Morgunblaðið - 25.03.2015, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
150 manns fórust þegar farþegaþota
Germanwings, dótturfélags þýska
flugfélagsins Lufthansa, hrapaði í
Ölpunum í Suður-Frakklandi í gær.
Björgunarmenn fundu flugrita þot-
unnar sem gætu varpað ljósi á orsök
þess að þotan hrapaði en talið er að
rannsóknin taki nokkra mánuði.
Aðstoðarforstjóri Lufthansa,
Heike Birlenbach, sagði að gengið
væri út frá því að um flugslys væri að
ræða og ekkert hefði komið fram
sem benti til hryðjuverks. „Allar aðr-
ar tilgátur væru bara vangaveltur,“
hafði fréttaveitan AFP eftir henni.
Stærsta brakið á stærð við bíl
Þotan lækkaði flugið í átta mín-
útur þar til hún hrapaði og splundr-
aðist á bröttu og mjög torförnu fjalli
á um það bil 1.400 m hæð yfir sjávar-
máli. Stærsta brakið var á stærð við
bíl, að sögn sjónarvotta.
„Ekkert er eftir nema brak og
lík,“ sagði franski þingmaðurinn
Christophe Castaner sem fór í flug-
ferð yfir slysstaðinn. „Þetta er hryll-
ingur – flugvélin gereyðilagðist.“
Frönsk flugmálayfirvöld sögðu að
þotan hefði ekki sent frá sér neyðar-
kall áður en hún hrapaði nálægt
skíðastaðnum Barcelonnette.
Í þotunni voru 144 farþegar,
þeirra á meðal tvö smábörn, og sex
manna áhöfn. Samkvæmt upplýsing-
um frá Germanwings er talið að 67
Þjóðverjar hafi verið í þotunni og yf-
irvöld á Spáni sögðu að 45 farþeg-
anna hefðu verið með spænsk eftir-
nöfn. Að minnsta kosti einn Belgi og
einn Dani voru í vélinni og frönsk
stjórnvöld sögðu að talið væri að
Tyrkir hefðu verið á meðal farþeg-
anna.
Á meðal Þjóðverjanna sem fórust
voru sextán unglingar sem voru á
leiðinni heim ásamt tveimur kenn-
urum sínum eftir vikulanga náms-
ferð til Spánar. „Þetta er sorglegasti
dagurinn í sögu bæjarins. Allir eru í
losti,“ sagði bæjarstjóri Haltern am
See, heimabæjar unglinganna í norð-
vestanverðu Þýskalandi. „Þetta er
það versta sem hægt er að hugsa
sér.“
Unglingarnir höfðu heimsótt
framhaldsskóla í bænum Llinars de
Valles, norðan við Barcelona, og
nemendur skólans fengu áfallahjálp
eftir að skýrt var frá flugslysinu.
Þriggja daga þjóðarsorg
Filippus VI Spánarkonungur var
nýkominn í opinbera heimsókn til
Frakklands en henni var aflýst um
leið og fréttist af flugslysinu. Stjórn-
in á Spáni lýsti yfir þriggja daga
þjóðarsorg.
Francois Hollande, forseti Frakk-
lands, sagðist ætla að ræða við An-
gelu Merkel, kanslara Þýskalands, í
grennd við slysstaðinn í dag.
Manuel Valls, forsætisráðherra
Frakklands, staðfesti í ræðu á
þinginu í París að ljóst væri að eng-
inn hefði komist lífs af og sagði að
ekki væri hægt að „útiloka neinar
kenningar“ um hvað olli því að þotan
fórst.
Veðrið var gott
Talið er að þotan hafi ekki lent í
ókyrrð því veðrið var gott þegar hún
hrapaði, heiðskírt og hægur vindur,
að sögn franskra embættismanna.
Þetta er mannskæðasta flugslys á
meginlandi Frakklands frá árinu
1974 þegar þota Turkish Airlines
hrapaði og 346 manns létu lífið.
Þetta er í fyrsta skipti sem þota í
eigu Germanwings ferst. Þotan var
24 ára gömul en meðalaldur Airbus-
þotna flugfélagsins er um níu ár.
Flugstjórinn var reyndur og hafði
starfað fyrir Germanwings í tíu ár.
Thomas Winkelmann, fram-
kvæmdastjóri Germanwings, sagði
að þotan hefði byrjað að lækka flugið
um mínútu eftir að hún náði farflugs-
hæð og haldið áfram að lækka flugið
í átta mínútur. Hún hefði verið í um
6.000 feta hæð þegar franskir flug-
umferðarstjórar misstu samband við
hana klukkan 10.53 að staðartíma,
klukkan 9.53 að íslenskum.
Björgunarlið safnaðist saman á
engi í grennd við fjallið og þyrla
komst að slysstaðnum nokkrum
klukkustundum eftir að þotan hrap-
aði. Fregnir hermdu að þyrlan hefði
ekki getað lent vegna mikils bratta
en björgunarmenn hefðu sigið niður
á slysstaðinn. Tugir þyrlna voru í
grennd við fjallið og björgunarsveit
lagði af stað í erfiða göngu að slys-
staðnum.
„Ekkert eftir nema brak og lík“
150 fórust þegar Airbus-þota hrapaði í Ölpunum á leiðinni frá Barcelona til Düsseldorf Allir eru í
losti, segir bæjarstjóri heimabæjar sextán þýskra unglinga sem létu lífið eftir námsferð á Spáni
Tindur Tete
de l’Estrop
2.961 m
The Trois Eveches-
fjallgarðurinn
Seyne les Alpes
Höfuðstöðvar björgunarsveita
Svæði ætlað ættingjum þeirra
sem fórust
Airbus-þota hrapaði í Ölpunum
Barcelonnette
Airbus A320-200
Germanwings
Lággjaldafélag í eigu Lufthansa
1. flug þotunnar í nóvember 1990
Síðasta stóra skoðun: sumarið 2013
Farþegar
Áhöfn 6
Þjóðverjar
144
67
150 fórust
Hér hrapaði
þotan
Heimild: AviationSafetyNetwork
Fjöldi látinna
Slys sem ollu manntjóni
Manntjón í flugslysum frá árinu 2009
0
5
10
15
20
25
201420132012201120102009
655
626
372
388
173
990
197
2015
12
xx
xx
9
13
11
9
21
3
150 manns voru í þotunni sem var á leið frá Barcelona til Düsseldorf
Airbus-þota Germanwings fórst
Germanwings er
dótturfélag Lufthansa
Airbus A320-200
Barcelona
Barcelonnette
PARÍS
SPÁNN
FRAKKLAND
ÍTAL ÍA
ÞÝSKALAND
Düsseldorf
144 farþegar
6 í áhöfninni
10.53 : Sam-
band rofnaði
Trois Eveches
fjallgarður
09.55 að
staðartíma:
Flugtak
Sorg á flugvöllunum
» Ættingjar farþega þotu Ger-
manwings söfnuðust saman á
flugvöllunum í Barcelona og
Düsseldorf í gær til að fá upp-
lýsingar um afrif þeirra og
margir þeirra grétu þegar ljóst
var orðið að enginn komst lífs
af.
» Sálfræðingar veittu ættingj-
unum áfallahjálp á flugvell-
inum í Barcelona, að sögn
starfsmanns Rauða krossins.
Tekin voru DNA-sýni úr ætt-
ingjunum og þau verða notuð
til að bera kennsl á þá sem fór-
ust.
» Gert er ráð fyrir að ættingjar
farþeganna verði fluttir að
bækistöðvum björgunarsveita í
grennd við slysstaðinn.
» Germanwings er eitt af
stærstu lággjaldaflugfélögum
Evrópu og hefur haft gott orð á
sér hvað flugöryggi varðar.
Þetta er í fyrsta skipti sem
þota í eigu flugfélagsins ferst
frá stofnun þess árið 1997.
» Germanwings hefur m.a.
flogið til Keflavíkurflugvallar
frá Berlín, Köln og Düsseldorf
og hyggst hefja flug frá Ham-
borg og Stuttgart 1. júní nk.
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is