Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Þ að má hafa góða skemmtun af því að horfa á heiminn á heljarþröm – að vísu aðeins á hvíta tjaldinu, og svo birtast þeir Clint Eastwood, Bruce Willis, John heitinn Wayne, James Bond eða Arnold Schwarzenegger með töngina og klippa sveittir á rétta vírinn, þegar fáeinar sekúndur eru til ógnarsprengjunnar, sem eyða átti New York eða London. Rosalegu reddararnir Það er eitthvað notalegt við að persónugera björg- unaraðgerðir af þessu tagi. Í hinum flókna heimi stórfjármála eru þess háttar tilburðir einnig sjáan- legir. Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður hafa kæft verðbólguna með krumlum sínum á stjórnarárum Jimmys Car- ters og á fyrstu árum Ronalds Reagans. Volcker var myndarmaður á velli, og hefði hallalaust getað horfst í augu við Geir Jón og hafði sama lag á verð- bólgu og hinn á óeirðaseggjum. Volcker var raunar einn af okkar ágætu Íslandsvinum, en hann renndi hér stöku sinnum fyrir lax, eins og menn muna. Eft- irmaður hans, Alan Greenspan, var nánast í guða- tölu sem seðlabankastjóri Bandaríkjanna, en hann var skipaður í það embætti af Reagan forseta, sat áfram í umboði George Bush eldri, svo Bills Clin- tons og lauk loks löngum ferli sínum undir hand- arjaðri George Bush yngri. Hann var því í efnahags- málum næstum jafnþaulsætinn og J. Edgar Hoover leynilögregluforingi, þó örugglega ekki af sömu ástæðum. Bréfritari hitti Greenspan aðeins einu sinni í turnbyggingunni í Basel og þótti hann geð- felldur og sá að aðrir seðlabankastjórar lutu honum í lotningu, í þess orðs fyllstu merkingu, og kölluðu hann „Maestro“. Þess háttar heiti eru auðvitað brúkuð í virðingarskyni og er til að mynda algengt í heimi tónlistarinnar. Hér heima kannast menn við meistara Þórberg og meistara Kjarval. Forsetinn færir bók Í árslok 2001 skrifaði sá frægi blaðamaður Bob Woodward bók um Alan Greenspan sem rauk strax á metsölulista. Bókina kallaði hann „Maestro“ og undirtitillinn var „Greenspan’s Fed and the Americ- an Boom“. Ólafur Ragnar Grímsson forseti var svo vinsam- legur að senda þáverandi forsætisráðherra bókina með handskrifuðu bréfi, dagsettu 2.2. 2002. Í bókinni útskýrir Woodward hvers vegna hann gefur bók sinni heitið „Maestro“. Höfundurinn seg- ist hafa valið heitið að vandlega athuguðu máli og hafi með því viljað gefa til kynna að „Greenspan stjórnar hljómsveit, en leikur ekki á hljóðfæri. Hann skapar skilyrði fyrir leikarana til að leika vel á sín hljóðfæri, ef þeir vilja og geta. Nálgun hans er stundum skörp, en aldrei augljós, veifandi sprot- anum með villtan svip knýr stjórnandinn hljómsveit- ina áfram. Stundum kýs hann að láta hljómsveitina – leikendur efnahagslífsins – ákveða hraðann sjálfa. Stundum, eins og um þessar mundir, hefur hann ekki val á öðru“. Bob Woodward segir að Alan Greenspan seðla- bankastjóri hafi reyndar verið frægur fyrir að tala eins og í gátum og aðdáendur hans í hópi annarra seðlabankastjóra slógu sér á lær þegar skilaboð „Maestro“ voru hvað flóknust og óræðnust. Green- span á að hafa setið fyrir svörum blaðamanna, þeg- ar einn þeirra fylgdi spurningu sinni eftir með því að segja að hann teldi að síðasta svar bankastjórans hefði verið skýrt og ótvírætt … Áður en blaðamað- urinn náði að halda áfram greip Greenspan fram í og sagði efnislega, að væri þetta rétt mat hjá blaða- manninum þá hefði hann, Greenspan, bersýnilega hagað orðum sínum ógætilega. Þetta þótti seðla- bankaelítu á þessum tíma óskaplega flott. Green- span hætti í sínu embætti árið 2006 og var þá mjög mærður. Hvergi var orðað af neinum af því tilefni, að það kynni að verða myndarlegur afturkippur í efnahagsmálum á heimsvísu tveimur árum síðar. Þeir sem tóku við keflinu í öflugasta seðlabanka í heimi og höfðu raunar verið þar innan dyra lengi flestir höfðu ekki grænan grun um að nokkuð slíkt væri í spilunum. Stórflóð ókeypis fjár- og undir- málslána voru hluti af „nýju efnahagslögmálunum“ sem var eins gott að efast ekki um. Skömmu áður en bók Woodwards um „Maestro“ kom út hafði tæknibólan sprungið með hvelli. Í bókinni segir að Greenspan telji sig hafa margvarað við þeirri bólu og dýfunni sem fylgdi: „Ég margendurtók að keis- arinn væri klæðalaus, en ekki nokkur maður lagði við hlustir,“ sagði Greenwood í persónulegum sam- tölum að sögn Woodwards. En, segir Woodward, Greenspan varaði aðeins einu sinni við af ein- hverjum þunga og það var fimm árum fyrr. Síðar mildaði hann þau ummæli sín mjög og/eða orðaði með svo þokukenndum hætti að varla nokkur gat áttað sig á því, hvert hann væri að fara eða hvar hann stóð. Þegar hljómsveitarstjórinn veifar byssuhlaupinu að hljómsveitinni endar verkið stundum með hvelli Reykjavíkurbréf 02.01.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.