Morgunblaðið - 28.01.2015, Síða 27

Morgunblaðið - 28.01.2015, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 ✝ Gunnar Sumarliðason var fæddur í Reykjavík 4. júlí 1927. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 19. janúar 2015. Foreldrar Gunn- ars voru þau Bót- hildur Jónsdóttir húsfreyja, f. að Ragnheiðarstöðum, Gaulverjabæjar- hreppi, Árnessýslu, 18. október 1897, látin í Reykjavík 31. jan- úar 1989, og Sumarliði Gíslason, f. í Bakkabúð, Akranesi, 14. mars 1892, látinn í Reykjavík 15. mars 1969. Systkin Gunnars eru: Guðrún Jóna (sammæðra), f. 1921 , látin 1997, Steinunn Haraldsson, f. 1981 sem lést 10 daga gamall, og Þráinn Har- aldsson, f. 1984. 2) Hulda Maggý, f. 6. september 1957, eiginmaður hennar er Ingvar Björn Ólafsson, börn: Birna Ruth Jóhannsdóttir, f. 1978, Sól- ey Ragnarsdóttir, f. 1984, og Gunnar Sær, f. 1995. Langafa- börn Gunnars og Brynhildar eru 11. Sonur Gunnars er Sigurgeir Bjarni, f. 1951, búsettur í Reykjavík. Gunnar ólst upp á Hverfis- götu 104a í Reykjavík í stórum systkinahópi. Ungur fór Gunnar til sjós og sigldi um heimsins höf, hóf svo störf í Áburðarverk- smiðju ríkisins, Gufunesi, eftir að sjómennsku lauk og starfaði sem vélgæslumaður í um 30 ár eða þar til starfsferli lauk vegna aldurs. Gunnar vann einnig við að mála heilu húsin í frítíma sín- um fyrir vini og vandamenn. Útför Gunnars fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 28. jan- úar 2015, kl. 15. Lára, f. 1923, látin 2005, Gíslína, f. 1926, Sigríður, f. 1931, Hildur (Stella), f. 1932, Unnur Kristín, f. 1934, Ingibjörg, f. 1936, Gísli, f. 1938, Ásgeir, f. 1939, Birgir, f. 1943. Hinn 14. desem- ber 1952 kvæntist Gunnar eftirlifandi eiginkonu sinni, Brynhildi Jóns- dóttur frá Akureyri, f. 27 febr- úar 1924. Dætur þeirra eru: 1) Guðný Jóna, f. 31 maí 1953, eig- inmaður hennar er Haraldur Þráinsson. Börn: Björn Stein- dórsson, f. 1970, Brynhildur Steindórsdóttir, f. 1974, Þráinn Að heilsa og kveðja er með því fyrsta sem við lærum á lífsleið- inni. Nú hefur faðir okkar lokið lífsgöngu sinni og kvatt í hinsta sinn. Einhvern veginn erum við aldrei tilbúin þeirri kveðju. Við systur rifjum upp gömul minningarbrot með bros á vör. Vinnusemi, dugnaður, nægju- semi, lúmskur húmor og stríðni er það sem kemur í huga okkar. Pabbi var fyrstu árin okkar til sjós og minnumst við gleðinnar þegar hann kom í land. Pabbi að græja Skódann fyrir ferðalag okkar og mömmu til Akureyrar í ömmu og afa hús. Pabbi með viskustykkið á öxlinni, að skúra, ryksuga og syngja með. Pabbi að tala um gömlu tímana, stríðsárin og söguna. Pabbi í göngutúrum um miðbæinn að rifja upp æskuna, í sundi með mömmu, skutlast og sendast. Pabbi sem alltaf var til staðar fyrir okkur, börnin okkar og barnabörn. Við kveðjum nú föður okkar með virðingu og þökk og hugsum hvað við erum lánsamar að hafa haft hann öll þessi ár. Minningin lifir um ókomin ár. Guðný Jóna og Hulda Maggý. Það er erfitt að kveðja afa sem alltaf hefur staðið sem traustur klettur í gegnum líf okkar. Það er með sorg í hjarta en þakklæti í huga sem við ritum þessi minn- ingarorð. Afi var einstakur mað- ur, hvers manns hugljúfi og vildi allt fyrir alla gera. Hann hafði alltaf eitthvað fyrir stafni og jafn- vel eftir að hann hætti að vinna, sökum aldurs. Hann var afar lag- inn með málningarrúlluna og þær eru ófáar eignirnar sem hann málaði fyrir fjölskyldumeðlimi. Afi var alltaf hress og kátur og hafði mikinn húmor, hann var stríðnispúki og gaf sér góðan tíma til að gantast í okkur. Því hélt hann einnig áfram við börnin okk- ar og þau eiga góðar minningar um langafa sem var alltaf til í fjör- ið, stríddi þeim og hafði gaman af. Heimsóknirnar á Kleppsveg- inn til ömmu og afa voru skemmtilegar enda ávallt gesta- gangur og veisluhöld. Amma sá um að bera á borð dýrindis veit- ingar og afi var alltaf með visku- stykkið á öxlinni. Það var varla að maður náði að kyngja matnum áður en afi var mættur, tók disk- inn og skellti sér í uppvaskið. Hann var einnig alltaf með tusk- una á lofti og þreif allt hátt og lágt. Afi var við góða heilsu, þar til síðasta ár, og ef til vill má þakka það því að hann og amma fóru í sund nánast á hverjum morgni til margra ára. Einnig var hann dug- legur að fara í göngutúra og fyrir ekki svo mörgum árum hafði afi brugðið sér út og var fólk farið að óttast um hann þegar hann skilaði sér ekki heim stuttu síðar. Seinna um daginn, er hann kom heim, kom þá í ljós að hann hafði brugð- ið sér upp á Esjuna og skildi ekk- ert í þessum áhyggjum. Við biðjum góðan Guð að styrkja elsku ömmu okkar í sorg- inni. Minningin um góðan afa mun ávallt lifa með okkur. „Nú varir trú, von og kærleikur. Þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mest- ur.“ (1.Kor. 13.13) Björn, Brynhildur, Þráinn og fjölskyldur. Það er komið að leiðarlokum hjá afa. Þetta er skrítin tilfinning vegna þess að það er ekki langt síðan mér fannst eins og afi væri eilífur. Afi gat gert allt. Bókstaf- lega allt. Hann eltist ótrúlega vel og var alltaf eins. Hann keypti í matinn, eldaði matinn, gekk frá eftir matinn enda ávallt með viskustykkið á öxlinni sem var hans sérkenni heima fyrir, visku- stykkið var aldrei langt undan. Hann hugsaði afskaplega vel um ömmu, gerði allt það sem hún gat ekki lengur gert. Amma og afi voru vön að fara í sund á hverjum degi í Laugar- dalslaugina þar til fyrir tæpum tveimur árum. Átti afi það til að hlaupa hringinn í kringum laug- ina og taka svo nokkrar upphíf- ingar, hann var í ótrúlega góðu formi. Það eru ekki mörg ár síðan ég gerði börnunum mínum grein fyrir því að langafi þeirra færi létt með það að standa á haus. Lipur var hann og húmoristi mikill. Það fór nú ekki mikið fyrir afa en hann hafði ofsalega skemmtilega og góða nærveru. Ótrúlega hnytt- inn og hittu brandararnir í mark á hárréttum augnablikum. Ég á margar góðar minningar frá heimili ömmu og afa frá því ég var lítil stelpa. Ég eyddi miklum tíma hjá þeim, hafði gaman af því að fara til þeirra um helgar og gista og fór með þeim í ferðalög út um allt land. Marga landshluta hef ég ekki heimsótt nema á ferð með þeim. Að horfa á Tomma og Jenna með afa var hin mesta skemmtun og veit ég hreinlega ekki hvort okkar hafði meira gaman af. Afi var með húðflúr á handleggnum sem ég gat eytt ómældum tíma í að skoða. Hann var sá eini sem ég þekkti þegar ég var barn sem var með húðflúr enda var hann sjómaður og á þessum tíma voru það sjómenn sem fengu sér húðflúr. Einnig finnst mér merkilegt að hugsa út í það hversu mikið afi lagði á plóg- inn til heimilisverkanna. Algjört jafnrétti ríkti á milli ömmu og afa þegar það kom að heimilisverk- unum. Ég er ekki viss um að slíkt fyrirkomulag hafi verið ríkjandi á mörgum heimilum þessarar kyn- slóðar en ekkert nema sjálfsagt á þeirra heimili enda bæði útivinn- andi. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með afa og er þakklát fyrir það að börnin mín fengu tækifæri til að þekkja hann. Ég kveð afa með miklum söknuði en jafnframt þakklæti fyrir allt það sem hann gerði fyrir okkur sem stóðum honum næst. Elsku amma, þetta verður skrítinn tími framundan án afa og sorg þín og söknuður mikill. En við hjálpum þér í gegnum þetta, þú getur treyst á það. Bless afi minn, við sjáumst síð- ar. Birna Ruth. Elsku afi. Það er erfitt að kveðja þig, en um leið hrannast upp allar skemmtilegu minning- arnar sem þú hefur gefið okkur gegnum tíðina. Þú varst alltaf hress og skemmtilegur og stríð- inn með eindæmum! Þú sýndir okkur öllum sem þekktum þig hvernig ætti að bera sig að við að taka hvorki sjálfan sig né lífið of hátíðlega. Þegar ég var lítil stelpa montaði ég mig margsinnis af því að eiga afa sem stóð á höndum með mér á stofugólfinu og var þekkt hreystimenni í sundlaug- inni ykkar ömmu. Hversu margar búðarferðir þú fórst til að sækja hvað sem mig langaði í til þess eins að gleðja mig og dekra við mig þegar ég gisti hjá þér og ömmu get ég ekki talið. Sindri mun svo búa að því fyrir lífstíð að hafa fengið að kynnast þér. Hon- um fannst fátt skemmtilegra en að fá að keyra þig um í hjólastóln- um á síðustu mánuðum og eiga með þér strákatíma frammi í stofu meðan ég og amma spjöll- uðum inni í herbergi. Þið tveir náðuð svo vel saman sem vinir á síðustu árum þrátt fyrir 80 ára aldursmun, aldur var bara tala fyrir þér. Við söknum þín, elsku afi. Þú varst allra allra bestur. Sóley. Elsku besti, yndislegi langafi okkar, það er erfitt að kveðja þig. Það var alltaf jafn gaman að koma og heimsækja þig og ömmu, þú varst yfirleitt í eldhúsinu með viskustykkið á öxlinni og þú varst að vaska upp. Þú varst alltaf tilbúinn að svara þegar okkur systkinin vantaði svör við ein- hverjum spurningum. Það var líka alltaf skemmtilegt þegar við horfðum saman á handboltaleiki þegar Ísland var að spila. Við eig- um margar góðar og yndislegar minningar með þér, elsku langafi okkar, þín verður sárt saknað en við munum minnast þín oft á góð- an og yndislegan hátt. Hvíldu í friði, elsku langafi. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína ég glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesú, andlátsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson) Þín langafabörn, Svandís Birna, Benedikt Svavar og Steindór Máni. Gunnar Sumarliðason ✝ Guðný Krist-íana Valdi- marsdóttir fæddist á Kirkjubóli í Vopnafirði 7. júlí 1937. Hún lést á Landspítalanum 17. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Anna Kristjáns- dóttir, f. 4. mars 1898, d. 27. desem- ber 1963, og Valdimar Stef- ánsson, f. 21. maí 1893, d. 15. desember 1965. Systkini Guð- nýjar voru Stefanía Jóhanna, f. 24. nóvember 1917, d. 1. sept- ember 2011, og Guðni Þórarinn, f. 7. september 1932, d. 22. nóv- ember 2010. Eiginmaður hennar var Steingrímur Sæmundsson, f. 19. apríl 1939, d. 6. október 2008. Þau giftu sig 13. maí 1962. Börn þeirra eru. 1) Valdís Anna, f. 1957, gift Hafsteini Bjarna- syni, börn þeirra Hera Sif, Eva, gift Lárusi Jónssyni, barn þeirra Hera Fönn. 2) Sæmundur, f. 1958, kvæntur Bryndísi Haf- steinsdóttir, börn þeirra Tinna Dröfn, sambýlismaður Magnús Joachim Guðmundsson, barn þeirra Darri Hrafn, Karen Ýr, sambýlismaður Davíð Þór Guð- laugsson, Axel Örn. 3) Sindri, f. 1969, kvæntur Sharon Kerr, börn þeirra Kirsten Ashley, Alda Kría. 4) Baldur, f. 1972. Guðný bjó á Vopnafirði til ársins 1986 þar sem hún starfaði við hin ýmsu störf. Árið 1986 flutti hún í Hveragerði og starf- aði á tannlæknastofu og hjá Heilsustofnun NLFÍ þar til hún flutti til Reykjavíkur árið 1993 og hóf störf hjá Fríkirkjunni í Reykjavík sem kirkjuvörður. Síðustu starfsár sín starfaði Guðný hjá Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 28. janúar 2015, kl. 15. Nýja frænka, nýja systir, nýja mágkona. Þessum hlut- verkum gegndi Guðný Kristíana Valdimarsdóttir, sem nú er kvödd, í lífi fjölskyldu minnar. Hún var systir hans pabba og þar af leiðandi frænka okkar systkinanna og mágkona mömmu. Hlutverkunum, sem yfirleitt var skeytt við þegar hún var nefnd á nafn, sinnti hún alla tíð ákaflega vel. Fædd og uppalin á Vopnafirði, yngsta barn Valdimars afa og Guðrún- ar Önnu ömmu. Systkinin voru þrjú, fædd á 20 ára tímabili, lít- ill systkinahópur á þeirra tíma mælikvarða en fyrir vikið voru þau systkinin mjög samrýnd og náin alla tíð. Stefanía Jóhanna var elst og pabbi, Guðni Þór- arinn, fimm árum eldri en Nýja. Nú eru þau öll látin á einungis fjórum árum, alltaf jafn sam- heldin. Austur á Vopnafirði bjuggu fjölskyldur þeirra nýju frænku og pabba í húsum hlið við hlið, við frændsystkinin öll á sama aldri og samgangurinn mikill, eiginlega eins og ein fjölskylda. Þannig var það þangað til við yngri kynslóðin fórum í burtu úr þorpinu í vinnu og skóla eins og títt er um ungmenni utan af landi. Flest fóru á höfuðborg- arsvæðið, ég þar á meðal. Sam- skiptin minnkuðu eðlilega við það en voru alltaf jafn náin og góð þegar hist var. Svo kom að því að Nýja og Steingrímur, eiginmaður hennar sem lést fyr- ir sex árum, tóku sig einnig upp og fluttu suður, fyrst í Hvera- gerði og seinna til Reykjavíkur. Þá urðu samverustundirnar fleiri. Nýja var liðtækur golfari en hún hafði einnig mjög gaman af spilamennsku, sérstaklega bingói og félagsvist. Því fékk ég hana til að taka að sér umsjón og stjórn vikulegrar félagsvist- ar í Félagsmiðstöðinni á Dal- braut 18-20. Því hlutverki sinnti hún af stakri samviskusemi eins og annað sem hún gerði. Hún var vel liðinn stjórnandi enda kom hún fram við gesti fé- lagsmiðstöðvarinnar af góð- mennsku og kurteisi og eign- aðist góða vini meðal spilafólks. Sú hefð komst á hjá okkur frænkum að ég keyrði hana heim í Blikahóla eftir spiladaga og í þessum bílferðum sem gjarnan tóku dálitla stund vegna mikillar umferðar urðu kynni okkar enn nánari. Þar gafst ráðrúm til að ræða allt milli himins og jarðar, ekki síst gömlu árin á Vopnafirði og sagði hún mér frá fólki og lífinu eins og það var fyrir austan fyr- ir mína tíð og mitt minni. Í desember síðastliðnum bauð Nýja mér með sér í Hörpu á jólatónleika Pálma Gunnars- sonar söngvara sem er frá Vopnafirði. Hún sagði að þar sem við værum músíkalski part- ur fjölskyldunnar vildi hún að ég kæmi með sér. Skemmtum við okkur konunglega og áttum þar góða stund saman sem er mér ákaflega dýrmæt nú þegar svona er komið. Undanfarin ár hefur heilsu Nýju frænku hrak- að og í síðustu ferð okkar upp í Blikahóla eftir félagsvist rúmri viku áður en hún lést sá ég hve af henni var dregið. Eftir situr þakklæti og minn- ing um góða frænku. Ég og fjöl- skylda mín sendum börnum Nýju frænku og þeirra fjöl- skyldum samúðarkveðjur. Droplaug (Dodda). Látin er Guðný Kristíana Valdimarsdóttir félagi okkar í Golfklúbbi Hveragerðis. Guðný og Steingrímur eiginmaður hennar voru meðal stofnenda golfklúbbsins, áberandi í starf- semi hans og lögðu af mörkum mikið og óeigingjarnt starf við að koma klúbbnum á legg. Klúbburinn var stofnaður ár- ið 1993 en í nokkur ár þar á undan hafði hópur áhugamanna staðið að undirbúningi. Fyrstu árin var unnið þrekvirki við uppbyggingu golfvallar í Gufu- dal frá grunni og við að breyta gömlum útihúsum í aðstöðuhús fyrir klúbbinn. Afrakstur þeirr- ar vinnu er sá að nú er í Gufu- dal vinsæll og vel hirtur níu holu golfvöllur í skemmtilegu umhverfi. Það er mikilvægt fyrir hvert samfélag að íbúar og gestir hafi aðgang að aðstöðu til íþrótta og útivistar. Góð aðstaða til golf- iðkunar og öflugt félagsstarf henni tengt hefur talsvert að- dráttarafl enda hefur uppbygg- ing verið mikil úti um allt land undanfarin ár. Þessi uppbygg- ing kemur hins vegar ekki af sjálfri sér. Hún verður vegna þess að það koma fram áhuga- samir menn og konur sem eru tilbúin að vera í fararbroddi, leiða starfið og vinna sjálfboða- starf. Við félagar í golfklúbbn- um, Hvergerðingar og nær- sveitamenn standa í mikilli þakkarskuld við þann öfluga hóp sem stofnaði Golfklúbb Hveragerðis og byggði hann upp. Steingrímur var formaður klúbbsins fyrsta árið og fór lengi fyrir vallarnefnd klúbbs- ins, var drífandi og stýrði af festu framkvæmdum, öflun tækjakosts og umhirðu vallar- ins. Guðný var aldrei langt und- an, tók virkan þátt í starfsem- inni, lagði margt gott til og sá til þess að í skálanum væri eitt- hvað matarkyns á mörgum vinnudögum. Það má segja að í hugum félagsmanna hafi Guðný verið mamma klúbbsins, enda var hún oft kölluð það. Hún naut mikillar virðingar og var vel viðeigandi að hún var gerð að heiðursfélaga klúbbsins fyrir nokkrum árum. Þegar völlurinn var kominn í notkun var gaman að sjá þau hjónin njóta þess að leika golf á vellinum sem var þeim svo kær. Þau voru gjarnan á golfbíl og þekktu völlinn manna best. Eft- ir að Steingrímur féll frá hélt Guðný áfram tryggð við klúbb- inn til síðasta dags, lék golf, tók þátt í mótum og félagsstarfi. Baldur sonur þeirra hjóna sá til þess að Guðný kæmist á staðinn og ók oftast golfbílnum. Hann fór svo að taka þátt í golfleikn- um með henni. Ég kynntist Guðnýju löngu áður en ég fór að stunda golf, hún var líklega ein af fyrstu íbúunum í Hveragerði sem ég kynntist eftir að ég flutti til Hveragerðis. Þegar ég kom fyrst upp á golfvöll var notalegt að hitta þar fyrir þessa mætu konu. Hún tók á móti mér og minni konu opnum örmum og sýndi því mikinn áhuga að við hjónin værum að þreifa fyrir okkur í íþróttinni. Ég var líka svo heppinn að spila einn af mínum fyrstu golfhringjum með henni. Reyndist hún mjög þægi- legur meðspilari fyrir byrjand- ann og hvatti hann með upp- byggilegum hætti, þrátt fyrir að spilamennskan hafi ekki verið merkileg hjá mér. Guðný átti drjúgan þátt í þeirri upplifun okkar að við værum velkomin í klúbbinn. Fyrir hönd Golfklúbbs Hveragerðis sendi ég aðstand- endum Guðnýjar samúðarkveðj- ur Auðunn Guðjónsson, formaður GHG. Guðný Kristíana Valdimarsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Útfararþjónusta síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.