Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 52
Viðtal 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.1. 2015 „Menn urðu alltaf að stúdera mjög mikið, byrjanir voru ekki síst mikil fræðigrein en eftir að menn fóru að notast við tölvur er þetta gjörbreytt. Skákmenn í dag eru farnir að tefla eins og tölvur. Glæsileikinn getur vissulega verið mikill en það getur líka ver- ið hundleiðinlegt að horfa á; tölvan kann ekki að meta stöðuna eins og mannlegur heili. Heilinn ræður ekki við allan þann fjölda leikja sem tölvan getur fundið en hún hefur ekki innsæið til að vega og meta, velja úr það sem henni líst best á.“ Vart er hægt að ræða um skák hérlendis öðruvísi en heimsmeistaraeinvígið í Laug- ardalshöll árið 1972 beri á góma. Einvígi aldarinnar, þar sem Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer, sem síðar varð íslenskur ríkisborgari, og Boris Spasskí frá Sovétríkj- unum áttust við. Undrabandið og fulltrúi „vélarinnar“ austan járntjalds. „Einvígið breytti gífurlega miklu. Þá urðu algjör kaflaskil: skákin varð alheimsvara, ekki síst vegna látanna í Fischer, og einvíg- ið kom Íslandi auðvitað á kortið.“ Fischer bjó á Íslandi síðustu æviárin eins og flestum er í fersku minni. „Hann var einstakur, eins og ljósmyndvél. Minnið var svo ofboðslegt að það var eins og Fischer tæki myndir af öllu sem hann sá, geymdi í heilanum og nýtti það svo þegar á þurfti að halda.“ Þegar Friðrik hitti Fischer fyrst, 1958 í Portoroz, var sá síðarnefndi aðeins 15 ára en ljóst hvert stefndi. Friðrik, sem þá var 24 ára, sigraði Fischer á mótinu. „Jú, ég vann hann þá en ekki mjög oft eftir það!“ Fischer var strax þá, segir Friðrik, með það á hreinu að hann ætlaði að verða heimsmeistari. „Og ætlaði ekki að eyða mörgum árum í að ná titlinum, það vafðist ekkert fyrir honum. En svo liðu reyndar 14 ár þar til Fischer varð heimsmeistari, hér í Reykjavík.“ Sumir telja Fischer besta skákmann sög- unnar en Friðrik segir erfitt að bera menn saman sem uppi eru á mismunandi tíma. „Menn taka alltaf mið af samtíð sinni, þeir þurfa að vera betri en aðrir samtíðarmenn til að teljast bestir, en ekki er nokkur leið að mæla hvernig þeir eru gagnvart öðrum sem uppi eru seinna. Það verður alltaf mat hvers og eins.“ Friðrik Ólafsson var skrifstofustjóri Al- þingis í 20 ár, frá 1984 til 2005. Þar hlýtur hann að hafa kynnst refskák. „Ég reyndi að blanda mér sem minnst inn í þá hlið mála, vildi hafa allt uppi á borðinu,“ segir hann. „Halldór Blöndal stofnaði reyndar skákklúbb í þinginu, sem hét einmitt Refskák. Á þessum árum var ég búinn að draga mig í hlé frá skákinni, eftir að ég hætti sem forseti FIDE 1982 var of mikið mál að koma til baka. Ég var orðinn fertugur og þá fer heldur að halla undan fæti á þessum vettvangi. Menn geta haldið sér til fimmtugs og einstaka eru á fullu lengur en það er erfiðara en áður. Líkamlegt ástand skiptir svo miklu máli. Menn þurfa að vera í góðu formi því það fer svo mikil orka í að hugsa.“ Aldrei má láta hugfallast Friðrik og Daninn Bent Larsen háðu marga hildina á árum áður og lætur nærri að þar hafi verið á ferð uppáhaldsandstæðingur ís- lenska meistarans. „Við erum nánast jafn gamlir, ég er tveimur mánuðum eldri og við kljáðumst mikið, aðallega framan af því ég dró mig svo í hlé eftir 1960 til að klára lögfræðina. Ég vildi ekki algjörlega treysta á skákina sem lífsviðurværi en hann gerði það hins vegar. Það merkilega var að hann átti bara eftir eitt ár af námi í verkfræði þegar hann ákvað að steypa sér út í þetta. Larsen sagði: það er til fullt af góðum verkfræð- ingum í Danmörku en enginn góður skák- maður! Þetta var alveg í stíl við hann.“ Friðrik og Bent Larsen mættust 35 sinn- um, á árunum 1959 til 1995, og skildu hníf- jafnir – hvor hafði haft 17 og hálfan vinn- ing upp úr krafsinu eftir síðustu skák. „Það var alltaf barist af hörku þegar við mætt- umst. Við vildum helst ekki gera jafntefli.“ Friðrik var brautryðjandi á vettvangi skákarinnar hérlendis og fyrsti stórmeist- arinn, 1958. Guðmundur Sigurjónsson náði næstur þeim eftirsótta titli 1975, en „fjór- menningaklíkan“ tók svo völdin um miðjan níunda áratuginn. Í „klíkunni“ voru Helgi Friðrik og fjórmenningaklíkan, sem svo var kölluð. Ungu mennirnir sem sigldu í kjölfar hans og komu fram á sjónarsviðið eftir Einvígi aldarinnar í Reykjavík. Frá vinstri: Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Friðrik Ólafsson, Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson. Morgunblaðið/Ómar Friðrik Ólafsson að tafli árið 1976. Benóný Benónýsson fylgist grannt með gangi mála. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Friðrik með Boris Spasskí, sem mætti Bobby Fischer í Einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972. Morgunblaðið/Ómar Friðrik og Karpov Anatoly Karpov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, þegar hann kom til Íslands í tilefni 111 ára afmælis Taflfélags Reykjavíkur árið 2011 en Karpov var þá nýlega genginn til liðs við félagið. Morgunblaðið/Ómar Hollenski skákmeistarinn Timman, Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, og Friðrik, 1976. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.