Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Page 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Page 54
Kristín teiknaði allskyns gripi sem til voru á Keldum. Hér eru hærupokar ofnir úr hrosshári en tuttugu slíkir voru til og geymdir uppi á hanabjálka í kirkjunni. Ég gerði mér grein fyrir aðmikilsvert væri að koma ævi-minningum og teikningum Kristínar út á þjóðgötu í prentaðri bók,“ skrifar fræðaþulurinn Þórður Tómasson á Skógum í formála ný- útkominnar bókar, Teikningar Kristínar frá Keldum. „Nú, rétt við byrjun 21. aldar, er það réttnefnt dýrmæti að fá í hendur þennan þekkingarauð um daglegt líf á góðu sunnlensku bóndabýli framan af 20. öld, til samanburðar við þá lífshætti sem hafa hvarvetna tekið völdin. Frásagnir Kristínar eru líkt og spegill þess lífs sem hér hafði hald- ið velli aftan úr öldum. Í æsku hennar voru Keldur lifandi byggða- safn, í senn hvað varðaði húsakost, húsmuni og vinnubrögð.“ Áhugi á gömlum munum Stórt safn teikninga liggur eftir Kristínu (1905-1995). Í bókinni get- ur að líta úrval þeirra. Að sögn Þórðar eru þessar teikningar mikið dýrmæti en þær eru að mestu helg- aðar húsakosti á Keldum og Keldnasafni í áhöldum og minjum hvers konar. Kristín réðst í gerð teikninganna að áeggjan Skúla Guð- mundssonar föður síns sem var ein- staklega hirðusamur og mikill áhugamaður um muni gamla tím- ans. Einhverjir munanna munu síð- ar hafa horfið og eykur það gildi myndanna. Flestar myndanna gerði hún á árunum 1943-1947. Á Keldum var hér áður sem nú óvenjumikið varðveitt af húsum, smágripum og verkfærum fyrri tíð- ar en þar er til að mynda hinn forni skáli sem er að stofni til frá þjóð- veldisöld, elsta bygging landsins. Allt varð þetta síðar eign íslensku þjóðarinnar og er varðveitt af Þjóð- minjasafni og Skógasafni. Synir Kristínar, Skúli Jón og Sig- urður Sigurðssynir, hafa gefið Skógasafni teikningarnar kvaða- laust og segir Þórður gjöfina í senn vanda og vegsemd. Þess má geta að Kristín var í mörg ár ötull liðsmaður Þjóðhátta- deildar Þjóðminjasafnsins. Á efri árum tók hún einnig að skrá minn- ingar sínar um daglegt líf æskuár- anna á Keldum. Þær hafa verið tölvusettar en synir Kristínar gáfu Skógasafni einnig frumhandrit hennar öll til eignar. Bænum bjargað Þórður segir ekki fara á milli mála að Skúli faðir Kristínar var bjarg- vættur Keldna, þessa eftirsótta stórbýlis fram eftir öldum sem æð- andi sandstormar herjuðu síðan á, eirandi engu. Skúli var einn þrettán systkina sem fæddust að Keldum og tók hann við búi árið 1896 og bjó þar til dánardægurs 1946. Kona hans 1895 varð Svanborg Lýðsdótt- ir frá Hlíð í Gnúpverjahreppi og var hún vel undir húsfreyjustarfið búin, lærð í Kvennaskólanum. „Skúli tók við jörð, sem var við það að falla í eyði,“ skrifar Þórður. „Allt land inn og út frá bænum var flakandi sár eftir sandbylji, nokk- urra metra hár brotbakki við tún- jaðar norðan bæjar. Fjöldi dagsverka ár hvert lá í því að hreinsa sand frá húsum, görðum, úr heimreið og af túni. Bæ og kirkju var bjargað frá eyðingu með því m.a. að torfþekja brotbakkann í túnjaðri. Ungi bóndinn setti sér það markmið að vernda til framtíðar torfhúsasafn Keldna og með ein- stakri umhyggju vakti hann yfir öllu, smáu og stóru í lausamunum heimilisins.“ Óhætt er að taka undir þau orð Þórðar að þjóðin standi í þakkar- skuld við þá menn sem þarna stungu við fótum, stóðust freist- inguna þá „að velta í rústir og byggja á ný“, eins og raunin hefur verið svo alltof víða, þar sem menn hafa ekki virt verk fyrri kynslóða. Og í þessu umhverfi ólst Kristín upp, í virðingu fyrir liðinni tíð og merku handverki. Hún lauk kenn- aranámi árið 1928 og var barna- kennari í Vestur-Landeyjum, á Rangárvöllum og Stokkseyrar- hreppi. Hún giftist árið 1936 Sig- urði Jónssyni, bónda og smið á Sig- urðarstöðum í Bárðardal. Hann lést einungis þremur árum síðar, þrítug- ur að aldri, en þá höfðu hjónin eign- ast tvo syni. Kristín flutti heim að Keldum með synina árið 1943 og á næstu árum dró hún upp flestar teikninganna, fallega bernskar í stíl og anda, hugljúfar en nákvæmar. Árið 1949 giftist hún Ágústi Andr- éssyni hreppstjóra í Hemlu í Vest- ur-Landeyjum og hafði þá lokið sinni fallegu skrásetningu af bernskuheimilinu, sem hún lýsir einnig í texta í bókinni. Sjálfsmynd Kristínar Skúladóttur frá Keldum. Á hana hefur hún ritað: Stína heldur í Blesa sinn að húsabaki. TEIKNINGAR OG MINNINGAR KRISTÍNAR SKÚLADÓTTUR FRÁ KELDUM KOMNAR Á BÓK Heimild um liðinn tíma TEIKNINGAR KRISTÍNAR SKÚLADÓTTUR FRÁ KELDUM (1905-1995) ERU MERK HEIMILD UM ÍSLENSKA ALÞÝÐULIST. UM MIÐJA SÍÐUSTU ÖLD RÉÐST HÚN Í AÐ TEIKNA UPP MUNI OG MANNVIRKI GAMLA SAMFÉLAGSINS EINS OG ÞAU KOMU FYRIR Á LANDSKUNNU ÆSKUHEIMILI HENNAR. Teikning sem sýnir húsin að Keldum, teiknuð í Húsabæ, bakvið Stóru-skemmu. Kisa kúrir undir glugga á hálfþili. Á fram- túninu eru lambhús, byggð af Jóni Guðmundssyni árið 1883, og sjást hér milli skemmu og búrsins. Vatnsdalsfjall í baksýn. Teiknarinn Kristín Skúladóttir frá Keldum ung að árum. Smiðjulykill, Stóru-skemmulykill og lykill að Litlu-skemmu á Keldum. 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Menning

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.