Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 50
Sjálfsmyndir ársins 2014 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Járnselfie Þessir stálheppnu nemendur í Gross-Gerau í vest- urhluta Þýskalands fengu að smella af einni sjálfs- mynd af sér með valdamestu konu í heimi, járnkansl- aranum sjálfum, Angelu Merkel. Kysstu mig, Schweini! Þýsku knattsnillingarnir, hinn skotfasti Podolski og leikstjórnandinn Schwein- steiger, brostu breitt í snjallsímalinsu þess fyrrnefnda eftir að hafa farið á kost- um á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og sigrað loks argentínska snillinginn Messi og félaga hans í úrslitaleiknum 1-0. Brostu, Baby Justin Bieber, ein stærsta poppstjarna heims, er vanur því að sitja fyrir á ljósmyndum og átti ekki erfitt með að kreista fram bros á selfie-mynd móður sinnar á NBA-leik fyrr á þessu ári. Hver veit nema myndin hafi endað á Instagram- síðu Biebers og náð til milljóna. Leiðtoginn og fólkið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, heldur hér á síma eins og sannur fagmaður við selfie-myndatöku ásamt íbúum í Har- row, London. Hann hafði þá verið á ferðalagi um borgina ásamt Boris Johnson borgarstjóra. Came- ron virðist reyndar hafa einbeitt sér svo við myndatökuna að hann hafi gleymt að brosa. Andleg fyrirsæta Dalai Lama tók þátt í ráðstefnu um mannlega hamingju í Washington í febrúar og heppnum þátttakanda úr sal hlotnaðist sá heiður að fá af sér selfie með andlega leiðtoganum. Af hverjum er myndin? Tékkneska fyrirsætan Petra Nemcova nýtti tækifærið á kvikmyndahátíðinni í Cannes og smellti af selfie á rauða dreglinum. Á með- an smelltu ljósmyndarar af henni óteljandi ljósmyndum í bakgrunni og úr varð næstum skáldlegt augnablik. Snöggur og brosmildur Skærasta stjarna frjálsíþrótta- heimsins, Usain Bolt, tók selfie á síma aðdáanda eftir sigur í 4x100 metra hlaupi á Samveldisleikunum í Skotlandi í ágúst. Bolt er þekktur fyrir uppátæki sín og nýtur iðulega mikilla vinsælda meðal áhorfenda.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.