Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 51
4.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Þessi fer beint í prófíl! Kvikur unglingur smellir af einni laufléttri selfie-mynd fyrir framan Elísabetu drottningu þegar sú síðarnefnda heimsótti markað í Belfast, Norður-Írlandi í júní. AFP Allir samtaka, einn tveir og … Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, situr hér fyrir á raðselfie- myndum ásamt keppendum á ólympíuleikum ungmenna sem fram fóru í Kína í ár. Ekki er vitað hvers vegna ein mynd af þeim öllum var ekki talin nægja. Þú ert líka frægur, vertu með! Myndir af frægu fólki að taka selfie-myndir af sér með öðru frægu fólki vekja alltaf mikla athygli. Bítillinn Ringo Starr ásamt tískuhönnuðinum John Varvatos, eiginkonu sinni Barböru að ógleymdum leikstjóranum David Lynch á stjörnu-selfie. Heilög sjálfsmynd Frans páfi virtist njóta sín vel á selfie-mynd sem tekin var af honum í nóvember þegar kaþólskir skátar flykktust til hans í Vatíkanið. Sjálfsmyndin ljósmynduð ÁRIÐ 2013 VÖLDU ORÐABÆKUR OXFORD „SELFIE“ ORÐ ÁRSINS OG SÍÐAN ÞÁ HAFA BÆÐI IÐJAN OG ORÐIÐ BREIÐST ÚT UM VÍÐA VERÖLD. Í DAG TÍÐKAST SJÁLFSMYNDIR HJÁ POPPSTJÖRNUM SEM TRÚARLEIÐTOGUM OG HÉR ER AÐ FINNA NOKKRAR AF EFTIRTEKTARVERÐARI SJÁLFSMYNDUM ÁRSINS 2014. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Brosandi blakmeistarar Sigurlið Brasilíu á heimsmeistaramótinu í blaki sem haldið var í Japan í ágúst varðveita hér andartakið mikilvæga á verðlaunaafhendingunni á ógleymanlegri selfie-mynd.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.