Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Þ að má hafa góða skemmtun af því að horfa á heiminn á heljarþröm – að vísu aðeins á hvíta tjaldinu, og svo birtast þeir Clint Eastwood, Bruce Willis, John heitinn Wayne, James Bond eða Arnold Schwarzenegger með töngina og klippa sveittir á rétta vírinn, þegar fáeinar sekúndur eru til ógnarsprengjunnar, sem eyða átti New York eða London. Rosalegu reddararnir Það er eitthvað notalegt við að persónugera björg- unaraðgerðir af þessu tagi. Í hinum flókna heimi stórfjármála eru þess háttar tilburðir einnig sjáan- legir. Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður hafa kæft verðbólguna með krumlum sínum á stjórnarárum Jimmys Car- ters og á fyrstu árum Ronalds Reagans. Volcker var myndarmaður á velli, og hefði hallalaust getað horfst í augu við Geir Jón og hafði sama lag á verð- bólgu og hinn á óeirðaseggjum. Volcker var raunar einn af okkar ágætu Íslandsvinum, en hann renndi hér stöku sinnum fyrir lax, eins og menn muna. Eft- irmaður hans, Alan Greenspan, var nánast í guða- tölu sem seðlabankastjóri Bandaríkjanna, en hann var skipaður í það embætti af Reagan forseta, sat áfram í umboði George Bush eldri, svo Bills Clin- tons og lauk loks löngum ferli sínum undir hand- arjaðri George Bush yngri. Hann var því í efnahags- málum næstum jafnþaulsætinn og J. Edgar Hoover leynilögregluforingi, þó örugglega ekki af sömu ástæðum. Bréfritari hitti Greenspan aðeins einu sinni í turnbyggingunni í Basel og þótti hann geð- felldur og sá að aðrir seðlabankastjórar lutu honum í lotningu, í þess orðs fyllstu merkingu, og kölluðu hann „Maestro“. Þess háttar heiti eru auðvitað brúkuð í virðingarskyni og er til að mynda algengt í heimi tónlistarinnar. Hér heima kannast menn við meistara Þórberg og meistara Kjarval. Forsetinn færir bók Í árslok 2001 skrifaði sá frægi blaðamaður Bob Woodward bók um Alan Greenspan sem rauk strax á metsölulista. Bókina kallaði hann „Maestro“ og undirtitillinn var „Greenspan’s Fed and the Americ- an Boom“. Ólafur Ragnar Grímsson forseti var svo vinsam- legur að senda þáverandi forsætisráðherra bókina með handskrifuðu bréfi, dagsettu 2.2. 2002. Í bókinni útskýrir Woodward hvers vegna hann gefur bók sinni heitið „Maestro“. Höfundurinn seg- ist hafa valið heitið að vandlega athuguðu máli og hafi með því viljað gefa til kynna að „Greenspan stjórnar hljómsveit, en leikur ekki á hljóðfæri. Hann skapar skilyrði fyrir leikarana til að leika vel á sín hljóðfæri, ef þeir vilja og geta. Nálgun hans er stundum skörp, en aldrei augljós, veifandi sprot- anum með villtan svip knýr stjórnandinn hljómsveit- ina áfram. Stundum kýs hann að láta hljómsveitina – leikendur efnahagslífsins – ákveða hraðann sjálfa. Stundum, eins og um þessar mundir, hefur hann ekki val á öðru“. Bob Woodward segir að Alan Greenspan seðla- bankastjóri hafi reyndar verið frægur fyrir að tala eins og í gátum og aðdáendur hans í hópi annarra seðlabankastjóra slógu sér á lær þegar skilaboð „Maestro“ voru hvað flóknust og óræðnust. Green- span á að hafa setið fyrir svörum blaðamanna, þeg- ar einn þeirra fylgdi spurningu sinni eftir með því að segja að hann teldi að síðasta svar bankastjórans hefði verið skýrt og ótvírætt … Áður en blaðamað- urinn náði að halda áfram greip Greenspan fram í og sagði efnislega, að væri þetta rétt mat hjá blaða- manninum þá hefði hann, Greenspan, bersýnilega hagað orðum sínum ógætilega. Þetta þótti seðla- bankaelítu á þessum tíma óskaplega flott. Green- span hætti í sínu embætti árið 2006 og var þá mjög mærður. Hvergi var orðað af neinum af því tilefni, að það kynni að verða myndarlegur afturkippur í efnahagsmálum á heimsvísu tveimur árum síðar. Þeir sem tóku við keflinu í öflugasta seðlabanka í heimi og höfðu raunar verið þar innan dyra lengi flestir höfðu ekki grænan grun um að nokkuð slíkt væri í spilunum. Stórflóð ókeypis fjár- og undir- málslána voru hluti af „nýju efnahagslögmálunum“ sem var eins gott að efast ekki um. Skömmu áður en bók Woodwards um „Maestro“ kom út hafði tæknibólan sprungið með hvelli. Í bókinni segir að Greenspan telji sig hafa margvarað við þeirri bólu og dýfunni sem fylgdi: „Ég margendurtók að keis- arinn væri klæðalaus, en ekki nokkur maður lagði við hlustir,“ sagði Greenwood í persónulegum sam- tölum að sögn Woodwards. En, segir Woodward, Greenspan varaði aðeins einu sinni við af ein- hverjum þunga og það var fimm árum fyrr. Síðar mildaði hann þau ummæli sín mjög og/eða orðaði með svo þokukenndum hætti að varla nokkur gat áttað sig á því, hvert hann væri að fara eða hvar hann stóð. Þegar hljómsveitarstjórinn veifar byssuhlaupinu að hljómsveitinni endar verkið stundum með hvelli Reykjavíkurbréf 02.01.15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.