Morgunblaðið - 25.03.2015, Page 9

Morgunblaðið - 25.03.2015, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 VERTU VAKANDI! blattafram.is Góð samskipti milli þín og barna þinna er besta leiðin til að vernda þau fyrir kynferðislegu ofbeldi! Engjateigi 5 • Sími 581 2141 fi p y j g p C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa mauki Bruchetta íreymeð tv ðlatu hangikjöti, bal- samrau og piparrótarsósu heBruc ta með hráskinku, balsam rægrill uðu Miðjarðar- h a f s g meti Krabba a- s a l ðboferskum kryddjurtum í brau Bruchetta rðameð Miðja hafs-tapende aRisa- rækj spjóti með peppadew Silunga hrogn i simeð japönsku majónes nepsrjóma-osti á bruchettu Birkireykt-ur lax alioá bruchettu með grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is Möndlu Mix og Kasjú Kurl er ekki bara hollt snakk. Líka gott í salatið. Hollt og gott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Þín verslun Seljabraut, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gera á mjög strangar umhverfis- kröfur vegna hugsanlegrar olíu- vinnslu á Drekasvæðinu þannig að kostnaðurinn verði fjárfestum jafn- vel ofviða. Þetta er skoðun Dofra Hermanns- sonar, formanns Græna netsins, en hann stýrði málstofu um framtíð olíuleitar á Drekasvæðinu á Hótel Sögu um síðustu helgi er lands- fundur Samfylkingar fór þar fram. Vakti athygli þegar samþykkt var að láta olíu á Drekasvæðinu liggja. Dofri, sem er fyrrverandi varaborgarfulltrúi Samfylkingar í Reykjavík, segir afgerandi stuðning við tillöguna sýna að aðgerðir flokks- ins í olíumálum síðustu misseri hafi gengið gegn vilja grasrótarinnar. „Aðdragandi þessa máls er sá að olíuleit var heimiluð á Drekasvæðinu með tilheyrandi leyfum, ef til hennar kæmi. Það var gert af þáverandi ríkisstjórnarflokkum, Samfylkingu og VG. Það hafði hins vegar ekki far- ið fram nein umræða innan flokk- anna – alla vega ekki Samfylking- arinnar – um hvort við vildum þetta. Því brugðust margir illa við ákvörð- uninni, enda hefði verið stigið skref sem erfitt væri að taka til baka.“ Ungliðar gripu hugmynd á lofti „Björgvin Valur Guðmundsson flutti tillögu fyrir síðasta landsfund um að það yrði hætt við þetta. Þeirri tillögu var vísað í starfshóp sem hafði tíma fram að næsta landsfundi til þess að komast að niðurstöðu sem ekki náðist í tíma. En ungir jafn- aðarmenn gripu þennan bolta og héldu sl. haust málþing um olíu- leitina. Í framhaldi af því hélt starfs- hópurinn ráðstefnu 1. nóvember.“ Er sóknarfæri fyrir Samfylkingu í þessu nýja flokkalandslagi að vera afdráttarlausari í umhverfismálum? „Ég held að það sé sóknarfæri fyrir alla stjórnmálamenn að tala af sannfæringu og fylgja henni.“ Menn geta haft ólíka sannfæringu þótt í sama flokki séu. Ertu að gefa í skyn að þessi stefna í olíumálum hafi e.t.v. ekki verið í sátt við grasrótina? „Nei. Hún var það ekki. Sem sýnir sig kannski best á því að olíutillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nema tveimur.“ Hvað viljið þið gera í olíuferlinu? „Ég held að það sé enginn vandi að vinda ofan af þessu ferli. Það kom fram á fundi starfshópsins 1. nóv- ember að það eru ýmsar leiðir fær- ar … Innan þessa ramma er hægt að setja ströngustu kröfur til vinnslu ef til hennar kemur. Að gera kröfurnar það strangar að það séu litlar sem engar líkur á olíuslysum og ef það kostar of mikla peninga þá verða menn að hætta við.“ Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingar og formaður starfs- hóps á vegum flokksins um olíuleit á Íslandsmiðum, segir tillöguna eiga sér tveggja ára aðdraganda. Ungir jafnaðarmenn hafi lagt þetta til fyrir um mánuði og vinnuhópur um um- hverfi og auðlindir tekið málið fyrir. Katrín segir að þegar fyrstu skref voru stigin að olíuleit á Drekasvæð- inu hafi verið talið að það dygði að draga úr eftirspurn eftir jarðefna- eldsneyti í baráttunni gegn lofts- lagsvánni. „Síðan eru liðin mörg ár og það hefur ekkert breyst. Út- blástur er enn að aukast … Við telj- um því að það þurfi róttækari að- gerðir en nú er gripið til í Evrópu.“ Spurð hvort Samfylkingin ætli að taka grænu málin fastari tökum seg- ir hún tillöguna „merki um að flokk- urinn taki loftslagsvána mjög alvar- lega“. „Hún er ekki bara eitthvert krúttlegt hippamálefni heldur grjót- hörð efnahags- og velferðarpólitík.“ Grasrót Samfylkingar sniðgengin í olíumálinu  Formaður græna netsins lítur um öxl  Varaformaður boðar græna bylgju Morgunblaðið/Eggert Flokksbræður Hjálmar Sveinsson, Árni Páll Árnason og Össur Skarphéð- insson ræða málin á landsfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi. Dofri Hermannsson Katrín Júlíusdóttir „Fyrir það fyrsta koma svona skoð- anir mér ekki á óvart. Þjóðum heims hefur enda mistekist í flest- öllum áformum sínum í loftslags- málum,“ segir Kristján L. Möller, þingmaður Sam- fylkingar og fulltrúi í atvinnuvega- nefnd, um samþykkt tillögu á landsfundi Samfylkingar um síð- ustu helgi um að hætta beri leit að olíu á Drekasvæðinu. „Þótt ég sé í minnihluta í þessu máli hefur afstaða mín ekki breyst. Ég greiddi atkvæði gegn tillögunni. Margt af því sem ég tala um fyrir til dæmis landsbyggðina nýtur ekki Kristján sem er næst spurður um það sjónarmið Dofra Hermanns- sonar að gengið hafi verið fram hjá vilja grasrótarinnar. Svar Kristjáns er að „hvergi hafi farið fram skoð- anakönnun í því efni eða verið lagð- ar fram samþykktir hvað það varði“ hjá Samfylkingunni. Spurður hvernig hann lesi í yfir- gnæfandi stuðning fundarmanna við tillöguna á landsfundinum, sem hafi verið samþykkt með öllum at- kvæðum nema tveimur, að sögn Dofra Hermannssonar, segir Krist- ján að „miklu fleiri hafi verið á móti“. Hann hafi þó ekki nákvæma tölu um hversu margir voru á móti, né heldur hversu margir studdu málamiðlunartillögu, sem var felld, um að taka málið til frekari um- ræðu. meirihlutafylgis, hvorki á Alþingi né á mörgum öðrum stöðum. Ég greiddi atkvæði með því að þetta mál fengi frekari umfjöllun í stofnunum flokksins, þar með talið í flokksfélögum. Það var ekkert sem kallaði á að það þyrfti að afgreiða málið strax við þetta tilefni. Ástandið í heimsmálum og lækk- andi olíuverð gera það að verkum að öll áform á Drekasvæðinu frest- ast um ár eða áratug. Ég sagði því – og það voru fleiri félagar mínir á sömu skoðun – hvort ekki ætti að halda áfram með málið og hafa um það allsherjarkosningu meðal Sam- fylkingarinnar, líkt og Össur Skarp- héðinsson, þáverandi formaður flokksins, gerði í ESB-málinu. Það eru ríkar kröfur um aðkomu al- mennings að ákvörðunum,“ segir FULLTRÚI SAMFYLKINGAR Í ATVINNUVEGANEFND Kristján Möller Samfylkingin fari leið Össurar í ESB-umræðu LEIÐRÉTT 0,21% Í fréttaskýringu um utanríkisráðu- neytið í blaðinu í gær er sagt að framlag Íslands til þróunarsam- vinnu sé 2,1% af vergum þjóðar- tekjum. Þetta er rangt, rétta talan er 0,21%. Beðist er afsökunar á mis- tökunum. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.