Morgunblaðið - 28.01.2015, Page 16

Morgunblaðið - 28.01.2015, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Undanfarin ár og áratugi hefur for- eldrum ungbarna verið ráðlagt að bíða með að gefa þeim fisk og egg þar til þau eru orðin a.m.k. eins árs, að öðrum kosti geti þau þróað með sér fæðuofnæmi. Nú sýna nýjar rannsóknir að það geti valdið of- næmi byrji börn seint að borða fasta fæðu og ráðlagt er að þau byrji að neyta hennar fyrr, sam- hliða brjósta- mjólk. Algengt er að íslensk börn skorti járn og D- vítamín, en vönt- un á þessum efnum leiðir m.a. til þreytu og slens. Þetta kom fram í er- indi Michaels Clausens barnalæknis á Læknadögum í síðustu viku. „Upp úr 1980 sýndu rannsóknir að ungbörn sem byrjuðu seint að borða fasta fæðu fengu síður exem. Af því var dregin sú ályktun að það væri betra að bíða með matinn, því þá fengju börnin ekki ofnæm- issjúkdóma,“segir Michael. „Nú hef- ur reynslan sýnt að þetta er ekki að gera neitt gagn. Þessar rannsóknir voru einfaldlega ekki nógu traustar. Nýjustu rannsóknir sýna að það sé skynsamlegra að gefa börnum al- menna fæðu fyrr, á bilinu 4-6 mán- aða, þ.e. leyfa þeim að smakka hann þó að brjóstamjólkin sé auðvitað mikilvægasta fæðan fyrir ungbörn og ætti að vera aðaluppistaðan.“ Ekkert liggur á Að sögn Michaels er algengasta fæðuofnæmi hjá börnum yngri en þriggja ára fyrir mjólk og eggjum. Það geti dregið verulega úr líkunum fyrir að fá ofnæmi fyrir þessum fæðutegundum að gefa börnum fasta og fjölbreytta fæðu þegar þau eru ung. Liggur eitthvað á að gefa ungbarni fasta fæðu? „Það sem rannsóknirnar sýna er að þau mega fá fasta fæðu, að það er þeim ekkert hættulegt. En þau þurfa hana í sjálfu sér ekki. Flest börn hér á Ís- landi eru á brjósti og dafna vel þann- ig. “ Lifnaðarhættir sökudólgar Michael segir að þessar nýjustu rannsóknir séu að sumu leyti aftur- hvarf til fyrri tíma. „Við erum virki- lega að fara aftur í tímann. Í gögnum frá Landlækni frá 1934 er t.d. ráð- lagt að gefa barni almennt fæði þeg- ar það er tveggja mánaða. Þau máttu borða eiginlega allt. En þá voru börnin reyndar ekki jafn mikið á brjósti og nú.“ Að sögn Michaels er tíðni fæðuof- næmis hjá börnum svipuð hér og í nágrannalöndunum, en hún hefur aukist alls staðar. Hann segir nú- tíma lifnaðarhætti vera talda helstu sökudólgana. „Hreinlætiskenningin er efst á baugi, við fáum minni bakt- eríuflóru en æskilegt væri, en hún er nauðsynleg til að stýra ónæmiskerf- inu. Margt í okkar umhverfi er orðið svolítið sterílt.“ Þegar Michael er spurður um mataræði eldri barna segir hann að fyrir fáeinum árum hafi nokkuð ver- ið um að hann fengi til sín börn með beinkröm vegna D-vítamínskorts. Hann segist ekki hafa fengið slík til- felli til sín í nokkur ár. „Ég fæ þó talsvert af börnum á öllum aldri með D-vítamínskort, ekki þó svo alvar- legan að hann valdi beinkröm. En skorturinn hjá þeim er nægilegur til að valda m.a. þreytu og sleni.“ Foreldrar vel meðvitaðir Annað efni sem Michael segir að skorti hjá íslenskum börnum er járn. „Skortur á því veldur sömuleiðis þreytu og kraftleysi. Hann orsakast aðallega af því börnin borða of lítið af járnríkri fæðu eins og kjöti og grænu grænmeti.“ Þessi skortur á járni og D-víta- míni á fyrst og fremst við um stálpuð börn, síður um þau yngri að sögn Michaels, sem segir að íslensk ung- börn fái að öllu jöfnu þá næringu sem þau þurfi. „Foreldrar hugsa miklu meira um þetta en þeir gerðu áður,“ segir hann. Aðalatriðið er að fólk sjái til þess að börnin borði góð- an, fjölbreyttan og hollan mat og það sem helst mætti betur fara er að börnin fengju meiri fisk.“ Óhætt að gefa ungbörnum fisk  Rannsóknir sýna að fisk- og eggjaneysla ungbarna veldur ekki ofnæmi eins og áður var talið  Afturhvarf til fyrri tíma þegar „börn máttu borða allt“  Íslensk börn skortir D-vítamín og járn Morgunblaðið/Kristinn Að snæðingi Michael Clausen barnalæknir segir að leiðbeiningar um mataræði ungbarna undanfarin ár hafi byggst á ótraustum rannsóknum. Michael Clausen Öll strætóskýli verða reyklaus í framtíð- inni ef átak Strætó þess efnis mun bera ár- angur. Farið var af stað með verkefnið vegna ítrekaðra kvartana frá farþegum Strætó um að verið væri að reykja inn í skýlunum, öðrum farþegum til mikils ama. Samkvæmt reglugerð eru tóbaksreyk- ingar óheimilar á opinberum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Átakið er unnið í samstarfi við sveitar- félögin sem eiga aðild að Strætó bs. ásamt AFA JCDecaux Ísland ehf. sem einnig eiga og reka strætóskýli á höfuðborgarsvæð- inu. Í fréttatilkynningu frá Strætó er biðl- að til farþega að sýna tillitssemi og reykja ekki í skýlunum. Strætóskýli verði reyklaus Strætóskýli Með átakinu á að banna reykingar í skýlunum. Náttúrufræði- stofnun hefur undanfarin ár staðið fyrir svo- nefndum Hrafna- þingum um ýmis málefni. Það fyrsta á þessu ári verður í dag en þá mun Jón Geir Pétursson, skrif- stofustjóri í um- hverfis- og auðlindaráðuneytinu, flytja erindi sem nefnist: Heimsþing um friðlýst svæði. Fundurinn hefst kl. 15.15 í húsa- kynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ. Hrafnaþing NÍ um friðlýst svæði Jón Geir Pétursson Opinn fræðslufundur verður í dag í húsi Rauða krossins á Íslandi í Efstaleiti 9, Reykjavík. Lilja Ingvarsdóttir, iðjuþjálfi, kynnir á fundinum meistaraverk- efni sitt í lýðheilsufræðum, sem nefnist: „Þetta er ekkert líf. Dag- legt líf hælisleitenda, tækifæri, þátttaka, heilsa og velsæld.“ Sam- kvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum benda niðurstöður verk- efnisins til þess að mikilvægt sé að stytta málsmeðferðartíma hælis- umsókna til að koma í veg fyrir heilsuspillandi áhrif af völdum langs biðtíma í óvissu. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur í um klukkustund. Fjallar um daglegt líf hælisleitenda STUTT Í leiðbeiningabæklingi um næringu ungbarna, sem gefinn var út af embætti landlæknis árið 2009 og er á vefsíðu embættisins, segir að gott sé að bíða með soðinn fisk og egg þar til barnið sé 7-8 mánaða. Spurður hvort ekki þurfi að kynna víðar þessar niðurstöður nýjustu rannsókna segir Michael að til- gangurinn með erindinu á mál- þinginu hafi verið að vekja athygli á þeim, ekki síst hjá þeim sem leggja línurnar eins og t.d. emb- ætti landlæknis. „Ég veit að land- læknisembættið er að vinna í þessum málum, við komum með okkar innlegg og í framhaldinu kemur það með ráðleggingar,“ segir hann. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verk- efnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis, segir að til standi að endurskoða ráðleggingar embætt- isins um næringu ungbarna og þar verði m.a. litið til þessara rann- sókna. Landlæknir endurskoðar Í BÆKLINGI SEGIR AÐ BÍÐA EIGI MEÐ FISK OG EGG bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á fi skinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.