Morgunblaðið - 28.01.2015, Side 14

Morgunblaðið - 28.01.2015, Side 14
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Frá því að gosið hófst í Holuhrauni fyrir nærri fimm mánuðum hefur það losað 8,3 milljónir tonna (teragrömm) af brennisteinsdíoxíði. Til samanburðar losaði gosið í Lakagígum árið 1783 um 100 milljónir tonna af brennisteins- díoxíði á átta mánuðum, þannig að Holuhraun á enn langt í land með að slá því gosi við. Þegar mest lét í Holuhrauni var losunin allt að 900 kíló á sekúndu en talið er að í dag sé þetta komið niður í um 400 kg/sek. Samkvæmt nýjasta stöðuyfirliti Almannavarna hefur Holuhraun verið að þykkna. Rúmmál þess er orðið um 1,4 rúmkílómetrar og hraunrennslið að jafnaði 100 rúmmetrar á sekúndu. Gasútstreymið gríðarlegt Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur verið að skoða mengun frá eldgosinu í Holu- hrauni og sérstaklega ummyndun á brenni- steinsdíoxíði yfir í brennisteinssýru. Sjálf sýran hefur lítið verið mæld og telur Einar nauðsynlegt að ráðast í enn frekari mæl- ingar til að átta sig betur á mengunaráhrifum frá gosinu, ekki hvað síst á heilsu fólks. Hlut- fall brennisteinssýru sé hátt og eitrunin af því sé ekki nógu þekkt. „Gasútstreymið er gríðarlega mikið. Við höfum orðið vör við mikla uppsöfnun á milli loftlaga í vetur, sér í lagi í stillu veðri. Loftið er stöðugt og í kuldanum neðst niðri við jörð ligg- ur gasið á milli laga, skríður upp hlíðar og ofan í lægðir. Síðan þegar hreyfir vind þá berst þetta mikla gasmagn yfir í næsta þéttbýlis- stað. Það hegðar sér öðruvísi á sumrin og fram eftir hausti, þegar sólin nær að hita yfirborðið og gasið blandast betur,“ segir Einar. Ummyndast í lungum fólks „Ég hef bent á það margsinnis að gasið er óhollt og við vitum ekki öll áhrifin af því, sér- staklega við ummyndun í brennisteinssýru. Þetta getur farið ofan í lungun á fólki og um- myndast þar í einhverjum mæli. Hér er á ferð- inni líffræðilegt og læknisfræðislegt álitamál sem væri gott að menn rannsökuðu betur,“ bætir hann við. Brennisteinsdíoxíð, sem kemur upp með kvikunni, ummyndast í brennisteinssýru með hjálp vatnsgufunnar í loftinu. Þessu skolar út með úrkomu og veldur súru regni í mismiklum mæli, jafnvel langt frá gosstöðinni. Einar segir það geta tekið nokkra daga að ummyndast og skolast út. Mesta mengun síðan í Skaftáreldum Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, var meðal þeirra vísinda- manna sem flogið var með yfir gosstöðvarnar í síðustu viku í vél Mýflugs, TF-FMS. Þá var veður nokkuð stillt yfir Holuhrauni og útsýnið gott. Á meðfylgjandi myndum Elínar hér að ofan sést vel hvernig gasið getur dreifst og læðst með jörðu niðri og í þessu tilviki t.d. al- veg ofan í Öskju og upp aftur. „Sjónrænt mat á stöðunni er mjög mikilvægt og við sjáum gas- dreifinguna mun betur úr lofti,“ segir hún. Elín segir engan vafa leika á að gasmengun- in í Holuhrauni sé sú mesta síðan í Skaftár- eldum. Þá barst mikil mengun til Evrópu og olli þar töluverðum búsifjum. Á fyrstu vikum eldsumbrotanna í Holuhrauni varð vart við mengun á nokkrum stöðum í Evrópu, m.a. á Írlandi og í Austurríki, en að sögn Elínar hefur lítið borið á þessu síðustu vikur, enda sunnan- áttir verið ríkjandi á Norður-Atlantshafi og gasið leitað til norðurs. Rannsóknarhópur á vegum Sigurðar Reynis Gíslasonar, vísindamanns hjá Raunvísinda- stofnun HÍ, hefur mælt brennisteinssýru í snjó við Holuhraun og er hún allnokkur, að sögn Sigurðar. Er snjórinn víða um 100 sinnum súr- ari en venjuleg úrkoma. Ætlunin er að safna snjókjörnum vítt og breitt um Vatnajökul og í hæstu fjöllum á Austurlandi í mars. Eitrunin ekki nógu vel þekkt  8,3 milljónir tonna af brennisteinsdíoxíði frá Holuhrauni frá upphafi  Á langt í land með að slá við eldgosinu í Lakagígum 1783  Erfitt að mæla brennisteinssýru  Mengun hefur borist til Evrópu Úr lofti Gasið frá Holuhrauni liggur eins og slæða yfir Þorvaldstindi og í hlíðum Öskju. Herðu- breiðartögl eru í forgrunni og fyrir miðri mynd er Vikrafell, milli Öskju og Herðubreiðartagla. Morgunblaðið/RAX Holuhraun Eitraðar gastegundir stíga upp frá gosinu í Holuhrauni og út í andrúmsloftið. Mengun Hér fer gasið upp fyrir Þorvaldstind, ofan í Öskju og liggur í raun yfir Öskjuvatni. Myndirnar voru teknar í flugi vísindamanna yfir gosstöðvarnar í síðustu viku. Ljósmyndir/Elín Björk Jónasdóttir 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Á sama tíma og gýs í Holuhrauni, með mun meiri losun á brenni- steinsdíoxíði en í allri Evrópu, þá tók gildi ný tilskipun Evrópu- sambandsins um ára- mótin, sem skikkaði skipafélög til að skipta um olíu til að draga úr útblæstri. Þurfa skipin að notast við gasolíu í stað svartolíu og skipta á milli þegar komið er inn í lögsögu ESB. Urðu félögin að breyta vélbúnaði skipanna til að framkvæma þess- ar breytingar. Gasolían er um 30% dýrara eldsneyti og urðu skipafélögin því að hækka gjaldskrá sína um áramótin með því að leggja á sérstakt umhverfisgjald. Vöru- innflytjendum finnst það súrt í broti að þurfa að greiða hærra verð af þessum völd- um, á sama tíma og olíuverð fari almennt lækkandi í heiminum. ESB vildi draga úr losun brennisteinsdíoxíðs og annarra mengandi efna en fær engu ráðið um eld- gosið í Holuhrauni eða aðrar eldstöðvar. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segist skilja gremju viðskipta- vina með að hækka hafi þurft gjaldskrár af þessum sökum. Öll skipafélög hafi hins vegar orðið að gera þetta. Sé eldgosið undanskilið þá sé losunin frá Íslandi miklu minni en frá öðrum löndum en taka þurfi tillit til fleiri þátta. „Við erum hluti af al- þjóðasamfélagi og verðum að taka þátt í því sem þar gerist. Helst hefðum við viljað sleppa þessu gjaldi en til að geta siglt á þessar hafnir þá verðum við að gera þetta,“ segir Ólafur. Meiri gasmengun en frá allri Evrópu SKIPUM GERT AÐ SKIPTA UM OLÍU Á SAMA TÍMA OG GÝS Í HOLUHRAUNI Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is FORD TRANSIT T300 TREND LANGUR 09/2012, ekinn 69 Þ.km, dísel 6 gíra. TILBOÐ 3.220.000+ vsk. Raðnr.252575 áwww.BILO.is TOYOTA LAND CRUISER 100 VX Árg. 2004, ekinn 154 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður, lúga ofl. Verð 3.650.000. Raðnr.253153 á www.BILO.is AUDI A1 ATTRACTION 05/2011, ekinn 31 Þ.km, bensín, 5 gíra, bluetooth, agerðarstýri, regnskynjari Verð 2.380.000. Raðnr.253213 á www.BILO.is HONDA CR-V LIFESTYLE 12/2011, ekinn 49 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 4.290.000 TILBOÐ 3.990.000. Raðnr.282860 www.BILO.is SUZUKI KIZASHI 4WD 01/2013, ekinn 26 Þ.km, sjálfskiptur, leður, lúga ofl. Verð 4.690.000. Raðnr.285448 áwww.BILO.is Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.