Morgunblaðið - 28.01.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 28.01.2015, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 ✝ Ingólfur Jóns-son var fæddur 25. júní 1920 í Vest- mannaeyjum. Hann lést 13. janúar 2015. Foreldrar hans: Ragnhildur Run- ólfsdóttir, f. 26.10. 1888, húsfreyja, og Jón Árnason, f. 7.3. 1885, bóndi í Hólmi, Landeyjum. Systkin: Ásta Guðlaug, f. 1927, yngst. Hún lifir bræður sína. Þeir voru: Ragnar Hólm, f. 1914, Guðmundur, f. 1916, Ólafur Tryggvi, f. 1922 og Árni f. 1926. Eiginkona Ingólfs er Ingi- björg Björgvinsdóttir, f. 30.9. 1924. Foreldrar hennar: Jar- þrúður Pétursdóttir, húsfreyja, f. 28.3. 1897 og Björgvin Filipp- usson, f. 29.11. 1896, bóndi á Bólstað í Landeyjum. Börn Ing- ólfs og Ingibjargar eru: 1) Óli Baldur, f. 1944, eiginkona hans er Vigdís Ástríður Jónsdóttir. Fyrri eiginkona: Rós Bender. Börn þeirra: a) Hrafnhildur Björk, f. 1967 og b) Brynja, f. „HSK í 100 ár“ innleiðir hann, 17 ára gamall, tækni í hástökki samkvæmt erlendri fyrirmynd sem þekktist lítt hér, svokallað grúfustökk. Ingólfur kvæntist Ingibjörgu Björgvinsdóttur 25. júní 1944. Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu fyrst í Kleppsholtinu en lengst af í Álfheimum 19. Síð- astu þrjátíu árin í Trönuhólum 16. Ingólfur vann alla starfsævi í Mjólkursamsölunni, lengst við bókhald og ýmis störf tengd því. Þar kom nám hans í Bréfaskóla SÍS sér vel. Hann var einn af stofnendum Lífeyrissjóðs Mjólk- ursamsölunnar og stýrði honum lengstum. Aukalega tók hann að sér bókhald fyrir ýmis þekkt fyritæki. Hann stofnaði ásamt fleirum og rak Byggingar- framkvæmdir sf. sem byggði og seldi íbúðablokkir í Safamýri og Neðra Breiðholti. Ingólfi var annt um og vann ötullega að öll- um framfara- og félagsmálum Rangæingafélagsins í Reykjavík og var formaður þess um skeið, síðar heiðursfélagi. Útför Ingólfs fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 28. janúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. 1969. 2) Anna Ragnhildur, f. 1946, eiginmaður hennar er Bragi Halldórsson. Fyrri eiginmaður: Vil- hjálmur Rafnsson. Börn þeirra: a) Linda, f. 1971, b) Þrúður, f. 1973 og c) Ingólfur, f. 1976. 3) Bjargey Þrúður, f. 1958. Sonur hennar og Helga Grímssonar er Grímur, f. 1984. Barnabarna- barnabörn eru sjö: 1a) Daníel, Sindri og Snædís Sól. 1b) Silja Rós og Valdimar Þór. 2a) Þórdís Anna. 2b) Róbert Vilhjálmur. Strax í frumbernsku Ingólfs fluttu foreldrar hans frá Vest- mannaeyjum til að taka við búi í Hólmi, Landeyjum þar sem bú- skapur og næm tengsl við nátt- úruna og fegurð hennar mótuðu huga og hönd til frambúðar. Undir áhrifum ungmennafélags- andans fór Ingólfur í Íþrótta- skólann í Haukadal og keppti síðan í frjálsum íþróttum og glímu. Samkvæmt heimildum Undarlegir og gefandi hafa dagarnir verið síðan pabbi skildi við. Hann var mér mikill og góð- ur faðir fram á síðustu stund. Friður, mýkt og sátt fyllir sálina á nýjan hátt. Skynjun hlýju og léttleika. Eins og manni hafi hlotnast hlutdeild í leyndardómi og pabba gefist að skilja þetta veganesti eftir. Í sjónhendingu var sem allt af hans hálfu í lífi mínu hefði sinn skýra tilgang, ekkert verið til- viljun og allt haft sinn tíma. Í sjónhendingu raðaðist allt sem hann snerti að einni einingu og hvílir nú í undri þakklætisins sem ekki verður með orðum lýst. Guð blessi föður minn og minningu hans. Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir. Tengdafaðir minn, Ingólfur Jónsson, verður borinn til hinstu hvílu í dag. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hans með nokkrum orðum. Ingólfur var maður tveggja tíma. Hann var alinn upp í Landeyjum en flutti til Reykjavíkur á stríðs- árunum eins og svo margir af hans kynslóð. Hann mundi því tímana tvenna og varð oft tíð- rætt um allar þær breytingar á íslensku samfélagi sem urðu um hans daga. Flestum þeirra fagn- aði hann því að hann var fram- farasinnaður þótt ýmislegt á síðari árum færi fyrir brjóstið á honum og væri honum ekki að skapi. Hugur hans leitaði oft til átthaganna sem hann sýndi ætíð mikla ræktarsemi. Ingólfur var einstakur mað- ur, kappsamur og vinnusamur alla ævi, greiðvikinn, glaðsinna og mikill fjölskyldumaður. Hann var ekki íhlutunarsamur um hvernig aðrir höguðu lífi sínu en hafði sjálfur skýra sýn á hvernig hann vildi haga sínu lífi. Minnisstæð er ræða sem hann hélt fyrir fjórum árum á níræð- isafmæli sínu. Annars var hon- um ekki gjarnt að setja á langar tölur. Að þessu tilefni gerði hann þó undantekningu því að hann vildi þakka fyrir hversu þau Ingibjörg kona hans hefðu verið lánsöm í lífinu og um leið að óska afkomendum sínum hins sama. Jafnframt vildi hann miðla lífsreynslu sinni til þeirra og brýna fyrir þeim gildi sem hann mat mikils. Þau voru að láta gott af sér leiða með vinnu- semi, orðheldni, heiðarleika og virðingu gagnvart sjálfum sér og öðrum, treysta á hið góða í náunganum og umframt allt að kunna að fyrirgefa. Ungur iðkaði Ingólfur íþrótt- ir af kappi, einkum frjálsar íþróttir, hlaup, stökk og glímu. Á efri árum þótti honum gott að minnast þátttöku sinnar á ýms- um mótum enda var hann drenglundaður keppnismaður, jafnframt hafði hann gaman af að fylgjast með íþróttum, eink- um glímu. Íþróttaiðkunin á yngri árum setti á hann mark alla ævi. Hann var alla tíð kvik- ur í hreyfingum og gekk hnar- reistur og beinn fram á efri ár. Ég kveð hann með virðingu og þökk fyrir allt gott. Blessuð sé minning Ingólfs Jónssonar. Bragi Halldórsson. Vorið kemur vonir glæðast, vaknar hugur manns á ný. Burtu kuldar leiðir læðast, loftið fyllir golan hlý. (Ingólfur Jónsson) Það er með miklu þakklæti sem ég minnist afa míns, Ingólfs Jónssonar. Að kynnast vel jafn góðum og æðrulausum manni er sannarlega mikils vert. Afi kom mér fyrir sjónir sem maður margra mannkosta. Hlýr og ungur í lund, léttur og dug- legur, bjartur yfirlitum, örugg- ur í fasi og bar sig íþrótta- mannslega, söng fallega, fylgdi hugboðum sínum, uppörvandi í mikilvægum málum, talnaglögg- ur og heppinn í spilum en þó ekki síður í ástum – ég er viss um að það var hans gæfa að verja ævinni með ömmu, Ingi- björgu Björgvinsdóttur. Vísuna hér að ofan og fleiri frumortar vísur átti afi til í skrifborðsskúffunni sinni innan um stórar möppur sem hann vann með sem endurskoðandi. Mjólkursamsalan naut krafta hans lengst af, en honum hló hugur í brjósti þegar hann minntist áranna þegar hann ásamt öðrum stóð að bygging- arfyrirtæki í aukavinnu og lagði þannig sín lóð á vogarskálarnar í uppbyggingu borgarinnar sem óx ævintýralega um hans ævi. En hluti hjarta hans sló þó alltaf austur í Rangárvallasýslu. Hann lýsti sveit bernsku sinnar sem samfélagi þar sem sam- hjálp var mikilvægur og sjálf- sagður þáttur daglegs lífs, t.d. þegar lagst var á eitt við að brúa Markarfljót. Hann fór meðalveg í stjórnmálaskoðunum án þess að ég muni eftir því að hann hafi verið óvæginn gagnvart öðrum viðhorfum en sínum eigin. Gagnvart afkomendum sínum einkenndi það hann að bera virðingu fyrir áhugasviðum hvers og eins. Áður en ég fæddist átti hann hesta og hafði þá í haga á hólma vestan Markarfljóts. Þar reisti hann lítinn bústað og kallaði Hólmanes. Það var eftirminni- legt að dvelja þar með honum síðar meir. Þar var ekki nútíma- lúxus – ekki rafmagn og vatn var sótt í lækinn rétt hjá – en gæðin fólust í því að vinna með afa í viðhaldi á þessu fábrotna húsi: kyrrðin og víðsýnið til allra átta. Þessi staður er reyndar vettvangur eftirlætis- kvæðis afa, Gunnarshólma, og helstu kennileiti ljóðsins blasa þar við. Sjálfur hefði Ingólfur aldrei dregið fjöður yfir það að enn annað svið tilverunnar, sem oft er kallað Sumarlandið, var hon- um ekki hulið og þó fjölyrti hann ekki um þau mál nema hann væri spurður. Sem ungur maður stundaði afi íþróttir af kappi á ung- mennafélagsmótum og segja má að hann hafi líka keppt af nokkru listfengi vegna þess að í þá daga voru enn veitt fegurð- arverðlaun í glímu sem honum hlotnuðust jafnan. Hann varð 94 ára gamall og bar aldurinn vel. Þegar viðureignin við háan ald- ur tók að gerast knappari dáðist ég að því hvað hann lét lítið bera á glímuskjálfta, og hefði þó eng- inn láð honum það. Nú er á brautu borinn vigur skær. Ingólfur afi minn er kært kvaddur en hans bætandi þel fyrnist ekki. Guð blessi hann. Skein yfir landi sól á sumarvegi og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi. Við austur gnæfir sú hin mikla mynd hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar í himinblámans fagurtæru lind […] (Úr Gunnarshólma, Jónas Hallgrímsson) Grímur Helgason. Þá er komið að því að kveðja afa og langafa, Ingólf Jónsson, sem við höfum borið gæfu til að fylgja svo lengi sem raun ber vitni. Eftir lifir minning um góð- an og vandaðan mann. Afi Ingólfur var einstakt ljúf- menni og alltaf léttur í skapi. Síðustu árin hafði afi gaman af því að segja okkur sögur þegar við heimsóttum þau ömmu í Trönuhólana sem oftar en ekki voru af íþróttaafrekum hans á árum áður, sögur úr sveitinni og sögur frá því þegar hann var að byggja ásamt öðrum í Álfheim- unum. Meðan amma hellti á könnuna og snaraði fram veit- ingum á dekkhlaðið kaffiborð lét afi gamminn geisa. Mér er sér- staklega minnistætt þegar afi sagði að þegar hann var ungur maður hélt hann að tíminn myndi líða svo hægt þegar hann yrði gamall en svo hafði hann komist að því að það var bara ekki þannig heldur liði tíminn sífellt hraðar. Það finnst mér lýsa afa vel því ég held að hann hafi hreinlega ekki kunnað að láta sér leiðast. Afi hafði alltaf áhuga á að fylgjast með því hvað við barna- börnin og barnabarnabörnin hefðum fyrir stafni í lífinu og var umhugað um að okkur gengi vel. Þrátt fyrir háan aldur voru hann og amma alltaf tilbúin til að fagna tímamótum með af- komendum sínum. Alltaf voru þau aldursforsetarnir í veislun- um, virðuleg og glæsileg svo eft- ir var tekið. Það var sama hvort komið var í Álfheima og seinna í Trönuhól- ana, þá var afi aldrei verkefna- laus. Hér áður fyrr sat hann oft við að færa bókhald fyrir hina ýmsu aðila en var að dytta að húsnæðinu eða slá og hirða blettinn fram eftir aldri. Á ung- lingsárum mínum sá afi til þess að ég fengi sumarstarf hjá Mjólkursamsölunni í þrjú sum- ur. Stundum hittumst við afi í matsalnum í hádeginu og ég unglingurinn gerði mér grein fyrir því að afi var mjög vel lið- inn á vinnustaðnum. Afi átti í góðum samskiptum við sam- ferðamenn sína og fólki fannst gott að umgangast hann. Það er ekki hægt að minnast afa án þess að nefna Hólmanes- ið sem var litla sumarhúsið þeirra ömmu með útsýni að Stóra-Dímon. Þær voru ófáar ferðirnar sem við systurnar fórum með afa og ömmu í Hólmanesið á brúnu Cortin- unni þegar við vorum litlar. Í Hólmanesi var alltaf gaman að vera, þar var gripið í spil með afa og ömmu, dundað sér úti við í leikjum og oftast nýtti afi tækifærið til þess að dytta að bústaðnum eða girðingunni. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera honum samferða í gegnum lífið. Minn- ingin um góðan afa og langafa mun lifa áfram með okkur. Brynja Baldursdóttir og fjölskylda. Fallegur var hann afi og langafi bæði að utan sem innan. Hann bjó yfir hlýju, væntum- þykju, yfirvegun og var skemmtilegur. Hann sagði skemmtilega frá og við gátum setið lengi hjá honum og hlust- að á frásagnir úr bernsku hans, úr vinnulífinu og hvernig hann horfði á lífið almennt. Okkur fannst alltaf gaman og áhuga- vert að hlusta á frásagnirnar því hann hafði – að okkur fannst – djúpan skilning á líf- inu og á efri árum var merki- legt að fylgjast með hversu vel hann hélt takti við samtímann og hafði áhugaverða sýn á lífið og tilveruna. Hrafnhildur fór ótal ferðir í Hólmanesið með afa og ömmu (og Binnu systur) í gamla daga þar sem afi dytt- aði endalaust að öllu við húsið og girðinguna, hestagirðinguna og veginn, var alltaf að, kvikur og fimur eins og hann átti að sér. Afi taldi að dugnaður við vinnu væri mannkostur mikill. Hann lagði alltaf áherslu á að vinna, útvegaði mér starf í Brauðgerð Mjólkursamsölunn- ar þegar ég var 16 ára gömul, kenndi mér að halda á hrífu og beita henni almennilega við rakstur á túni (tók smá-tíma að kenna mér það) og hann hafði alltaf orð á því þegar ég mætti með prjónana í heimsókn að mér félli aldrei verk úr hendi. Hann sýndi barnabarnabörn- unum mikinn áhuga og fylgdist alltaf vel með hvað þau væru að gera og hvernig þeim vegnaði. Hann fylgdist sérstaklega vel með íþróttaiðkun Daníels og Sindra og lagði þeim ýmis heil- ræði hvað lífið varðar. Afa var alltaf umhugað um velferð af- komenda sinna, mjög umhugað um hana. Þegar Daníel, elsta barnabarnið, var á leikskóla- aldri og sat við hlið langafa í aftursætinu á leið austur fyrir fjall og hafði hlustað á frásagn- ir hans um liðna tíma sagði barnið fullt einlægni: „Var afi þinn api?“ (Drengurinn greini- lega nýbúinn að læra eitthvað um þróunarkenninguna og hef- ur þótt sögur fortíðarinnar afar framandi.) Afi trúði því að það væri líf handan þess lífs sem við þekkjum og bað fólk að handan um aðstoð þegar hann taldi að fólkið hans þarfnaðist sérstakrar aðstoðar í lífinu. Afi var fallegur, iðjusamur, skemmtilegur og góð fyrir- mynd. Hann faðmaði mig (Hrafnhildi) sérstaklega vel að sér um næstsíðustu jól þegar hann gat verið með okkur í jólaboðinu og ég er viss um að þá hafi hann næstum verið að kveðja mig. Við elskuðum afa og langafa og hann elskaði okk- ur, sá mikli meistari. Takk svo mikið fyrir samferðina og stuðninginn í lífinu, elsku afi og langafi. Hrafnhildur Björk, Daníel, Sindri og Snædís Sól. Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. Og á harða, harða spretti hendist áfram klárinn minn. Þessar ljóðlínur komu í huga mér þegar ég frétti andlát Ing- ólfs Jónssonar sem var mágur hans pabba míns. Ég á margar góðar og skemmtilegar minn- ingar um Ingólf og fjölskyldu. Samskipti fjölskyldna okkar voru mikil hér á árum áður. Ég man allar afmælisveislur og takk fyrir öll jólaboðin á jóla- dag, mér finnst eins og það sé ekkert svo langt síðan, þetta er svo skýrt í minningunni. Takk fyrir alla reiðtúrana um Reykjavík og nágrenni, sleppit- úrana austur fyrir fjall á vorin. Man þó sérstaklega eftir einni ferðinni okkar, riðum í gegnum Selfoss eftir miðnætti og það glumdi svo í malbikinu að ég var alveg viss um að við myndum vekja alla íbúana. Reiðtúrana um Landeyjarnar, oftast farið að Svanavatni þar sem Alla systir pabba og Marmundur bjuggu. Víða þekktuð þið pabbi til á bæjunum og auðvitað varð nú að heilsa uppá bændur og búalið. Svo var farið í Landsveitina og þar þurfti líka að koma við á nokkrum bæjum, enduðum ferð- ina yfirleitt að Hellum hjá Fil- ippusi bónda þar á bæ áður en farið var til baka. Við fórum ríð- andi á hestamannamótin á Hellu og þá þurfti að stoppa hjá Óla bróður þínum í Hemlu, á Hvols- velli hjá Margréti og Bjarna. Já, víða voru ættingjar og vinir. Og svo voru það ferðirnar í Þórs- mörk á hverju sumri. Þar nutu allir sín svo frjálsir úti í nátt- úrunni, við yngra fólkið fórum stundum í indíánaleik á leiðinni inneftir, eldra fólkið hafði gam- an af og hlóguð að þessum uppá- tækjum okkar, en tókuð þátt. Ein af þessum ferðum er sér- staklega minnisstæð, fórum í Þórsmörk í mikilli sól og blíðu og nutum við ferðarinnar alveg í botn. Daginn eftir kom svo slæmt veður, úrhellisrigning og rok. Þið pabbi láguð inni í tjaldi og okkur hinum sem sátum og spjölluðum í öðru tjaldi fannst bara gaman hjá ykkur. Allt í einu heyrðist kallað á hjálp en þar sem okkur fannst svo gam- ansamur tónn í rödd ykkar lét- umst við ekkert heyra. Þá var kallað „hjálp, tjaldið er fokið of- an af okkur“ og viti menn, þarna lágu nafnarnir á jörðinni, tjaldið fokið út í veður og vind, og þið skellihlóguð, þá varð Hibba frænda að orði: „O, látum þá bjarga sér sjálfir“. En vegna veðurs urðum við að koma okk- ur fyrir í Austurleiðaskálanum í Húsadal. Ingólfur, ég vona að þú sért búin að hitta hann pabba, þið voruð svo góðir vinir og félagar, búnir að beisla uppáhalds hest- ana ykkar og taka góðan sprett. Ég sé ykkur allavega fyrir mér skellihlæjandi og glottandi yfir allri vitleysunni í okkur. Þetta er bara smá-brot af minningum sem munu ylja um ókomin ár. Elsku Bagga frænka mín og fjölskylda, sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingólfs Jónssonar. Það er sem fjöllin fljúgi móti mér, sem kólfur loftið kljúfi klárinn fer, og lund mín er svo létt, eins og gæti gjörvallt lífið geisað fram í einum sprett. (Hannes Hafstein) Þóranna Ingólfsdóttir. Ingólfur Jónsson Elsku Oddný amma, litla konan með fallega hárið, með mittissvuntu og í pilsi, sem geymdi smjörið ofan í skúffu. Nú er nýtt ferðalag hafið, um heima sem okkur er ókunnugur. En ofboðslega er tilfinningin óraunveruleg að þú sért ekki lengur hjá okkur. Þú bjóst til bestu kleinur í heimi og man ég svo vel þegar þú beiðst úti á tröppum þegar sást til okkar systkinanna og baðst okkur að smakka nýbökuðu kleinurnar þínar. Í kjölfarið bauðstu okkur í kleinukaffi með ískaldri mjólk til að dýfa kleinunni út í og aldr- ei klikkaði ömmukakan þín enda höfðum við sjaldnast lyst á kvöldmatnum. Ég mun heiðra minningu þína með því að búa til ömmuköku sem seint mun klikka. Á meðan fórstu með vís- ur sem ég reyndi eins og ég gat að skilja og halda einbeitingu að hlusta á þar sem ég skildi ekki alltaf samhengið. Í seinni tíð Oddný Egilsdóttir ✝ Oddný Egils-dóttir fæddist 8. apríl 1916. Hún lést 4. janúar 2015. Útför Oddnýjar fór fram 17. janúar 2015. náði ég loksins að skilja vísurnar þín- ar og reyndi ég að læra þær en ég fékk ekki þá náðar- gáfu í vöggugjöf eins og þú. Ein skemmtileg vísa er mér minnisstæð um unga stúlku sem var vinnukona á sveitabæ ásamt þér sem endar á orðunum: „… á skítkökkla- fund“. Annað festist ekki í minni mínu hvað sem ég reyndi. Eins bað ég þig oft að fara með vísu um ungar dömur og pilta í þá daga. Aldrei mun ég gleyma góðu stundunum þegar við systurnar komum til þín til þess eins að fara í keilu á ganginum hjá þér. Þá röðuðum við öllum keilunum sem voru undan garninu þínu og rúlluðum gamla boltanum og feldum flestar keilurnar. Nýja fiskinum sem ég gat aldrei borð- að því hann var svo saltur nema með rúgbrauði og hellingi af smjöri til að kæfa bragðið. „Amma, er þetta saltfiskur?“ Það er yndislegt að fá að bera nafnið ykkar afa. Ég mun ávallt sakna þín og elska. Bið að heilsa. Ástarkveðjur, Oddný Ragna Pálmadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.