Morgunblaðið - 28.01.2015, Page 24

Morgunblaðið - 28.01.2015, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Þá er það á hreinu, það má gera grín að múslimum. Og nú hefur biskupinn lýst því yfir að það megi líka gera grín að kristninni með henn- ar stuðningi. Guðfræðingur stíg- ur svo fram á ritvöll- inn og afsalar kirkj- unni einkaeign sinni á samstöðu, samhygð, samlíðan og siðviti (sem nýflúinn biskup sló eign kirkjunnar svo eftirminnilega á ekki alls fyrir löngu). Í sömu blaðagrein uppljóstrar guðfræðing- urinn því að eini munurinn á kristninni og íslam sé í raun tíma- munur. Kristnir hafi verið alveg jafnmiklir hefnda-, ofbeldis- og ófriðarmenn og múslimar og ekki síðri kvenréttindaböðlar. Gamla testamentið og Kóraninn séu svona álíka full af ofbeldi og við- bjóði. Þetta höfum við mörg reyndar vitað lengi, en kemur skemmtilega á óvart að guðfræðingur skuli við- urkenna það opinberlega að eini munurinn á trúarbrögðunum tveimur sé sá að kristnir eru flest- ir búnir að gefa skít í forneskju- legu bábiljurnar og fljóta einhvern veginn áfram eins og áhugalausar gufur á meðan hinir hanga enn á forneskjunni eins og hundar á roði. Guðfræðingurinn gengur enn lengra. Hann játar að nútímavæð- ing Vesturlanda sé fyrst og fremst að þakka þeim aðskilnaði trúar og stjórnmála sem orðið hefur, ólíkt því sem gerist í múslimalöndunum þar sem glórulausar trúarsetn- ingar verða illu heilli að stjórnar- skrá. Þetta vissu nú fleiri. Þeim mun minni tengsl stjórnmála og trúar, þeim mun betur gengur okkur að lifa lífinu samkvæmt sam- mannlegum gildum. Eru ekki flest- ir sammála um að erkiklerkar eigi alls ekki að stjórna löggjöf og stjórnarfari landa? Af hverju ættu þá biskupar eitthvað frekar að gera það? Já, það er mikil gós- entíð hjá okkur trú- leysingjunum þessa dagana. Augu Íslend- inga eru að opnast sem aldrei fyrr fyrir þeirri staðreynd að trúin er vondur fylgi- nautur stjórnarfars og ofsatrú enn verri. Virðum rétt allra til að trúa því sem þeir vilja, sama hversu vit- laust það er, en minnumst þess að stjórnarskráin er skýr þegar hún bindur trúfrelsið þeim skilyrðum að ekkert megi boða eða iðka sem andstætt er lögum eða allsherja- reglu. Takist okkur að framfylgja því mun okkur vel vegna. Missum við það úr höndunum, eins og gerst hefur víða í löndunum í kring um okkur, er ekki bjart framundan. Að lokum. Margt misgáfulegt hefur Steingrímur J. látið út úr sér af sinni lítt virku reiðistjórnun, en það nýjasta keyrir þó um þver- bak. Hann vill að Alþingi Íslend- inga sendi þjóðinni skýr skilaboð um að skoðanir sem ekki falla hon- um í geð verði ekki liðnar. Honum virðist lítt umhugað um málfrelsi okkar hinna en ætlar svo vænt- anlega að gaspra áfram að vild yfir alþjóð. Hann þaggar ekki niður í mér. Ég er líka Kalli! Eftir Árna Árnason Árni Árnason » Þeim mun minni tengsl stjórnmála og trúar, þeim mun betur gengur okkur að lifa líf- inu samkvæmt sam- mannlegum gildum. Höfundur er vélstjóri. Ég er Kalli Dómstólarnir eru vanhæfir. Það kann að hljóma fáránlega að halda slíku fram, en skoðum það samt aðeins nánar. Mörg dæmi eru til þar sem aðstoðarmenn dómara í héraðsdómi koma fram sem dómarar, klæðast sem dómarar og hafa fellt dóms- úrskurði sem dómarar, þó þeir séu í raun aðeins aðstoðarmenn. Vissu- lega mega dómarar hafa aðstoð- armenn en hvergi er hægt að sjá í lögum að dómari megi vera fjar- staddur, enda þá um staðgengil dómara að ræða en ekki aðstoð- armann. Slík vitleysa veikir tiltrú á dómstóla og er dómstóllinn þá ábyrgur vegna skaða sem verður af þessum völdum enda á dómari að stjórna þinghaldi í dómi og sinna leiðbeiningarskyldu, sem er ógerlegt ef dómari er ekki á staðn- um. Einnig getur komið upp sú staða í dómsal að málsaðili mæti ekki þrátt fyrir lögmæta boðun og mótaðili vilji að útivistardómur gangi í málinu, en það er ekki mögulegt nema dómari sé við- staddur. Þess vegna er héraðs- dómur ekki marktækur lengur, enda segir í 2. gr. stjórnarskrár- innar að dómendur fari með dóms- valdið, en ekki aðstoðarmenn. Æðsti dómstóll Hæstiréttur er æðsti dómstóll landsins en því miður eru dómarar þar vanhæfir. Forseti Hæsta- réttar, Markús Sigurbjörnsson, hefur komið að fjölmörgum laga- setningum, til dæmis samningu laga um aðför, laga um fram- kvæmdavald ríkis í héraði (sýslu- menn) og laga um nauðungarsölur. Benedikt Bogason er annar dóm- ari sem hefur eins og Markús hjálpað til við lagasetningar. Margir dómarar Hæstaréttar hafa þannig komið nálægt lagasetn- ingum og sumir setið í réttar- farsnefnd sem starfar á vegum framkvæmdavaldsins. Í viðtali við Morgunblaðið 30. október 2005 sagði Markús „nær allir dómarar Hæstaréttar hafa komið að laga- smíðum fyrr á sínum starfsferli, áður en þeir voru skipaðir hæsta- réttardómarar, og margir eftir að þeir voru skipaðir. Ég hef ekki skynjað að neinum þyki það vandasamt í daglegum störfum sínum að standa frammi fyrir því,“ sagði Markús. Skiljanlega finnst Markúsi þægilegt að geta átt loka- dóm um álitaefni sem tengjast eig- in lagasmíð. Í þessu kristallast vanhæfni dómaranna, sem sömdu meðal annars „gölluð lög“ sem brjóta gegn rétt- látri málsmeðferð. Síðar hafa komið fram mál vegna þessara (ó) laga fyrir æðsta dóm- stól landsins og þar úrskurða þeir sem sömdu „gölluðu lögin“. Þetta getur ekki talist eðlilegt. Samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar ber öllum rétt- ur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hend- ur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfi- legs tíma fyrir óháðum og óhlut- drægum dómstóli. Slíkan dómstól vantar sárlega! Hér eru þrjú mál sem ég vil taka sem dæmi. Í fyrsta lagi er mál aldraðar konu úr Garðabæ sem vann sitt mál fyrir fjölskipuðum héraðs- dómi, en tapaði því í Hæstarétti. Dómsmál tapast og vinnast á víxl, en það hvernig Hæstiréttur fór með þetta mál er að mínu mati hneyksli. Ef mál er vanreifað er það sent heim í hérað að nýju en um það var ekki að ræða í þessu tilviki, og átti Hæstiréttur því að dæma í málinu eins og það var sett fram, en Hæstiréttur gerðist hlutdrægur og kallaði eftir nýjum gögnum og lét endurflytja málið. Því er ekki annað að sjá en Hæsti- réttur hafi brotið gegn rétti við- komandi til að hljóta réttláta máls- meðferð. Í öðru lagi má nefna nýlegt mál vegna yfirdráttar tékkareiknings þar sem aldrei var gerður skrif- legur samningur milli einstaklings og banka. Það mál vann ein- staklingurinn í Héraðsdómi Reykjaness, og byggðist það á að- alatriði málsins sem var að enginn skriflegur samningur hafi verið gerður milli aðila og því hefði bankanum verið óheimilt að rukka innheimtugjöld og vexti, Hæsti- réttur sneri dómnum og dæmdi bankanum í hag. Þetta er vægast sagt undarlegur dómur að mínu viti. Nú verður væntanlega hægt að innheimta stórar upphæðir án skriflegra samninga, samkvæmt þessum dómi. Það sem er hvað undarleg- ast er að einn dómaranna er settur dómari í Hæstarétti og er jafn- framt meðeigendi einnar stærstu lögmannsstofu landsins. Á sama tíma vill svo til að samskonar máli hefur verið áfrýjað til Hæsta- réttar, en í því máli er lögmaður bankans starfsmaður sömu lög- fræðistofu! Í þriðja lagi vil ég nefna eitt af stóru málunum en það er vegna verðtryggingar neytendalána. Það mun örugglega fara fyrir Hæsta- rétt, en í „fullkomnum heimi“ ætti dómur að falla neytendum í hag á báðum dómstigum. Því miður get- ur þetta mál hinsvegar ekki unnist fyrir Hæstarétti vegna dómaranna sem þar sitja. Vinnist það mál fyrir fjölskip- uðum héraðsdómi verður því án efa áfrýjað til Hæstaréttar. Þá er ljóst að mikið af því fólki sem missti heimili sín á nauðungarsölu gæti eignast kröfur um skaðabæt- urog krafist endurupptöku á mál- um vegna ólöglegar verðtrygg- ingar í lánasamningum sem enduðu með nauðungarsölu án undangengins dóms. Eins og áður segir komu hæsta- réttardómarar að setningu laga um nauðungarsölur, laga um aðför, laga um framkvæmdavald ríkis í héraði. Öll eru þau gölluð, en bent hefur verið á aðallega að lög um nauðungarsölur brjóti gegn Mann- réttindasáttmála Evrópu og þar með stjórnarskránni þar sem eign- ir eru teknar án dóms. Einungis eru fáar vikur gefnar til endur- upptöku máls og þá þarf gerð- arþoli að koma fram sem sækj- andi, en það er bæði erfitt og kostnaðarsamt. Mannréttindasáttmáli Evrópu var reyndar lögfestur eftir að lög um nauðungarsölur tóku gildi, en þá hefði með réttu átt að endur- skoða fullnustulöggjöfina. Það hefði þá komið í hlut dómara sem sátu þá í réttarfarsnefnd og sitja nú Hæstarétti, enda hefur slík endurskoðun aldrei farið fram. Þeir dómarar sem skipa Hæsta- rétt hafa beina hagsmuni af því að þau mál sem tengjast ólögmæti verðtryggðra neytendalána fari ekki neytendum í hag, annars gæti Hæstiréttur komið sér í klemmu. Starfandi lögmenn og fræði- menn á sviði lögfræði ættu að láta meira í sér heyra um málefni og störf dómstólanna, til að veita þeim aðhald með uppbyggilegri umræðu. Þess vegna þurfa þeir að þora að tjá sínar skoðanir op- inberlega og skora ég á þá að gera það. Betra er að við lögum þessi mál sjálf heldur en að fá neikvæð álit erlendis frá og jafnvel áfell- isdóma á íslenskt réttarfar. Hæstiréttur er vanhæfur Eftir Bjarna V. Bergmann »Einnig getur komið upp sú staða í dóm- sal að málsaðili mæti ekki þrátt fyrir lögmæta boðun. Bjarni Bergmann Höfundur er atvinnubílstjóri. Platan hennar Bjarkar, Vulnic- ura, er yndisleg. Björk á skilið að fá meira hrós en hún hefur fengið, mér finnst þögnin ær- andi. Kristín. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Snillingur- inn Björk Ný plata Björk aldrei þótt betri. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Bridsdeild Breiðfirðinga Það var spilað á 9 borðum 25. jan. sl. Þetta var 1. dagur í 4 daga keppni þar sem 3 bestu gilda. Enn er möguleiki að vera með í keppninni, en allir eru velkomnir þótt keppnin sé byrjuð Úrslit í N/S: Guðm. Sigursteinson – Unnar Guðmss. 267 Sveinn Sigurjónss. – Þórarinn Beck 250 Oddur Hanness. – Árni Hannesson 232 Úrslit A/V: Ingibj. Guðmundsd. – Sólveig Jakobsd. 272 Jón H. Jónsson – Bergljót Gunnarsd. 238 Þorbj. Benediktss. – Ragnh. Gunnarsd. 228 Spilað er á sunnudögum kl. 19. mbl.is alltaf - allstaðar Tökum að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og stubbatætingu. Vandvirk og snögg þjónusta. Sími 571 2000 www.hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.