Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Síða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Síða 44
Dulur hugsuður Arnaldur Indriðason er frekar dulur maður. Grunnorka hans er óáþreif- anleg og þokukennd. Hann er hugsuður. Hann er íhaldssamur fjöl- skyldumaður. Vatnsberi og Krabbi. Arnaldur er fastur fyrir og sérvitur, en um leið er ekki gott að negla hann niður. Ein ástæða er sú að hann lifir í heimi eigin huga. Hann býr í ímyndarheimi rithöfundarins. Önnur er sú að hann er dæmigerður Vatnsberi. Hann vill ekki tala um sjálfan sig. Lifir í heimi eigin huga Allt í lífinu er orka í einu eða öðru formi. Hver einstakur maður er sjálf- stætt orkukerfi. Þessi kerfi eru mótuð úr byggingarefnum lífsins, eldi, jörð, lofti og vatni. Blöndunin er misjöfn frá einum til annars. Sveppi er heitur gleðigjafi. Ólafur Ragnar er jarðbundinn og þaulsetinn. Björk er til- finningavera. Arnaldur er hugsuður. Orkukerfi hans er blanda úr lofti og vatni. Loftið er frumefni hugmynda og hugvits. Vatnið er frumefni innri heima, tilfinninga, ímyndunarafls og sálarlífs. Arnaldur er því maður sem tengir saman heim vitsmuna og til- finninga. Hann skynjar tilfinningar. Hann kann að koma þeim í orð. Arnaldur situr stóran hluta tímans við skrifborð og starir inn í eigin huga. Þar eiga sér stað samræður. Erlendur að spjalla við fólk. Það getur verið að hann noti skrifpúlt og standi við það hluta tímans. Það breytir ekki því að Arnaldur er maður sem sækir smiðs- efni sitt í hugann. Hann er eins og hver annar miðill; farvegur fyrir sögur. Sögurnar tala í gegnum hann. Rafmögnuð hugsun Arnaldur er næmur. Hann hefur sterkar tilfinningar og er um margt við- kvæmur. Hann er góður sálfræðingur. Maður sem skynjar líðan annarra. Hann er sömuleiðis mikill fjölskyldumaður. Á því sviði lífsins er hann íhaldssamur og umhyggjusamur. Þetta tvennt, hugarflugið og heimur til- finninga, spilar saman og tekst á í lífi Arnalds. En hvernig hugsar Arnaldur? Ég vil nefna tvennt. Í fyrsta lagi er ímyndarafl, innsæi og flæði. Í öðru lagi er rafmagn. Hann býr yfir leiftrandi greind. Hugsun hans er flæðandi og rafmögnuð. Taugakerfið er frekar spennt og viðkvæmt. Þetta skýrir að hluta til þá einveru sem hann sækir í. Næmi hans er það mikið að umgengni við aðra truflar einbeitingu hans. Þetta á við um alla þá sem eru opnir gagnvart veröldinni. Eru næmir og opnir. Þeir sem ekki búa yfir slíkum eiginleikum hrista höfuðið. Þeir næmu skilja hvað ég er að fara. Hvernig er að skrifa mörg hundruð blaðsíðna bók? Bók sem er sjálfstæð veröld, þar sem öll samskipti, á milli persóna, samtala og atburða, þurfa að ganga upp? Það þarf næmleika, innsæi og öfluga einbeitingu – sem ekki má trufla – til að halda slíkri hugarveröld uppi. Það sem er ekki til staðar segir oft margt. Arnaldur er ekki jarðbundinn. Hann er ekki áþreifanlegur, ef svo má að orði komast. Hann er ekki eldhugi. Hann er ekki sérstaklega hress. Það eru engin læti í honum. Hann rýkur ekki upp og niður. Hann er vitsmunavera. Það eru sveiflur í tilfinningalífi hans, en þær sveiflur liggja inn á við, á sálrænum sviðum og eru því til þess að gera öðrum ósýnilegar. Þannig er Arnaldur. Hann er frekar óáþreif- anlegur og ósýnilegur. Snjall rithöfundur sem gefur sem slíkur mikið af sér. Fjöl- skylduvænn maður. Þess utan er hann öðrum týndur. Ekki áhugamaður um ráðleggingar annarra Arnaldur. Útivist og gönguferðir eru sú líkamsrækt sem ég myndi ráð- leggja þér að stunda. Ég tel að þú eigir til að gleyma líkamlega þætti til- verunnar. Þú þarft því að gæta þess að hafa góða siði í kringum hreyfingu og mataræði. Það að sækja út í náttúruna, róta í mold og anda að þér gróðurilmi er gott móttæki við allar pælingarnar. Útivist er hvíld og end- urnæring fyrir sálina. Þetta síðastnefnda er nokkuð sem á erindi við alla sem eru eitthvað undir áhrifum frá Krabbamerkinu. Í öðru lagi, Arnaldur, gleði. Eldur, hiti, hreyfing, bruni. Þú ert þungaviktarmaður vitsmuna og tilfinninga. Þú sækir á djúp mið hugmynda. Þú velt- ir iðulega upp þungum sálarsteinum. Í þeirri vinnu er ekki sérstaklega mikil gleði. Hún er vissulega gefandi, en er samt sem áður ekki sérlega upplífgandi fyrir sálina. Það að sitja, hugsa og skrifa stuðlar ekki heldur að líkamlegri og andlegri brennslu. Ef þú gætir ekki að þér þá getur eldmóður orðið af skornum skammti. Það er sem sagt gott fyrir þig að sækja í hita, tónlist, birtu og hreyfingu og annað sambærilegt sem léttir lundina og hitar líkamskerfið. Í slíku er hvíld og endurnæring. Að öllu þessu sögðu þá veit ég að þú ert fastur fyrir og sjálfstæður. Þú ert maður sem fylgir eigin sannfæringu. Þú ert sér-vitur. Þú hefur þína eigin visku sem þú ferð eftir. Þú ert ekki sérstakur áhugamaður um ráð- leggingar annarra. Set framangreint samt fram, svona til umhugsunar. Næmur maður sem skynjar líðan annarra ARNALDUR INDRIÐASON KOM INN Í ÞENNAN HEIM 28. JANÚAR 1961. Á ÞEIRRI STUNDU VAR SÓLIN (GRUNNEÐLI OG LÍFSORKA) OG MERKÚR (HUGSUN) Í HINUM SJÁLFSTÆÐA OG SÉRSTAKA VATNSBERA. TUNGLIÐ (TILFINNINGAR OG VANAHEGÐUN) OG MARS (BARÁTTUORKAN) VORU Í HINUM TILFINNINGARÍKA OG ÍHALDSSAMA KRABBA. VENUS (KÆRLEIKSORKAN) VAR Í HINU LISTRÆNA OG LANDAMÆRALAUSA FISKAMERKI. JÚPÍTER (SÓKNARORKAN) OG SATÚRNUS (KERFISORKAN) VORU Í HINNI DUGLEGU OG SKIPULÖGÐU STEINGEIT. ÕGrunneðli ] Vitsmunir Y Tilfinningar — Ráðleggingar Morgunblaðið/Einar Falur Stjörnukortið GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON www.islenskstjornuspeki.is Vatnsberinn (21. janúar til 19. febrúar) Vatnsberinn spannar miðju vetrarins, tíma þegar froststillur ríkja og flest annað en hugvit liggur í dvala. Lífsorka Vatnsberans liggur því fyrst og fremst á huglægum sviðum. Hinn dæmigerði Vatnsberi er málefnalegur og yfirvegaður, fastur fyrir, iðulega vinsamlegur í framgöngu en um leið frekar ópersónulegur. Hann hleypir fólki ekki nálægt sér. Vatnsberinn þykir oft og tíðum sérvitur, enda ríkt í eðli hans að fást við nýsköpun og horfa til framtíðarinnar. w  Arnaldur Indriðason fæddist í Reykjavík 28. janúar 1961. Hann er sonur Þórunnar Ólafar Friðriksdóttur og Indriða G. Þor- steinssonar rithöfundar.  Hann lauk BA-prófi í sagnfræði frá Há- skóla Íslands árið 1996 og starfaði við Morgunblaðið frá því hann útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1981, ýmist í lausamennsku eða fullu starfi. Hann var kvikmyndagagnrýnandi hjá blaðinu frá 1986-2001.  Hann hefur sent frá sér átján skáldsögur sem allar eru spennusögur. Bækur hans hafa verið þýddar á tugi tungumála og hlot- ið góðar viðtökur, sérstaklega í Þýskalandi.  Fyrir jólin sendi Arnaldur frá sér bókina Kamp Knox en þar segir frá frægustu sögu- hetju höfundarins. Erlendur er nýlega byrj- aður í rannsóknarlögreglunni og starfar undir handarjaðri Marion Briem en gömul mál sem flestir hafa gleymt láta hann ekki í friði.  Bækur Arnaldar hafa verið þýddar á um fjörutíu tungumál og selst í yfir tíu millj- ónum eintaka um allan heim. Þær hafa unn- ið til virtra verðlauna og viðurkenninga og hlotið frábæra dóma heima og erlendis.  Arnaldur hlaut spænsku bókmennta- verðlaunin Premio RBA de Novela Negra fyrir bókina Skuggasund sem kom út í fyrra. ARNALDUR INDRIÐASON RITHÖFUNDUR 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.