Morgunblaðið - 25.03.2015, Side 4

Morgunblaðið - 25.03.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Eldhús- og skolvaskar Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm 11.990 Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 7.790 (fleiri stærðir til) Gua 539-1 með veggstálplötu, grind fylgir, 1mm stál 17.990 Botnventill og vatnslásar fylgja öllum vöskum CR Plast skolvaskur 55x34x21cmmeð botn- ventli og vatnslás 8.590 Gua-543-1 vegghengdur, 1mm stál , einnig fáanlegur í borð kr. 17.685 18.673 Mikið úrval af blöndunartækjum. Á MÚRBÚÐARVERÐI Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Stjórn Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins hefur samþykkt að hefja útboðsferli vegna kaupa á nýjum slökkviliðsbílum. Jón Viðar Matt- híasson slökkviliðsstjóri segir að gert sé ráð fyrir því að nýr dælu- bíll kosti á bilinu 100-120 milljónir króna og að stefnt sé að því að slökkviliðið eignist fjóra bíla, sem afhentir verði á næstu 3-4 árum. Snýst um verðmiða Fjórir slökkvibílar eru nú þegar í notkun og eru þeir 12-25 ára gamlir. „Menn eru að velta því fyr- ir sér hvort hægt sé að bjóða út kaup á fjórum nýjum bílum. Ef verðið í útboðinu verður viðunandi, þá verða þeir keyptir. En menn áskilja sér líka rétt til þess að hafna öllum tilboðunum, eða að taka bara einn eða tvo bíla. Þetta snýst um verðmiða,“ segir Jón Viðar. Hann segir að langt sé síðan keyptur hafi verið slökkvibíll til landsins og því beri menn ekki skyn á það hvað slíkur bíll muni kosta. „Við höfum væntingar til þess að við munum fá betra verð með því að bjóða út svo marga bíla. Því hugsum við þetta sem ákveðin magninnkaup,“ segir Jón Viðar. Hann segir að sökum stærðar útboðsins þurfi að fara með það á Evrópska efnahagssvæðið og það gefi væntingar um að hægt verði að kaupa bílana á hagstæðu verði. Fremur íhaldssöm fyrirbæri Að sögn hans er verið að búa til útboðslýsingar og verða þær til- búnar og teknar fyrir á næsta stjórnarfundi til afgreiðslu. Spurður hvort nýir bílar muni breyta miklu fyrir starf slökkvi- liðsmanna segir Jón Viðar að slökkviliðsbílar séu fremur íhalds- söm fyrirbæri. „Þróunin snýr fremur að starf- inu sjálfu en bílarnir sjálfir þróast aftur á móti á þann hátt að þeir menga minna,“ segir Jón Viðar. Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsbíll Ef allt gengur að óskum mun slökkviliðið eignast fjóra nýja bíl á næstu 3-4 árum. Slökkviliðið kaupir allt að fjóra nýja bíla  Útboðsferli hefst vegna kaupa á nýjum dælubílum Á fundi hverfisráðs Laugardals og íbúasamtaka Laugardals á mánu- dagskvölds var farið yfir skipulags- mál hverfisins. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjavíkurborgar, segir að fram hafi komið nokkrar áhyggjur fundargesta um aðalskipulagið en þar sé á ferð misskilningur sem hún hafi leiðrétt. „Það hefur verið gert ráð fyrir upp- byggingu við jaðarinn við Suður- landsbrautina í öllum aðalskipulags- tillögum síðan árið 1966. Í nýjasta aðalskipulagi er að mestu fallið frá eldri hugmyndum þannig að upp- byggingin er í kringum íþróttamann- virkin í dalnum, eins og hjá ÍSÍ og ÍBR sem hafa heimildir til að byggja við.“ Ólöf segir að auðveldlega sé hægt að gera göturýmið meira aðlaðandi og fjölmörg tækifæri séu til umbóta í þeim efnum. Í aðalskipulagi sé skil- greind mjó ræma við Suðurlands- brautina sem miðsvæði og þar gætu komið lágreist hús sambærileg þeim við Engjateig. Fyrst þyrfti þó að ná samkomulagi við fjölmarga hagsmunaaðila og deili- skipuleggja með tilheyrandi samráði. Ekkert er því fast í hendi. „Það er ekkert verið að koma nálægt dalnum sjálfum, aðalskipulagið fer ekkert lengra en trén sem flestir þekkja við Suðurlandsbraut,“ segir Ólöf. Engin háhýsi í Laugardalnum  Fallið var frá aðalskipulagi um Laugardalinn sem var frá 1966 Óljóst er hvenær Vestmanna- eyjaferjan Herjólfur getur á ný haf- ið siglingar í Landeyjahöfn. Skipið sigldi síðast þangað 30. nóvember í vetur þannig að frátafirnar eru að nálgast fjóra mánuði. Vegagerðin hefur samið við útgerð skemmti- bátsins Víkings um að sigla með far- þega á milli og var fyrsta ferðin farin í gær. Landeyjahöfn lokaðist fyrir Herj- ólf í lok nóvember vegna veðurs og sandburðar. Síðan hefur skipið siglt til Þorlákshafnar. Raunar hafa verið óvenjumiklar frátafir á siglingum ferjunnar þangað vegna óhagstæðs veðurs í vetur. Vinna við dýpkun í Landeyjahöfn hefst um leið og veður gefur, sam- kvæmt upplýsingum Sigurðar Áss Grétarssonar, forstöðumanns sigl- ingasviðs Vegagerðarinnar. Jafn- framt þarf að vera útlit fyrir að unnt verði að dýpka það mikið að Herj- ólfur geti notað höfnina. Þegar dýpið var mælt í síðustu viku kom í ljós að heldur hefur dýpkað fyrir utan hafn- armynnið en sandurinn inni í höfn- inni er svipaður og verið hefur að undanförnu. Ekki treystir Sigurður sér til að áætla hvenær höfnin verði fær, segir að dýpkunin sé mjög háð veðri. Á síðasta vetri sigldi Herjólfur til Þorlákshafnar frá 26. nóvember til 1. apríl, eða rétt rúma fjóra mánuði, samkvæmt upplýsingum Gunnlaugs Grettissonar, rekstrarstjóra Herj- ólfs. Að vísu tókst að sigla nokkrar ferðir til Landeyjahafnar í febr- úarmánuði 2014. Ef það tekst að opna höfnina fljótlega í apríl, sem engann veginn er ljóst, verður siglt til Þorlákshafnar heldur lengri tíma en í fyrra. Skemmtibáturinn Víkingur fór sína fyrstu ferð með farþega á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar í gær. Önnur ferð var á dagskrá síð- degis. Ferðir þessar eru samkvæmt samningi Vegagerðarinnar og út- gerðar Víkings en Herjólfur annast bókanir. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Landeyjahöfn Óvíst er hvenær Herjólfur getur siglt þangað. Landeyjahöfn lokuð lengur en í fyrravetur Í minnisblaði slökkviliðsins um útboðið kemur fram að áætlað er að 16-18 mánuðir líði frá útboði að afhendingu bifreiða. Gangi allt að óskum verða keyptir fjórir nýir dælubílar en bílarnir sem eru í eigu slökkviliðsins nú eru 12, 13, 17 og 25 ára. Að auki á slökkviliðið tvær varabifreiðar sem eru 30 og 32 ára. Þá á slökkviliðið tvær körfubifreiðar sem eru 16 og 10 ára og gáma- bifreiðar sem eru 7 og 11 ára. 12, 13, 17 og 25 ára gamlir 16-18 MÁNUÐIR FRÁ ÚTBOÐI Jón Viðar Matthíasson Fulltrúar innlendra hjálparsamtaka segja að hjálpar- beiðnir vegna ferminga séu þegar farnar að berast. Aðstoðin felst í sérstakri aukaúthlutun þar sem veittur er innkaupastyrkur fyrir veisluna og aðstoð við fatakaup á fermingarbarnið. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir að þar sé reynt að meta einstök tilvik út frá stuðningsneti, þörfum og öðrum þáttum. Brugðist sé við með ýmsum hætti. „Við höfum hérna hóp sjálfboða- liða sem gjarnan baka köku ef við metum það svo að fólk þurfi þess.“ Aðsókn með svipuðum hætti og áður Aðsókn til Mæðrastyrksnefndar er með svipuðum hætti og áður en starf Hjálparstarfs kirkjunnar fer ögn hægar af stað. Er það rakið til þess, að fermingaraðstoð þeirra samtaka snýr frekar að landsbyggðinni, en ferm- ingar á landsbyggðinni eru oft haldnar seinna en á Reykjavíkursvæðinu. Fjölskylduhjálp Íslands mun ekki geta sinnt ferming- araðstoð í ár ólíkt fyrri árum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir þörfina þó alls ekki minni nú en undanfarin ár. Fram kom á mbl.is á mánudag, að Fjölskylduhjálp Íslands óskaði á Facebook- síðu sinni eftir aðstoð fyrir dauðvona mann sem vill halda fermingarveislu fyrir barn sitt og urðu margir til að bjóða fram aðstoð. Ásgerður Jóna sagði við Morgunblað- ið í gær, að því miður væri þetta ekki eina tilvikið þar sem finna mætti slíka neyð. brynjadogg@mbl.is Margir leita til hjálpar- samtaka vegna ferminga  Svipuð aðsókn og fyrri ár  Hjálp með ýmiskonar formi Morgunblaðið/Golli Frá Mæðrastyrksnefnd Margir þurfa að fá fjárhags- aðstoð til að standa straum af fermingarkostnaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.