Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 75
MINNINGAR 75
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
✝ Sigurður Er-lendsson fædd-
ist á Ísafirði 16.
ágúst 1922. Hann
lést á sjúkrahúsinu
í Keflavík 31. des-
ember 2014.
Foreldrar hans
voru Erlendur
Jónsson, fæddur í
Vestmannaeyjum
1. apríl 1894, látinn
7. september 1958,
og Gestína Guðmundsdóttir,
fædd í Súðavík 14. maí 1895, lát-
in 7. febrúar 1978. Systkini Sig-
urðar voru Halldór, látinn, Guð-
munda, látin, Jón, látinn,
Guðmundur, látinn, Ingimund-
ur, látinn, Þóra, látin og Sigríð-
ur Kristín.
Sigurður giftist Kristínu
Rósu Einarsdóttur 9. mars 1951.
Foreldar hennar voru Einar
Sveinsson, f. 14.10. 1893, d. 20.8.
1987, og Jónína Helga Þor-
björnsdóttir, f. 29.5. 1900, d.
17.11. 1973. Börn Sigurðar og
Rósu eru: Gestína Sigurð-
Sigurður var fæddur og upp-
alinn á Ísafirði. Á sumrin dvaldi
hann í sveit hjá ömmu sinni og
afa í Arnarfirði. Sigurður flutti
til Reykjavíkur með fjölskyldu
sinni í kringum 1940 þar sem
hann bjó í foreldrahúsum þang-
að til hann fór í flugvirkjanám
til Bandaríkjanna. Að námi
loknu starfaði hann sem flug-
virki á Reykjavíkurflugvelli en í
framhaldi af flutningi milli-
landaflugs til Keflavík-
urflugvallar færði hann sig um
set og hóf störf þar. Samhliða
því flutti hann til Keflavíkur og
bjó þar alla sína tíð. Eftir að
hann hætti störfum sem flug-
virki starfaði hann m.a. hjá
Keflavíkurverktökum, í ál-
verinu í Straumsvík, var sjálf-
stætt starfandi, vann fyrir
Þroskahjálp í Dósaseli og síð-
ustu ár starfsævinnar sem kenn-
ari við Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja. Hann var virkur í
félagsmálum, m.a. í stjórn
Stangaveiðifélags Keflavíkur,
formaður Sálarrannsókn-
arfélags Suðurnesja, í stjórn
Iðnaðarmannafélags Keflavík-
ur, í stjórn Þroskahjálpar svo
eitthvað sé nefnt.
Útförin fór fram í í kyrrþey í
Keflavíkurkirkju 9. janúar 2015
að ósk hins látna.
ardóttir, f. 17.12.
1950. Dóttir Gest-
ínu er: Sigurrós
Ösp Rögnvalds-
dóttir, f. 2.1. 1986.
Maki hennar er Atli
Rúnar Hólmbergs-
son. Börn þeirra
eru Arnór Bjarmi
og Alex Birtir.
Rósa Sigurð-
ardóttir, f.10.2.
1952. Maki hennar
er Þórður Magnússon. Sonur
Rósu er Bjarki Freyr Guð-
mundsson, f. 6.7. 1976. Börn
Bjarka eru Helena Björk, Birta,
Eiður Breki og Blær, sem er
uppeldisdóttir Bjarka. Bjarni
Sigurðsson. f. 16.10. 1960, maki
hans er Arna Guðríður Skag-
fjörð Sigurðardóttir. Börn
þeirra eru Þórður Snær Júl-
íusson, maki hans er Hildur
Guðjónsdóttir og eiga þau
Söndru Jönu. Sandra Bjarna-
dóttir. Maki hennar er Santiago
Luzuriaga. Sigurður Daði
Bjarnason
Á gamlársdag kvaddi pabbi
okkar eftir baráttu sem hann
háði á sjúkrahúsinu í Keflavík
síðustu tvo mánuði lífs síns.
Við verðum ævinlega þakklát
fyrir það veganesti sem hann
gaf okkur út í lífið. Við ólumst
upp á góðu heimili það sem
reglusemi, alúð og væntum-
þykja ríkti. Pabbi var kletturinn
sem við gátum öll leitað til og
treyst á. Hann var alltaf til stað-
ar og studdi við okkur í blíðu og
stríðu alla sína tíð. Pabbi kenndi
okkur gildi sem við höfum haft
að leiðarljósi. Heiðarleiki, sann-
girni og að koma eins fram við
alla voru meðal þeirra eiginleika
sem pabbi lifði eftir og það höf-
um við lagt okkur fram við að
gera líka.
Pabbi var náttúrubarn og
mamma og pabbi dugleg að fara
með okkur í ferðlög og þvælast
með okkur um landið. Pabbi sá
um grenjavinnslu á Reykjanesi
um áratugaskeið en eins og
pabbi kallaði það að fara að
grenja. Auðvitað leyfði hann
okkur að taka þátt og vera með
og kynnast ótrúlega flottum
stöðum á Reykjanesinu. Þarna
var hann búinn að uppgötva
náttúruperlur á Reykjanesi
langt á undan sinni samtíð.
Hann var nú ekki bara frum-
kvöðull þarna heldur á fleiri
stöðum. Hann fór t.d. til Los
Angeles í flugvirkjanám um og
eftir seinna stríð einn sá allra
fyrsti rétt rúmlega tvítugur.
Hann hafði svo mikið þor og
kjark og lét ekki aðra hafa áhrif
á sínar ákvarðanir. Þetta fannst
okkur svo frábært og sagði okk-
ur að ef maður ætlaði sér eitt-
hvað þá væri það hægt.
Pabbi var mikill sögumaður
og ótrúlega skemmtilegt að
hlusta á sögur um hvernig lífið
var á uppvaxtarárunum: vinna í
rækjunni, ná sér í lýsi í tönk-
unum, smalamennskan, elta
hesta, eggjataka, hvernig allt
var nýtt við sláturgerð, hvað
súrsaður innmatur var góður,
hvernig farið var að veiða skötu
í flæðarmálinu og svona mætti
lengi telja sögur sem við höfum
öll fengið að njóta.
Það lék allt í höndunum á
pabba. Hann var snillingur með
málm og tré og það voru ófáir
hlutirnir sem hann smíðaði bæði
til að punta í kringum okkur og
praktískir hlutir. Þetta voru
bæði stórir og smáir hlutir. Allt
frá ótrúlega flottum litlum
lömpum og útskornum dýrum
upp í sumarbústaði og heimilið
okkar.
Ekki megum við gleyma að
minnast á sportið en pabbi var
kraftmikill í sportinu og stund-
aði bæði frjálsar og fimleika.
Hann var mjög liðtækur þar og
gerði Clausen bræðum lífið erf-
itt þegar þeir voru að byrja sinn
feril og þeir þurftu alveg að
hafa fyrir að vinna pabba á
hlaupabrautinni ef þeim tókst
það þá þar sem hann keppti við
þá á gamla Melavellinum. Eftir
að ferlinum lauk minnkaði ekki
áhuginn og gríðarlegur áhugi að
horfa á og fylgjast með því sem
við vorum að gera í sportinu
sem yljaði okkur og gladdi auk
þess að vera fastagestur á öllum
leikjum ÍBK í körfubolta og fót-
bolta.
Þegar við horfum til baka og
minnumst árana okkar saman
þá koma orðin þakklæti, stolt og
ást upp í hugann. Þakklæti fyrir
allt sem þú hefur gefið okkur,
stolt yfir því hvað þú varst ótrú-
lega heill og heiðarlegur gagn-
vart okkur og öllum öðrum og
ást til þín og mömmu fyrir að
gefa okkur gott líf.
Þín börn
Gestína, Rósa og Bjarni.
Dauðinn er óumflýjanlegur
og þegar fólk er orðið mjög full-
orðið, líkt og afi minn var orðinn
þegar hann lést, þá er aðstand-
endum oftast ljóst í aðdragand-
anum að hann er skammt und-
an. En þótt fólk hafi lifað langa
og innihaldsríka ævi, látið veru-
lega gott af sér leiða og skilið
eftir sig varanleg spor í afkom-
endum og umhverfi sínu, þá
undirbýr þessi aðdragandi þá
sem eftir lifa ekki með neinum
hætti fyrir þann missi sem
fylgir því þegar hluti af kjöl-
festu fellur frá.
Hann er sár og söknuðurinn
er miklu dýpri en hægt var að
átta sig á.
Fyrir litla en samrýnda fjöl-
skyldu sem hefur átt miðpunkt í
heimili kjölfestunnar þá er allt í
einu allt breytt. Ekkert verður
aftur eins og það hefur alltaf
verið. Það er ekki lengur hægt
að fara á Melteiginn til ömmu
og afa því það er enginn afi.
Afi Siggi var 92 ára þegar
hann lést á gamlársdag. Móðir
mín sagði mér nýverið söguna
af því þegar við mæðginin, hún
táningur og ég kornabarn, hitt-
um hann í fyrsta sinn. Okkur
hafði verið boðið í mat hjá for-
eldrum kærasta hennar og móð-
ir mín eðlilega stressuð gagn-
vart því að hitta mögulegt
verðandi tengdafólk í fyrsta sinn
með pattaralegt barn í fartesk-
inu. Við mættum verðandi
tengdaföðurnum frammi á gangi
og það fyrsta sem hann gerði
var að segja við mig: „viltu
koma til afa?“
Ég man auðvitað ekki eftir
þessu en frá þeim tíma var hann
afi minn. Og kærastinn pabbi
minn. Og fjölskyldan hans fjöl-
skyldan mín. Það skipti engu
þótt það væri ekki þannig líf-
fræðilega. Mér var, og er enn,
tekið að öllu leyti. Líklega hefur
ekkert markað mig jafn mikið
og sú skilyrðislausa væntum-
þykja og utanumhald sem þessi
fjölskylda ákvað að veita mér.
Afi bjó yfir miklum mann-
kostum. Hann var heiðarlegur,
réttlátur, bjó yfir miklu siðgæði
og var feikilega duglegur. Hann
innréttaði börnin sín af þessum
kostum og þau komu þeim
áfram til okkar, barnanna sinna.
Það segir líka mikið um hann að
ég man ekki eftir því að hafa
tekið eftir valbránni sem þakti
andlit hans fyrr en aðrir bentu
mér á hana. Þrátt fyrir að vera
mjög áberandi þá var hún al-
gjört aukaatriði. Það var svo
margt annað til að taka eftir
fyrst.
Afi var harður maður en gat
sýnt á sér mýkri hliðar, sér-
staklega þegar hann rifjaði upp
æsku sína. Mér er sérstaklega
minnisstætt þegar ég fékk það
verkefni í sögutíma á mennta-
skólaárunum að taka viðtal við
fullorðinn ættingja um atvik í
æsku hans sem mótaði hann. Ég
leitaði til afa sem handskrifaði
langt bréf, báðum megin á síð-
urnar, um atvik í æsku hans þar
sem barn lést af slysförum. Það
var greinilegt á bréfinu að þessi
atburður hafði fylgt afa og lýs-
ingin á honum var mjög sterk.
Mér hefur oft orðið hugsað til
þessa bréfs síðustu daga og þess
hversu vænt mér þótti um að afi
hefði ákveðið að sýna mér þessa
hlið á sér. Það skipti mig máli.
Takk fyrir mig, afi. Ég á eftir
að sakna þín mikið.
Þórður Snær Júlíusson.
Sigurður
Erlendsson
Siffi frændi var
móðurbróðir minn.
Hann var næst-
yngstur í stórum
systkinahóp og
næstur mömmu minni og tví-
burasystur hennar í aldri. Þeg-
ar afi fórst í sjóslysi tók Siffi
eiginlega að sér að styðja litlu
systur sínar í gegnum uppvaxt-
arárin en þær voru aðeins sjö
ára þegar pabbi þeirra dó. Siffi
tók líka ömmu mína til sín þeg-
ar hún flutti í bæinn frá Patró
og hann og Rúna konan hans
hugsuðu um hana þar til amma
dó. Siffi frændi var vinamargur
og einstaklega hjálpsamur og
alltaf til í að rétta fram hönd ef
á þurfti að halda.
Siffi og Rúna voru samheldin
hjón og eignuðust þau fjögur
börn, þau Láru, Unni, Jóhann
og Sigríði sem alltaf var kölluð
Sirrý. Við Sirrý vorum jafn-
gamlar og vorum mikið saman
og hún var bæði frænka mín og
besta vinkonan mín. Heimili
Siffa frænda var sem mitt ann-
að heimili, fyrst á Sogaveginum
og síðan á Réttarbakkanum og
ég elskaði að vera þar.
Þegar Sirrý var nítján ára
eignaðist hún soninn Þóri en
hún dó nokkrum mánuðum
seinna frá honum vegna heila-
æxlis. Siffi og Rúna tóku þá að
sér að ala Þóri upp sem sinn
eigin son og farnaðist það vel.
Þegar Ari, nýfæddur sonur
minn, dó ári seinna þótti Siffa
sjálfsagt mál að Ari fengi að
liggja í leiði Sirrýjar og er ég
einstaklega þakklát honum fyr-
ir það.
Systkinafjölskylda Siffa er
dugleg að hittast og við höfum
Sigfús Jóhannsson
✝ Sigfús Jóhanns-son fæddist 5.
febrúar 1934. Hann
lést 25. desember
2014. Útför hans
fór fram 5. janúar
2015.
farið í ótal útilegur
þar sem Siffi var
hrókur alls fagnað-
ar, spilandi á
harmonikkuna og
Rúna alltaf syngj-
andi kát. Við mun-
um án efa minnast
Siffa þegar við
syngjum næst
„Krónkall út að
slá“ eða „Sestu
hérna hjá mér“ en
það eru lög sem okkur fannst
gaman að syngja saman. Það
var mikill missir þegar Rúna dó
fyrir níu árum síðan, en Siffi
hélt áfram að stjórna fjöldasöng
á öllum mannamótum og úti-
legum, spilandi á harmonikku,
píanó eða gítar. Það sannaðist
best í áttræðisafmælinu hans,
en þar var hann hrókur alls
fagnaðar ásamt fjölskyldunni
sinni sem lumar á ótal góðu
tónlistarfólki.
Siffi veiktist fyrir nokkru en
var ekki fyrir það að kvarta
þegar hann var spurður að líð-
an. Hann bar sig alltaf vel og
var hress og kátur og því er
erfitt að trúa því að hann sé
farinn frá okkur. Eftir sitjum
við, sem elskuðum Siffa frænda,
fátækari yfir missinum en um
leið rík því við eigum góðar
minningar af glöðum stundum
um góðan mann sem lífgaði upp
á tilveruna hjá okkur. Blessuð
sé minning hans. Ég á marga
góða frændur og að öðrum
ólöstuðum var elsku Siffi alltaf í
sérstöku uppáhaldi hjá mér og
ég á eftir að sakna hans mikið.
Ég vil þakka honum fyrir allar
góðu stundirnar og fyrir allt
sem hann gerði fyrir mig. Fjöl-
skylda mín sendir Láru, Jóa,
Unni, Þóri, tengdabörnum,
barnabörnum og barnabarna-
börnum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ástarkveðjur. Ykkar frænka,
Jónína (Ninna)
Ómarsdóttir.
Elsku Siffi.
Einhvern veginn datt mér
þetta í hug…
Í síðustu suðurferð ætluðum
við að kíkja á þig en enginn
virtist vera heima þannig að
ekkert varð úr því að við gæt-
um hitt þig. Fórum við því bara
til Láru og áttum góða stund
þar, á Réttarbakkanum. Veit að
þú fékkst fréttir af því að við
hefðum komið við hjá þér og er
ég þakklát fyrir það.
Ég er líka óendanlega þakk-
lát fyrir þær stundir sem ég
átti hjá ykkur Rúnu veturinn
1985, þær eru mér ómetanleg-
ar.
Elsku Siffi, ég á eftir að
sakna þess að hitta á þig fyrir
vestan, en svona er þetta víst.
Veit að elsku Rúna þín og
Sirrý taka á móti þér opnum
örmum ásamt mörgu öðru fólki.
Við þig segi ég: Takk.
Ég kveð þig, elsku vinur, og harm
í huga ber,
er heldur þú á brott frá lífsins
jarðvist.
En horfi ég á stjörnur, hvar stjarna
fegurst er,
er stjarnan þú, að leika alheim-
stónlist.
(HÖE)
Elsku Lára, Jói, Unnur, Þór-
ir og fjölskyldur, við fjölskyldan
sendum ykkur samúðarkveðjur.
Hrafngerður, Siggeir
og börn.
Það er alltaf sárt að missa
vin.
Minn kæri vinur, Sigfús Jó-
hannsson, er nú fallinn fyrir
þeim grimma vágesti sem
marga fellir. Efst er mér í huga
innilegt þakklæti fyrir hans
ómetanlegu, sönnu og óeigin-
gjörnu vináttu sem er vand-
fundin og einstök. Hann var
heilsteyptur maður með hlýtt
og hreint hjarta.
Vinnusamur var Siffi með
afbrigðum og hagur í hönd-
unum. Hann átti erfitt með að
skilja slugs og leti. Stundum
broslega mikið að flýta sér en
hann átti líka ófá handtök hér
og þar. Hann vildi hjálpa öllum
og vera góður við alla. Margar
dýrmætar minningar eru
geymdar frá þessum árum sem
við erum búin að vera vinir og
félagar.
Á dansgólfinu naut hann sín,
þá var gleði og gaman eða að
skreppa eitthvað út, jafnvel í
smáferðalag – alltaf var vin-
urinn tilbúinn. Líklega hefur
okkar frægasta ferðalag verið
þegar við fórum vestur í Dýra-
fjörð að morgni dags, ásamt
tveimur mágkonum hans í af-
mæli þriðju mágkonu hans,
Ebbu, þegar hún varð sjötug
og komum til baka um kvöldið
og auðvitað var Siffi bílstjór-
inn.
En nú er þessi tími útrunn-
inn hér og hann kominn á aðr-
ar lendur. Rúna, hans elsku-
lega kona, hefir tekið þar á
móti honum með opinn faðm-
inn trúi ég. Nú svífa þau sam-
an í tangó á vit almættisins.
Blessuð sé minning þeirra.
Öllu hans elskulega fólki og
þeirra fjölskyldum samhrygg-
ist ég sannarlega. Það er mikill
missir að svona manni og mik-
ill söknuður. Guð geymi þig,
góði vinur. Takk fyrir allt.
Sigríður
Steinþórsdóttir.
Gðmundur S.
Jónsson eðlisfræð-
ingur og læknir er
genginn. Þar fer
merkur maður
sem við eigum eftir að sakna.
Hann var um margt óvenju-
legur. Eftir að hafa klárað eðl-
isfræði í Göttingen byrjaði
hann að vinna á Landspítala
við geislameðferð krabba-
meins. Hann sá einnig um
geislavarnir á Íslandi í hluta-
stöðu. Hann hafði forystu um
stofnun eðlisfræði- og tækni-
deildar innan spítalans 1969.
Sú deild sá um ýmis heilbrigð-
istæknileg verkefni. Til þeirra
töldu auk geislameðferðarinn-
ar viðhald og innkaup lækn-
ingatækja, umsjón með ísó-
tópastofu og ljósmyndun.
Guðmundur lagði stund á
læknisfræði samhliða vinnu og
lauk læknaprófi frá Háskóla
Íslands. Þau jukust verkefni
deildarinnar og við bættust
sérhæfðar lífeðlisfræðilegar
mælingar. Þegar Guðmundur
lét af starfi forstöðumanns
Eðlisfræði- og tæknideildar
1990 helgaði hann sig alfarið
lífeðlisfræðimælingunum.
Vegna menntunar sinnar hent-
uðu þessi störf honum einkar
vel. Hann varð brautryðjandi í
þjónustumælingum sem ekki
höfðu verið gerðar áður. Því
starfi sinnti hann síðan í tæpan
einn og hálfan áratug. Það
verður að teljast mikið afrek
Guðmundur S.
Jónsson
✝ Guðmundur S.Jónsson fædd-
ist 2. október 1938.
Hann lést 3. ágúst
2014. Jarðarför
hans fór fram 12.
ágúst 2014.
hjá manni sem er
illa haldinn af
parkison veiki.
Ekki nóg með það
heldur skrifaði
hann samhliða
starfi sínu, fyrst
sem forstöðumað-
ur og seinna sem
læknir, einnig
kennslubók í eðlis-
fræði fyrir lækna-
nema. Guðmundur
var með öðrum orðum mikil
hamhleypa til verka og vann
mikið. Hann var oft langt fram
á kvöld á spítalanum dögum
saman. Hann sagði einnig á
góðra vina fundi að það væri
svo gaman í vinnunni. Hann
þyrfti eiginlega aldrei að vinna
hann skemmti sér svo vel.
Þetta greyptist í huga undir-
ritaðs og lýsir manninum vel.
Hann brást strax við og gerði
allt af nákvæmni og alúð.
Þannig kom hann einnig fram
við samstarfsfólk, var indæll
maður. Guðmundur var einnig
góður leiðbeinandi. Hann
kenndi læknanemum eðlisfræði
og þekkja flestir eldri læknar
hann frá þeim tíma. Hann var
dósent við Læknadeild Há-
skóla Íslands. Þá leiðbeindi
hann sínu starfsfólki í störfum
innan Landspítalans. Við erum
nokkur sem nutum þess. Á
svona fólki hefur Landspítal-
inn sannarlega þurft að halda
og þarf enn.
Við vottum eftirlifandi konu
Guðmundar, börnum, fjöl-
skyldu og vinum dýpstu sam-
úð.
Þórður Helgason,
verkfræðingur,
Baldur Þorgilsson,
verkfræðingur.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar