Morgunblaðið - 28.01.2015, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
LoftárásirBandaríkj-anna og
bandamanna
þeirra á Ríki íslams
í Írak og Sýrlandi
hafa nú staðið yfir í rúma fjóra
mánuði, og tilkynntu Banda-
ríkjamenn fyrir helgi að með
þeim hefði tekist að fella um
6.000 af meðlimum samtak-
anna, en áætlað er að um 14.000
manns séu þar innanborðs. Auk
þess hefði tekist að fella um
helming forystumanna þeirra.
Raunar fylgdi ekki sögunni
hvernig sú tala væri fundin út
og hvaða áhrif það hefði á hern-
aðarlega getu samtakanna að
missa helming leiðtoga sinna.
Ætla verður þó, eins og reynsl-
an nú bendir einmitt til, að þar
gildi hið fornkveðna að maður
komi í manns stað.
Þá bætist samtökunum enn
liðsstyrkur, ekki síst meðal ísl-
amskra ungmenna frá Evrópu
sem hafa ekki náð að aðlaga sig
heimalandi sínu. Hjá þeim hef-
ur stríðið í Sýrlandi og Írak
orðið að tilvöldu tækifæri til
þess að láta til sín taka, jafnvel
þó að hinum erlendu vígamönn-
um sé einatt ýtt út í tilgangs-
lausar sjálfsvígsárásir. Og þó
að stjórnvöld í Rúmeníu, Búlg-
aríu og Tyrklandi hafi reynt að
ná þeim sem hyggjast ganga til
liðs við málstaðinn hefur það
ekki enn náð að koma í veg fyrir
liðsaukann.
Þrátt fyrir að loftárásir
Bandaríkjamanna hafi verið
tíðar og miklar og fellt marga
vígamenn, hafa þær hingað til
ekki náð að stöðva framgang
þeirra nema að litlu leyti. Mest-
an árangur hafa þær borið þeg-
ar árásirnar eru samræmdar
með aðgerðum á jörðu niðri,
líkt og í Kobane, þar sem Kúrd-
ar virðast nú loksins hafa náð
að ýta Ríki íslams frá, og í norð-
urhluta Íraks. Þar
sem öryggissveitir
Íraka og Kúrda
hafa ekki enn bol-
magn til þess að
sækja langt fram
gegn Ríki íslams, gæti það tek-
ið langan tíma áður en sam-
tökin verða hrakin til baka af
stóru svæði og raunar alls óvíst
um hvort það tekst að óbreyttu.
Ýmsir áhrifamenn á Banda-
ríkjaþingi eins og John McCain
hafa því spurt hvort ekki sé
þörf á því að senda landherinn
aftur á vettvang til þess að flýta
fyrir endalokum samtakanna.
Staðan er þó sú, að þó að slíkt
yrði hugsanlega mögulegt í
Írak, þá er bandarískur al-
menningur ekki endilega
reiðubúinn til þess að senda
syni sína og dætur aftur til
Íraks, svo skömmu eftir brott-
hvarfið þaðan. Þá er ólíklegt að
Bandaríkin hafi nokkurn hug á
því að blanda sér í hina blóðugu
borgarastyrjöld í Sýrlandi.
Loftárásirnar munu því þurfa
að duga um sinn.
Spurningin er hins vegar
áleitin, hvað ef loftárásirnar
nægja ekki til að fella Ríki ísl-
ams? Í því samhengi má velta
upp velgengni Boko Haram í
Nígeríu, sem nú ræður yfir
landsvæði sem nálgast Belgíu
að stærð. Þar eru nágrannaríki
Nígeríu farin að ræða stofnun
fjölþjóðlegs herliðs sem eigi að
taka á vandanum, þar sem við-
brögð Nígeríustjórnar hafa
engan veginn dugað til, með
þeim afleiðingum að Boko Ha-
ram herjar nú einnig á landa-
mæri grannríkjanna. Ríki ísl-
ams gæti á svipaðan hátt farið
að valda usla í grannríkjunum
verði raunin sú að loftárásir
duga ekki til. Fari svo er hætt
við að landhernaðurinn standi
öðrum nær en Bandaríkja-
mönnum.
Ríki Íslams gefur
lítið eftir þrátt fyrir
miklar loftárásir}
Eru loftárásirnar nóg?
Helsti árangurhryðjuverka-
manna sem látið
hafa til skarar
skríða á Vestur-
löndum er að
vekja ótta sem hefur orðið til
þess að gengið hefur verið
hart fram við að koma upp
stórtækum eftirlitskerfum
með borgurunum.
Bætt fjarskiptatækni hefur
gert leyniþjónustum erfiðara
fyrir sem hefur leitt til þess
að beggja megin Atlantsála
hafa yfirmenn slíkra stofnana
sagt, að nauðsynlegt sé að
gera einhvers konar samning
á milli fjarskiptafyrirtækja og
stofnana til þess að tryggja
þeim bakdyr að samskipt-
unum.
Gallinn við fyr-
irhugaðar bakdyr
er sá, að traust til
leyniþjónustu- og
öryggisstofnana
vestrænna ríkja
hefur minnkað þar sem þær
hafa ekki alltaf sést fyrir í
eftirlitinu. Á hinn bóginn er
ljóst, að starf það sem örygg-
isþjónusturnar vinna hefur
reynst mikilvægt til þess að
koma í veg fyrir frekari
hryðjuverkaárásir.
Þessar stofnanir þurfa að
finna leiðir og koma með til-
lögur um að auka öryggi borg-
aranna án þess að ganga um
of á réttindi þeirra og stjórn-
völd verða að hafa í huga að
traust eftirlit þarf að vera
með starfsemi stofnananna.
Gæta þarf jafnvægis
milli öryggis þegn-
anna og eftirlits}
Eftirlits er þörf með eftirlitinu Þ
að er einkennileg manngerð sem
amast við því að aðrir séu að
hljóta sömu réttindi og hún hefur
notið. Slíkir gera sig breiða þeg-
ar mannréttindi ber á góma, og
þá mannréttindi annarra en þeirra sjálfra,
en hæst kveina þeir ef rætt er um jafnan rétt
kvenna og karla. Þá er til að mynda býsnast
yfir þeirri aumingjavæðingu kvenna að þrýst
sé á um jafnan hlut kvenna í stjórnum fyrir-
tækja, opinberum embættum og sjónvarps-
þáttum í ríkissjónvarpinu, en hvorki æmt né
skræmt yfir þeirri aumingjavæðingu karla á
sama sviði sem tíðkast hefur í áratugi.
Gott dæmi um slíkan lúðagang er þegar
menn býsnast yfir því að til sé á landinu
nefnd sem aðeins sé skipuð konum, en geta
ekki um allar þær nefndir sem skipaðar eru
körlum eingöngu og hafa verið um áratuga skeið.
Sama kemur upp þegar fréttnæmt verður að konur
séu í meirihluta í sjónvarpsþætti, eða stjórn fyrirtækis
– upp spretta karlar sem kveinka sér undan því mann-
réttindabroti að ekki sé gætt að réttindum karla.
Nýlegt dæmi um viðlíka rugl er það er menn hafa
kvartað yfir því að of mikið sé gert úr hundrað ára af-
mæli kosningaréttar kvenna síðar á árinu, en þó þú
eigir kannski erfitt með að trúa því, ljúfi lesandi, þá er
slík umræða þegar komin af stað eins og ég rakst á
hjá annáluðum kvenréttindakverúlöntum í vikunni.
Rökin sem þeir beita fyrir sig er að þó vissulega hafi
konur fengið kosningarétt sumarið 1915,
þá sé það sögufölsun að ekki sé getið um
þá karla, eignalausa og vinnumenn, sem
fengu fullan kosningarétt á sama tíma – og
ekki bara sögufölsun, heldur líka „lýsandi
dæmi fyrir öfgafemínista, að reyna að
hampa konum og konur hitt og konur
þetta“.
Í þessu felst það sannleikskorn að allar
konur fengu kosningarétt með stjórnar-
skrárbreytingunni 1915, svo framarlega
sem þær væru 40 ára eða eldri, og í sömu
breytingu fengu eignalausir og vinnumenn
sömu réttindi, væru þeir orðnir 40 ára.
Fram að því, frá 1903, höfðu allir aðrir
karlar, eldri en 25 ára, haft fullan kosn-
ingarétt – um 70% karla, en eftir breytingu
voru það nærfellt 85%.
Nú veit ég ekki með þig, kæri lesandi, en mér finnst
full ástæða til að fagna, og þá fagna veglega, þeirri
staðreynd að svo stórt skref í afnámi mismununar
vegna kynferðis hafi verið tekið fyrir tæpum hundrað
árum. Vissulega má líka fagna því að mismunum
vegna eignaréttar hafi verið afnumin, þó henni hafi
reyndar öðrum þræði verið komið á til að vernda
eignalausa fyrir ofríki eignamanna, ef marka má orð
þeirra sem beittu sér fyrir þessari skipan á sínum
tíma. Hvernig væri nú ef kvenréttindakverúlantar
beittu sér fyrir slíkum fögnuði, en létu þá í friði sem
fagna vilja kosningarétti kvenna? arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Af kvenréttindakverúlöntum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hreindýrin hafa aldrei veriðjafn mörg og dreifð umjafn stórt svæði og núsíðan 1940,“ sagði Skarp-
héðinn G. Þórisson, sérfræðingur hjá
Náttúrustofu Austurlands (NA). Ís-
lenski hreindýrastofninn tvöfaldaðist
að stærð á átta árum frá árinu 2000.
Talið er að stofninn hafi verið nokkuð
stöðugur í kringum 6.000 dýr frá
árinu 2008. Það kemur m.a. fram í
nýrri skýrslu NA, Vöktun Náttúru-
stofu Austurlands 2014 og tillaga um
veiðikvóta og ágangssvæði 2015, eftir
Skarphéðin G. Þórisson og Rán Þór-
arinsdóttur.
Í skýrslunni er m.a. sýnt fram á
sterka fylgni á milli nýliðunar hrein-
dýranna og svonefndrar Norður-
Atlantshafssveiflu (NAO). Um er að
ræða sveiflu á loftþrýstingi á milli Ís-
lands og Portúgals/Azoreyja sem
ræður farvegi veðrakerfa. Vísbend-
ingar eru um að þegar vetrarstuðull
NAO er jákvæður og hár komi hrein-
kýrnar betur undan vetri. Hagstæð-
ari vetrar- og vorbeitarskilyrði hafa
jákvæð áhrif á nýliðunina.
„Þetta segir okkur að nýliðunin
og það hvernig dýrin hafa það er háð
tíðarfari sem hefur áhrif á fæðuna,“
sagði Skarphéðinn. Hann sagði að
það væri verðugt rannsóknarverkefni
að athuga áhrif veðurfarsins á ein-
stakar plöntutegundir sem hrein-
dýrin nærast á. Skarphéðinn sagði að
Norðmenn hefðu einnig sýnt fram á
tengsl Norður-Atlantshafs-
sveiflunnar við afkomu krónhjarta og
fleiri villtra dýrategunda.
Breytt útbreiðsla dýranna
Fljótsdalshjörðin, sem var rúm-
ur helmingur hreindýrastofnsins,
hefur dregist mikið saman. Á sama
tíma hafa Norðurheiðahjörðin, sem
heldur sig norðan Jökulsár á Dal, og
Fjarðahjarðir, það eru hreindýr á
fjörðunum, stækkað mikið. Helm-
ingur hjarðarinnar er nú á Norður-
heiðum (svæði 1) og Djúpavogssvæð-
inu (svæði 7).
Það hefur áður gerst að hrein-
dýrin hafi fært sig af hefðbundnu að-
alsvæði, þ.e. Fljótsdalsheiði og Vest-
uröræfum. Skarphéðinn sagði að
samhliða Kárahnjúkaframkvæmd-
unum hefðu hreindýrin leitað af Vest-
uröræfum út á Fljótsdalsheiði. Þau
fóru síðan að leita út af því svæði.
Hluti fór í austur og fjölgaði þá dýr-
um á Djúpavogssvæðinu (svæði 7).
Hluti leitaði í norður.
Fjölgunin á Norðurheiðum varð
hröð, m.a. vegna skörunar á milli
veiðisvæða 1 og 2, sitt hvorum megin
við Jökulsá á Dal. Auðveldara var að
komast í kýrnar sunnan megin og
voru þær flestar veiddar þar meðan
kýrnar norðan megin voru óáreittar
að mestu. Það stuðlaði að fjölgun
hreindýranna á Norðurheiðunum.
Þetta varð til þess að hætt var við
skörunina á milli svæðanna. Nú var
kvótinn aukinn um 135 dýr, þar af 60
dýr norðan Jökulsár á Dal.
Á syðsta veiðisvæðinu (svæði 9)
á Mýrum og í Suðursveit voru hrein-
dýrin 100 fleiri en ætlað var í síðustu
talningu. Skarphéðinn sagði að dýrin
hefðu komið inn á svæðið að austan.
Þar var kvótinn einnig aukinn mikið,
eða um 50%.
Hingað til hefur vantað vöktun á
kjörgróðri hreindýranna á hinum
ýmsu beitarsvæðum til að sjá
hvort breytingar hafa orðið
á honum. Þær rannsóknir
eru nú hafnar á Snæfells-
öræfum, að sögn Skarp-
héðins. Eins þarf að rann-
saka hvað hreindýrin eru
aðallega að éta nú á öllum
svæðum. Slíkar rannsóknir
voru gerðar árið 1981 við
Snæfell og á Fljótsdals-
og Jökuldalsheiði.
Hreindýrin aldrei
jafn mörg og dreifð
Morgunblaðið/RAX
Hreindýr á Fljótsdalsheiði Hreindýrin hafa breitt úr sér um Austurland.
Nú er helmingur dýranna á Norðurheiðum og í nágrenni við Djúpavog.
Hreindýraveiðin hefur verið
skráð frá því að veiðar hófust ár-
ið 1943 eftir langa friðun. Veiði-
kvóti upp á 600 dýr var fyrst gef-
inn út árið 1954 og hélst hann
óbreyttur næstu árin. Enginn
kvóti var gefinn út 1965-1967 og
1970-1971. Síðan þá hefur verið
gefinn út kvóti á hverju ári.
Stærstur varð hann 1977 þegar
heimilt var að veiða 1.555 hrein-
dýr en ekki veiddist nema 981
dýr. Árið 1973 var kvótinn 1.510
dýr og veiddust 594.
Frá 1972 til 2014 veiddust
fæst dýr 1988 eða 213 dýr. Þá var
kvótinn 300 hreindýr. Kvótinn
hefur verið yfir 1.000 dýr á
ári allt frá 2007 og hefur
veiðst að mestu leyti. Mest
veiddist 2009, 1.319 dýr.
Metið gæti fallið á þessu
ári en leyft er að veiða 1.412
dýr.
Metið gæti
fallið í ár
TIL ER SKRÁ UM HREIN-
DÝRAVEIÐAR FRÁ 1943
Skarphéðinn G.
Þórisson