Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 28. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Bengal-kettirnir komnir heim 2. Neyðarástand í New York 3. Árni Páll sprakk úr hlátri 4. „Veðurteppt“ á Barbados »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Són- ar Reykjavík, sem fram fer í Hörpu 12.-14. febrúar, liggur nú fyrir og munu alls 68 hljómsveitir og lista- menn koma fram á hátíðinni í ár. Meðal þeirra sem koma fram á hátíð- inni í ár eru Jamie xx og SBTRKT frá Bretlandi, TV On the Radio og Jimmy Edgar frá Bandaríkjunum, Todd Terje og Kindness frá Noregi, hin rúss- neska Nina Kraviz og Daninn Paul Kalkbrenner. Fjöldi íslenskra hljóm- sveita og tónlistarmanna treður einn- ig upp, m.a. Mugison, Prins Póló, og Samaris einn þekktasti flytjandi danstónlistar á heimsvísu, Skrillex, sem sést á myndinni, kemur fram á lokakvöldi hátíðarinnar en hann er vanur því að spila á mun fjölmennari hátíðum en Sónar Reykjavík. 68 hljómsveitir og listamenn á Sónar  Stuttmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Hvalfjörður, hlaut í fyrrakvöld verðlaun í Serbíu á kvikmynda- og tónlistarhátíð leik- stjórans Emirs Kusturica, Kusten- dorf International Film and Music Festival, og nefnast þau Brons- eggið. Eru það 18. alþjóðlegu verð- launin sem Hvalfjörður hlýtur. Samningur var gerður um sýningu myndarinnar á 500 hátíðum og hefur hún þegar verið sýnd á 100 hátíðum. Nýjasta stuttmynd Guð- mundar Arnar, Ártún, hefur verið valin á 20 hátíðir og unnið til tvennra verðlauna. Tökur á fyrstu kvik- mynd Guðmundar í fullri lengd, Hjartasteinn, hefjast í sumar. Hvalfjörður hlýtur 18. verðlaunin SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snjókoma eða él á Norðurlandi og Vest- fjörðum, annars hægur vindur og úrkomulítið. Frost 0 til 10 stig. VEÐUR Íslenska landsliðið í hand- knattleik stendur fljótlega á krossgötum. Framundan er lokaspretturinn í undan- keppni EM í vor og í byrjun sumar. Eins og staðan er nú er síður en svo gefið að íslenska landsliðið vinni sér sæti í lokakeppni EM sem haldin verður í Pól- landi eftir ár. Ef svo fer er nokkuð ljóst að breytingar munu eiga sér stað á landsliðinu. »2 Landsliðið á krossgötum „Það er ekkert farið að ræða fram- hald. Allt er í góðu á milli okkar. Við erum ekkert farnir að ræða framhald ennþá enda var þessu stóra verk- efni á HM rétt að ljúka og alls ekki tímabært að ræða framhaldið strax,“ sagði Guð- mundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. »1 Þjálfaramálin hafa ekki verið rædd „Við ætlum að koma fólki á óvart,“ segir Craig Pedersen, þjálfari karla- landsliðs Íslands í körfubolta, sem hefur þegar eytt drjúgum tíma í að íhuga hvaða leikmenn fari fyrir hönd þjóðarinnar á fyrsta stórmótið í körfubolta, EM í Berlín, í september: „Það verða kannski nokkrir leik- menn í lokahópnum sem teljast ekki endilega til 14 bestu á landinu.“ »4 Ekki endilega 14 bestu sem fara til Berlínar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni, segir máltækið. Adam Omarsson, sjö ára aldursflokksverðlaunahafi á Íslandsmóti 10 ára og yngri, tefldi tvö fjöltefli í fyrradag og sigraði í öllum 27 skákunum. Hann er sonur hjónanna Lenku Ptácníková, stór- meistara í skák frá Tékklandi og landsliðskonu Íslands, og Egyptans Omars Salama, skákmeistara, al- þjóðlegs dómara í skák og fyrrver- andi landsliðsþjálfara kvenna í skák. Skákdagurinn er 26. janúar til heiðurs Friðriki Ólafssyni stór- meistara. Umrædd fjöltefli fóru fram þann dag í leikskólanum Lauf- ásborg þar sem Omar hefur kennt börnunum skák síðan 2009. Adam, sem var áður í leikskólanum en er nú í Háteigsskóla, tefldi fyrst við 15 drengi og síðan 12 stúlkur. „Það var starfsdagur í skólanum hjá honum og því notuðum við tækifærið og buðum upp á fjöltefli,“ segir Omar, en Lenka, sexfaldur Íslandsmeist- ari, lék fyrsta leikinn fyrir soninn. Börnin áhugasöm Omar segir að börn á Laufásborg séu mjög áhugasöm um skák, fylgist með umræðunni og þekki nöfn á helstu meisturum. Fimm ára börnin eigi það val að tefla tvisvar á dag, en farið sé hægar í sakirnar með þau yngri. Þeim sé kennt að raða mönn- unum á skákborðið og manngang- inn. „Mér finnst skemmtilegast að hugsa,“ segir Adam og Omar bætir við að sonurinn hafi lært manngang- inn þriggja ára, sigrað í sínum ald- ursflokki sex og sjö ára og fengið sex vinninga af níu mögulegum á síðasta Íslandsmóti 10 ára og yngri. „Hann er mjög áhugasamur og við sjáum til um framhaldið,“ segir Om- ar, sem er í dómaranefnd Alþjóða- skáksambandsins, FIDE, og verður yfirdómari á Reykjavíkurmótinu í mars næstkomandi. Með 1.000 Elo-stig Adam er með 1.000 Elo-skákstig. Hann er í læri hjá Stefáni Bergs- syni, framkvæmdastjóra skákaka- demíu Reykjavíkur og skákkennara, og hefur þegar keppt á tveimur barnamótum í Tékklandi og sótt þar sumarskákbúðir. Hann æfir einnig fótbolta með Val og talar fimm tungumál; íslensku, tékknesku, ar- abísku, ensku og frönsku. Fjölskyldan fylgdist spennt með sínum liðum á heimsmeistaramótinu í handbolta, en Tékkland, Egypta- land og Ísland voru saman í riðli. „Adam, sem er mikill keppnis- maður, stóð harður með Íslend- ingum í innbyrðisleikjunum,“ segir Omar. „Skemmtilegast að hugsa“  Sjö ára tefldi fjöltefli við 27 yngri börn Fjöltefli Adam Omarsson teflir við strákana á Laufásborg í fyrradag. Hvort fjöltefli tók um einn og hálfan tíma. Reykjavíkurmótið 2014 Lenka Ptácníková, Adam og Omar Salama. Á fimmtudag Norðan og norðaustan 13-23 m/s, hvassast við austurströndina. Snjókoma eða él, þurrt suðvestantil á landinu. Frost 0 til 5 stig. Á föstudag Norðanátt, víða 5-10 m/s, en 10-15 austast. Létt- skýjað á Suður- og Vesturlandi, annars dálítil él. Harðnandi frost.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.