Morgunblaðið - 28.01.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.01.2015, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 ✝ Petrea KristínLíndal Karls- dóttir fæddist í Reykjavík 30. ágúst 1925. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 20. jan- úar 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðríður Lilja Sumarrós Kristjánsdóttir, húsmóðir, f. 20.6. 1903, d. 23.9. 1952, og Karl Gíslason, sjómaður, f. 14.7. 1897, d. 26.4. 1975. Petrea Kristín var elst af níu systkinum og eru þrjú þeirra á lífi. Petrea Kristín gift- ist 14.10. 1944 Gísla Teiti Krist- inssyni, f. 29.8. 1921, d. 1.3. 2005. Foreldrar hans voru Guðrún Er- lendsdóttir hús- móðir, f. 17.8. 1896, d. 26.11. 1975, og Kristinn Gíslason, skipstjóri, f. 19.11. 1895, d. 24.3. 1977. Petrea Kristín og Gísli Teitur eignuðust þrjár dætur en þær eru: 1) Emilía Líndal, f. 4.8. 1944. 2) Kristrún Líndal, f. 12.12. 1945. 3) Lilja Líndal, f. 4.4. 1947. Afkomendur þeirra Petreu og Gísla Teits eru nú 45 talsins. Petrea var alin upp í Vestur- bæ Reykjavíkur. Hún dvaldi þó tæp tvö ár barnæsku sinnar að Hofi í Öræfasveit. Hún stundaði ýmis störf á ungdómsárum sín- um, s.s. hjá Sanitas. Árið 1943 fluttist Petrea Kristín á Akra- nes, að Suðurgötu þar sem hún síðan bjó alla sína tíð. Á fullorð- insárum sínum starfaði Petrea Kristín einkum sem húsmóðir en hafði þó tímabundin störf tengd fiskvinnslu og lengst af við hrognavinnslu Vignis G. Jónssonar. Útför Petreu Kristínar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 28. janúar 2015, og hefst at- höfnin klukkan 14. Í dag kveð ég ömmu mína Pet- reu Kristínu Líndal Karlsdóttur. Um leið langar mig að nýta tæki- færið og heiðra þessa glæsilegu konu sem var allri fjölskyldunni mikil stoð og stytta og allir báru mikla virðingu fyrir. Amma Bíbí, eins og við barnabörnin kölluðum hana alltaf, er ein af þeim konum sem setja má í flokkinn „heimsins besta amma“. Amma var alltaf til staðar, alveg sama hvenær á lífs- leiðinni ég þurfti á henni að halda þá var hún alltaf reiðubúin að að- stoða, hvort sem var með ráð, spjall, faðmlag eða kossa. Ég gæti skrifað margar blað- síður um afrek heimsins bestu ömmu minnar. Ég man fyrst eftir mér kúrandi uppi í rúmi hjá ömmu Bíbí. Ég man að þetta voru einar bestu stundir mínar svona snemma morguns, þá var gott að skríða upp í til ömmu og saman hlustuðum við á morgunsögu út- varpsins. Við áttum einnig sam- eiginlegt áhugamál sem var að safna frímerkjum, það voru heil- agar stundir. Það var ýmislegt brallað á Suðurgötunni. Það var frekar frjálst uppeldið þá. Við frændsystkinin vorum oft að leika á dekkjaverkstæðinu sem var við hliðina á húsi ömmu og afa. Við fengum að skoða allt sem á verk- stæðinu var, eitt af því skemmti- legasta var að tjakka hvert annað upp og láta síga á tjakknum. Það endaði með einu tábroti. En auð- vitað leyfði amma okkur að fara aftur, lærðum bara að passa okk- ur. Amma og afi áttu stórt og flott „búningaherbergi“. Við barna- börnin gátum leikið inni í her- berginu tímunum saman en amma henti engu og átti því kjóla, háhælaskó, refaskinn og allt sem tilheyrir til leiks sem hefðarkona eða prinsessa, þetta var algjör draumaheimur. Ég man líka eftir veiðiferðun- um og bíltúrunum sem amma og afi fóru í ásamt stórfjölskyldunni. Þetta voru bestu fjölskylduferð- irnar. Stórfjölskyldan var mjög samheldin og við frændsystkinin ólumst nánast upp saman. Eitt er sýnir óeigingirni ömmu og afa var þegar amma Bíbí varð fimmtug. Þá buðu þau mér með til Spánar. Þessi ferð var eins og himnaríki. Á náttborðinu var tveggja lítra gosflaska og ég gat drukkið gos eins og vatn. Það er ekki hægt að minnast ömmu án þess að nefna heima- bakað bakkelsi og kökuboð. En hún var snillingur að baka og voru rúgkökur og pönnukökur í uppáhaldi hjá mér. Engar veislur voru hjá þér án konungsættar og auðvitað fékk ég endann. Það vissu allir. Ég er glöð að núna hittir þú afa aftur og eruð jafn mikil fyrir- mynd á himni og þið voruð hér á jörðu. Ég hef alltaf sagt að ef ég verð jafn hamingjusöm og þið voruð þá er ég heppin manneskja. Þið voruð alltaf fyrirmynd mín í þeim efnum, enda yndislegt að fylgjast með ykkur hvað þið vor- uð alltaf glöð og skemmtileg þeg- ar ég heimsótti ykkur. Ég vil einnig þakka allar stundirnar sem börnin mín fengu að njóta með ykkur. Elsku amma Bíbí, ég á eftir að sakna þín mikið. Bless amma mín, ég elska þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Inga Líndal. Að búa erlendis fylgir ákveðið stress hvað símtöl frá Íslandi varðar. Hjartað tekur kipp þegar símtöl koma snemma morguns eða seint að kvöldi. 20. janúar kom símtalið sem ég hef kviðið fyrir frá því ég flutti fyrir 25 ár- um. Amma Bíbí var dáin. Elsku besta amma mín sem var yndis- legasta og besta amma sem nokk- ur maður gat hugsað sér. Ég á svo margar minningar um ömmu sem ég get huggað mig við. Að vera svo heppin að hafa átt tíma með henni þrátt fyrir fjarlægðir. Tala við hana í síma og fengið hana í heimsókn til mín bæði til Danmerkur og Bretlands á með- an hún var heilsuhraust. Þegar elsku afi dó þá fór partur af ömmu með honum. Þau voru yndisleg hjón sem gerðu allt saman og þótti svo vænt hvoru um annað alla tíð. Amma tók öll- um opnum örmum og passaði alltaf upp á alla. Börnin mín voru svo heppin að hafa átt langömmu sem gaf þeim alltaf tíma og var svo blíð og góð við þau þó svo við byggjum langt í burtu. Það er svo sárt að kveðja þann sem maður hefur elskað svo mikið að manni finnst tárin aldrei ætla að hætta að streyma. En samtímis getur maður brosað og huggað sig við minningarnar um ömmu sem var skemmtileg, yndisleg, fyndin og á allan hátt frábær kona, en mest af öllu þá var hún amma mín. Amma Bíbí. Elsku amma, ég kveð þig nú og ég veit að þú ert loksins hjá afa þar sem þér leið alltaf best. Hvílið saman í friði. Margs er að minnast, margs er að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Ásdís Líndal. Það er svo skrítið að þegar einhver hefur alltaf verið til stað- ar, þá finnst manni eiginlega það muni alltaf vera þannig. En svo koma breytingarnar óhjákvæmi- legu og nú er Bíbí amma ekki lengur meðal okkar. Eftir situr minningin um allar yndislegu stundirnar sem ég átti með henni og afa. Amma mín var yndisleg kona sem alltaf var gott að heimsækja, leita ráða hjá og ég er svo heppin að hafa átt hana fyrir ömmu. En það er líka svo skrítið hvað kem- ur upp í kollinn á manni þegar minningar sækja að. Smáatriði sem við sjáum ekki dags daglega verða skyndilega hlaðin minn- ingum og hlýja manni um hjarta- rætur nú þegar amma er ekki lengur hjá okkur. Hornið í eldhúsinu, fiskifluga á jólunum, kaffikanna á borðinu – minnir mig á þig Jólabjalla í ganginum, konungsætt á borðinu, mávastell og hlátur – minnir mig á þig. Talstöð í stofunni, strauborð á ganginum, mynd af þér og afa – minnir mig á þig Hlýlegur faðmur, brosið og huggun, góðmennska og gæfa – minnir mig á þig. Elsku Bíbí amma, nú ert þú farin til afa. Í huganum sitjið þið saman á svölunum, horfið á hafið og bátana, drekkið kaffi, ræðið saman í einlægni, brosandi og sæl hvort með annað. Takk fyrir allt, elsku amma mín sem mér þótti svo óendan- lega vænt um. Eydís. Ég hef alltaf verið forvitin að eðlisfari og var oft að hnýsast í herbergjunum hjá langömmu og langafa. Einn daginn ráfa ég inn í hornherbergið uppfull af smá- kökum og tertum frá löngu. Þar var nóg að skoða fyrir forvitin barnsaugun, litlar styttur, bækur og gamlar ljósmyndir. Mynd af ungri stúlku fangar athygli mína. Stúlkan er svo falleg og framandi en samt svo kunnugleg og ég spyr löngu hver hún er. Ég verð að játa að ég varð nokkuð hissa þeg- ar hún sagði mér að þetta væri hún sjálf. Ekki af því að hún var falleg heldur af því hún var ung. Það kemur nefnilega að því augnabliki í lífi allra barna að þau uppgötva að fólkið þeirra átti líf áður en þau urðu til. Á þessu augnabliki áttaði ég mig á því að áður en hún varð langamma mín, amma móður minnar og móðir ömmu minnar var hún bara ung stúlka eins og ég átti eftir að verða. Áður en hún passaði mig, gaf mér heimalagaða kæfu á brauð og hlý faðmlög þá var hún ung stúlka í Reykjavík sem varð ástfangin af ungum strák frá Akranesi. Síðan giftist hún þess- um strák og flutti uppá Akranes þar sem þau stofnuðu fjölskyldu og fallegt heimili. Ég þykist ekki vita hvernig líf hennar var á þeim árum en geri ráð fyrir að það hafi verið eins og hjá okkur hinum sem feta svipaða slóð. Þegar ég kem til sögunnar þá er hún búin að ala upp sín börn, orðin amma og með mér verður hún langamma eða langa eins og ég kallaði hana. Hún hefur alltaf átt sérstakan sess í mínum huga fyr- ir brosið og faðmlögin sem hún var svo örlát á. Hún var falleg sál og sterk kona. Nú er ég sjálf búin að giftast mínum strák af Skaga og hef eignast með honum þrjú börn eins og langa og börnin mín voru svo heppin að kynnast langalangömmu sinni. Hún mun aldrei hverfa úr okkar huga. Við munum alltaf sakna hennar og alltaf minnast hennar með gleði og ást í hjartanu. Emilía Íris. Petrea Kristín Líndal Karlsdóttir Samferðamaður minn um fjöll og firnindi þessa lands, Gunnar Sæ- mundsson lögfræðingur, hefur nú kvatt þennan heim. Fyrst lágu leiðir okkar saman í ferð með Gesti Kristjánssyni far- arstjóra sem á tíunda áratugn- Gunnar Sæmundsson ✝ Gunnar Sæ-mundsson fæddist 12. febrúar 1931. Hann lést 28. desember 2014. Út- för Gunnars var gerð 5. janúar 2015. um og í byrjun aldarinnar skipu- lagði ferðir um fá- farnar slóðir á vegum Ferða- félags Íslands. Báðir vorum við áhugasamir um að reyna eitthvað nýtt og því urðu óbyggðaferðirnar með Gesti fleiri. Brátt kom í ljós að Gunnar var stórfróður um allt það sem fyrir augu bar í ferð- unum og kunni hann til alls góð ráð að leggja. Við Gunnar vorum oftast tjaldnautar og lét Gunnar í té forláta jöklatjald sitt sem ég bar á milli svefnstaða. Eitt sinn þegar við höfðum lagst til hvílu ræddum við saman ýmsa ferðakosti og þá kviknaði sú hugmynd að ganga frá Siglu- nesi á Barðaströnd og út í Skor en helsti farartálmi á þeirri leið er brattur klettur fyrir ofan Stálhlein. Síðar var lagt til við Ferðafélag Íslands að það skipulegði ferð þar sem gengin yrði þessi leið en þeirri málaleitan var synjað þar sem það þótti of áhættusamt að fara þennan legg. Nú ákváðum við Gunnar að taka frumkvæðið og sumarið 2004 skipulagði Gunnar ferð um Austur-Barðastrandar- sýslu þar sem þess yrði m.a. freistað að þræða blautt þang- ið í bröttum klettinum fyrir of- an Stálhlein. Héldum við Gunnar nú vestur við sjötta mann. Væntanlega hefur það hjálpað að nokkuð þurrt var daginn sem ætlunarverk okkar tókst og var okkur létt þegar við náðum um kvöldið í tjald- stað við Melanes á Rauða- sandi. Þetta markaði upphafið að samstarfi okkar sexmenn- inganna um gönguferðir um sunnanverða Vestfirði. Fljót- lega fórum við að kalla okkur Stálhleinunga og þá sem bætt- ust í hópinn í seinni ferðum hollvini okkar. Á vegum hóps- ins voru í allt skipulagðar ell- efu ferðir um hinn byggða hluta Vestfjarða sem ekki er síður tilkomumikill en Jökul- firðir og Hornstrandir. Fyrir hönd Stálhleinunga og hollvina þeirra sendi ég venslamönnum Gunnars inni- legar samúðarkveðjur. Arnbjörn Jóhannesson. ✝ Ástkær móðursystir okkar, GUÐRÚN INGIBJÖRG KRISTÓFERSDÓTTIR, Dúnna, Sogavegi 168, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut miðvikudaginn 21. janúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 29. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á sumarstarf KFUK í Vindáshlíð eða Kristniboðssambandið. Guðmundur Ingi, Sigurður og Elías Halldór Leifssynir. Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NANNA INGIBJÖRG HELGADÓTTIR, Boðaþingi 22, Kópavogi, verður jarðsungin föstudaginn 30. janúar kl. 13.00 frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartaheill. . Kristján Fr. Guðmundsson, Helga Kristjánsdóttir, Halldór Guðbjarnason, Guðmundur Fr. Kristjánsson, Jenný K. Steinþórsdóttir, Guðný Björg Kristjánsdóttir, Markús Jóhannsson, Smári Kristjánsson, Júlía Svavarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STURLA EIRÍKSSON, lést mánudaginn 19. janúar síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 30. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á ABC barnahjálp. . Solveig Thorarensen, Ingunn Ósk Sturludóttir, Björn Baldursson, Steinunn Rósa Sturludóttir, Óskar Sturluson, Þorgerður Jörundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Okkar kæra systir og frænka, ELÍN BJÖRNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 25. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ólöf Þóra Hafliðadóttir, Þorleifur Björnsson, Ragna Björg Björnsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Sturlaugur Björnsson, Guðbjörg Björnsdóttir, og fjölskyldur. Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, bróðir, tengdasonur og mágur, EYÞÓR FANNBERG, Þrastarási 4, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 24. janúar. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 29. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans. . Anna Þórunn Björnsdóttir, Brynjar Þór Eyþórsson, Bjartur Freyr Eyþórsson, Salóme Herdís Fannberg, Áskell Bjarni Fannberg, Þóra Kristjana Einarsdóttir, Kristjana Ólöf Fannberg, Gestur Helgason, Björn Þór Jónsson, Bryndís Steinþórsdóttir, Jón Þór Björnsson, Júlíana Vilhjálmsdóttir, Júlíana Vilhjálmsdóttir, Andrea Sigurvinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.