Morgunblaðið - 28.01.2015, Page 38

Morgunblaðið - 28.01.2015, Page 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Myrkir músíkdagar hafa allt frá stofnun verið einn mikilvægasti vettvangur framsækinnar tónlistar á Íslandi, en hátíðin fagnar í ár 35 ára afmæli,“ segir Kjartan Ólafs- son, listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Myrkra mús- íkdaga 2015 sem sett verður á morgun og stendur til sunnudags- ins 1. febrúar. Kjartan er sem kunnugt er líka formaður Tón- skáldafélags Ís- lands sem stóð að stofnun hátíð- arinnar á sínum tíma, en félagið fagnar 70 ára af- mæli sínu síðar á árinu. „Þetta er því tvöfalt af- mælisár.“ Aðspurður segir Kjartan listrænar línur Myrkra músíkdaga (MM) ávallt hafa verið einfaldar og því þjónað vel tilgangi sínum. „Aðaláherslan er alltaf á íslenska tónlist. Í öðru lagi leggjum við mikið upp úr nýrri tónlist og þess vegna stefnum við að því að frumflytja ávallt eins mörg ný íslensk verk og hægt er. Þriðja leiðarljósið okkar er fjöl- breytni, jafnt í tónlistinni sjálfri sem aldursbreidd tónskáldanna, en nær allar kynslóðir íslenskra tón- skálda koma hér við sögu,“ segir Kjartan og tekur fram að íslensk tónskáld séu afar virk auk þess sem tónlistarfólkið sem fram komi á hátíðinni sé mjög áhugasamt um að flytja nýja íslenska tónlist. Litið aðeins til baka Á þeim fjórum dögum sem hátíð- in stendur verður boðið upp á átján tónleika, þrjá fyrirlestra og eina vinnustofu, sem haldin er í sam- starfi við STEF á morgun kl. 10. Þar er um að ræða vinnustofu með Tim Brooke tónlistarforleggjara frá Faber Music. Viðburðurinn er ókeypis, en skrá þarf þátttöku sína á vef hátíðarinnar. „Berglind María Tómasdóttir flautuleikari verður með opnunar- atriði í Hörpuhorni á morgun kl. 17 þar sem hún býður áhorfendum að taka þátt í tónsköpun sinni sem út- varpað verður í beinni útsendingu á Rás 1,“ segir Kjartan og tekur fram að MM hafi í gegnum tíðina átt einkar farsælt samstarf við RÚV sem taki upp mikinn fjölda tónleika hátíðarinnar til útsend- ingar síðar. Tónverk Berglindar Maríu nefnist Myrkraverk og um frumflutning á verkinu verður að ræða. „Að venju leikur Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á opnunartónleikum hátíðarinnar, að þessu sinni undir stjórn Petri Sakari. Á tónleikunum verður litið aðeins til baka, því Þor- kell Sigurbjörnsson og Leifur Þór- arinsson verða í forgrunni,“ segir Kjartan og tekur fram að þannig hafi skipuleggjendur hátíðarinnar viljað minnast látinna félaga sinna, en Þorkell var ásamt Atla Heimi Sveinssyni stofnandi MM á sínum tíma. Eftir Þorkel verða flutt verk- in Ymur og kontrabassakonsertinn Niður, en einleikari er Hávarður Tryggvason. Eftir Leif verða flutt Hnit og Fiðlukonsert, en einleikari er Sigrún Eðvaldsdóttir. Á tónleik- unum sem fram fara í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld kl. 19.30 verður einnig frumflutt verkið Lupus chor- ea eftir Hilmar Þórðarson. Söngleikur fyrir börn og ný ópera kynnt til sögunnar „Það er nær ómögulegt að gera upp á milli einstakra tónleika, enda er fjölbreytnin svo mikil og yfir- bragð tónleikanna afar ólíkt,“ segir Kjartan þegar hann er beðinn að nefna hvað beri hæst á hátíðinni í ár. „Konur eru áberandi á hátíðinni í ár. Sem dæmi verður boðið upp á opna vinnusmiðju þar sem áhorf- endum gefst tækifæri á að vera flugur á vegg í miðju sköpunarferli nýrrar óperu eftir Önnu Þorvalds- dóttur sem nefnist UR og leikstýrð er af Þorleifi Erni Arnarssyni,“ segir Kjartan, en vinnusmiðjan fer fram í Norðurljósum Hörpu 31. janúar. „Sunnudaginn 1. febrúar verður nýr söngleikur fyrir börn, sem nefnist Björt í Sumarhúsi, eftir Elínu Gunnlaugsdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur frumfluttur í Kaldalóni kl. 13. Elín verður einnig með dagskrá fyrir börn í Hörpu- horni laugardaginn 31. janúar kl. 14. Kvennahljómsveitin Nordic Af- fect frumflytur á tónleikum í Norð- urljósum laugardaginn 31. janúar kl. 13 m.a. verkið Atonement eftir Pál Ragnar Pálsson og Tombeau eftir Taylan Susam. Auk þess má nefna að Tinna Þorsteinsdóttir pí- anóleikari frumflytur tíu ný verk fyrir dótapíanó,“ segir Kjartan, en tónleikar Tinnu fara fram í Kalda- lóni sunnudaginn 1. febrúar kl. 18. „Kammersveit Reykjavíkur og Caput hafa tekið þátt í hátíðinni eins lengi og elstu menn muna. Kammersveitin mun á tónleikum sínum í Norðurljósum sunnudaginn 1. febrúar kl. 20 undir stjórn Bern- harðs Wilkonssonar frumflytja verkið Alkul fyrir kantele og strengjasveit eftir Huga Guð- mundsson, Konsert fyrir selló og strengjasveit eftir Dobrinku Taba- kovu, Double Image op. 49 fyrir strengjasveit eftir Hafliða Hall- grímsson og Musik der Unzeitlich- keit I eftir Kolbein Bjarnason. Ein- leikarar eru Eva Alkula á kantele og Sigurður Bjarki Gunnarsson á sello. Á tónleikum Caput í Norður- ljósum föstudaginn 30. janúar kl. 20 verða undir stjórn Guðna Franz- sonar frumflutt verkin Memoria for piano and ensemble eftir Úlfar Inga Haraldsson, Impressionen og Expressionen eftir Atla Heimi Sveinsson og The Drift of Mel- ancholy eftir Snorra Sigfús Birg- isson. Einsöngvari er Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og einleikari Tinna Þorsteinsdóttir á píanó.“ Síð- ast en ekki síst nefnir Kjartan raf- tónleika í Kaldalóni annað kvöld kl. 22. „Raftónleikarnir eru vaxandi vettvangur fyrir yngra fólkið.“ Blikur á lofti Frá árinu 2012 hafa Myrkir mús- íkdagar verið haldnir í Hörpu og verða það líka í ár, að því undan- skildu að fyrirlestrar eru haldnir í húsnæði Listaháskóla Íslands. „Harpa er stórkostlegt tónlistarhús og starfsfólk þess vinnur frábært starf sem hefur haft mjög jákvæð áhrif á hátíðina í heild sinni. Við vonumst til að geta haldið áfram á sömu braut, en því ber ekki að leyna að sífellt erfiðara er að reka slíka hátíð á þeim forsendum sem eru til staðar í dag í samfélaginu,“ segir Kjartan og tekur fram að ýmsar aðrar blikur séu á lofti. „Frá hruni hefur íslenskt tónlist- arlíf þurft að taka á sig niðurskurð frá opinberum aðilum og óttast menn að skerða eigi enn frekar starfsvið og starfsumhverfi ís- lenskrar tónlistar,“ segir Kjartan og nefnir í því samhengi skattlagn- ingu á tónlist, fjármagsskerðingu til tónlistarviðburða og tónlistar- menntunar, skerðingu á samkeppn- issjóðum til tónlistar ásamt niður- skurði til menningarstofnunarinnar RÚV. „Þessari þróun þarf að snúa snarlega við enda eru óteljandi tækifæri og möguleikar í íslensku samfélagi í dag til að efla íslenskt tónlistarlíf og stuðla þannig að framþróun og fjölbreytni tónlistar á Íslandi, enda hafa allar rannsóknir og kannanir á þessu sviði sýnt að tónlistarlífið í heild sinni gefur samfélaginu aukið menningarlegt gildi ásamt efnahagslegum ávinn- ingi.“ Allar nánari upplýsingar um dag- skrána og flytjendur má nálgast á myrkir.is auk þess sem dagskrá hvers dags verður birt hér á menn- ingarsíðum Morgunblaðsins. „Tvöfalt afmælisár“  Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefst í Hörpu á morgun  35 ár frá stofnun hátíðarinnar  18 tónleikar á næstu fjórum dögum auk fyrirlestra  Konur áberandi í ár í hópi tónskálda Kjartan Ólafsson Myrk Berglind María Tómasdóttir. Barnastarf Elín Gunnlaugsdóttir. Strengir Hafliði Hallgrímsson. Ópera Anna Þorvaldsdóttir. Bjartsýnn Hugi Guðmundsson. Endurlit Þorkell Sigurbjörnsson. Ekkert bensín, takk. Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.