Morgunblaðið - 25.03.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
Á Háskóla-
tónleikum klukkan
12.30 í dag, mið-
vikudag, í kapellu
Háskóla Íslands,
flytur kórinn Vox
feminae trúarleg
verk, samin fyrir
kórinn, ásamt öðr-
um trúarlegum
verkum eftir ís-
lensk tónskáld. Í
heild mynda verkin
messuform. Meðal
annars frumflytur
kórinn nýtt verk,
Gloria, eftir Mist
Þorkelsdóttur, og
eldri verk eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson, Ingunni
Bjarnadóttur og Veigar Margeirs-
son. Stjórnandi er Margrét J.
Pálmadóttir og organleikari Guðný
Einarsdóttir.
Vox feminae var stofnaður árið
1993 af Margréti J. Pálmadóttur
og hefur hún verið listrænn stjórn-
andi kórsins frá upphafi. Kórinn
hefur komið fram við margvísleg
tækifæri hér heima og farið í tón-
leikaferðir innanlands og utan.
Trúarleg tónlist ásamt íslensk-
um þjóðlögum og sönglögum hefur
einkennt lagaval kórsins í gegnum
tíðina, en jafnframt hefur hann
lagt rækt við íslenska samtíma-
tónlist.
Enginn aðgangseyrir er að tón-
leikunum og allir eru velkomnir.
Vox feminae frumflytur
trúarlegt verk eftir Mist
Kórinn Vox feminae syngur á Háskólatónleikum.
Undankeppni Músíktilrauna lýkur í
Hörpu í kvöld, en þá keppa síðustu
hljómsveitirnar um sæti í úrslitum
keppninnar. Þegar hafa 29 hljóm-
sveitir keppt um sæti í úrslitum og
sex hljómsveitir komist áfram. Í
kvöld keppa níu síðustu sveitirnar.
Á hverju kvöldi velur salur eina
hljómsveit og sérstök dómnefnd
aðra, en að lokinni keppninni í
kvöld tekur dómnefnd síðan
ákvörðun um hvort hleypa eigi ein-
hverjum hljómsveitum áfram til
viðbótar og þá hve mörgum.
Hljómsveitakeppnin Músíktil-
raunir er nú haldin í 33. sinn, en
keppnin var fyrst haldin í Tónabæ
1982. Að þessu sinni skráðu 39
hljómsveitir sig til þátttöku en ein
heltist úr lestinni á síðustu stundu.
Undankeppnin fer fram í Norður-
ljósasal Hörpu kl. 19.30 í kvöld.
Helstu verðlaun í tilraununum
eru hljóðverstímar að vanda.
Auk þeirra sem getið er hér til
hliðar koma eftirfarandi fram:
Captain Syrup skipuð þeim Rík-
harði Sigurjónssyni trommuleik-
ara, Birni Heimi Önundarsyni
bassa- og trompetleikara, Kjartani
Árna Kolbeinssyni gítarleikara og
Kjartani Mássyni saxófónleikara.
Volcanova skipa Samúel Ásgeirs-
son gítarleikari og söngvari og Ög-
mundur Kárason trommuleikari og
bakraddasöngvari. Þeir segjast
spila síðpönksþungarokkblöndu.
arnim@mbl.is
Lokakvöld undankeppni Músíktilrauna
AvÓkA AvÓkA er hlýleg og mjúk sveimpoppsveit úr Reykjavík,
eins og liðsmenn hennar lýsa því. Þau eru Birna María Styff
söngkona og hljóðgervlafreyja, Kristjón Freyr Hjaltested harm-
oníumleikari, Eyþór Eyjólfsson trommuleikari, Arnar Ingólfsson
bassaleikari, Viktor Atli Gunnarson gítarleikari og Margrét Vala
Kjartansdóttir trompetleikari. Þau eru á aldrinum 21 til 24 ára.
Gringlombian Gítarleikarinn Ivan Mendez er
frá Akureyri og kemur fram undir listamanns-
nafninu Gringlombian. Hann er 25 ára gamall og
hefur spilað á gítar í mörg ár en er tiltölulega
nýbyrjaður að syngja og semja sitt eigið efni.
Rythmatik Indírokksveitin Rythmatik er frá Suður-
eyri, skipuð þeim Hrafnkeli Huga Vernharðssyni gítar-
leikara og söngvara Valgeiri Skorra Vernharðssyni
trommuleikara, Pétri Óla Þorvaldssyni bassaleikara og
söngvara og Eggerti Nielson gítarleikara. Þeir eru
átján til tuttugu og eins árs gamlir.
Rafmagnað Liðsmenn Raf-
magnaðs eru á aldrinum 19
til 23 ára og heita Viktor
Ingi Guðmundsson, Páll Sig-
urður Sigurðsson, Dagur
Bjarki Sigurðsson,, María
Rós Arnfinnsdóttir, Jakob
Fannar Stefánsson og
Flemming V. Valmundsson.
SíGull SíGull heitir hljómsveit úr Reykjanesbæ. Í sveit-
inni eru Sævar Helgi Jóhannsson hljómborðsleikari og
söngvari, Sveinbjörn Ólafsson, gítarleikari og bak-
raddasöngvari, Arnar Ingólfsson, bassaleikari og bak-
raddasöngvari, Eyþór Eyjólfsson, trommuleikari, Ragn-
hildur Veigarsdóttir, söngkona, og Jón Böðvarsson,
saxófónleikari. Þau kynntust Tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar, eru á aldrinum 21 til 24 ára og spila fönkað fram-
úrstefnupopp.
Apollo Skagasveitina Apollo skipa Oliver Konstantinus Hilmarsson
trommuleikari, Steinar Bragi Gunnarsson gítarleikari, Trausti Már
Ísaksen söngvari, Ari Jónsson gítarleikari og Hugi Sigurðsson
bassaleikari. Þeir eru fimmtán til sautján ára gamlir.
Purrple Blaze Purrple Blaze fé-
lagar, Tindur og Ingvar Sigurðs-
synir, eru Vesturbænum og spila
blöndu af allskyns raftónlistar-
stefnum og hiphop. Þeir eru báðir
átján ára. Tindur syngur en Ingvar
sýslar með tölvur.
Besta leikkona í aðalhlutverki
ÍSLENSKUR TEXTI
SÉRSTÖK SÝNING Í SAMSTARFI
VIÐ BÍÓVEFURINN.IS
ÓDÝRT KL. 5:25
800 KR. BARNAVERÐ FYRIR ALLAI
NÝ STUTTMYND
VERÐUR SÝND Á UNDAN
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á
- bara lúxus
HÖRKUGÓÐ SPENNUMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN
SÉRSTÖK SÝNING
Í KVÖLD KL. 20:00
SÉRSTÖK SÝNING Í SAMSTARFI
VIÐ BIOVEFURINN.IS