Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 48
Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.1. 2015 L eikkonurnar Tinna Hrafnsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir eru framleiðendur leiksýningarinnar Ekki hætta að anda sem sýnd er á Litla sviði Borgarleikhússins. Uppsetningin er samstarfsverkefni Háaloftsins og Borgar- leikhússins og leika þær allar í sýningunni ásamt fjórðu leikkonunni, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur. Verkið er nýtt íslenskt leikverk eftir Auði Övu Ólafsdóttur og er skrifað sérstaklega fyrir þær stöllur. „Okkur þrjár langaði til að vinna sama. Við settumst niður og veltum fyrir okkur hvað við vildum gera. Fljótlega kom Auður Ava upp í hugann. Hún er höfundur sem við höfum allar miklar mætur á,“ segir Tinna. „Hún kenndi okkur líka í Leiklistarskól- anum,“ bætir Elma Lísa við. „Við spurðum hana hvort hún hefði áhuga á að vinna með okkur og skrifa leikrit fyrir fjórar leikkonur. Þá vorum við strax búnar að fá augastað á fjórðu leikkonunni, okkur fannst það skemmtilegri tala. Við vildum líka fá annan lit í hópinn. Við erum allar ljós- hærðar,“ segir Tinna og hlær. „Og svo er hún frábær leikkona,“ segir hún um hina dökkhærðu Kötlu Margréti. Auður tók vel í beiðnina og stuttu eftir fyrsta fund kom hún með hugmyndina sem verkið byggist á og hóf að skrifa drög. Nýsköpun í draumaverkefni „Við sóttum um styrk til leiklistarráðs og listamannalaun og fengum styrk sem setti verkefnið af stað. Auður tók sumarið í að skrifa og við hittumst síðastliðið haust og lásum yfir verkið ásamt leikstjóra. Fljótlega eftir að við fengum styrkinn byrjuðum við að ráða til okkar aðra listræna stjórnendur. All- ir voru mjög spenntir fyrir því að vinna nýtt verk eftir Auði,“ segir Tinna en leikstjóri verksins er Stefán Jónsson, danshöfundur er Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Brynja Björnsdóttir gerir leikmynd og búninga, Þórður Orri Pétursson sér um lýsingu og Árni Rúnar Hlöðversson um tónlistina. Elma Lísa lýsir þessu sem draumaverkefni og seg- ir mikla samheldni hafa einkennt sköpunar- ferlið og hugur hafi verið í hópnum. „Íslensk nýsköpun er ofsalega mikilvæg í leiklistargeiranum og það er mikill fengur að því þegar íslenskt leikrit er frumsýnt,“ segir María Heba en það er ekki á hverjum degi sem það gerist. „Það er meira um leikgerðir svo íslenskt leikrit vekur ákveðna spennu og forvitni,“ segir hún. Þær komu með ákveðna hugmynd til Auð- ar Övu, sem hún gerði síðan að sinni. Hún skrifaði ennfremur hlutverkin með þær í huga og hitti hópinn nokkrum sinnum á meðan á skrifunum stóð. Þær voru í fyrstu feimnar við að nálgast hana en að vonum ánægðar með góðar móttökur. „Auður tók fallega á móti okkur,“ segir Elma Lísa. „Okkur fannst gott að fá Stefán til liðs við okkur því hann er reynslumikill leikstjóri og óhræddur við að fara nýjar leiðir að hlut- unum og það er mjög þakklátt því verkið er opið og getur vísað í margar áttir,“ segir Tinna. Verkið er abstrakt og krefst nokkurs af áhorfandanum, sem uppsker ríkulega en verkið situr eftir í manni. „Ný íslensk verk þurfa alltaf ákveðna önd- un og nærgætna meðhöndlun,“ segir María Heba. Þrátt fyrir að verkið sé með fjórum leik- konum er þetta ekki sérstakt kvennaverk og er hægt að gantast með það að þarna séu fjórar konur saman komnar sem geri ekki annað en tala um karlmann, barnsföður sinn Hákon, sem er látinn. Ekki er þó allt sem sýnist. Mikilvægi sjálfstæðu leikhópanna Leikhópurinn Háaloftið er barn hjónanna Tinnu og Sveins Þóris Geirssonar leikara en þau stofnuðu hann árið 2011 kringum leik- sýninguna Hrekkjusvín, sem sett var upp í Gamla bíói. Síðasta vor setti Háaloftið upp Útundan, erlent verk um barnleysi, sem sýnt var í Tjarnarbíói. Tinna leikstýrði, Sveinn samdi tónlist og Elma Lísa og María Heba voru í leikhópnum, þannig að þær hafa allar unnið saman áður. Ennfremur er Elma Lísa með leikhópinn Sokkabandið með leikkonunni Arndísi Hrönn Egilsdóttur og María Heba hefur unnið tölu- vert með þeim. María Heba stofnaði síðan sjálf leikhóp eftir útskrift úr Leiklistarskóla Íslands sem ber nafnið Kvenfélagið Garpur. Háaloftið fékk styrk frá menningar- og ferðamálaráði fyrr í mánuðinum og Sokka- bandið fékk listamannalaun. Þær eru því ansi öflugar í þessum sjálf- stæða geira og talið víkur að gildi hans. „Ég hef unnið bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og sett upp sýningar sjálf. Allt er þetta skemmtilegt,“ segir Elma Lísa en sjálfstæði fylgir ákveðið frelsi. „Maður hefur meira um það að segja hvað maður er að leika og jafnvel hvað maður vill segja og gera þegar maður vinnur sjálfstætt,“ segir hún. María Heba segir sjálfstæðu leikhópana hafa mikið gildi. „Þar myndast oft svigrúm til að gera tilraunir og rannsóknir á leik- húsmiðlinum sem gefst ekki endilega alltaf inni í stóru húsunum,“ segir hún. „Ekki hætta að anda er gott dæmi um það. Hún er tilraunakennd þessi sýning við vitum það,“ bætir Elma Lísa við. Eru íslenskir leikhúsgestir að þroskast, er það að breytast hvað fólk vill sjá? „Maður vonar það og vill hafa það þann- ig,“ segir Elma Lísa. „Þetta fer svolítið eftir tíðarandanum, hvað er að gerast í þjóðfélaginu, hvað fólk sækir í,“ segir Tinna og heldur áfram: „Það eru alltaf áhorfendur sem eru til í að sjá mismunandi hluti; ákveðinn hópur sem sækir farsa og annar sem vill sjá tilraunaleikhús,“ og hinar taka undir það. Hvernig er það að vera sjálfstæður leik- hópur í samstarfi við stórt leikhús eins og Borgarleikhúsið? „Ég hef unnið töluvert hér og finn engan mun á því að vinna hér í samstarfi eða innan húss. Þessi sýning var tekin með kærleika og hlýju inn í húsið,“ segir Elma Lísa. Tinna segir samstarfið gott en bendir líka á mikilvægi Tjarnarbíós, sem hefur iðað af lífi að undanförnu. „Sá styrkur sem Reykja- víkurborg hefur ákveðið að veita Tjarnarbíói, sem er í dag miðstöð sjálfstæðu sviðs- listahópanna, er mikilvægur. Það er líka nauðsynlegt fyrir sjálfstæða geirann að hafa eigin miðstöð til að hann sé ekki eingöngu háður samvinnu við stóru leikhúsin.“ Fyrrverandi Íslandsmeistarar í freestyle Töluvert er dansað í sýningunni. „Melkorka á mikinn hlut í þessari sýningu og vann með okkur allt tímabilið. Auður Ava vill hafa kó- reógrafíu í sýningunum sínum. Okkur þrem- ur fannst það mjög spennandi því við erum allar gamlir dansarar. Stór þáttur í sýning- unni er hreyfing leikarans,“ segir Elma en það er mikil hreyfing í Ekki hætta að anda. Dansbakgrunnur var blaðamanni að ein- hverju leyti kunnugur en ennfremur hvíslaði lítill fugl því að blaðamanni að þær hefðu all- ar keppt í hinni frægu Freestyle-keppni Tónabæjar við góðan orðstír. Þær gangast við því. „Við erum allar fyrrverandi Íslandsmeist- arar í freestyle,“ staðfestir María Heba og hlær við. Tinna og María Heba voru í sama dans- hópi. „Elma var aðeins á undan okkur, svo- lítil fyrirmynd, maður dáðist að henni í laumi,“ segir Tinna. „Svo vorum við allar saman í leiklistarnáminu og vorum allar í sömu leikarafjölskyldunni,“ segir hún og blaðamaður hváir við. Leikarafjölskyldu? Það kemur í ljós að nemendur leiklistar- deildar Listaháskóla Íslands velja sér skjól- stæðing úr árinu fyrir neðan sinn árgang. „Bekkjarfélagarnir velja nýja aðila í sína fjölskyldu, ég valdi tvær því í tilfelli Maríu Hebu voru fimm stelpur í bekknum,“ segir Tinna og er María Heba því „dóttir“ hennar. „Elma Lísa valdi mig þannig að hún er „mamma“ mín,“ segir hún en ekki fæst ná- kvæmlega úr því skorið hvort Elma Lísa sé þá amma Maríu Hebu … „Tilgangurinn með þessum fjölskyldum er að eiga trúnaðarmann utan bekkjarins sem þú getur leitað til og fengið góð ráð,“ segir hún og þær eru sammála um að þetta sé gagnlegt fyrirkomulag. Draumaútgáfan af sjálfum sér Í Ekki hætta að anda kallast trúartákn og heimur hins andlega skemmtilega á við heim dægurmenningarinnar, með popptónlist og spjallþáttum. Lagið „Don’t Hold Your Breath“ með Nicole Scherzinger hljómar reglulega í gegnum verkið en þess má geta að lagið hefur verið spilað 43,8 milljón sinn- um frá því að það var sett inn á YouTube fyrir fjórum árum. Glöggir enskufræðingar hafa kannski líka giskað á það nú að verkið hafi fengið nafn sitt frá laginu. „Auður fann þetta lag á lista yfir verstu mögulegu jarðarfararlögin,“ segir María Heba og ræðir næst um spjallþátta- tilvísunina. „Þær eru að setja sig á svið í þessum viðtölum.“ „Það er eins og þær séu að fylla upp í ein- hverja ímynd af sjálfri sér með fyrirmyndir úr fjölmiðlum í huga,“ segir Elma Lísa. „Konurnar í verkinu setja upp óskastöðu um hvaða birtingarmynd þær vilji gefa út af sér en svo snýst það stundum í höndunum á þeim,“ segir María Heba og Tinna grípur orðið: „Það er eins og þær vilji gefa út ein- hvers konar draumaútgáfu af sjálfum sér.“ Vonin, fullkom- leikinn og ljósið BÖRNIN ERU STÓRA VONIN Í NÝJU ÍSLENSKU LEIKVERKI, EKKI HÆTTA AÐ ANDA, EFTIR AUÐI ÖVU ÓLAFSDÓTTUR. ÞAÐ ER ALLTAF VERIÐ AÐ FLÝJA SANNLEIKANN OG BLEKKINGARLEIKUR ER RAUÐI ÞRÁÐURINN Í GEGNUM VERKIÐ. EN ÞAÐ ER EKKERT LJÓS ÁN MYRKURS. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is * Konurnar í verkinusetja upp óskastöðuum hvaða birtingarmynd þær vilji gefa út af sér en svo snýst það stundum í höndunum á þeim. Það er eins og þær vilji gefa út einhvers konar draumaút- gáfu af sjálfum sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.