Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Qupperneq 15
myndir og eina finnska. Íslensku myndirnar eru Reykjavík eftir Ás- grím Sverrisson og Albatross eftir nýliðann Snævar Sölvason. Mynd um norðurslóðir Af öðrum verkefnum sem eru skemmra á veg komin má nefna heimildarmynd um norðurslóðir sem Ingvar vinnur að með Haraldi Sigurðssyni, jarð- og eldfjallafræð- ingi, og Ragnari Axelssyni ljós- myndara. „Þetta er meiriháttar verkefni og forréttindi að vinna með RAX og Haraldi. Við sigldum um Scoresby- sund í haust og tókum upp „trailer“ til að kynna fyrir fjárfestum. Fjár- mögnun gengur vel en við erum að tala um sex milljónir dollara, þannig að þetta tekur tíma og verður ekki gert einvörðungu hér á landi.“ Af leiknum kvikmyndum er þegar hafinn undirbúningur að næstu mynd Baldvins Z sem kallast Kon- talgínbörnin en stefnt er að því að frumsýna hana árið 2016. Þá mun Ingvar framleiða nýjustu mynd finnska leikstjórans Aku Louhimies sem nefnist Sendiherrann og bygg- ist á sögu eftir Braga Ólafsson. Svo skemmtilega vill til að Bald- vin Z ber einmitt að garði meðan við sitjum að spjalli og ekki er úr vegi að spyrja leikstjórann út í samstarfið við Ingvar. „Það er æv- intýri að vinna með honum,“ segir hann kankvís en bætir svo við: „Ég treysti þessum manni fyrir lífi mínu. Hann er gegnheill og stend- ur við allt sem hann segir. Ég væri ekki þar sem ég er í dag hefði ég ekki kynnst honum.“ Svo mörg voru þau orð. Ingvar er mikill áhugamaður um sjóböð. Hér svamlar hann í sjónum við Grænland, ásamt Sigurði Friðrikssyni félaga sínum. 4.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Ingvar hefur víða komið á ferð- um sínum sem kvikmynda- framleiðandi. Fyrir nokkrum árum var hann í Búlgaríu vegna myndarinnar Astrópíu og hafði þá veður af því að hægt væri að kaupa ljónsunga í dýragarði í nálægum bæ, Razgrad, sem hljómaði í eyrum Íslendingsins eins og Rassgat. Eitthvað sem hann fann sig knúinn til að kanna betur. Við komuna til Razgrad tók á móti Ingvari maður að nafni Ivan Ivanov, doktor í þokkabót, og á því augnabliki viðurkennir Ingvar að sér hafi liðið eins og hann væri staddur í Tinnabók- unum. Ljónsungarnir reyndust vera á viðráðanlegu verði og festi Ingvar kaup á tveimur sem dr. Ivanov geymir fyrir hann. Ingvar kannaði raunar möguleika á því að flytja ljón- sungana, sem heita þeim ágætu nöfnum Bruce og Lee, inn til landsins og mætti skilningi og jafnvel áhuga hjá stjórnvöldum. Málið strandaði hins vegar á húsbændum í Húsdýragarð- inum sem máttu ekki heyra á ljónin minnst – enda langsótt að skilgreina ljón sem húsdýr. Það er þá helst í Kardi- mommubænum. Á tvö ljón í Razgrad Félagarnir Bruce og Lee una hag sínum vel í Razgrad. Starf kvikmyndaframleiðand- ans er erilsamt og Ingvar not- ar hvert tækifæri sem gefst til að brjóta upp daginn með því að skella sér í sjóbað þegar hann er hérna heima. „Ég byrjaði á þessu fyrir átta árum og líkar afskaplega vel. Sjóbað er allra meina bót og ég fer helst daglega, hvernig sem viðrar og hvort sem hitastigið er ein gráða eða tíu gráður. Sjórinn er bestur en úti í Þýskalandi fer ég í köld stöðu- vötn.“ Ingvar upplýsir að sjóböðin séu partur af lífsstílsbreytingu en hann tók líf sitt í gegn fyrir átta árum. Hætti að drekka áfengi, lagaði mataræðið og fór að stunda íþróttir og and- lega íhugun af meira kappi en áður. „Þetta er með betri ákvörðunum sem ég hef tekið um dagana. Þrekið er meira og heilsan almennt miklu betri, bæði andlega og lík- amlega.“ Baðar sig daglega í sjónum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.