggert Þór var lang- yngstur kennara minna og féll ekki að þeirri staðalmynd sem ég hafði gert mér um útlit sagn- fræðinga. Hann minnti meira á rokkstjörnu eða tískufrömuð en var raunar engum öðrum líkur. Hann reyndist strangur og ná- kvæmur kennari, en einnig rétt- látur og var vinsæll af nemend- um. Eggert Þór hafði djarfar hugmyndir um nýsköpun í kennslu, ekki síst í notkun mynd- efnis, en margar þeirra komust síðar til framkvæmda, þegar Hagnýt menningarmiðlun til meistaraprófs var stofnuð við Háskóla Íslands 2006. Á þessum árum var Eggert Þór að vinna að miklu verki um sögu Reykjavík- ur 1940-1990 sem kom út í tveim- ur bindum árið 1998. Er óhætt að tala um brautryðjendaverk í því samhengi. Þessu mikla verki fylgdi hann svo eftir með öðru brautryðjendaverki, um sögu Braggabyggðarinnar í Reykjavík á eftirstríðsárunum. Þriðja stór- virkið kom svo út fyrir nokkrum vikum, Sveitin í sálinni, sem fjallar um búskap í Reykjavík á sama tímabili. Öll þessi verk ein- kennast af frumlegri notkun myndefnis og eiga ekki sinn líka í íslenskri sagnfræði. Gerð þess- ara verka er í sjálfu sér meira en nóg ævistarf fyrir einn mann en Eggert Þór sinnti þó ýmsu öðru. Seinustu árin hafði hann mikinn áhuga á örlögum Agnesar og Friðriks og skrifaði um þau grein í hausthefti Sögu 2013 sem sýnir þau mál í algjörlega nýju ljósi. Eftir að ég hóf doktorsnám við Háskóla Íslands kynntist ég Eggerti Þór mjög vel og við vor- um samstarfsmenn í ýmsum verkefnum sem hann hafði for- göngu um og var verkstjóri, s.s. gerð kynningarbæklinga fyrir Heimspekideild og gerð 120 ára afmælisrits um sögu Landsbank- ans. Sem verkstjóri var Eggert Þór afar skipulagður, vandvirkur og nákvæmur og, eins og nærri má geta, var öll notkun mynd- efnis jafnan til fyrirmyndar. Eggert Þór fékk mig líka til að stunda knattspyrnu með hópi sem samanstóð af sagnfræðing- um og gömlum skólafélögum Eggerts Þórs. Var hann lífið og sálin í þeim félagsskap eins og öðrum sem hann tók þátt í. Þeg- ar ég hóf störf við sagnfræðideild Háskóla Íslands árið 2010 var Eggert Þór deildarforseti og sinnti því starfi af mikilli sam- viskusemi, fylgdist með smáu sem stóru í starfi deildarinnar. Hann var með afbrigðum vinnu- samur og afkastamikill í öllum sínum störfum en aldrei fann maður fyrir því að honum lægi neitt á. Starfsandinn í Nýja Garði var mjög góður og átti Eggert Þór ekki síst þátt í því. Þar hittumst við daglega allt til hinstu stundar, seinast daginn fyrir ótímabært fráfall hans. Eggert Þór bar iðulega undir mig málefni Hagnýtrar menn- ingarmiðlunar, eftir að ég varð námsbrautarformaður í sagn- fræði, en stjórn hans á námsleið- inni var styrk og þar þurfti aldrei neinu við að bæta. Orð geta ekki fangað hvílík eftirsjá er að þess- um glaðværa, hressa og dug- mikla öndvegismanni. Sverrir Jakobsson, formað- ur námsbrautar í sagnfræði við Háskóla Íslands. Með Eggerti Þór Bernharð- ssyni er genginn frábær sagn- fræðingur og rithöfundur. Öðr- um fremur kunni hann þá list að miðla rannsóknum á liðinni tíð til almennings. Þetta var einmitt hans meginstarfi á farsælum ferli. Bækur Eggerts um sögu Reykjavíkur og daglegt líf borg- arbúa munu halda nafni hans á lofti. Í þeim fer saman traust þekking á efninu og lifandi sam- spil mynda og máls. Ekki síður verður hans minnst fyrir kennslu og nýjungar í þeim efnum. Þar ber hæst námsbraut um hagnýta menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem hann stofnaði til og sá um við góðan orðstír. Við hjá Sögufélagi minnumst sérstaklega verka hans fyrir fé- lagið. Ætíð var Eggert boðinn og búinn að leggja því lið og vildi veg þess sem mestan. Hann fór þannig fyrir hópi þeirra sem stofnuðu tímaritið Nýja sögu árið 1987. Þar mátti greina djarfa til- raun til þess að miðla fræðunum betur til fólks. Eitt ár var Eggert líka ritstjóri Sögu og sinnti því starfi af alúð eins og öllu öðru sem hann kom nærri. Í hausthefti Sögu 2013 birtist grein Eggerts um Natansmálið svonefnda, markverður vitnis- burður um tök þrautþjálfaðs fræðimanns á viðfangsefni sínu. Auk þess sýndi hann þarna að hann hræddist ekki að feta nýjar slóðir á fræðasviði sínu. Fyrir hönd stjórnar Sögu- félags færi ég fjölskyldu Eggerts Þórs Bernharðssonar samúðar- kveðjur. Við söknum öll góðs vin- ar og félaga en vitum að minn- ingin lifir. Guðni Th. Jóhannesson. Það var líflegur hópur stúd- enta sem hóf nám í sagnfræði við Háskóla Íslands haustið 1979. Við höfðum kennslustundir á föstudögum klukkan þrjú til fimm, og stundum var þessi hressi hópur kominn svolítið í helgarskap. Í hópnum var mynd- arlegur, svipmikill, dökkhærður piltur sem dró fljótt að sér at- hygli, þó án allrar framhleypni eða ráðríkis. Eggert Þór Bern- harðsson var maður af því tagi sem veljast eins og ósjálfrátt til forystu, enda kemur mér ekki í hug neitt trúnaðarstarf sem hann gegndi ekki fyrir stúdenta- hóp sinn á háskólaárunum. Brátt kom líka í ljós að Eggert var liðtækur fræðiritahöfundur. Hann hafði ekki lokið MA-prófi í grein sinni þegar honum var falið að skrifa um síðustu hálfa öldina í sögu Reykjavíkur, og skilaði hann því verki í tveimur stórum og þykkum bindum árið 1998. Jafnframt því verki tók hann að sér stundakennslu í sagnfræði við Háskólann allt frá 1987 og gegndi henni stöðugt um árabil uns hann fór að hljóta betri starfskjör þar upp úr aldamót- um. HINSTA KVEÐJA Eggert var eins og klett- ur. Kraftmikill. Tryggur, frumlegur og sanngjarn náttúrutalent. Það er eins og við höfum allt í einu misst Esjuna. Samúðarkveðjur. Guðjón Már Guðjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.