Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.1. 2015 Ég er ekkert hrifinn af þeim. Davíð Þór Guðlaugsson Ég hef aldrei notfært mér þetta en maður hefur heyrt vondar sögur af þeim fyrst og fremst. Haukur Þórðarson Ég veit voða lítið um þau og hef ekki notað þetta en ég held að þetta sé ekki sniðugt fyr- ir fólk. Ég held að fólk taki svona lán í ein- hverri örvæntingu og maður sér að fólk lendir í vandræðum fyrir vikið. Valdís Rögnvaldsdóttir Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ég hef rosalega lítið kynnt mér þau og hef ekki nýtt mér þjónustuna. Ég hef frekar heyrt vonda hluti en góða. Sandra Dögg Einarsdóttir Morgunblaðið/Eggert SPURNING DAGSINS HVAÐ FINNST ÞÉR UM SMÁLÁNAFYRIRTÆKI? We Live Here er samnorrænt tilraunaverkefni Hönnunarmið- stöðvar Íslands í samstarfi við Design Forum Finland og Code- sign, Svíþjóð. Tilgangurinn er að varpa ljósi á styrkleika ís- lenskra og finnskra hönn- uða, hvers þeir eru megn- ugir og erindi þeirra í nor- rænu hönnunarsenunni í dag. Hönnun 28 Í BLAÐINU Morgunblaðið/Kristinn BJARTMAR ÞÓRÐARSON SITUR FYRIR SVÖRUM Fjórtán hlut- verk í einni sýningu Forsíðumyndina tók Svala Ragnars Sýningin Stúdíó Gerðar í Gerðarsafni í Kópavogi er innblásin af verkum Gerðar Helgadóttur myndlistarkonu sem safn- ið er kennt við. Hug- myndin er að búa til skap- andi samverustundir. Fjölskyldan 16 Læknisaðstoð gæti verið að færast í snjallsímana á næstu árum. Með nýjungum í tækni gætu læknar mögulega skoðað í eyru sjúklinga í þúsund kílómetra fjarlægð. Heilsa 22 Fremstu hönnuðir heims kynntu vetrar- línur sínar í herra- fatnaði á tískuvikunni sem nú er í fullum gangi. Dökkir litir, munstur og einstök efnisnotkun einkenndi flestar línurnar. Tíska 43 Bjartmar Þórðarson er leikstjóri, leikari, söngvari og dansari, allt í senn. Hæfileikaríkur maður hér á ferð sem fer með einleik í verk- inu Skepna en aðeins tvær sýningar eru eftir. Bjartmar hefur feng- ið mikið lof fyrir leik sinn í Skepnu. Skepna snýr aftur á svið vegna mikillar eftir- spurnar. Er þetta leikrit sem allir verða að sjá? Skepnan á klárlega mikið erindi. Hún fjallar í grófum dráttum um það hvernig sjálfhverfa, afskiptaleysi og ómanneskjuleg hegðun gagnvart hvers gagnvart öðrum veldur hringrás enn ómanneskjulegri hegðunar. Við fáum að heyra sögur gríðar- margra litríkra persóna, til dæmis óvirka fíkilsins Joe og glæp- anördsins Monty og fylgjumst með vonlausasta pari veraldar- sögunnar, Alla og Ninu. Þessar persónur reyna að feta sig í átt að einhverju sem líkist hamingjusömu lífi, en tilraunirnar eru misgáfulegar og oftar en ekki gríðarlega grátbroslegar. Þótt efnistökin virðist þung þá er verkið fullt af húmor og mjög fyndið á köflum, þannig að það ætti að höfða til ansi margra. Hversu mikil skepna ertu á sviði? En í daglegu lífi? Ég er nú bara eins mikil skepna á sviði og hlutverkið krefst af mér hverju sinni. Þarna eru nokkur sem krefjast töluverðs skepnuskapar, en líka mörg þar sem maður sýnir á sér töluvert mýkri hliðar. Í dag- lega lífinu held ég að ég sé ágætlega ljúfur og ég geti verið ákveðin jarðýta þegar á reynir. Er ekki krefjandi að leika einleik og þurfa að stóla al- gjörlega á sjálfan sig? Það er jú auðvitað töluvert álag að leika einleik, sérstaklega svona erfitt verk þar sem maður bregður sér í ein fjórtán hlutverk. Fókusinn er allur á þér og ef þú klikkar þá hrynur allt. Enginn annar er til staðar til að deila ábyrgðinni á framvindunni þannig að maður verður bara að hysja upp um sig brækurnar og standa sig. Leikstjórn, leiklist eða tónlist? Ég held að blanda af þessu öllu sé það sem heillar mig mest. Ég er svolítið týpan sem þarf að vera með tuttugu járn í eldinum í einu. Síðastliðin ár hef ég einna mest starfað við leikstjórn af þessu þrennu en tími ekki að sleppa leiklist né tónlist. Þetta er einfaldlega allt gríðarlega skemmtilegt. Myndirðu keppa aftur um sæti í Eurovision ef svo bæri undir? Ekki spurning. Mér finnst mjög gaman að syngja og þau skipti sem ég hef tekið þátt í þessari keppni, sem aðalsöngvari, bakrödd eða bakvið tjöldin hafa öll verið gríðarlega skemmtileg. Þessi keppni er dásemd, alveg sama hvort maður horfir með ein- lægnis- eða kaldhæðnisgleraugunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.