Morgunblaðið - 14.02.2015, Side 44

Morgunblaðið - 14.02.2015, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 HREINAR LÍNUR Yumi 2 saman 28.400 Dione 98.700 Dixie 90x45 48.300 Smile sófi 217 cm - 199.800 Betina skenkur 200 cm kr. 131.000 Dixie 55x35 29.500 Dimond 26.900 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Breytingar geta átt við allt, frá því að færa húsgögn út í það að skipta um starfsvettvang. Hugsaðu bara málið svolítið betur. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt á móti blási um stund. Hlustaðu á aðra áður en þú kveður upp þinn eigin dóm. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur skýrar hugmyndir varðandi vinnuna og ákveðnar skoðanir á því hvernig verja eigi peningum. Gerðu því ráðstafanir fram í tímann. Enginn vill kaupa hann. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert fullur af frábærum og skap- andi hugmyndum núna. Samræður, stutt ferðalög og viðskipti geta skilað þér árangri. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vinnan verður tómt strit í dag og yfir- maðurinn einstaklega önugur í viðmóti. Farðu þér samt að engu óðslega. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hugur þinn er reikandi og því setja dagdraumar svip sinn á daginn hjá þér. En hófsemi hentar þér miklu betur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Alls konar gylliboð eru í gangi. Gott mannorð þitt mun gera þér auðveldara að tengja við fólk sem þig langar til að kynnast. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sérðu pappírshrúguna á borð- inu þínu? Þig vantar ekki einkaritara, heldur klukkutíma í einrúmi og bunka af spaldsk- rám og bréfamöppum. Gefðu þér síðan tíma til að leika þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Finndu þér einhvern sem þú getur deilt hugsunum þínum með. Hverjar sem undirtektirnar verða máttu vita að þú hefur lagt þitt af mörkum og mátt vel við una. 22. des. - 19. janúar Steingeit Kannski bregstu ekki alltaf við á hinn fullkomna hátt en þú getur alltaf þroskast. Reyndu að bera þig vel þótt eitthvað bjáti á og leystu málin sjálfur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert fullur af krafti og iðar í skinninu eftir að koma öllu því í verk sem hefur verið á biðlistanum. Annaðhvort bakkar maður eða gefur sig allan. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gefðu þér tíma til að vera einn með sjálfum þér og rækta andlegu hliðina. Ef svo er skaltu taka þér boga og ör í hönd og búa til rómantískar aðstæður sjálfur. Síðasta laugardagsgáta var einsog oft endranær eftir Guð- mund Arnfinnsson: Um hafið skútu bylgjan ber. Býr þar sjófuglanna ger. Þetta kennt við orku er. Oddbjarnar fyrr þöktu sker. Helgi R. Einarsson segist hafa lagt hausinn í bleyti og þetta sé út- koman: Heilabrot um hugann fer um hafið, fugla, orku og sker. Ljóss í myrkri leitað er. Lausnarorðið því er ver. Þessi er lausn Hörpu á Hjarðar- felli: Hafskenning mun vera ver Víða eggver sjá má hér Einnig stærðar orkuver Oddbjarnar- verbúða -sker Guðmundur svarar sjálfum sér svona: Skútu bylgjan ber um ver. Býr í veri fuglager. Þörf hér orku þykja ver. Þöktu ver Oddbjarnarsker. Og lætur fylgja limru um áfall Vilmundar: Er verinn, hann Vilmundur sveri, bað Veru, hún upp á sig sneri, og hryggbraut þann heiðursmann - en hryggbrotið illa greri. Guðmundur bætir síðan við: Enn er ég við heygarðshornið, heilann brýt í erg og gríð, maula gjarnan morgunkornið, meðan ég fæst við gátusmíð. Og þá kemur gáta: Rolluskjáta þrjósk og þver. Þetta er mikil sveðja. Nál, sem varla nothæf er. Næsta ferleg beðja. Hallmundur Kristinsson yrkir að gefnu tilefni: Þótt músin í mjólkinni busli og minka í varpa ég husli og mykjan sé mjúk og minni á kúk er allsekkert allt í rusli! Og enn yrkir Hallmundur: Í flutningum munu þeir mjatla það svo megi nú kannski atla það að byrji í bráð að bæta sitt ráð Ferðaþjónustan fatlaða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um Vilmund svera og Oddbjarnarsker Í klípu „EF VIÐ LENDUM Í VANDRÆÐUM, ÞÁ MUN LÁRUS HÉRNA BARA GÚGLA ÞAÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MÆTTI ÉG NOTA SÍMANN ÞINN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú kveður þitt gamla líf. MÉR LEIÐIST FÖRUM EITTHVAÐ ÞAR SEM VIÐ GETUM HITT EINHVERJAR KVENKYNS SOKKABRÚÐUR! ÉG SKAL SJÁ UM AÐ TALA ÉG SKAL REYNA AÐ VERA EKKI FYRIR ÞÉR ERTU MEÐ HLJÓÐLÁTT HERBERGI FYRIR ÞÁ SEM VILJA EKKI SKEMMTA SÉR? Að skafa snjó af bíl er list sem ekkier á allra færi. Víkverji hefur aðeins verið að líta í kringum sig og horfa á hvernig fólk ber sig að við verknaðinn. Það má eiginlega flokka skafarana í tvo flokka; þá sem hafa gríðarlega mikinn metnað og leysa verkefnið einstaklega vel af hendi en í hinum flokknum eru þeir sem rétt skafa framrúðuna og rúðuna við bíl- stjórasætið, til að teljast ökuhæfir í umferðinni. Þeir sjá rétt fram fyrir sig og til hliðar ef þeir eru heppnir. x x x Í fyrri flokkinn fer fólk sem skefurallan snjóinn af bílnum; þar með talið allan snjóinn af þaki bílsins og húddinu og að sjálfsögðu ljósunum líka. Þá skafa þessir einstaklingar líka allar rúður bílsins, jafnt þær sem eru við aftursætin sem enginn situr við sem þyrfti strangt til tekið ekki að skafa. Ef það eru engir farþegar í aft- ursætinu af hverju er þetta fólk að skafa þær rúður? Það þarf ekki að skafa þær – en þessu hafa snjóskaf- ararnir af guðsnáð ekki ennþá áttað sig á. Þeir taka þetta til sín sem eiga. x x x Fólkið sem er í þessum fyrstaflokki er virkilega vandað og samviskusamt fram í fingurgóma. Eftir því sem Víkverji veltir þessu meira fyrir sér þá heldur hann að skafararnir af guðsnáð búi yfir þeim hæfileika að sjá fram í tímann. Þeir hafa litið út um gluggann áð- ur en þeir halda til og frá vinnu og hafa reiknað með þeim tíma sem fer í að skafa bílinn. Þá geta þeir leyft sér að fara með allt að því tann- bursta yfir bílinn. Kannski hafa þeir líka fylgst með veðurfréttum kvöldið áður og undirbúið sig fyrir komandi átök við snjómoksturinn. x x x Í flokkinn þar sem fólkið rétt skefurbílinn; eru kærulausu típurnar. Þær eru ekki endilega búnar að sjá of marga leiki fram í tímann og telja sjálfum sér trú um að þær hafi ekki tíma til að skafa. Kannski hrjáir leti þetta fólk en hvað veit Víkverji svo sem; þar sem hann er ofurskafari af guðsnáð. víkverji@mbl.is Víkverji Verið miskunnsöm eins og faðir yðar er miskunnsamur. (Lúkasarguðspjall 6:36)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.