Morgunblaðið - 25.03.2015, Side 6

Morgunblaðið - 25.03.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Skýrast mun í dag hvort boðað fjög- urra sólarhringa verkfall 55 tækni- manna hjá Ríkisútvarpinu skellur á kl. sex í fyrramálið. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðn- aðarsambandsins, segist gera sér vonir um að fundin verði lausn í kjaradeilunni á sáttafundi kl. 14 í dag en síðdegis er von á dómi Fé- lagsdóms vegna stefnu Samtaka at- vinnulífsins, sem krefjast þess að vinnustöðvunin verði dæmd ólög- mæt. Samninganefnd RSÍ átti fund með samninganefnd SA og Ríkis- útvarpsins sl. mánudag og þokaðist ekkert í samkomulagsátt á þeim fundi að sögn Kristjáns. Málflutningur byrjar í Félags- dómsmálinu kl. 9:15 í dag og er búist við að dómur liggi fyrir í lok dags eða ekki síðar en kl. 17. Vinnustöðvun hjá Ríkisútvarp- inu myndi hafa mikil áhrif, m.a. munu væntanlega allar útsendingar sjónvarpsins falla niður að mati Kristjáns og mikil röskun verða á út- sendingum beggja rása útvarpsins. Þannig yrði t.d. ekki hægt að sýna frá landsleik Íslands og Kasakstans í undankeppni EM í knattspyrnu á laugardaginn verði deilan þá enn óleyst. Vonar að samkomulag náist „Ég vona að okkur takist að ljúka þessu áður en kemur til átaka og að við náum að leysa þetta en það er ekkert útséð með það. Það er alls ekki útilokað. Við erum alveg tilbúin til þess,“ segir Kristján um sátta- fundinn í dag. Að hans sögn er aðal- krafan í kjaradeilunni að ná sjálf- stæðum sérkjarasamningi fyrir félagsmenn RSÍ hjá Ríkisútvarpinu. „Útvarpið hefur í dag sjálfstæða sér- kjarasamninga fyrir nokkra stóra hópa sem þar starfa,“ segir hann. Að sögn hans hafa ekki borist neinar óskir um undanþágur frá yfirvofandi vinnustöðvun af hálfu Ríkisútvarps- ins. Ögurstund í deilu tækni- manna og RÚV í dag Morgunblaðið/Ómar RUV Tæknimenn boða til verkfalls.  Boðað verkfall kl. 6 í fyrramálið Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Sprenging varð í sárasóttartilfellum á síðasta ári þegar 23 greindust með smitið. Enn eru ný tilfelli að greinast hér á landi og það sem af er ári hafa a.m.k. sjö greinst með sárasótt. Til samanburðar greindist einn með sárasótt árið 2013, tveir árið 2012 og fimm árið 2011. Nýju tilfellin hafa nær öll greinst eftir smit í útlöndum. Brýnt er talið að vekja athygli á fjölda sárasóttartilfella til að vekja fólk til meðvitundar um smit- sjúkdóminn. Þurfa að geta varið sig Að sögn Guðrúnar Sigmunds- dóttur, yfirlæknis á sóttvarnarsviði hjá Embætti landlæknis, hafa öll til- fellin komið upp meðal karla sem stunda kynlíf með öðrum körlum. Umræða um sárasóttartilfelli kom upp síðla á síðasta ári þar sem fjöldi, gjarnan eldri, karlmanna hafði smit- ast af sárasótt. Svo virðist sem tíðni nýrra sárasóttartilfella sé svipuð á þessu ári og segir Guðrún því brýnt að vekja athygli á þessu vandamáli á ný. „Þeir sem eru í áhættuhópum þurfa að vita af þessu til þess að geta varið sig,“ segir Guðrún. Rannveig Pálsdóttir, húð og kyn- sjúkdómalæknir hjá kynsjúkdóma- deild Landspítala, segir að öll ný smit á þessu ári hafi komið fram hjá Íslendingum sem dvalið hafa erlend- is. „Þetta hefur ekki dreifst mikið innan hópa hérlendis. Fólk er að koma frá útlöndum með smit og er í mesta lagi að smita sinn fasta fé- laga,“ segir Rannveig. Seinna til Íslands Hún segir að sárasóttartilfellum hafi fjölgað í flestum löndum í kring- um okkur og því sé Ísland ekkert einsdæmi. „Í Svíþjóð fjölgaði sára- sóttartilfellum frá árinu 2012-2013 um 37%. Aukning varð í Berlín fyrir fimm árum. Við erum bara aðeins seinna á ferðinni en þessar þjóðir. Þetta kemur hingað frá Berlín, sem virðist suðupottur kynlífs þessa stundina, Suður-Evrópu, og Suð- austur-Asíu,“ segir Rannveig. Höldum klamydíumeti Aðeins dró úr klamydíusmitum á síðasta ári miðað við 2013. Þau voru þó rúmlega tvö þúsund að sögn Rannveigar og heldur Ísland Evr- ópumeti sínu í hlutfallslegu smiti. „Við vitum að það gætu verið helm- ingi fleiri að smita aðra einkenna- lausir. Það er synd því það er svo einfalt að lækna þennan sjúkdóm,“ segir Rannveig. Enn greinast ný sárasóttar- tilfelli árið 2015  Sjö tilfelli greind í ár  Sprenging árið 2014  Brýnt að vekja athygli Morgunblaðið/Eggert Sárasótt Sjúkdómurinn lét fyrst á sér kræla á meginlandi Evrópu. Sárasótt » Sprenging varð í sárasótt- artilfellum á síðasta ári. » Minnst sjö tilfelli hafa greinst á þessu ári. » Karlmenn sem stunda kynlíf með körlum eru í áhættuhópi. » Klamydíutilfellum fækkaði á síðasta ári en Ísland á enn Evr- ópumet í fjölda tilfella. » Auðvelt að lækna klamydíu. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þriggja mánaða frestur til þess að samþykkja ráðstöfun leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána rann út á miðnætti í fyrrakvöld hjá þeim um- sækjendum sem gátu samþykkt hana frá 23. desember sl. Af þessum hópi samþykktu 99,4% ráðstöfun leið- réttingarinnar. 553 einstaklingar samþykktu ekki ráðstöfunina. ,,Þetta voru um 91 þúsund manns sem var hægt að afgreiða á þessum tíma en síðan hef- ur talsverður fjöldi bæst við og marg- ir þeirra eru þegar búnir að sam- þykkja en af þessum stóra hópi í byrjun voru það 553 sem nýttu sér ekki að gera breytingu á íbúðaskuld- um eða taka við viðbótar persónuaf- slætti. Samanlögð fjárhæð þessara einstaklinga var 295 milljónir króna,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri. Fjöldi einstaklinga samþykkti leið- réttinguna á allra seinustu dögum og var verulegt álag á starfsmenn hjá embætti ríkisskattstjóra. Hafa þús- undir erinda verið afgreiddar. Margir leituðu liðsinnis eða upp- lýsinga og bárust embættinu t.d. 1.340 símtöl sl. mánudag á lokadeg- inum áður en fresturinn rann út. Auk þess komu nokkur hundruð manns á skrifstofu ríkisskattstjóra á undan- förnum dögum. Þetta hefur tafið það að hægt væri að vinna áfram úr at- hugasemdum sem liggja fyrir vegna umsókna sem ekki hafa verið af- greiddar en nú mun það hefjast aftur af fullum krafti að sögn ríkisskatt- stjóra. Skv. upplýsingum fjármála- ráðuneytisins eiga um 3,9% umsækj- enda eftir að fá sínar niðurstöður birtar en þær tengjast m.a. dánarbú- um, uppfylla ekki skilyrði til leiðrétt- ingar eða vandkvæði eru við að tengja heimilissögu eða lán við um- sækjendur. Morgunblaðið/Ómar Leiðréttingin Frestur til að samþykkja lækkun höfuðstóls húsnæðislána rann út 23. mars 99,4% samþykktu hana. 99,4% samþykktu skuldaleiðréttinguna  1.340 símtöl bárust sl. mánudag áður en fresturinn rann út Fjöldi einstaklinga sem samþykktu leiðréttingu á degi hverjum Heimild: Ríkisskattstjóri Virkir dagarHelgar Fjöldi umsækjenda sem samþykkja eftir áminningu í tölvupósti 800 600 400 200 0 14 .03 .20 15 19 .03 .20 15 15 .03 .20 15 20 .03 .20 15 16 .03 .20 15 21 .03 .20 15 17. 03 .20 15 22 .03 .20 15 18 .03 .20 15 23 .03 .20 15 167 356 652 727 678 704 620 297 313 748 Nýta úrræði » Síðastliðinn mánudag höfðu 33.300 einstaklingar sótt um að ráðstafa viðbótarlífeyris- sparnaði inn á húsnæðislán. » Áfram verður tekið á móti umsóknum um þetta úrræði á vef leiðréttingarinnar. » Á bilinu 400 til 500 ein- staklingar hafa leitað til úr- skurðarnefndar. Skúli Eggert Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.