Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 39
4.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Hefur þú pælt í því að ef ekki væri fyrir Edison þá værum við öll sömul að horfa á sjónvarpið við kertaljós? Al Boliska. Á þeim tíma sem hvers kyns sjón- varpsefni, kvikmyndir og tónlist streymir hindrunar- og milliliða- laust í síma, ferðatölvur og sjón- vörp fólks allan sólarhringinn kann að virðast sérkennilegt að gögn úr flugritum séu ekki send jafnóðum og í rauntíma til viðeigandi aðila á jörðu niðri. Síðasta sunnudag týnd- ist flugvél AirAsia yfir Java-hafi og brakið fannst ekki fyrr en nokkrum dögum síðar. Tæknin er til staðar svo mögu- legt er að senda gögn í rauntíma frá flugritum til flugumferðarstjóra. Til dæmis sérhæfir kanadíska fyr- irtækið Flyht Aerospace Solutions í slíkum búnaði en hann var ekki til staðar um borð í vél AirAsia frekar en hjá flestum öðrum stórum flug- félögum. Ætla má að leit að týndri flugvél væri öllu þægilegri ef hægt væri að greina upplýsingar sem berast frá vélinni í rauntíma. Þegar þota Air France fórst í Atlantshafi árið 2009 fannst flugritinn til að mynda ekki fyrr en eftir tvö ár. Fjallað er um málið á vef CNN. Nokkrar ástæður eru sagðar fyr- ir því að stór flugfélög hafa ekki tekið upp á því að nýta sér slíkan búnað. Michael Boyd, sérfræðingur í flugöryggi, segir t.d. í samtali við CNN að í fyrsta lagi sé afskaplega óalgengt að leita þurfi að flugvélum og í öðru lagi geti gríðarlegt gagna- magn gert að verkum að erfitt sé að greina úr upplýsingum. Mestu máli skiptir þó kostnaður, að sögn Boyds. Flugfélög reyna að spara á öllum vígstöðvum til að halda flugmiðaverði niðri og forð- ast því að innleiða öryggisráðstaf- anir sem ekki er gerð krafa um. Kerfi sem sendir gögn í rauntíma úr flugritum getur kostað um 100.000 dollara í uppsetningu. Boyd spáir því þó að breytingar verði gerðar á næstu þremur árum og leitir að flugvélum verði ekki jafnsvakalega erfiðar. „Fyrst bíllinn minn er með GPS og síminn minn veit hvar ég er, þá hlýtur að vera hægt að finna 747-þotu.“ TÖFF TÆKNISTAÐREYND Flugfélögin vilja spara Brak týndrar þotu AirAsia fannst eft- ir nokkurra daga leit. AFP Rob Pardo, upphafsmaður World of Warcraft-tölvuleikj- anna vinsælu, sagði nýlega í samtali við BBC að tölvu- leikjakeppnir – stundum nefndar e-íþróttir – ættu að vera hluti af Ólympíuleikunum. Pardo var yfirleikjahönnuður hjá tölvuleikjafyrirtækinu Blizzard Entertainment þar til í júlí á þessu ári. Hann sagði að skilgreiningin á orðinu íþrótt væri orðin ansi víð og ýmislegt rúmaðist innan hennar sem áður fyrr hefði ekki þótt falla undir merkingu hugtaksins. Eflaust þykir mörgum tilhugsunin um tölvuleiki á Ól- ympíuleikum framandi enda kalla langvarandi seta við tölvuskjá fram önnur hugrenningartengsl en hreysti- mennsku og íþróttaanda. „Tölvuleikir eru afskaplega vel til þess fallnir að verða mjög áhorfendavænt sport,“ sagði Pardo í samtali við BBC. Milljónir manna fylgjast iðulega með beinum útsend- ingum frá tölvuleikjamótum. Nýlega var haldið stórt mót í Seoul í Suður-Kóreu þar sem áhorfendur fylltu 40.000- manna íþróttaleikvang og talsvert fleiri fylgdust svo með á netinu úti um víða veröld. „Það er hægt að færa mjög góð og sterk rök fyrir því að e-íþróttir eigi heima á Ólympíu- leikunum,“ sagði Pardo. Hann var jafnframt yfirhönnuður tölvuleiksins Starcraft: Brood War, sem löngum hefur verið talinn einn þeirra leikja sem mörkuðu upphaf e- íþrótta. „Ég er á því að það verði að horfa til þess að það þarf gífurlega færni til að keppa á slíkum mótum og atvinnu- leikjaspilarar búa yfir ótrúlegum viðbrögðum og þurfa að taka stórar ákvarðanir með engum fyrirvara.“ Hann við- urkenndi þó að það yrði alltaf erfiðleikum bundið að sann- færa hefðbundna íþróttaaðdáendur um gæði og gildi tölvuleikja á þessu sviði. „Þá fer þetta að snúast um það hvernig við skilgreinum íþróttir. Ef þú ert þeirrar skoð- unar að íþróttir þurfi að fela í sér líkamlega áreynslu þá er auðvitað erfitt að halda því fram að tölvuleikir geti fallið undir íþrótt en á sama tíma finnst mér auðvelt að benda á ýmsar ólympíugreinar þar sem þessi skilgreining á tæp- lega við.“ Ekki er auðvelt að fá nýja íþrótt samþykkta inn á Ól- ympíuleikana og þá sér í lagi eftir að Alþjóðaólymp- íunefndin setti þak á fjölda greina. Lengi hefur verið reynt að sannfæra nefndina um að skák eigi heima á leikunum en niðurstaða hennar hefur alltaf verið sú að um andlega íþrótt sé að ræða og þær eigi ekki heima á leikunum. NÝJASTA NÝTT Tölvuleikjamót eru vaxandi iðnaður og þykja áhorfendavæn og spennandi afþreying. Tölvuleikir á Ólympíuleikum? Solo2 Verð:32.990.- Studio 2.0 Verð:49.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.