Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 22
Heilsa og hreyfing Burstum saman til tíu ára *Embætti landlæknis segir að börn yngri en10 ára þurfi aðstoð við tannburstun og sumþurfi aðstoð með tannþráðinn lengur. Mikil-vægt er að börnin læri að þeim líður velmeð hreinar og heilbrigðar tennur. Mælt ermeð því að hreinsa tennurnar eftir mat ogfyrir svefn, að lágmarki tvisvar á dag. Byrja á að bursta tennur barna um leið og fyrsta tönnin kemur í ljós í munni barns. H eilsuforritið Health er að finna í iOS 8 fyrir iPhone og iPod. Það tekur við gögnum frá tækjum sem skrá hreyfingu, hjartslátt og margt fleira, nú eða Apple-úrinu sem orðrómur er um að verði væntanlegt í mars. Enn- fremur er hægt að tengja það mörgum öppum eins og Nike+ Running, MyFitnessPal og fleir- um. Þróunin er mikil í tækjum sem geta tengst þessari tækni- legu heilsumiðstöð. Vefurinn Mashable.com telur upp nokkrar af þessum nýjungum í nýrri grein. Greinin miðast við bandarískan veruleika en það er ekkert sem segir að þróunin geti ekki orðið á svipaðan veg hér. Eyrnasjá á iPhone Fyrirtækið CellScope hefur þróað tæki sem lítur út líkt og hefð- bundin eyrnasjá sem læknar nota til að skoða í eyru. Þessi nýja eyrnasjá kostar 79 dali eða um 10.700 krónur. Tækið tengist myndavél iPhone-símans og tekur myndband í eyrnagöngunum. Myndbandið er síðan hægt að senda til læknis með tölvupósti fyrir 49 dali, eða um 6.600 krón- ur, svo læknirinn geti greint sjúklinginn og skrifað upp á lyf ef með þarf. Hugmyndin er að tengja barnafjölskyldur á strjál- býlum svæðum eins og til dæmis í sveitum Alaska við lækni hratt og örugglega. Eyrnabólga er til- tölulega algeng hjá börnum og margar læknisheimsóknir koma til vegna hennar. „Við ætlum að koma með lækn- inn heim til þín,“ sagði stofnandi og forstjóri CellScope í samtali við Mashable. „Á sama hátt og bankaþjónusta er komin í farsím- ann ætlar CellScope að koma með heilbrigðisþjónustuna til þín.“ Sem stendur er aðeins hægt að nálgast þessa þjónustu í Kali- forníu en fyrirtækið ætlar að færa út kvíarnar á öðrum fjórð- ungi þessa árs. Snjallhitamælirinn Swaive Önnur græja í þessum dúr heitir Swaive en hún er á sama verði og eyrnasjáin. Swaive er snjall- hitamælir sem tengist Apple Health í gegnum blátönn. Græjuna er ekki aðeins hægt að nota til að fylgjast með veiku hluti af AmWell-netinu ræða við sjúklinginn í beinni, greina hann og geta skrifað upp á lyf eða aðra meðhöndlun fyrir 49 dali, 6.600 krónur. Þeir sem eru með tryggingu geta prentað út kvitt- un sem þeir skila til trygginga- fyrirtækisins. Sjúklingarnir geta skoðað upplýsingar um læknana í gegnum appið áður en þeir ákveða að hringja, meðal annars upplýsingar um menntun, reynslu og einkunnina sem læknunum hefur verið gefin í kerfinu. Möguleikarnir með tæknivædd- um snjallgræjum eru margir og nýr heimur virðist vera handan við hornið. Að minnsta kosti er ljóst að milljónir iPhone-notenda gætu mögulega fengið læknis- hjálp fljótar og jafnvel ódýrar en áður. APPLE HEALTH BÝÐUR UPP Á MIKLA MÖGULEIKA Læknirinn í snjallsímanum ÞRÓUNIN ER MIKIL Í TÆKNIVÆDDRI LÆKNISÞJÓNUSTU UM ÞESSAR MUNDIR OG GETUR APPLE HEALTH BREYTT MIKLU Í ÞEIM EFNUM. MEÐ NÝRRI GRÆJU GETA LÆKNAR TIL AÐ MYNDA SKOÐAÐ Í EYRUN Á BÖRNUM Í ÞÚSUND KÍLÓMETRA FJARLÆGÐ OG SJÚKLINGAR Í BANDARÍKJUNUM SPJALLAÐ VIÐ LÆKNA Á FACETIME. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Með nýrri tækni þurfa börn ef til vill ekki að heimsækja heimilislækninn í eigin persónu. Getty Images/iStockphoto AmWell er vettvangur til að ráðfæra sig við lækni. barni og skrá hitann niður heldur geta konur notað hitamælinn til að fylgjast með frjósemi sinni en breyttur líkamshiti tengist egg- losi. Skráning á líkamshitanum fer inn í Apple Health og þaðan er hægt að senda skjölin til læknis. Enfremur er hægt að skrá önnur líkamleg einkenni og lyf sem viðkomandi tekur til að koma upplýsingum til læknisins með hraði. Læknar á FaceTime Síminn getur líka hjálpað þeim sem vilja ekki hitta lækni í eigin persónu eða eru ekki með heil- brigðistryggingu. Appið AmWell gefur færi á FaceTime-spjalli við lækni hvenær sem er sólarhrings- ins án þess að nauðsynlegt sé að panta tíma. Læknar sem eru Tækið tekur myndband í eyrnagöngunum. Swaive teng- ist símanum með blátönn. „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887 Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur NIKITA hundaolía Selolía fyrir hunda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.