Morgunblaðið - 28.01.2015, Síða 31

Morgunblaðið - 28.01.2015, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 ✝ Björg Páls-dóttir fæddist á Siglufirði 31. júlí 1950. Hún lést í faðmi fjölskyld- unnar á heimili sínu Langeyrarvegi 8 í Hafnarfirði 14. jan- úar 2015. Eftirlifandi eigin- maður Bjargar er Guðjón Kristinn Bjarnason, f. 14. desember 1948. Synir þeirra eru Bjarni Sigurgeir Guðjónsson, f. 9.11. 1967, og Halldór Sigurbjörn Guðjónsson, f. 28.4. 1972. Eigin- kona Bjarna er Ancharin Pech- manee, f. 26.8. 1981. Unnusta Halldórs er Hrafnhildur Björns- dóttir. Hálfbræður föðurmegin eru: Jakop, Hreinn og Halldór sem allir eru látnir. Systkini Guð- jóns eru: Einar Páll, Elín Sigur- veig, Guðni, Bjarnveig og Gylfi. Björg ólst upp á Siglufirði og gekk þar í skóla. Hún kynntist eiginmanni sínum er hún vann á Suðureyri við Súgandafjörð. Þau fluttu saman til Súðavíkur á heimaslóðir Guðjóns. Þar vann Björg í Hraðfrystihúsinu Frosta hf. og sinnti húsmóðurstörfum og barnauppeldi. Árið 1980 fluttu þau til Hafnarfjarðar. Bjuggu fyrst á Laufvangi en bjuggu lengst af, yfir þrjátíu ár, á Langeyrarvegi 8. Björg vann ýmis störf eftir að hún flutti til Hafnarfjarðar. Lengst af, í tuttugu og tvö ár, vann hún hjá Ali í Hafnarfirði. Útför Bjargar fór fram í kyrr- þey að hennar ósk. dóttir, f. 8.4. 1982. Synir Halldórs og Hrafnhildar eru Guðjón Frans Hall- dórsson, f. 23.8. 2007, og Björn Breki Halldórsson, f. 15.5. 2010. For- eldrar Bjargar voru Páll Guðmundsson og Gyða Kristjáns- dóttir. Foreldrar Guðjóns voru Bjarni Sigurgeir Guðjónsson og Hólm- fríður Einarsdóttir. Alsystkini Bjargar eru Örn, Svanur (látinn), Valur, Guðmundur, María (látin) og Kristín. Hálfsystir Bjargar móður- megin er Inger Gréta Stefáns- Elsku Björg, ég vildi að ég hefði kynnst þér eins og hún mamma þekkti þig. Með rauða villta lokka, bálskotin í honum Gauja móðurbróður mínum. Þið að leiðast hönd í hönd í Súðavík. Því miður var það ekki, en ég sakna þín eins og ég kynntist þér í bernsku og á fullorðinsárum. Þú áttir alltaf hjálparhönd þegar maður leitaði til þín, varst alltaf með bros á vör þegar mað- ur sá þig og það var alltaf svo gaman að koma til ykkar í heim- sókn á Langeyrarveginn. Það sem mér er mjög minn- isstætt er að við fjölskyldan töl- uðum aldrei um Björgu eða Gauja, heldur Björgu og Gauja. Svo samhent voruð þið hjónin. Mér eru líka ofarlega í huga allar heimsóknirnar til okkar í Mos- fellsbæinn sem var fremur fátítt vegna einhverfu Þórðar bróður míns. Þú komst þá alltaf færandi hendi, sérstaklega til hans Þórð- ar sem varð mjög lukkulegur. Þið hjónin og synir ykkar voruð alltaf svo natin við hann og eruð í raun og veru einu ættingjarnir sem hann þekkir. Takk fyrir að þú komst í brúð- kaupið okkar Saads, líka þar sem ykkur hjónunum, sem og öðrun veislugestum, var boðið með mjög stuttum fyrirvara. Það var svo gaman að sjá ykkur aftur þar sem ég er búin að búa erlendis síðustu árin. Síðasta sumar hitti ég þig í síð- asta skipti áður en þú varðst veik. Þetta var í júní og sól og blíða úti. Þið komuð í heimsókn í Mos- fellsbæinn og Gaui reytti út úr sér einn brandarann á eftir öðr- um og við öll hlógum mikið. Ég man að þú varst svo brún og úti- tekin og svo falleg. Ég á eftir að sakna þessara samvista. Elsku Gaui … engin orð geta lýst hvað þú hefur misst. Megi æðri máttur vaka yfir þér og veita þér stuðning. Elsku Bjarni, Halldór og fjölskyldur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Fríða Metz (fædd Jónsdóttir). Það er árið 1966 vestur í Súða- vík. Í fallegu haustveðri leiðist ungt par upp stíginn heim að Dalbæ. Hún er nýorðin sextán ára og hann á nokkra mánuði eft- ir til að fylla átján árin. Þau eru greinilega bálskotin og lífið er skemmtilegt og hrífandi með öll- um sínum tilbrigðum. Árið er 2014 milli jóla og ný- árs. Á Langeyrarvegi 8 í Hafn- arfirði sitja samhent hjón. Á borðinu er kerti og utan um það er kúlulaga hús. Hún segir er ég býð fram aðstoð: „Við Guðjón kveikjum saman á kertinu.“ Hann hefur misst vinstri hand- legginn og hún er orðin lömuð vinstra megin. Saman kveikja þau á kertinu með heilu höndun- um sínum. Þannig studdu þau hvort annað Guðjón bróðir minn og Björg kona hans. Í veikindum Gauja fyrir rétt rúmu ári var hún hans stoð og stytta og nú er það hann sem aðstoðar í hvívetna. Fyrr í mánuðinum hefur hún sagt: „Við Guðjón gerum þetta saman meðan við getum.“ Það gerðu þau svo sannarlega. Hann var vakinn og sofinn yfir henni. Synir þeirra lögðu af mörkum allt sem þeir megnuðu. Það var fal- legt að horfa á hversu samhentir feðgarnir voru í að uppfylla þá ósk hennar að fá að deyja heima. Hún Björg mín var heimakær og átti fallegt og notalegt heimili, þangað sem einstaklega gott var að koma. Alltaf var maður vel- kominn. Hún var öllum góð bæði manneskjum, dýrum og jurtum. Garðurinn hennar skartaði sínu fegursta hvert sumar enda hlúð að með nærgætni. Það má yfir- færa þetta yfir á allt annað sem Björg kom nálægt. Hún sinnti öllum af alúð. Litlu ömmu strákarnir Guðjón Frans og Björn Breki voru miklir gleðigjafar. Þau voru mikið með þá og oft gistu þeir hjá þeim. Það var ekki talið eftir að hlaupa með þeim eða hjóla. Þá var einstakt samband hennar við Einar, sem var stjúp- sonur Halldórs fyrstu æviárin. Þó að samband þeirra Hönnu og Halldórs slitnaði þá hélst rækt- arsemi og væntumþykja í garð Einars alla tíð. Fyrir um tuttugu árum var kisa ein að flækjast úti við. Björg fór að gefa henni á disk úti á stétt. Þar kom að kisan Snúlla var komin að því að gjóta og gæðakonan Björg tók hana auð- vitað inn til sín. Þar gaut hún kettlingum og einum þeirra Kol, var haldið eftir. Kisurnar hefðu ekki getað fengið betri stað og þannig var um þá sem voru í ná- lægð Bjargar. Það var gott að eiga hana að. Björg var hamhleypa til allrar vinnu. Hún var mikill orkubolti og alltaf að. Heimilið alltaf hvít- skúrað og frystikistan full af bakkelsi. Hún var greind, skemmtileg og glaðvær og hafði einstaklega gott skaplyndi. Ófáar stundirnar höfum við hjónin ásamt þeim Björgu og Gauja set- ið saman og rætt um menn og málefni, bækur eða bíómyndir. Björg var ásamt Guðjóni sínum, sem hún ávallt kallaði svo en aldrei gælunafninu Gaui eins og við hin, ræktarsöm og hlý við alla. Þau komu í heimsóknir og þau voru ávallt til taks ef eitthvað bjátaði á. Elski Gaui, Bjarni, Halldór, Ancherine, Hrafnhildur, Guðjón Frans og Björn Breki. Innilegar samúðarkveðjur. Þið hafið öll misst mikið. Ég kveð elsku Björgu mína með djúpum söknuði og þakka samfylgdina. Þín mágkona og vinkona. Bjarnveig Bjarnadóttir. Björg Pálsdóttir Katrín Ríkharðsdóttir ✝ Katrín Rík-harðsdóttir fæddist 17. janúar 1956. Hún lést 1. janúar 2015. Út- för Katrínar var gerð 12. janúar 2015. an, fórum á matar- kynningar og átt- um margsinnis ljúfar stundir við handavinnu. Kata var mikil prjóna- kona og var mjög vandvirk í höndun- um og ekkert var það sem Kata gat ekki prjónað og heklað. Elsku Kata mín, ég kveð þig með söknuði og takk fyrir góða vin- áttu og hjálpsemi gegnum árin. Megir þú hvíla í friði. Elsku Stebbi, Hafdís, Sigur- vin, Ísabella og Ísafold, ættingjar og vinir, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Klara Björnsdóttir. Elsku Kata, ég vil þakka þér fyrir allt gamalt og gott gegnum árin. Við kynntumst árið 2004 þegar við unnum saman í Áslandsskóla og fundum það fljótt að við ættum eftir að vera vinkonur. Við áttum það sameig- inlegt að hafa ástríðu fyrir mat og vera innan um pottana og mat- arilminn. Þær voru margar stundir sem við áttum saman í eldhúsinnu sem fylltist af hlátri þínum og fjöri. Þú varst ávallt tilbúin að rétta fram hjálparhönd ef aðstoð vant- aði og líka í mínu pesónulegu lífi, þar sem þú stóðst vaktina í eld- húsinu í brúðkaupi okkar hjóna og fermingu elsta sonar míns. Það eru stundir sem ég mun varðveita hjá mér. Við stelpurnar í vinnunni, eins og Kata kallaði okkur, skemmtum okkur oft sam- Mig langar með nokkurm orðum að minnast kærrar syst- ur minnar sem nýlega lést fyrir aldur fram. Laufey systir mín var rúmum þremur árum eldri en ég og þegar ég kom til sög- unnar eina stelpan í hópi fimm stráka á heimilinu. Seinna átti reyndar eftir að fjölga talsvert í hópnum. Stóra systir var ákaflega bráðger stelpa, ákveð- in og stjórnsöm. Fyrir mömmu, sem alltaf var störfum hlaðin, var Laufey hvalreki, ekki bara vegna sinnar eigin framtaks- semi á heimilinu heldur ekki síður vegna þeirrar fyrirmynd- ar sem hún var okkur systk- inum sínum. Af Laufeyju lærði ég margt sem hefur reynst mér vel á lífsleiðinni. Hún kenndi mér að það er hægt að framkvæma verk með mismun- andi hætti, vel og illa og allt þar á milli og að það er svo miklu meira gaman að gera hlutina vel en illa. Hún kenndi mér til dæmis að ganga frá í eldhúsi eftir máltíðir. Mér fannst ég búinn þegar ég hafði þvegið öll ílátin, þurrkað þau og komið þeim fyrir á sínum stað. En þá sýndi Laufey mér hve eldhúsið leit miklu betur út ef þurrkuð var öll bleyta af vaskaborðinu og síðan vaskin- um sjálfum. Oft skapaðist skemmtileg stemning í kring- um þessar tiltektir sem, þökk sé Laufeyju, varð oft að skemmtilegri hópsamvinnu systkina. Tryggð var eitt af einkennum systur minnar. Hún var alltaf vinur vina sinna og systkini hennar og gamla fjöl- skyldan af Sogaveginum átti alltaf vísan stað í hjarta henn- ar. Þó hélt ég í eitt skipti að hún myndi úthýsa mér þaðan Laufey Steingrímsdóttir ✝ Laufey Stein-grímsdóttir fæddist í Reykja- vík 3. júní 1948. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 11. jan- úar 2015. Útför Laufeyjar fór fram frá Kefla- víkurkirkju 23. janúar 2015. enda ástæður ærnar til þess. Laufey var að fara að gifta sig honum Hannesi sem varð hennar trausti lífsföru- nautur til síðustu stundar. „Stenni bróðir“, sem þótt- ist hæfur í hlut- verkið, átti að sjá um að taka mynd- ir við athöfnina. Presturinn og kirkjugestir hlýddu hverri ábendingu hans um uppstill- ingu og gleðin og eftirvænt- ingin skein úr andliti brúðar- innar. Þetta var stóri dagurinn í lífi hennar og Stenni bróðir átti að sjá til þess að minningin um hann yrði varanlega fest á filmu. Þetta átti ekki að geta klikkað. Drengurinn bar sig faglega og myndavélin var margreyndur stólpagripur. En gráglettni örlaganna gerir það ekki endasleppt. Ég hafði gleymt að setja filmu í mynda- vélina. Nú á dögum farsíma- myndavéla væri svona óhapp ekki eins afdrifaríkt og þá, Laufey blessunin fyrirgaf mér þetta ólán en sjálfur skamm- aðist ég mín lengi. Systir mín kynntist bæði meðlæti og mót- læti í sínu lífi. Hún átti góðan mann, gott heimili og stóran hóp afkomenda sem elskuðu hana og virtu. Hjúkrunarfræð- in sem snemma varð hennar markmið á menntabrautinni veitti henni fullnægju í starfi. Það var því áfall fyrir hana að þurfa að lúta erfiðum sjúkdómi og hverfa af vinnumarkaðinum, ennþá á besta aldri. En aldrei heyrðist uppgjafartónn í Lauf- eyju og baráttuþrek hennar var með ólíkindum fram á síð- asta dag. Oft gerði hún okkur skömm til sem áttum að heita líkamlega heil. Fram á síðustu stundu var hún gefandi fyr- irmynd okkur sem nutum ná- vistar við hana. Fallegt bros hennar og hlýleg orð lifa með okkur sem eftir lifum. Vertu blessuð, elsku systir, og takk fyrir mig. Steinþór (Stenni). Við Jórunn höfum þekkst lengi. Anton heitinn maður henn- ar og Áskell maður- inn minn voru saman með fyrirtæki sem þeir stofnuðu 1972 og er starfrækt enn. Anton lést, allt of ungur, árið 2006 og ráku fjölskyldur okkar fyrirtækið saman þar til 2012. Það sem einkenndi Jórunni var hennar hlýja og góða nærvera. Hún var stolt kona og bar ekki til- finningar sínar á torg en þegar maður kynntist henni þá var stutt í grínið og minnugri manneskju hef ég ekki kynnst . Það var gaman að rifja upp með henni gamla daga. Hún mundi ótrúlegustu atriði. Þau Anton ferðuðust mikið og hélt Jór- unn alltaf ferðadagbók og gat þar af leiðandi rifjað upp skemmtileg atvik af ferðum sínum. Jórunn var virk í hinum ýmsu félögum og þar stóð hún sig með sóma. Allt sem hún tók sér fyrir hendur virtist einhvernveginn leika í höndunum á henni. Hún vann lengi hjá Vátryggingarfélag- inu (VÍS) og veit ég að þegar hún hætti þar þá söknuðu margir kúnnar hennar mikið. Jórunn var mikil fjölskyldu- manneskja og það sást alltaf hvað hún var mikill vinur barna sinna og ekki síður vinur vina þeirra. Þau þurfa nú að sjá af yndislegri móður og vini. Virðing, lífsgleði, góð- mennska og hlýja er óhætt að Jórunn Jónasdóttir ✝ Jórunn Jónas-dóttir fæddist 12. mars 1942. Hún lést 12. janúar 2015. Útför Jór- unnar fór fram 20. janúar 2015. segja að hafi ein- kennt allt fas Jór- unnar. Blessuð sé minning hennar. Við Áskell vottum börnum, barnabarni, tengdabörnum og öðrum fjölskyldu- meðlimum okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur. Jóhanna. Í dag kveðjum við kæra vin- konu, Jórunni Jónasdóttur. Það tókst með okkur góður vinskapur þegar við störfuðum saman í stjórn Oddfellowstúkunnar Stein- unnar. Jórunn var ein af þessum kon- um sem láta ekki fara mikið fyrir sér og vann sín störf af alúð og vandvirkni. Hún var mjög fáguð og að kíkja til hennar í molasopa varð einhvern veginn alltaf að mjög huggulegum kaffisopa, fal- lega lagt á borð og smá kruðerí í skál. Hún sýndi af sér ótrúlega þrautseigju í veikindum sínum og lét þau ekki stoppa sig þó kraft- urinn væri ekki sem mestur, það kæmi að því að nógur tími væri til að hvíla sig. Nú sé ég hana fyrir mér í sól og sumaryl innan um fal- leg blóm í sumarlandinu, lausa við alla verki og vanlíðan. við hlið Tona síns Lát minninganna mildu blóm mýkja og græða sárin En ljúfra tóna enduróm Ylja og þerra tárin. (Á.B.) Vertu sæl, kæra vinkona. Vigdís. ✝ Hjartans þakkir sendum við til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samhug og deildu góðum minningum með okkur við andlát og útför GUÐRÚNAR ÞÓRHALLSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Höfn og á Hrafnistu. Helga Jóhannesdóttir, Halla Jóhannesdóttir, Þórhallur Jóhannesson, Þorleifur Jóhannesson, Börkur Jóhannesson, Pétur Bolli Jóhannesson, Grétar Anton Jóhannesson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Það er með sökn- uði og sorg í hjarta sem við kveðjum elskulegan vin, Snorra. Guð hef- ur fengið góðan engil sér við hlið. Það er ekki oft á lífsleiðinni, sem maður kynnist slíku góð- menni, hjartahlýjum og heiðar- legum manni sem Snorra, sem hafði mjög góða nærveru. Kynni okkar í upphafi fyrir ca. 35 árum voru viðskiptalegs eðlis, sem þróuðust yfir í góða vináttu. Snorri var mikill lífskúnstner. Öll hönnun, myndlist, ferðalög og matarmenning voru honum hugleikin. Síðari ár, eftir að Snorri Hauksson ✝ Snorri Hauks-son fæddist á Akureyri 1.7. 1936. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 14.1. 2015. Útför Snorra fór fram 21. janúar 2015. Snorri minnkaði við sig vinnuna, keyptu þau Christa sér fal- legt athvarf á Spáni, þar sem þau hafa oft dvalið hin síðari ár. Það var alltaf tilhlökkun á haustin að fá þau heim. Það eru margar skemmti- legar og fallegar minningar, sem við eigum við ferðalok. Stærsta gæfa Snorra í lífinu var eigin- kona hans Christa og strákarnir. Hið mannlega jarðlíf að ferða- lokum er ekki alltaf ljóst, oft ótímabært og þungbært. Við kveðjum elskulegan vin Snorra með söknuð í hjarta. Elsku Christa, Daníel, Þorsteinn, Kjartan og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð blessa ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Ásta Denise og Sverrir Vilhelm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.