Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.1. 2015 Tökum sem dæmi Óþörfu ríkisstofnuninaohf. Þar vinna 200 manns á sviði semeitt sinn var einokað af ríkinu en hin síð- ari ár hafa einkafyrirtæki reynt fyrir sér á þessu sviði þótt ríkisstofnunin hafi margskonar forgjöf. Er mögulegt fyrir meirihluta á alþingi að leggja þessa stofnun niður? Ég efast um það. Um leið og það spyrst út að menn ætli sér að leggja stofnunina niður hefja flestir starfs- mennirnir 200 og nánustu ættingjar þeirra sókn gegn því. Þar eru þegar um eitt þúsund manns sem eru tilbúnir að hamast gegn því að fyrirvinna heimilisins missi vinnuna hjá þessari tilteknu stofnun. Það eru bara mannleg við- brögð þótt þau kunni að bera vott um skamm- sýni og vantrú á að betri störf bjóðist utan stofnunarinnar. Þessir þúsund hamast á blogg- um og samfélagsmiðlum um mikilvægi hinnar óþörfu stofnunar. Aðrir ríkisstarfsmenn sjá sér jafnvel óbeinan hag í því að taka undir. Svo eru að sjálfsögðu ræstar hinar vel fjármögnuðu áróðursvélar stéttarfélaga opinberra starfs- manna sem munu auk almennra andmæla gegn því að svo mikilvæg óþörf stofnun sé lögð niður og hóta alls kyns málaferlum vegna réttinda starfsfólks. Hin óþarfa stofnun er vitaskuld staðsett í einhverju sveitarfélagi. Þar eru sömu flokkar við stjórn og eru í meirihluta á þingi. En minnihlutaflokkarnir í bæjarstjórninni leggja fram tillögu um að bæjarstjórnin mótmæli því harðlega að opinberum störfum í bænum sé fækkað. Það er skammt í næstu bæjarstjórnar- kosningar svo meirihlutaflokkarnir þora ekki annað en að samþykkja mótmæli gegn því sem sömu flokkar ætla sér að gera á þingi. Skattgreiðendur, þeir sem bera kostnaðinn af hinni óþörfu ríkisstofnun, nenna ekki að setja sig inn í málið. Þeir greiða ekki nema nokkur þúsund krónur hver til stofnunarinnar og hvað endast menn lengi í baráttunni fyrir slíkri fjárhæð? Svo hefst málþófið í þinginu. Þéttir hagsmunir starfsmanna Óþörfu ríkis- stofnunarinnar ohf. munu að öllum líkindum vega þyngra en dreifðir hagsmunir skattgreið- enda. Hætt verður við að leggja stofnunina niður með þeim rökum að hún hafi tekið að sér ný og aukin verkefni sem fylgi aukaframlag á fjárlögum. Tekjur fárra en kostnaður allra * Ríkisstofnanir eruríflega 200 talsins ogfer því miður lítið fækk- andi. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Söngkonan og dansarinn Unnur Eggertsdóttir býr sem kunnugt er í New York þar sem hún er í leik- listarnámi í The American Aca- demy og Dramatic Arts. Evrópskur og bandarískur menningarheimur á ým- islegt sameiginlegt en þó ekki allt eins og sjá má á því samtali sem Unnur átti í líkamsræktinni og deildi á Twitter í vikunni: „Lol, þú hlýtur að vera evrópsk.“ „Hmm, já, af hverju?“ „Enginn annar myndi fara í sturtu í ræktinni nakinn.“ Guðján Már Guðjónsson í OZ deildi því á Twitter hvað hann væri að gera ef hann hefði ekki farið út á braut viðskipta og skrifaði: „Ég hefði trúlega orðið tón- listarmaður eða í kvikmyndabrans- anum. Að vera í frumkvöðlastarfi í tækni er eflaust jafn mikil áskorun.“ Ofurspriklarinn Magnús Schev- ing birti mynd af sér á skíðum í Blá- fjöllum í vikunni og lét eftirfarandi orð fylgja myndinni: „Eitt af því góða við að vera laus úr búningi Íþrótta- álfsins er að nú hef ég leyfi til þess að fara aftur á skíði!“ Rithöfundurinn Elísabet Jökuls- dóttir hlaut í vikunni bókmennta- verðlaun Fjöruverðlaunanna í flokki fagurbókmennta. Elísabet er þekkt fyrir sérlega skemmtilegar færslur á Facebook og hér er brot úr einni sem hún setti inn í vikunni: „Það er oft talað um að það þurfi að hlusta á lík- amann. Hitt heyrist sjaldnar að það þurfi að tala við líkamann. Við viljum oft reka óþægilegar tilfinningar burtu. Eins og kvíðann. En mér var sagt að kvíðinn gæti gefið ákveðnar upplýsingar. Og hvað er mikilsverð- ara en upplýsingar. Manneskjan er eitt upplýsingabox og svo förum við í boxið og spyrjum.“ AF NETINU Úlpurnar hans Sigurjóns í Hollywood Reporter Sigurjón Sighvatsson er sagður frummynd fram- leiðandans á Sundance. Morgunblaðið/Árni Sæberg það hvernig yfirhöfnum framleiðendur eiga að klæðast vilji þeir standa undir nafni sem slíkir. Sigurjón Sighvatsson segist klæðast prima- loft-úlpunni sinni frá Isaora í mildari veðr- áttu en þegar frysta fer fari hann í úlpu frá 66°Norður, en fyrirtækið var í eigu hans. Í greininni kemur einnig fram að Quentin Tar- antino, Eli Roth og Jake Gyllenhaal hafi allir eignast slíka úlpu fyrir mörgum árum sem og kvikmyndaframleiðandinn Lawrence Ben- der, sem á silfurlitaða úlpu frá merkinu. Vettvangur Sigurjón Sighvatsson sagði þá Quentin Tarantino og Eli Roth hafa uppgötvað íslenskar úlpur fyrir mörg- um árum enda Íslandsvinir með meiru. Hér eru þeir félagar í góðum félagsskap Ísleifs Þórhallssonar. Morgunblaðið/Þorkell Vefsíðan geysivinsæla Hollywood Reporter gerir úttekt á yfirhöfnum stjarnanna í kvik- myndageiranum í vikunni í tilefni þess að stjörnurnar streyma nú á Sundance kvik- myndahátíðina sem hófst í gær og stendur til 1. febrúar. Til nánari útskýringar eru vinsælar yfir- hafnir, fimm gerðir, dregnar fram í dags- ljósið og gerir vefsíðan ráð fyrir að hægt sé að greina það hvernig „týpa“ þú ert innan kvikmyndageirans út frá því hvaða flík þú klæðist. Yfirskrift greinarinnar er: „Hvað segir yfirhöfnin um þig.“ Og út frá yfirhöfnunum er fólk flokkað. Sem dæmi má nefna: sem hæfileikamað- urinn, fjárfestirinn og framleiðandinn. Frummynd framleið- andans er í þessari grein Sigurjón Sig- hvatsson, eða Joni Sig- hvatsson eins og hann er kallaður þar, og leggur hann þannig línuna fyrir Primaloft-úlpan frá Isaora sem Sigurjón Sighvatsson sagði Hollywood Reporter að hann notaði í mildri vetrarveðráttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.