Morgunblaðið - 28.01.2015, Side 2

Morgunblaðið - 28.01.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Upphafi árs ljóssins á Íslandi og stórafmæli Sam- einuðu þjóðanna, sem fagna 70 ára afmæli í ár, var fagnað með samkomu í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær. Þar var dagskrá ársins kynnt auk þess sem ráðherrar mennta- og utanríkismála fluttu ávörp. Nemendur Alþjóðaskólans á Íslandi sýndu jafnframt verk sem tengdust ljósinu og kynnt voru ljósleiðarahljóðfæri sem hafa verið í þróun. Eitt af markmiðum Sameinuðu þjóðanna með ári ljóssins er að bæta skilning almennings á því hvernig ljós og tækni sem byggist á ljósi snertir líf okkar allra. Ljósinu fagnað á afmæli Sameinuðu þjóðanna Morgunblaðið/Kristinn Unnið að því að bæta skilning almennings á því hvernig ljós og tækni sem byggist á ljósi snertir líf okkar Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftir gloppótta vertíð virtist aðeins skárra hljóð í loðnuskipstjórum í gær. Skipin voru dreifð á miðunum, flest voru vestur af Rauðanúp, önnur vest- ur af Grímsey og síðan á Bakkaflóa- og Héraðsflóadýpi. Eftir brælu á mánudag var þokkalegt veður í gær og frést hafði af einhverjum afla á öll- um svæðum. Loðnan virtist fara mjög grunnt með landinu í austurátt, en fram til þessa hefur loðnan ekki verið í þéttum göngum. Svo virðist samt sem talsvert meira sé af loðnu í vetur heldur en var í fyrravetur. Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU, sagði að engar tvær loðnuvertíðar væru eins, en von- andi tækist að mæla sem allra mest svo úr yrði góð vertíð. Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sagði að loðnan hefði lengi í vetur ver- ið mjög vestarlega og virtist vera seinna á ferðinni en venjulega. Auk ís- lenskra skipa voru norsk og græn- lensk skip á miðunum í gær. Leiðangri lýkur á föstudag Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangurs- stjóri á rannsóknaskipinu Árna Frið- rikssyni, sagði um hádegi í gær að megnið af því sem mælst hefði í loðnu- leiðangri til þessa hefði verið á vest- urhluta svæðisins. Skipið kemur væntanlega til hafnar á föstudag og í kjölfarið verður tilkynnt um veiðiráð- gjöf. Þegar hefur verið tilkynnt að ráðgjöfin verði aukin úr 260 þúsund tonnum í 360 þúsund tonn miðað við varfærnar forsendur. Þá hafa verið tekin frá 400 þúsund tonn til hrygn- ingar. Sveinn vill ekki tjá sig frekar um hverjar endanlegar tillögur verði, enda sé leiðangrinum ekki lokið. Sérkennilegt ástand Hann segir að sjálfsagt sé eitthvað af því sem mælt var vestan Kolbeins- eyjar að síga austur á bóginn og sé komið vestur fyrir Grímsey. Loðnan hafi hagað sér undarlega í vetur, eins og hún hafi einnig gert í fyrravetur. Nánast ekkert hafi verið að sjá í land- grunnsköntunum til þessa. „Sannast sagna veit ég ekki hvar loðnan sem við mældum á vesturhluta mælingasvæðisins heldur sig,“ sagði Sveinn. „Hvort hún er að síga austur á bóginn eða hefur stoppað og tekur hugsanlega vesturgöngu. Á vestur- svæðinu er enginn til að fylgjast með, því ég veit ekki til þess að veiðiskipin hafi kíkt á þetta og við þurfum að klára mælingar suður með Austfjörð- um. Ástandið er skrýtið og erfitt að geta ekki fylgst með þessu. Ástandið var líka sérkennilegt í fyrra og þá fannst eiginlega ekki neitt í janúar fyrir Austurlandi og það var ekki fyrr en viku af febrúar að loðnu varð vart við Ingólfshöfða og eitthvað fór að veiðast. Þá náðist í raun aldrei nein mæling og mælingin sem gerð var um haustið var látin standa.“ Loðnan seinna á ferðinni  Gengur grunnt austur með landinu  Mest mælt á vestursvæðinu í loðnuleiðangri Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Leiðangur Rannsóknaskipið Árni Friðriksson siglir út Eyjafjörð. Tæp 10% nemenda í 8., 9. og 10. bekk á höfuðborgarsvæðinu segjast hafa fengið andstyggi- leg eða særandi skilaboð frá ein- staklingi eða hópi á netinu þrisvar sinnum eða oftar og tæp 11% nemenda á lands- byggðinni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ungt fólk 2014, en þar eru niðurstöður rannsókna á högum nemenda í þremur efstu bekkjum grunnskóla kynntar. Þegar kom að því svara hvort nemendurnir hefðu sent andstyggi- leg eða særandi skilaboð til ein- staklings eða hóps á netinu sögðust 3,1% nemenda á höfuðborgarsvæð- inu hafa gert það þrisvar sinnum eða oftar og 3,5% nemenda á lands- byggðinni. Töluvert fleiri viður- kenndu að hafa sent slík skilaboð einu sinni eða tvisvar, 10,6% nem- enda á höfuðborgarsvæðinu og 11,7% nemenda á landsbyggðinni. Neysla kannibisefna á niðurleið skv könnuninni Niðurstöður skýrslunnar, sem kom út í gær, eru meðal annars þær að áfram dregur úr lestri bóka, ung- lingar verja sífellt meiri tíma með foreldrum sínum og stúlkur í 9. og 10. bekk telja andlega heilsu sína lakari nú en áður. Hinsvegar virðist ofbeldi og einelti fara minnkandi og færri vinna með námi en áður. Þá kemur fram að 42% unglinga sögðust hafa orðið ölvuð einu sinni eða oftar síðastliðna þrjátíu daga ár- ið 1998, en um 6% árið 2014. Neysla kannabisefna er áfram á niðurleið og daglegar reykingar standa að mestu í stað, eru nú um 3% skv. þessari könnun. Einnig benda niðurstöð- urnar til að sá fjöldi unglinga í efstu bekkjum grunnskóla sem finnur fyr- ir þunglyndis- og kvíðaeinkennum, hefur aukist undanfarin ár. Æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk hófu göngu sína árið 1992. Að þessu sinni fór gagnasöfnun fram með spurningalistakönnun í febrú- armánuði 2014. 10% hafa orðið fyr- ir netníði  Ofbeldi og einelti minnkar meðal barna Hæstu tilboð í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og læknastofurnar samsvara aðeins fjórðungi eða fimmt- ungi af fasteigna- og brunabótamati eignanna. Ríkis- kaup senda tilboðin til fjármálaráðuneytisins sem ákveður framhaldið í samráði við Hafnarfjarðarbæ. Ríkiskaup auglýstu húseignir St. Jósefsspítala til sölu í tvennu lagi. Annars vegar húsnæði sjúkrahúss- ins sem staðið hefur ónotað frá árinu 2011 og hins vegar læknastofurnar sem standa hinum megin göt- unnar. Ríkiskaup gefa aðeins upp hæstu tilboð í eign- irnar. Byggingafyrirtækið Stofnás ehf. bauð hæst í spítalann, 85 milljónir kr. Byggingarverktakinn Skrauta ehf. átti hæsta boð í læknastofurnar, 37,6 milljónir kr. Ekki var gefið upp verðmat við sölu eignanna en bent á fasteigna- og brunabótamat. Fasteignamat beggja húsanna var 470 milljónir og brunabótamat um 560 milljónir kr. Áhugi hefur verið fyrir því í Hafnarfirði að fá heil- brigðisþjónustu í húsnæði St. Jósefsspítala á ný. Í auglýsingu Ríkiskaupa var tekið fram að við mat á tilboðum yrði horft til fleiri þátta en hagstæðasta til- boðs og óskað eftir að tilboðsgjafar gæfu upp hvaða starfsemi þeir áformuðu að hefja í húsunum. Ríkis- kaup veita ekki upplýsingar um þann hluta tilboðanna. helgi@mbl.is Byggingafyrirtæki býður 85 millj. í St. Jósefsspítala Morgunblaðið/Árni Sæberg Spítali St. Jósefsspítali er að nálgast nírætt en viðbygg- ingar hans eru nýrri. Húsið er í ágætu standi.  Hæstu tilboð aðeins brot af fasteigna- og brunabótamati Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Öllum átta sviðsstjórum Reykjanes- bæjar verður sagt upp störfum í tengslum við breytingar á stjórn- skipulagi bæjarins sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Tvö af núverandi sviðum, þ.e. Íþrótta- og tómstundasvið og Menningarsvið, verða lögð niður en verkefni þeirra flutt annað. Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra í Reykja- nesbæ, verða stöður sviðsstjóra aug- lýstar. Samkvæmt nýja skipuritinu verða sviðin fimm í stað átta áður. Auk þess að leggja niður Íþrótta- og tómstundasvið og Menningarsvið verður Reykjaneshöfn rekin sem sér- stök deild, eða B-hluta stofnun, í stað sviðs. Atvinnuþátturinn verður af- markaður við hafn- tengda starfsemi en önnur atvinnu- mál munu færast á stjórnsýslusvið. „Fimm af átta stöð- um sviðsstjóranna eru að breytast og því þótti hreinleg- ast að losa um ráðningarsam- bandið við alla sviðsstjórana. Ekki þótti sanngjarnt gagnvart heildinni að þrír myndu sitja eftir. Allir sitja við sama borð. Sumir þessara þriggja hafa sagt að þeir muni sækja um. Ég geri ráð fyrir því að það verði eins með hina. Bæði er verið að breyta störfum og starfsheitum og meirihlut- anum fannst eðlilegast að gera þetta með þessum hætti,“ segir Kjartan. Öllum átta sagt upp störfum  Skipulagsbreytingar í Reykjanesbæ Kjartan Már Kjartansson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.