Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Qupperneq 22
Heilsa og hreyfing Án dýraafurða í janúar *Áskoranir af ýmsu tagi eru vinsælar í upp-hafi árs og ein þeirra er að borða aðeinsvegan-mat í janúar. Átakið nefnist Veg-anuary og er nánari upplýsingar er að finnaá veganuary.com. Stofnendurnir Matthewog Jane eru vegan-fólk og langar til aðstyðja við málstaðinn með því að kynna mataræðið og lífsstílinn fyrir fleira fólki og gera því auðveldara fyrir að verða vegan. ekki síst þegar langt er í næstu líkams- ræktarstöð. Þetta er líka heppilegt fyrir þann sem vill hafa frjálsræðið en býr yfir nægum aga til að framfylgja áætlun sinni. Einnig eru til ýmiss konar öpp sem hjálpa fólki að ná markmiðum sínum. Zumba dettur úr tísku Þegar eitt kemst í tísku er auðvitað annað sem dettur úr móð. Dæmi um það eru gamaldags brennslutímar, segir Hogg. Fólk hefur komist að því að það er ekki áhrifarík þjálfunaraðferð að fara á stigvél eða hlaupabretti og reyna jafnt á sig í þrjátíu mínútur. Það verður að stunda ákefðarþjálfun, reyna á sig af fullum krafti með hléum (HIIT). „Það hafa allir svo lít- inn tíma þannig að það á enginn 30-40 mínútur til að eyða til einskis í líkams- ræktarstöðinni,“ segir hún og bætir við að fólk vilji sjá árangur af æfingunum. Einkaþjálfarinn Teri Jory, stjarna Poise Fitness-mynddiskanna, spáir því að Zumba detti úr tísku í ár. Hún segir að margir sem sneru sér að Zumba árið 2012 eigi eftir að stunda það inn á milli annarra æf- inga en þeir hafi snúið sér mikið til að styrktarþjálfun og HIIT-æfingum. Mestu Zumba-aðdáendurnir muni að sjálfsögðu halda áfram en tímarnir verði almennt séð ekki eins vinsælir og áður. „Frá því að þeir byrjuðu hefur fólk komist að því að sviti og skemmtun leiðir ekki endilega af sér sterkan og meitlaðan líkama,“ segir Jory. eftir að þróast í notkun bæði í hópatímum og einkaþjálfun,“ segir hún. Hluti af þess- ari þróun eru það sem má kalla leik- og klifurgrindur fyrir fullorðna þar sem hægt er að stunda fjölbreyttar æfingar. Heimaþjálfun með tölvuaðstoð Ekki þurfa allir að eiga líkamsræktarkort til að tolla í tískunni því Gretchen Zelek, einn stofnanda Do or Die Fitness (dodfit- ness.com) spáir því að líkamsræktaræfingar heimavið verði áberandi árið 2015. Það þýðir þó ekki að maður verði að gera allt einn og óstuddur heldur æfir fólk með að- stoð netsins. Fjöldamargar síður eru með tíma í áskrift auk þess að margir bjóða uppá fjarþjálfun. Þannig getur fólk komið líkamsrækt inn í stundaskrána hjá sér og valið hvenær og hversu lengi eigi að æfa. Á netinu er að finna marga tíma, sumir eru í beinni og hægt er að fá einkaþjálfun eða þjálfa í hópi. Ennfremur er til mikið af kennslu sem búið er að taka upp og hægt að horfa á hvenær sem er í síman- um, tölvu eða netvæddu sjónvarpi. Þetta er auðvitað nokkuð sem nýtist F jölbreytni í hreyfingu er góð og allt- af gaman að finna nýja líkamsrækt til að stunda. Sumir eru í sífelldri leit að einhverju nýju en aðrir vita hvað þeir vilja. Hér verða taldar upp nokkrar tegundir sem eiga eftir að eiga upp á pallborðið á árinu 2015 og aðrar sem detta úr tísku. Spinningtímar verða vinsælir á þessu ári, að sögn Jennifer Hogg, framkvæmdastjóra hóptíma hjá líkamsræktarstöðvakeðjunni Equinox. Spinningtímar njóta alltaf vin- sælda, sérstaklega hjá karlmönnum, en á árinu eiga þeir eftir að láta ljós sitt skína í gegnum árangurstengdar mælingar, sem hægt er að deila, þar sem keppnisskapið fær að njóta sín, segir Hogg við dagblaðið Chicago Tribune. Tímarnir eiga að vera hvetjandi og skemmtilegir hópatímar. Hjól sem eru þannig búin að hægt er að fylgj- ast með hjartslættinum eru nauðsynleg. Hogg segir ennfremur að líkamsrækt þar sem unnið er með eigin þyngd eigi eftir að njóta vinsælda á komandi ári. „Þetta trend á eftir að halda áfram og á Spinningtímar njóta alltaf vinsælda, sérstaklega hjá karlmönnum, en á árinu eiga þeir eftir að láta ljós sitt skína í gegnum árangurstengdar mælingar, sem hægt er að deila. Getty Images/iStockphoto STRAUMAR OG STEFNUR ÁRSINS 2015 Í LÍKAMSRÆKT Spinning og styrktarþjálfun Í UPPHAFI NÝS ÁRS ERU ÁREIÐ- ANLEGA MARGIR SEM ÆTLA SÉR AÐ HREYFA SIG MEIRA. EN HVAÐA LÍKAMSRÆKT VERÐUR Í TÍSKU Á KOMANDI ÁRI? Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Leik- og klifurgrind fyrir fullorðna frá Life Fitness þar sem fólk notar eigin þyngd til æfinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.