Morgunblaðið - 28.01.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Reglan er sú að það þurfi ekki
fjórar akreinar nema umferðin sé
komin yfir tuttugu þúsund bíla á
sólarhring. Umferðarspár til næstu
áratuga segja að
bílaumferðin á
Grensásvegi
muni aldrei ná
því marki,“ segir
Hjálmar Sveins-
son, borgar-
fulltrúi og for-
maður umhverfis
og skipulags-
sviðs, og bætir
við að í dag aki
tíu til tólf þúsund bílar á sólarhring
um veginn. Til stendur að þrengja
Grensásveg sunnan Miklubrautar
úr fjórum akreinum í tvær og gera
hjólastíga sitt hvorum megin göt-
unnar til að auka öryggi í umferð-
inni og lyfta undir hjólreiðar. Júl-
íus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, efaðist um
ágæti hugmyndarinnar í viðtali
sem birtist í Morgunblaðinu í gær
en Hjálmar segir þar hlaupið yfir
ýmis rök til stuðnings þrenging-
anna.
Umferð langt undir viðmiðum
„Tillaga um endurhönnun Grens-
ásvegar suður er hluti af Hjólreiða-
áætlun Reykjavíkurborgar frá
árinu 2010 og í samræmi við stefnu
borgarinnar í umferðarmálum og
Aðalskipulag Reykjavíkur. Aðgerð-
in mun hægja á bílaumferð, auka
umferðaröryggi og bæta aðgengi
og öryggi gangandi og hjólandi
barna og fullorðinna í hverfinu.
Umferðarflæði götunnar mun ekki
raskast enda er metin umferð á
þessum kafla Grensásvegar langt
undir viðmiðum fyrir fjögurra ak-
reina götu. Hönnun tekur tillit til
athugasemda hagsmunaaðila
þ.á m. frá Slökkviliði sem komu
fram í samráðsferlinu,“ segir með-
al annars í bókun meirihlutans á
fundi umhverfis- og skipulagsráðs
hinn 21. janúar síðastliðinn.
Íbúar vilja hægja á umferð
„Þarna er vísað í mjög metn-
aðarfulla hjólreiðaáætlun frá árinu
2010 sem unnin var undir forystu
Sjálfstæðisflokksins. Þar er gert
ráð fyrir að lagðir verði tíu kíló-
metrar hjólastíga á hverju ári,
fimmtíu kílómetrar fyrir árið 2015
og hundrað kílómetrar fyrir árið
2020. Þegar þessi stefna var sam-
þykkt lá fyrir kostnaðaráætlun
sem sýnir að þetta eru býsna dýrar
aðgerðir,“ segir Hjálmar.
„Þarna er líka vísað til þess að
aðgerðin verður til að hægja á bíla-
umferðinni, en það hefur komið
fram á fundum með íbúum í hverf-
inu að þeim finnst bílaumferðin of
hröð. Umferðin klippir hverfið í
sundur,“ segir hann.
„Í þriðja lagi er vísað til þess að
haft var samráð við hagsmunaaðila
og einnig Slökkvilið. Tekið var tillit
til athugsemda, meðal annars með
því að taka hraðahindranir og hafa
útskot fyrir strætó við biðskýli, svo
strætó stöðvi ekki umferðina í göt-
unni á meðan farþegar stíga inn.
Þetta fyrirkomulag er reyndar til
bráðabirgða. Þegar bráðamót-
tökudeildin fer frá Borgarspítala
verður það tekið til endurskoð-
unar,“ segir Hjálmar að lokum.
Segir fjórar
akreinar of mikið
10 til 12 þúsund bílar dag hvern
Hjálmar
Sveinsson
Niðurstöður nýrrar rannsóknar
Vinnumálastofnunar og velferðar-
ráðuneytisins sýna að meirihluti
þeirra sem þátt tóku í könnuninni
og fullnýtt höfðu rétt sinn innan
atvinnuleysistryggingakerfisins
höfðu hafið þátttöku á vinnumark-
aði að nýju þegar könnunin var
gerð, eða 57,8% svarenda, skv upp-
lýsingum velferðarráðuneytisins.
Þar kemur fram að þessu til við-
bótar höfðu 5,8% hafið nám við lok
bótatímabilsins. Þannig sögðust
63,6% svarenda vera annaðhvort
launamenn í fullu starfi, launa-
menn í hlutastarfi, í sjálfstæðum
rekstri eða í námi.
Af þeim sem svöruðu voru 22%
enn í atvinnuleit. Að auki sýnir
rannsóknin að 27,1% þeirra at-
vinnuleitenda sem fullnýtt hafa
rétt sinn innan atvinnuleysistrygg-
ingakerfisins hafa fengið fjárhags-
aðstoð frá hlutaðeigandi sveitarfé-
lagi í kjölfarið en
rannsóknartímabilið náði frá árs-
byrjun 2013 til haustsins 2014. Alls
fengu 9,9% greidda fjárhagsaðstoð
frá sveitarfélagi þegar rannsóknin
var gerð.
Rannsókn Vinnumálastofnunar
og ráðuneytisins var unnin af
rannsóknarfyrirtækinu Maskína
hf.
57,8% á vinnumarkaði við lok bótatíma
VAKANDI!VERTU
blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
60% þolenda segja ekki frá kynferðislegu
ofbeldi á þeim tíma sem það á sér
stað eða fljótlega á eftir.
En ef við göngum
í ljósinu, eins og hann er
sjálfur í ljósinu, þá höfum
við samfélag við hvert
annað og blóð Jesú,
sonar hans, hreinsar
okkur af allri synd.
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
Vertu
vinurokkará
facebook
-50%
af öllum fatnaði og skóm
Árin segja sitt1979-2014
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sýnum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.
)553 1620
Verið velkominn
STÓRÚTSALA
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Sparidress - Vetrardragtir - Peysur - Blússur - Bolir
FRÁBÆRAR
VETRARYFIRHAFNIR OG
GÆÐA DÖMUFATNAÐUR
www.laxdal.is
ALLT AÐ 60%
40-60%
afsláttur
mbl.is