Morgunblaðið - 28.01.2015, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.01.2015, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Fyrirtaka í meiðyrðamáli 365 miðla ehf. gegn þeim Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV, og Inga Frey Vilhjálmssyni, fyrrverandi fréttastjóra, verður í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 18. febrúar nk. Einar Þór Sverrisson hæstarétt- arlögmaður sækir málið fyrir hönd 365 miðla. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að stefnan hefði verið þingfest 26. nóvember 2013, en fyrir- taka hafi dregist úr hófi, vegna þess að dómarinn, sem upphaflega átti að dæma í málinu, sagði sig frá því vegna vanhæfis. „Þetta snýst um nokkrar fréttir og Sandkorn í DV frá því haustið 2013, sem þeir Ingi Freyr Vil- hjálmsson og Reynir Trausta- son skrifuðu. Þetta voru um- mæli sem lutu að meintum rekstrarörðugleikum 365 miðla, sem áttu sér enga stoð í raun- veruleikanum. Þetta voru gengdar- lausar og endurteknar ruglfréttir haustið 2013 sem eigendur og stjórnendur 365 voru ekki tilbúnir að sitja undir,“ sagði Einar Þór. agnes@mbl.is 365 miðlar í meiðyrðamál  Stefna fyrrverandi yfirmönnum DV Sameiginlegur skíðapassi fyrir ferðamenn í Stafdal og í Odds- skarði eykur möguleika fyrir iðk- endur í Skíðalandinu Austurlandi, sem er í mótun. Þrjú sveitarfélög koma að rekstri þessara skíða- svæða á Austurlandi, Fjarðabyggð, sem er með Skíðamiðstöð Austur- lands í Oddsskarði, og Fljótsdals- hérað og Seyðisfjörður, sem koma í sameiningu að skíðasvæðinu í Stafdal á austanverðri Fjarðar- heiði. Samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélögunum er með samstarf- inu verið að nýta þau tækifæri sem nálægðin á milli svæðanna felur í sér, en yfirleitt er greiðfært á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar annars vegar og Fjarðabyggðar hins veg- ar. Fyrir ferðamenn gefa tvö skíðasvæði fyrir eitt kost á fjöl- breyttri skíðaferð til Austurlands. Auk þess sem samstarfið getur fal- ið í sér eins konar skíðatryggingu, en reynslan sýnir að svæðin tvö eru sjaldan lokuð bæði í einu vegna veðurs eða færðar. Bæði svæðin eru í um og yfir 800 metra hæð og bjóða ólíka upp- lifun og áskoranir, hvort með sínu móti, segir í fréttatilkynningu. Stafdalur er sem dæmi með lengstu skíðasvigbraut landsins. Oddsskarð er eitt af fáum skíða- svæðum á landinu sem gefa kost á óslitinni ferð beint frá fjallstindi niður í fjöru. Sameiginlegur skíða- passi eykur möguleika  Samvinna milli skíðasvæða eystra Ljósmynd/Nicolas Grabar Í Stafdal Það er ekki amalegt að svífa í brekkunum á góðum degi. Fyrirhuguðum fundi sem halda átti í Grímsey í dag, miðvikudaginn 28. janúar, og blaðamannafundi á Akur- eyri morguninn eftir hefur verið af- lýst af óviðráðanlegum orsökum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ í gær. Fram kemur í tilkynningunni að stefnt sé að því að boða annan fund með einhverju sniði við fyrstu hent- ugleika allra sem að málinu koma. Í millitíðinni haldi bæjarfulltrúar og starfsfólk Akureyrarkaupstaðar, ásamt fulltrúum Atvinnuþróun- arfélags Eyjafjarðar og Byggða- stofnunar, áfram að vinna að lausn yfirvofandi vanda í atvinnumálum Grímseyinga í nánu samráði við heimamenn. Eins og fram hefur komið í frétt- um er komið að skuldadögum hjá út- gerðarmönnum í eynni við Íslands- banka en þeir keyptu aflaheimildir m.a. með lánum frá bankanum og voru þær settar sem veð. Er byggð í eyjunni í óvissu af þeim sökum. Fundi um atvinnumál í Grímsey var frestað TRAUSTIR, NÝLEGIR GÆÐABÍLAR Á HAGSTÆÐU VERÐI VWPassatComfortl Ecofuel AT. Árgerð 2012, bensín/metan Ekinn 111.000 km, sjálfskiptur Skoda Yeti 2.0 TDI 140 Hö. Árg. 2013, dísil Ekinn 61.500 km, beinskiptur MMPajero 3.2 Instyle Árgerð 2012, dísil Ekinn 42.000 km, sjálfskiptur VWCaravelle Trendline Árgerð 2013, dísil Ekinn 60.000 km, beinskiptur Skoda Citigo Active 60 Hö. Árgerð 2013, bensín Ekinn 69.000 km, beinskiptur Audi A4 2.0 TDI 6 gíra Árgerð 2011, dísil Ekinn 60.000 km, beinskiptur VWGolf Trendline 1.6 TDI Árgerð 2011, dísil Ekinn 87.000 km, beinskiptur VWPolo 1.2 TDI 5 dyra 75 Hö. Árgerð 2011, dísil Ekinn 60.000 km, beinskiptur VW Caddy 2.0 EcoFuel Árgerð 2011, bensín/metan Ekinn 55.000 km, beinskiptur VW Tiguan Track&Style 2.0 TDI. Árgerð 2012, dísil Ekinn 44.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 5.290.000 Ásett verð: 3.390.000 Ásett verð: 3.950.000 Ásett verð: 7.290.000 Ásett verð: 5.690.000 Ásett verð: 1.430.000 Ásett verð: 3.390.000 Ásett verð: 2.290.000 Ásett verð: 1.550.000 Ásett verð: 2.390.000 Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 heklanotadirbilar.is Komdu og skoðaðu úrvalið!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.