Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 79

Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 79
Hann hefur gefið úr átta ljóða- bækur, síðast bókina Tvífari gerir sig heimakominn, árið 2014. Hann hefur sent frá sér eina skáldsögu, fengist við þýðingar og skrifað nokkur leikrit. Eitt þeirra, út- varpsleikritið Frátekna borðið í Lourdes, vann til verðlauna á sín- um tíma en tvisvar hefur Anton unnið fyrstu verðlaun í samkeppn- inni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Anton hefur sinnt ýmsu öðru en ritstörfum. Hann var sviðsmaður hjá Leikfélagi Reykjavíkur á þrí- tugsaldri og seinna forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fyrir fatlaða stúdenta í Stokkhólmi. Heimkom- inn starfaði hann við auglýsinga- gerð og almannatengsl og rak eig- ið fyrirtæki á því sviði. Helsta áhugamál Antons hefur alltaf verið bóklestur og síðan úti- vist. Hann stundar gönguferðir ásamt eiginkonu sinni, jafnt á stíg- um höfuðborgarinnar sem og í Heiðmörk. Auk þess eru þau í gönguhópi sem fer í lengri og styttri ferðir allan ársins hring. Anton hefur mikla ánægju af matseld og á seinni árum nýtur hann þess að eiginkonan hefur fengið á honum matarást. Anton á ekki til margra skálda að telja en faðir Sigmundar, lang- afa hans, var Jón Jónatansson, sem orti rímur og lausavísur, og þótti níðskældinn. Þar finnur Ant- on til skyldleika. Eins við lang- ömmu sína, Þórunni Þórðardóttur. Hún var ættuð úr Dölum en bjó á Skerðingsstöðum í Eyrarsveit, átti tíu börn, en flutti til Kanada með þau tvö yngstu þegar hún varð ekkja, hóf nýtt líf á sextugsaldri og lifði fram undir nírætt. Sjálfur hóf Anton nýtt líf eftir að hann komst á sextugsaldur og lenti í því að æðargúll sprakk í höfðinu á honum. Hann fór í gegn- um erfiðan uppskurð og langt end- urhæfingarferli og hefur nú náð fullum bata. Að vísu ekki snúið aftur út á vinnumarkað en einbeit- ir sér að skáldskap og skyldum störfum. Fjölskylda Eiginkona Antons er Margrét Sveinsdóttir, f. 30.5. 1953, sér- kennari. Foreldrar hennar voru Sveinn Jónsson, f. 21.12. 1927, d. 15.5. 1978, skrifstofumaður og bæjarstjóri í Keflavík, og Hólm- fríður Þórunn Ragnheiður Jóns- dóttir, f. 22.5. 1931, d. 21.3. 1971, húsfreyja og kaupmaður í Kefla- vík. Synir Antons og Margrétar eru Egill, f. 28.7. 1982, efnafræðingur í Berlín en kona hans er Fee-Saskia Fricke, nemi í arkitektúr; Atli, f. 21.5. 1985, bókmenntafræðingur í Reykjavík en kona hans er Vilborg Bjarkadóttir, myndlistarkona og nemi í þjóðfræði og er sonur þeirra Bjarki, f. 2013. Eldri börn Antons eru Valur Brynjar, f. 24.3. 1976, heimspekingur í Reykjavík en kona hans er Ella Björt Teague sálfræðingur og sonur þeirra er Askur, f. 2014; Vaka, f. 1.2. 1978, jarðfræðingur í Stavanger en mað- ur hennar er Björn Lindberg jarð- fræðingur og er dóttir þeirra Ása, f. 2014. Systkini Antons eru Kristín Þorsteins, f. 5.3. 1946, húsfreyja og matráðskona í Hafnarfirði; Dóróthea Jónsdóttir Bergs, f. 20.2. 1947, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík; Finnbogi Jónsson, f. 18.1. 1950, verkfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Antons eru Karlotta Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, f. 19.6. 1912, d. 25.4. 1982, saumakona og verkakona í Hafnarfirði, og Jón Sveinbjörn Kristjánsson, f. 13.9. 1912, d. 26.3. 2001, stýrimaður og skipstjóri í Reykjavík. Úr frændgarði Antons Helga Jónssonar Anton Helgi Jónsson Kristín Guðmundsdóttir húsfr. í Fróðársókn Þórarinn Þórðarson b. í Fróðársókn Kristín Þórarinsdóttir húsfr. í Efri Tungu Þorsteinn Matthíasson b. í Efri Tungu Karlotta Sigurbjörg Þorsteinsdóttir saumakona Hafnarfirði Þórunn Þórðardóttir húsfr. á Skerðingsstöðum og landnemi í Kanada Matthías Brandsson b. á Skerðingsstöðum Sigríður Ástríður Helgadóttir ráðsk. á Ísafirði Jón Árnason b. á Fótartröðum í Djúpi Jóna Sigríður Jónsdóttir húsfr. síðast á Siglufirði Kristján Sigmundsson sjóm. á Ísafirði Jón Sveinbjörn Kristjánsson skipstj. í Rvík Kristín Kristmannsdóttir húsfr. Sigmundur Jónsson b. í Jónsbæ Örn Þorleifsson b. í Húsey Olga Bergljót Þorleifsd. kennari Þórður Matthíasson form. í Ólafsvík Þorleifur Þórðarson forstj. Ferðaskrifstofu ríkisins Rosemarie í Vestra-Geldingaholti María Þorleifsdóttir félagsráðgjafi Björg Þorleifsdóttir líffræðingur Einar Kristján vagnstj. ÍSLENDINGAR 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Hæðarstillanlegir leikskólastólar Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 Netfang axis@axis.is • Heimasíða www.axis.is Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt m ag gi os ka rs .c om LAUF LAUF Glæsilegur fjölnota stóll frá AXIS • 5 fallegir staðlaðir litir af skeljum • Fjaðrandi bak • 3 hæðarstillingar • Hægt að sitja á honum á ýmsa vegu fjölnota stóllinn - nú líka hæðarstillanlegur fyrir leikskólaGuðmundur Ingi fæddist áKirkjubóli í Önundarfirði15.1. 1907. Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson, bóndi á Kirkjubóli, og k.h., Bessabe Halldórsdóttir. Systir Kristjáns var Guðrún, amma Gests Ólafssonar skipulags- fræðings og langamma Þórunnar Valdimarsdóttur, rithöfundar og sagnfræðings. Kristján var sonur Guðmundar Pálssonar, bónda á Kirkjubóli, bróður Hákonar, langafa Sigurjóns Péturssonar heitins, sem var forseti borgarstjórnar. Systir Bessabe var Friðrikka, amma Einars Odds Kristjánssonar alþm. Systkini Guðmundar Inga voru Ólafur, skólastjóri í Hafnarfirði, faðir Kristjáns Bersa skólameistara og afi Ólafs Harðarsonar stjórnmálafræð- ings, Jóhanna á Kirkjubóli, og Hall- dór, rithöfundur og alþm. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar Inga er Þuríður Gísladóttir og stjúp- sonur hans Sigurleifur Ágústsson. Guðmundur Ingi ólst upp á Kirkju- bóli, var þar heimilisfastur alla tíð og bóndi þar frá 1944. Hann stundaði nám við eldri deild Alþýðuskólans á Laugum og eldri deild Samvinnuskól- ans í Reykjavík. Guðmundur Ingi var kennari í Mosvallahreppi af og til um langt árabil og auk þess skólastjóri heimavistarskólans í Holti 1955-74. Guðmundur Ingi sat í stjórn ung- mennafélagsins Bifröst, Héraðssam- bands ungmennafélaga Vestfjarða, stjórn Kaupfélags Önfirðinga, Bún- aðarfélags Mosvallahrepps, var for- maður Búnaðarsambands Vestfjarða, oddviti Mosvallahrepps um langt ára- bil og sýslunefndarmaður, sat í skóla- nefnd hreppsins og Héraðsskólans á Núpi og var þrisvar í framboði til Al- þingis fyrir Framsóknarflokkinn. Ljóðabækur Guðmundar Inga eru Sólstafir 1938, Sólbráð 1945, Sóldögg 1958, Sólborgir 1963 og Sólfar 1981. Hann var sæmdur riddarakrossi 1984 og var heiðursborgari Mosvalla- hrepps og Ísafjarðarbæjar. Guðmundur Ingi lést 30.8. 2002. Merkir Íslendingar Guðmundur Ingi Krist- jánsson 90 ára Guðrún Ingibrektsdóttir Guðrún Þorbjörg Stefánsdóttir Þórey Þorleifsdóttir 85 ára Ólafur Guðmundsson 80 ára Fríða Jóhanna Daníelsdóttir Garðar Karlsson Guðrún Erlendsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Óli Ólafsson 75 ára Ingimar Guðmundsson 70 ára Anna Jónsdóttir Gíslína Jónsdóttir Hrafnhildur Hámundardóttir Sigríður Jórunn Þórðardóttir Stefán Geir Karlsson Þröstur Jónsson Örn Wilhelm Randrup 60 ára Brynja Gunnarsdóttir Dagbjört J. Steingrímsdóttir Jón Pálmi Davíðsson Kjartan Ólason Kristinn Bjarnason Sigríður Berglind Ásgeirsdóttir Sæmundur Eggertsson Þorbjörn Gíslason 50 ára Auður Björg Ingadóttir Gaukur Hjartarson Hafdís Gunnarsdóttir Halina Luksza Högni Pétur Sigurðsson Ingvar Ragnarsson Karen Kristjánsdóttir Kristín Þóra Harðardóttir Margrét Steinþórsdóttir Ragnar Gísli Árnason Ragna Sigurðardóttir Sigurður Halldór Bjarnason Svanur Kristjánsson 40 ára Ásmundur Tryggvason Erla Berglind Sigurðardóttir Erlingur Páll Bergþórsson Eyvindur Ívar Guðmundsson Guðlaugur Björn Jónsson Hrefna Björg Gunnarsdóttir Ingibjörg Þórðardóttir Ívar Ragnarsson Julieta Maldonado Gonzalez Karen Linda V Einarsdóttir Katarzyna Kasztelan Kjartan Örn Sigurðsson Kristín Terrazas Leoncia Castillon Iway Miroslaw Magnuszewski Mykhaylo Melnyk Ragnar Ólafsson Sigurhans Bollason Somkid Aekka Thelma Magnúsdóttir Valgerður Margrét Þorgilsdóttir 30 ára Atli Þór Ásgeirsson Árný Huld Haraldsdóttir Grímur Jón Sigurðsson Ingrida Joncaite Mae Ann Doressa Tolo Bibit Mirion Tesfamheret Solveig Pálsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Skarphéðinn ólst upp í Kópavogi, er nú bú- settur í Reykjavík, stundar nám á bassagítar við Tón- listarskóla FÍH og starfar hjá Össuri. Maki: Kristín Kolbrún Kol- beinsdóttir Waage, f. 1987, leikskólakennari. Foreldrar: Smári Giss- urarson, f. 1956, starfar hjá orkuveitu í Indiana í Bandaríkjunum, og Krist- jana Rósa Birgisdóttir, f. 1958, húsfreyja á Grenivík. Skarphéðinn Smárason 30 ára Jónas ólst upp á Patreksfirði, býr þar og starfar hjá Orkubúi Vest- fjarða á Patreksfirði. Systkini: Bergdís Þrast- ardóttir, f. 1983, og Pat- rekur Smári Þrastarson, f. 1989. Foreldrar: Þröstur Reyn- isson, f. 1957, starfs- maður hjá Áhaldahúsi Vesturbyggðar, og Arn- heiður Jónsdóttir, f. 1961, starfsmaður hjá Vest- urbyggð. Jónas Þrastarson 30 ára Sandra Björk ólst upp í Kristnesi í Eyjafirði, býr í Reykjavík, lauk BA- prófi í mannfræði og starfar hjá Icelandair. Maki: Mike Sanchez, f. 1983, hárgreiðslunemi og danskennari. Dóttir: Ísold Salome, f. 2010. Foreldrar: Bergljót Sig- urðardóttir, f. 1951, vinnur við útfararþjónustu, og Bjarki Árnason, f. 1949, sviðsstjóri hjá LA. Sandra Björk Bjarkadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.