Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Qupperneq 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Qupperneq 47
En þegar áfallið varð haustið 2008 vestra og víðar um veröld mættu eftir á spekingarnir í spariföt- unum, margir þeir sömu og héldu ekki vatni af hrifningu þegar Greenspan hafði talað eins og fjar- skyldur frændi véfréttarinnar í Delfí. Nú þótti við hæfi að púa eftir allt klappið. Á 10 ára afmæli evrunnar var Jean-Claude Tri- chet, bankastjóri ECB, hylltur eins og sigurvegari, og fór ekki illa á því. Hópurinn í kringum hann í Seðlabanka Evrópusambandsins (kallar sig Seðla- banka Evrópu) vissi ekki betur en allt væri í full- komnu lagi. Þeir höfðu ekki grænan grun frekar en hagspekingarnir fyrir vestan. Í hverri ræðunni af annarri var hent gaman að gömlum spám um að evran gengi ekki upp. Sérstaklega var Milton Fried- man hengdur upp á eyrunum, því hann hefði talið að mynt ólíkra landa án sameiginlegrar fjármála- stjórnar gæti ekki gengið upp. Varla hafði síðustu dropunum úr kampavínsflöskunum verið skolað nið- ur er aðvörunarbjöllur hringdu þvers og kruss um Evrópu. Með byssuhlaupið við eyrað Fjármálaráðherra Írlands hefur sagt frá því, að af því tilefni hafi hann fengið bréf frá Trichet banka- stjóra sem hefði virkað á sig eins og skambyssu- hlaupi væri stungið inn í eyrað á sér. Hann átti eng- an kost. Fleiri fjármálaráðherrar fengu fljótlega svipaðar trakteringar. Þegar Trichet hætti og settist í vellaunaðar stjórnir stórra fyrirtækja tók Ítalinn Mario Draghi við sem aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópusam- bandsins. Hann greip til ráðstafana, sem margir töldu að stæðust ekki sáttmála ESB og varð til þess að dr. Axel Weber, bankastjóri þýska seðlabankans, hvarf til annarra starfa. Draghi og félagar hans á efstu hæðum turnanna í Frankfurt og Brussel tala nú eins og ekkert sé eins og þeir séu orðnir lærisveinar hins hlægilega Mil- tons Friedmans. Evrópusambandið verði að breyt- ast í ríki að nánast öllu leyti nema að nafninu til. Annað gangi ekki upp. Draghi hafði áður margspáð því, að aðgerðir Seðlabanka evrusvæðisins myndu auðveldlega duga til að binda enda á ógöngur evrunnar. En að sögn Evrópuvaktarinnar segir Mario Draghi nú „í samtali við hið þýzka Handelsblatt, að endurreisn evrusvæðisins sé bæði brothætt og óstöðug. Hann segir meiri hættu á nú en fyrir hálfu ári að bankanum takist ekki að uppfylla skyldur sín- ar um verðstöðugleika. Hætta á verðhjöðnun er að mati Draghis tak- mörkuð en verði verðbólga lítil of lengi geti það leitt til væntinga um frekari lækkanir, sem leiði aftur til þess að fólk haldi að sér höndum um eyðslu. Draghi segir í samtalinu að kaup á ríkisskuldabréfum sé eitt af þeim tækjum sem SE hafi en Reuters segir að peningaprentun til kaupa á ríkisskuldabréfum sé eitt af síðustu ráðunum sem bankinn hafi til að ýta undir verðbólgu. Stýrivextir eru nú 0,05%. Verðbólga á evrusvæð- inu telst vera 0,3% Í samtalinu segir Draghi að óhugsandi sé að evru- samstarfið leysist upp“. Bannað að hugsa það Auðvitað veit Mario Draghi að það er fjarri því óhugsandi að evran kunni að leysast upp. Hefði ekki óttinn við það legið í loftinu, þá hefðu ekki leiðtogar Evrópu, Merkel, Hollande og þau hin, hrópað hvað eftir annað: „Falli evran, fellur Evrópa.“ Þessi ógn- arspá varð svo réttlætingin fyrir hverjum neyðar- ráðstöfununum á fætur öðrum. Nú stefnir í grískar kosningar. Sérfræðingar ESB hafa látið hafa eftir sér, að komi til þess að Grikk- land hrökklist út úr evrunni í kjölfar kosninganna myndu áhrifin verða óveruleg fyrir evruna, öfugt við það sem orðið hefði fyrir fáeinum árum. Ambrose-Evans-Pritchard, sem einn af fáum sagði fyrir um „hrunið“ sumarið 2008, er ekki sama sinnis. Hann telur líklegra að þrýstist Grikkland út úr evr- unni muni „mæðiveikigirðingar evrunnar bresta“ svo þýtt sé upp á Ísland (Greek expulsion from the euro would demolish EMU’S contagion firewall). Pritchard segir augljóst að evrópskir leiðtogar séu orðnir yfir sig þreyttir á efnahagslegu helstríði Grikkja: „En það er einmitt þegar menn eru þreytt- astir sem þeim helst bregst dómgreindin.“ Morgunblaðið/RAX * Draghi og félagar hans á efstuhæðum turnanna í Frankfurtog Brussel tala nú eins og ekkert sé eins og þeir séu orðnir lærisveinar hins hlægilega Miltons Friedmans. Evrópusambandið verði að breytast í ríki að nánast öllu leyti nema að nafninu til. 4.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.