Morgunblaðið - 28.01.2015, Síða 36

Morgunblaðið - 28.01.2015, Síða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu ekki aðra hrifsa til sín það sem í raun er þinn hlutur. Taktu við því sem að þér er rétt, jafnvel þótt það sé lítilsvert, því annað getur valdið sárindum og reiði. 20. apríl - 20. maí  Naut Í dag gætir þú átt það til að gagnrýna fólk um of. Líttu í kringum þig og sjáðu að þar er ýmislegt, bæði fólk og verk, sem þú mátt ekki vanrækja. Gefðu þér tíma til að sinna þínum nánustu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Svo virðist sem helsti áhrifavaldur þinn hafi haft óæskileg áhrif á þig, en þetta eru frábærar fréttir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú getur tekið mjög skynsamlegar og hagnýtar ákvarðanir í vinnunni í dag. Sýndu sveigjanleika og láttu berast með straumnum því óvænt röskun hins daglega amsturs getur orðið spennandi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það hefur ekkert upp á sig að æpa á aðra og slík ósanngirni lagar ekki stöðuna. Gerðu þér grein fyrir því hvers vegna það sækir á þig að breyta lífi þínu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hæfileikar þínir til þess að rannsaka eitthvað í fortíðinni eru með mesta móti núna og á næstu vikum. Láttu það eftir þér að leika þér svolítið. Skoðaðu vandlega alla skilmála. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér hafa verið fengin völd yfir störfum annarra. Hugsanlega talar það máli annarra við stjórnendur. Gerðu það sem til þarf. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það kann ekki góðri lukku að stýra ef þú hefur ekki samráð við þína nán- ustu um hluti sem snerta ykkur öll. Brettu upp ermarnar og láttu ekkert stöðva þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er jafn auðvelt að gera eitt- hvað sem maður hefur ekki gert áður og að endurtaka sig í sífellu. Stuttar ferðir, samtöl við samstarfsfólk og samningaviðræður munu halda þér við efnið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Viljirðu komast hjá óþægindum skaltu ekki blanda saman starfi og leik. Kannski er meðvitundin að tala. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Óvænt atvik verða oft til þess að kenna okkur hvers virði það er sem okkur finnst sjálfsagt. Skipstu á að beita ímyndunaraflinu og hagnýtu viðhorfi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ferð í öfgaskap sem þú ert þekktur fyrir; enginn millivegur þar. Rósemi og ein- beiting eru lykilatriði til þess að ná árangri. Björn Ingólfsson vék að því áLeirnum að á Boðnarmiði væri fimmskeytlan rifjuð upp. Því væri rétt að halda á lofti 6u-hættinum svokallaða sem Ingi Steinar Gunn- laugsson fann upp hér um árið. Sex ljóðlínur, fimm bragliðir hver og sjöunda línan undantekningarlaust eitt u. Hann yrkist svona: Sól úr austri á þessum þriðjudegi þrotlaust heitum geislum sínum eys. Jakob bóndi handa kúnni heyi hefur lokið við að troða í meis. Það er annars þokkalegur peyi þrekvaxinn með rauðan skúf í peys- u. Þessa 6u kallar Björn Ingólfsson „Konsert í 6u“: Yfir salinn bylmingsraddir berast, í bláu ljósi stendur mannakór. Það er ljóst að bassinn syngur sverast sem er gott, því tenórinn er mjór. En hér er eitthvað undarlegt að gerast, alltaf finnst mér heyrast mest í Þór- u. Bjarka Karlssyni þykir hátturinn skemmtilegur. – „Hann verð ég að prófa þó að sé svo rúinn hugmynda- flugi að ég yrki alltaf um það sama“: Þó lífsins bók þú lengur ekki skrifir svo laus við dagsins vandamál og nauð, í kaldri gröf, og ekki lengur lifir þá logar minning björt um þveran sauð; um þetta, hvernig afi minn fór yfir allar lífsins krossgötur á rauð- u. Björn Ingólfsson getur ekki orða bundist: „Aldrei fyrr hefur 6u- hátturinn sannað jafn rækilega mátt sinn. Alveg til loka sjöttu línu í þessu eridi er afi sami gamli nagl- inn á sama gamla Rauð en er skyndilega kippt af reiðgötum 19. aldar inn í umferðarljós nútíma- umferðar í Reykjavík með þessum eina litla bókstaf. Vel af sér vikið!“ Nú tekur hver vísnasmiðurinn af öðrum þátt í leiknum. Pétur Stef- ánsson lætur eina 6u í púkkið: Ærið margt er hérna sagt og svikið. Sóðaleg hún var en ekki löt, því ána sína mjólkaði hún mikið meir en flestir, enda býsna hvöt. Samt skal nú að sannleikanum vikið; Sigga vildi aldrei skipta um föt- u. Hallmundur Kristinsson yrkir: Ekki er alltaf gott við því að gera, en grjótfúlt þykir mörgum eilíft pex. Þegar menn í bæjarlækinn bera barmafulla skál í honum vex. Skáldin hugsa: Skyldi ekki vera skemmtilegt að gamna sér við sex- u? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af 6u-hætti og gömlum vísum í því ljósi MEÐ AUKA OSTI Í klípu „HÚN VIRKAR LÍKA SEM KARAÓKÍ-VÉL“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VILTU SJÁ HVAÐA VIÐBÆTUR ERU MÖGULEGAR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að deila yndislegasta degi lífs ykkar. HALLÓ, ER ÞETTA HJÁ HRAÐ- PIZZUM? MIG LANGAR Í STÓRA PEPPERÓNI... UM... SJÚPPP MEÐ AUKAOSTI ÞESSIR KUNNASITT FAG FYLGDU RÁÐUM MÍNUM, OG GIFSTU RIDDARA MEÐ SKÍNANDI BRYNJU! AF HVERJU, MAMMA? ÞÚ MUNT SPARA STÓRFÉ Á ÞVOTTASÁPUNNI EINNI SAMAN! Nýjasta mynd Clints Eastwoodhefur slegið í gegn í Bandaríkj- unum. Hún hefur einnig vakið harðar deilur. Myndin fjallar um Chris Kyle, sem var leyniskytta í Írak. Að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins skaut hann 150 manns til bana. Sennilega má bæta hundrað manns við þá tölu. Í umsögn í blaðinu Nat- ional Review, sem hallast til hægri, sagði að Eastwood hefði fært Banda- ríkjamönnum „stríðshetjuna“, sem hefði vantað frá því að stríðið hófst. Þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore, sem er á vinstri kantinum, leyfði sér að segja að í sín- um huga væru leyniskyttur „heiglar“ og leyniskytta hefði skotið frænda sinn í seinni heimsstyrjöld sagði New Gingrich, fyrrverandi leiðtogi repú- blikana í fulltrúadeild Bandaríkja- þings, að hann ætti að „verja nokkr- um vikum með ISIS og Boko Haram“. Sarah Palin, fyrrverandi frambjóðandi repúblikana til vara- forseta, sagði að Moore og aðrir gagnrýnendur myndarinnar væru „ekki hæfir til að bursta hermanna- stígvél Chris Kyles“. x x x Eastwood vill greinilega ekki aðpólitísk öfl eigni sér myndina. Hann segir að hún sé ádeila á stríð. Hún sýni hvernig stríð sundri fjöl- skyldum og rústi einstaklingum. Hún sýni hvernig hermennirnir komi heim örkumlaðir á sál og líkama. Kyle lifði af átökin í Írak. Hann var skotinn til bana á skotæfingasvæði í Bandaríkjunum. Banamaður hans var einnig fyrrverandi hermaður, þjáður af áfallastreituröskun. Nú er því haldið fram að vegna myndar- innar og umtalsins um hana geti réttarhöldin yfir banamanni Kyles ekki orðið sanngjörn. x x x Víkverji hljóp á sig í síðustu vikueins og margir aðrir þegar hann greindi frá því að tímamót hefðu orð- ið í fjölmiðlun. Götublaðið The Sun væri hætt að birta ljósmyndir af ber- brjósta stúlkum á síðu þrjú. Þetta reyndist auglýsingabrella. Blaðið hætti að birta slíkar myndir í nokkra daga, en tók svo aftur til við fyrri iðju þegar fréttin hafði farið um heims- byggðina. víkverji@mbl.is Víkverji Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. (Sálmarnir 16:11)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.