Morgunblaðið - 28.01.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 28.01.2015, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 GARÐABÆR H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ fagn- aði á síðasta ári 30 ára afmæli sínu en nú stunda rúmlega 700 nem- endur nám við skólann og hefur hann yfir að ráða rúmlega 80 starfsmönnum. Bæjarstjóri Garða- bæjar, Gunnar Einarsson, segir að bæjarstjórnin hafi lengi viljað koma að rekstri skólans. „Við höfum lýst yfir áhuga á því, með þá hugsun að leiðarljósi að við værum að fylgja okkar nemendum eftir frá núll til 18 ára aldurs,“ seg- ir Gunnar og bætir við: „Meginvenjan væri þá að nem- endur lykju náminu á þremur ár- um. Frekar fáir gera það núna og ég vil snúa þeirri þróun við.“ Hann bendir á að undir einni stjórn myndi skólakerfið í heild virka mun betur. „Hægt væri að færa hluta framhaldsnámsins niður í grunnskóla og þá gætu leikskól- arnir jafnvel tekið við einhverjum hluta þess sem nú er grunnskóla- nám. Þetta myndi opna gáttina fyr- ir hagræðingu og einnig auðvelda okkur að keyra í gegn ýmsa hug- myndafræði,“ segir hann og bætir við að fjarlægð ríkisins skipti miklu hvað þetta varðar. „Eins og staðan er þá hefur ríkið litla burði til að færa skólastarfið til betri vegar. Eins og með alla aðra starfsemi, því nær sem hún er sveit- arfélaginu, því betra.“ Gunnar geldur þó varhug við því að taka við rekstri frá ríkinu. „Á meðan ríkið sveltir skólana þá er þetta varhugavert. Þegar við tókum við grunnskólanum árið 1996 þá þurfti mikla fjármuni til að ná honum upp úr þeim öldudal sem ríkið hafði siglt honum í.“ sh@mbl.is Vilja fá fjölbrauta- skólann á sitt borð Morgunblaðið/Eggert Bilið brúað Bæjarstjórn Garðabæjar hefur lengi lýst áhuga á því að taka yf- ir rekstur fjölbrautaskólans, sem nú er í höndum menntamálaráðuneytisins. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Íþróttastarfið hér er öflugt og í dag taka um 350 krakkar þátt í starfi okk- ar. Auðvitað verðum við kannski fyrst og fremst hverfis- og uppeldisfélag Álfaneskrakka og að því marki hefur starfið mikið gildi fyrir samfélagið. Aðstöðuna þarf þó að bæta,“ segir Guðjón Þorsteinsson formaður Ung- mennafélags Álftaness. Burðarás í samfélaginu Segja má að starfsemi ung- mennafélagsins, sem stofnað var fyrir bráðum 70 árum, sé ákveðinn burðar- ás í samfélaginu, eins og yfirleitt er raunin um íþróttafélög á hverjum stað. Skátarnir eru það líka, svo og ýmsir klúbbar og félög. Guðjón segir að þrátt fyrir að íþróttaaðstaðan á Álftanesi sé ekki fullnægjandi sé ár- angur iðkenda um margt góður. Kvennaliðið í meistaraflokki í knatt- spyrnu leiki í B-flokki 1. deildar og meistaraflokkur karla í 3. deild Ís- landsmótsins. Yngri krakkanir spjari sig sömuleiðis vel, en algengt sé að á unglingsárum fari þau að æfa með Stjörnunni enda eigi Álftnesingar gott samstarf við það félag. „Aðrar greinar sem hér eru stundaðar eru frjálsar íþróttir, blak og körfubolti. Annað starf hefur ekki náð sér á strik. Íþróttamiðstöðin hér er alveg fyrsta flokks og nánast hver stund í íþróttahúsinu bókuð. Við höf- um þó þrýst á bæjaryfirvöld um gerð gervigrasvallar fyrir fótboltann, en það verkefni var sett á ís í hruninu. Skilningur á mikilvægi þeirrar fram- kvæmdar er þó til staðar og ég vænti þess að gengið verði í málið í ár. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gleði Í frístundadvöl eftir skóla. Hafliði Hermannsson og Daníel Haukur Sigurþórsson léku sér í róluhringjum. Samfélagið breyttist ekki þó íbúum fjölgaði  Ungmennafélagið í aðalhlutverki  Fleiri byggingalóðir þarf á Álftanesi Guðjón Þorsteinsson Ágætur gangur hefur að undan- förnu verið í framkvæmdum í hinu nýja íbúðahverfi á Urriðaholti í Garðabæ. Nær fimmtán verktakar eru á svæðinu, hvar mestur gangur er í byggingu fjölbýlishúsa. Einnig er verið að reisa rað- og parhús, svo og einbýli. Nú eru alls tilbúnar eða í byggingu 317 íbúðir. „Af þessum heildarfjölda íbúða ætla ég að skjóta á að fólk verði flutt inn í 200 íbúðir fyrir lok þessa árs. Alls er búið að skipuleggja lóðir fyr- ir 404 lóðir í hverfinu. Þá eru 298 lóðir til viðbótar í skipulagsferli sem nú er á lokastigi. Byrjað verður að byggja á þeim lóðum á þessu ári og næsta,“ segir Jón Pálmi Guðmunds- son framkvæmdastjóri Urriðaholts í samtali við Morgunblaðið. Nú er allt að lifna Framkvæmdir í Urriðaholti hóf- ust árið 2007, en allt stoppaði í hruninu haustið 2008. Fyrstu íbú- arnir voru um það leyti að flytjast á svæðið og voru nágrannafáir næstu misserin. En nú er farið að lifna og Urrhyltingum fjölgar stöðugt í dag. Í nokkrum tilvikum hefur verið brugðist við breyttum aðstæðum á markaði með því að fjölga minni íbúðum. Þó hefur, að sögn Jóns Pálma, þess verið gætt að víkja hvergi frá þeim kröfum sem voru skilmálabundnar í upphafi og víkja að byggingamagni, grænum svæð- um, bílastæðum og svo framvegis. Skipulag Urriðaholts er unnið frá grunni með sjálfbæra þróun og virð- ingu fyrir umhverfi og samfélagi í huga. Áhersla er lögð á gæði byggð- arinnar og aðlaðandi umhverfi. Nýj- ar leiðir hafa verið farnar til að ná því markmiði, svo sem með ákvæð- um í skipulagi, landmótun, gatna- hönnun og meðhöndlun yfirborðs- vatns. Kröfur nútíma og framtíðar Umhverfisstefnan segir Jón Pálmi að hafi mælst vel fyrir. Fólk festi kaup á eignum í hverfinu vitandi að þar sé staðið að myndarlega að um- hverfismálum, það er bæði í sam- ræmi við kröfur nútíma og fram- tíðar. Þá auki gildi svæðisins að í Kauptúni eru komin ágæt þjónustu- fyrirtæki, lágvöruverðsverslun og fleira. Þá sé bygging grunn- og leik- Urrhyltingunum fjölgar jafnt og þétt  Hundruð íbúða í byggingu  Skóli í undir- búningi  Umhverfisstefna og grænu gildin Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst YFIR 100 FRÍAR SJÓNVARPSSTÖÐVAR með gervihnattabúnaði frá okkur 25ÁRA 1988-2013 Engin áskrif ta- gjöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.