Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat, fyrrum aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, mun á þessu ári veita efnilegum tónlistarmanni styrk til framhaldsnáms erlendis á skólaárinu 2015-2016. Veittur er einn styrkur að upphæð 1.250.000 kr. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 1. mars nk. til formanns sjóðsins: Halldór Friðrik Þorsteinsson Pósthólf 8444, 128 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. Styrkur til tónlistarnáms MINNINGAR SJÓÐUR JPJ Ím y n d u n a ra fl / M -J PJ www.minningarsjodur-jpj.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta verk er ólíkt öllu sem ég hef skrifað áður. Það er meira abstrakt og leitandi en mín fyrri verk,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir, rithöfundur og leikskáld, þegar hún er spurð út í nýtt leikrit sitt, Ekki hætta að anda, sem leikhópurinn Háaloftið frum- sýnir í Borgarleikhúsinu í kvöld, í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Auður bætir við að sjálfri finnist sér öll sín verk vera ólík innbyrðis en hún hefur nú sent frá sér fjórar skáldsögur, eina ljóðabók og fjögur leikrit; eitt útvarpsleikrit, Lán til góðverka, og þrjú fyrir svið. Þau fyrri voru Svartur hundur prestsins (2011) og Svanir skilja ekki (2013). „Ekki hætta að anda er mögulega tilvistarlegra en fyrri leikritin og ég held ég sé að reyna að skrifa gegn myrkrinu; verkið snýst um leitina að ljósinu í myrkum heimi. Ég er meðvituð um það að áhorfendur eiga eftir að skilja það á ólíka vegu. Þetta verkefni er líka ólíkt öðrum á mínum ferli að því leyti að ég hef aldrei áður verið beðin um að skrifa verk,“ segir hún. Leikhópurinn Háaloftið óskaði eftir því við Auði Övu að hún skrif- aði verk fyrir leikkonurnar fjórar sem fara með hlutverkin, þær Tinnu Hrafnsdóttur, Maríu Hebu Þorkels- dóttur, Kötlu Margréti Þorgeirs- dóttur og Elmu Lísu Gunn- arsdóttur. Brynja Björnsdóttir hannar leikmynd og búninga, Árni Rúnar Hlöðversson sér um tónlist- ina, Þórður Orri Pétursson hannar lýsingu og þá vinnur danshöfund- urinn Melkorka Sigríður Magn- úsdóttir, dóttir Auðar, sviðshreyf- ingar eins og í fyrri sviðsverkum hennar. Erfitt að hugsa um plott „Ég var beðin að skrifa verk fyrir fjórar konur og það var ekki auð- velt,“ segir Auður. „Titillinn er sótt- ur í arfaslakan YouTube-slagara, „Don’t Hold Your Breath“, sem Nicole nokkur Scherzinger syngur. Árni í FM Belfast hefur leikið sér með lagið fyrir verkið og meðal ann- ars útsett það fyrir kirkjukór.“ Auður hikar þegar spurt er um fléttuna í verkinu og segir að sér þyki alltaf erfiðast að hugsa um plott í verkum. „Og yfirleitt að hafa plott! Sem höfundur finnst mér það erfiðast. Mér finnst ég hafa undir- texta, boðskap og slíkt nokkuð á hreinu en vildi helst sleppa því að hafa plott. Þau eru aldrei frumleg og verk eru ekki um þau.“ – Hvers vegna þá að hafa plott? „Ólíkt til dæmis samtímadanslist eða ljóðinu, þá er enn gerð krafa um plott eða söguþráð í leikhúsi,“ svar- ar hún og bætir við að þetta sé verk sem leiki á mörkum skynjunar og skilnings. Niðurstaðan er ekki ein- hlít. „Stefán leikstjóri var nýbúinn að ganga Jakobsveginn, 1.448 kíló- metra, þegar hann kom að verkinu og það rímar vel að bæði leikstjóri og leikrit séu leitandi. Mér fannst erfitt að geta ekki haft karlmann í verkinu því ég er iðulega að reyna að leika á gráu sameiginlegu svæði kynjanna í mín- um verkum. En ég bjó til hann Há- kon sem verið er að reyna að ná ut- an um og skilgreina en hann er barnsfaðir kvennanna fjögurra. Þar koma inn hugmyndir um sáðbera sem reynist vera útlendingur og heitir í raun Håkon. Konurnar eru týndar og sannleikurinn í verkinu er á reiki.“ Auður bætir við að þótt Hákon þessi sé ekki sjáanlegur sé engu að síður bjart yfir honum, hann hafi til að mynda verið valinn einn Íslend- inganna með fallegustu húðina, það skín af honum birta. „Í bakgrunni er heimurinn, það er ekki hægt að skrifa um ljósið nema skrifa um myrkrið,“ segir hún. „Meðal annars kem ég inn á umhverfismálin og þá staðreynd að það eru sex billjónir plastagna í höf- unum og perflúoralkalísambönd eru að eyðileggja sæði karlmanna á Vesturlöndum.“ Dans og myndlist mín svið Auður hefur ekki viljað láta gera leikgerðir eftir skáldsögum sínum, frekar vill hún takast á við leikritun og það virðist eiga vel við hana. „Já, mér finnst þetta spennandi form. Ég hef mikið fylst með dans- heiminum, dans og myndlist má kalla mín sérsvið, og mér finnst samtímadans hafa gefið mér annan vinkil á sviðslistaheiminn. Dansverk eru svo laus við plott, þau byggjast þess í stað á skynjun, á allt annarri lógík, og það rímar ágætlega við minn hugmyndaheim um hvernig sviðslistaverk megi vera. Því lá beint við að vinna að verkinu með dansara og þetta er þriðja verkið sem Melkorka kemur að, hún er danshöfundurinn. Við vorum á sín- um tíma búnar að ákveða að gera eitt sviðsverk saman, það var Svart- ur hundur prestsins, en svo hefur þetta þróast svona. Hingað til hefur verið danshugsun í leikritunum. Stefán er mjög hugmyndaríkur leik- stjóri og nálgast verkið á sinn hátt. Ég legg samtölin í púkk og svo kemur hópurinn og gerir sitt úr því …“ Hættir í Háskólanum Nú eru tvö ár frá útkomu síðustu skáldsögu Auðar Övu, Undantekn- ingarinnar. Nær hún að vinna prósatexta samtímis leikritum? „Nú hef ég ákveðið að verða rit- höfundur, það á að gerast árið 2015. Ég hef alltaf unnið fulla vinnu með skrifunum en ætla að hætta því,“ segir Auður. Hún er listfræðingur að mennt, hefur um árabil stýrt Listasafni Háskóla Íslands og leitt mikilvæga uppbyggingu kennslu í listfræði við Háskólann. Um daginn hlaut hún starfslaun úr launasjóði rithöfunda til tveggja ára og dregur sig því nú úr kennslu og störfum við skólann. „Ég ætla að verða atvinnurithöf- undur og er byrjuð á nýrri skáld- sögu. Ég beiti þeirri aðferð að hand- skrifa söguna og það er svo skrýtið að á þriðjung síðunnar skrifast óvart leikrit. Það er ekki um að ræða leikgerð af sögunni sem ég er að skrifa, heldur liggja þræðir inn í hana sem eru af allt öðrum toga. Ég er frekar pirruð yfir þessu því fyrir vikið er ég miklu lengur að skrifa skáldsöguna,“ segir hún og brosir. „En nú ætla ég að halda mig til hlés í leikhúsinu í einhvern tíma. Ég lofa því! Ég á að vísu til drög að barnaleikriti en ég sé bara til með það.“ „Skrifa gegn myrkrinu“  Leikhópurinn Háaloftið frumsýnir nýtt leikrit eftir Auði Övu Ólafsdóttur Ljósmynd/Eddi Leikkonurnar „Konurnar eru týndar og sannleikurinn er á reiki,“ segir leikskáldið. Elma Lísa Gunnarsdóttir, Tinna Hrafnsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir eru hér í hlutverkum sínum. Morgunblaðið/Einar Falur Leikskáldið „Verkið snýst um leitina að ljósinu í myrkum heimi,“ segir Auður Ava um leikritið Ekki hætta að anda, sem er frumflutt í kvöld. Aðsókn að British Library, þjóð- arbókasafni Breta, jókst um tíu pró- sent á síðasta ári, nú á tímum síauk- innar notkunar spjaldtölva og staf- rænna miðla af ýmsu tagi. Í grein í The Telegraph er vitnað í forstöðumann British Museum, Roly Kealing, sem segir að hinir stafrænu tímar fái fólk til að „þrá mannlega snertingu og áþreifanlega hluti“. Keating segir heim tölva, snjall- síma og samfélagsmiðla ekki vera neina ógn við gamalgróin bókasöfn; þvert á móti stuðli hann að fleiri heimsóknum í söfnin. Með tímanum muni söfnin þó takast á við nýjar hugmyndir og ný gildi notenda. British Library er höfuðsafn og því er horft af athygli til þeirra ákvarðana sem þar eru teknar; nú hefur verið tilkynnt að safnið sé að auka og styrkja stafrænar geymslur sínar með myndarlegum hætti. Keating segist oft spurður að því hvort hugmyndin um hefðbundin bókasöfn standist nú á tímum mik- illar tæknibyltingar. Hann segir spurninguna mikilvæga því hið op- inbera leggi mikið fé í söfnin en spurningarnar snúist um það hvern- ig fólk sæki sér þekkingu, menningu og minningar. Sumir telja að menn standi frammi fyrir vali milli safns- ins og netsins en Keating telur þetta tvennt ekki vera andstæður; söfnin og netið búi yfir þessu öllu, þar sé upplýsingarnar að finna, en á tímum skjámenningar aukist gildi og mik- ilvægi gæðarýma og upplifunar sem bókasöfnin bjóði upp á. Vinsældir British Library aukast Morgunblaðið/Styrmir Kári Bókasafn Hvar sækir fólk sér upp- lýsingar, menningu og minningar? „Ófyrirsjáanlegt Ísland“ er heiti sýningar grafík- listakonunnar Sigrúnar Ög- mundsdóttur og danska málarans Birgitte Lykke Madsen sem verður opnuð í menningarhús- inu Nordatl- antisk hus í Óðinsvéum í dag. Sýningin er sögð fjalla um „hið óútreiknanlega Ísland, með ís- lenska náttúru sem innblástur og samnefnara.“ Sigrún sýnir röð grafískra ljós- mynda, þar sem kennileiti Reykja- víkur – fjallið Esja – er í forgrunni. Madsen túlkan hins vegar í sínum verkum áhrifaríkan fund sinn með íslenskri náttúru og krafti hennar. Báðir listamennirnir stunduðu nám við Listaháskólann á Fjóni og hafa tekið þátt í fjölda sýninga á Norð- urlöndunum en þetta er í fyrsta sinn sem þær sýna saman. Ófyrirsjá- anlegt land Hluti myndar eftir Sigrúnu af Esjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.