Morgunblaðið - 25.03.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
www.sgs.is
SAMEINUÐ
BERJUMST
VIÐ!
KJÓSTU JÁ
Þær ráða ekki við sig slagsíð-urnar og verður stundum
illa á í messunni þrátt fyrir góða
viðleitni, eins og Andríki bendir
á:
Vinstri vefsíð-urnar lepja nú
hver upp eftir ann-
arri að svonefnd
þingveisla hafi
verið endurvakin í
tíð núverandi
ríkisstjórnar.
Þannig segir vinstri slagsíðanKjarninn.is svo frá 17. mars
síðastliðinn:
Sitjandi ríkisstjórn ákvað aðendurvekja þingveisluna,
nokkurs konar árshátíð þingsins,
eftir að hún tók við stjórnar-
taumunum, en það er forseti Al-
þingis sem býður til veislunnar.
Síðasta ríkisstjórn hafði ákveð-ið að sleppa viðburðinum,
sem þykir frekar formlegur og
yfirstéttarlegur, þar sem henni
þótti hann ekki viðeigandi í eftir-
hruns-ástandinu.“
En Andríki spyr: „Hver boðaðiþá til hinnar yfirstéttarlegu
og óviðeigandi þingveislu sem
fram fór á Súlnasal Hótels Sögu
2. mars 2013, rúmum mánuði fyr-
ir síðustu þingkosningar?“
Kjarnanum hafði yfirsést þessikjarni málsins, en hafði eft-
ir heimild að forseti Íslands hefði
leikið á als oddi í veislunni og
einkum rætt um skilningsleysi
þingmanna stjórnarandstöðu á
stjórnskipan og þingræði.
Hann talaði við þingmenn einsog þeir væru hálfvitar,“
sagði heimildarmaður Kjarnans.
Ólafur Ragnar
Grímsson
Gefið tilefni
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 24.3., kl. 18.00
Reykjavík 3 alskýjað
Bolungarvík 0 alskýjað
Akureyri 0 skýjað
Nuuk -1 léttskýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 6 skýjað
Stokkhólmur 7 heiðskírt
Helsinki 6 léttskýjað
Lúxemborg 11 skýjað
Brussel 10 skúrir
Dublin 7 skýjað
Glasgow 6 skúrir
London 10 skúrir
París 5 skúrir
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 8 léttskýjað
Berlín 12 skýjað
Vín 16 léttskýjað
Moskva 7 alskýjað
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 12 léttskýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 15 skúrir
Róm 16 skýjað
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg 0 súld
Montreal -5 léttskýjað
New York 1 heiðskírt
Chicago 0 skýjað
Orlando 20 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
25. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:11 19:57
ÍSAFJÖRÐUR 7:14 20:04
SIGLUFJÖRÐUR 6:57 19:47
DJÚPIVOGUR 6:40 19:27
Malín Brand
malin@mbl.is
Á morgun, fimmtudaginn 26. mars,
er síðasti dagur rafrænna íbúakosn-
inga í Sveitarfélaginu Ölfusi. Mark-
mið kosninganna er að kanna áhuga
íbúa á því að bæjarstjórn ræði við
önnur sveitarfélög um sameiningu.
Frá því að rafrænu kosningarnar
hófust, hinn 17. mars, þar til síðdegis
í gær höfðu tæp 26% íbúa kosið, eða
365 af þeim 1.432 íbúum sem eru á
kjörskrá. Rafræna kosningin er að
hluta til tilraunaverkefni Þjóðskrár
Íslands með rafrænt kosningakerfi í
samvinnu við Sveitarfélagið Ölfus.
Ódýrari kosningar
Bragi Leifur Hauksson er einn
þeirra sem halda utan um rafrænu
kosninguna en hann er verk-
efnastjóri hjá Þjóðskrá Íslands. Seg-
ir hann rafræna kosningu hafa ýmsa
kosti og að tilraunin sé áhugaverð.
„Þetta eru fyrstu íbúakosningarnar
sem í raun eru framkvæmdar á
grundvelli þessara laga og reglu-
gerðar sem heimila svona kosningar.
Ölfus sótti um til innanríkisráðu-
neytisins að fá að hafa kosningarnar
eingöngu rafrænar,“ segir Bragi.
Samkvæmt 2. mgr. 108 gr.
sveitarstjórnarlaga geta íbúar, náist
ákveðinn hluti kosningabærra íbúa,
óskað eftir íbúakosningu um ákveðin
mál en sá möguleiki hefur sjaldan
verið nýttur hér á landi. „Það er dýrt
að halda venjulegar kosningar og ef
menn hefðu nýtt þennan möguleika
ótt og títt er næsta víst að kostnaður
gæti verið mikill fyrir sveitarfélögin.
Þess vegna var opnað fyrir það að
svona kosningar gætu hugsanlega
verið rafrænar en það yrði þó gert
þannig að öllum yrði gert kleift að
kjósa,“ segir Bragi og hver veit
nema lýðræðið verði virkara með
þessum hætti þegar meiri reynsla er
komin á rafrænt kosningakerfi.
Í þessum tilteknu kosningum get-
ur fólk fengið aðstoð og aðgang að
tölvu á bókasafni í Þorlákshöfn en
annars kýs fólk í rólegheitum heima
eða þar sem hentar. Segir Bragi
kosti þess ótvíræða þó að gagnrýnin
hafi til dæmis beinst að því að á
stærri heimilum gæti einhver haft
eða reynt að hafa áhrif á kosningu
annarra. „Séð hefur verið við þessu
því að fólki er leyft að kjósa eins oft
og það vill en aðeins síðasta kosn-
ingin gildir.“ Fyrir vikið er seljan-
leiki atkvæða enginn því hver og
einn getur breytt vali sínu áður en
kosningu lýkur.
Nánari upplýsingar má nálgast á
avefnum www.olfus.is.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ölfus Íbúakosningarnar eru rafrænar og hægt verður að kjósa um samein-
ingarviðræður við önnur sveitarfélög til klukkan 2, aðfaranótt föstudags.
Rafræn kosning
hefur ýmsa kosti
Um 160.000 manns eru með Íslykil Þjóðskrár Íslands og um 75.000 nýta
sér rafræn skilríki í snjallsíma. Í gegnum þessa innskráningarþjónustu
eru á bilinu 10.000 og 20.000 innskráningar á dag, að sögn Braga
Haukssonar. Á vefsíðunni www.island.is má rýna betur í þessar tölur og
skoða hverjir þjónustuveitendur þessara innskráningarleiða eru en sam-
tals eru þeir um 150. Einnig má fræðast enn frekar um rafræn skilríki og
þann mun sem á þeim er. En til glöggvunar eru hér fáein orð um Íslykil
og rafræn skilríki:
Íslykill er í raun og veru lykilorð sem tengt er kennitölu einstaklings
eða lögaðila. Hann má nota á vefjum ýmissa stofnana, sveitarfélaga, fé-
lagasamtaka og fyrirtækja. Rafræn skilríki bjóða auðkenningu og undir-
skriftir, sem jafngilda því að framvísa persónuskilríkjum og eiginhandar-
undirritun.
Ört vaxandi notendahópur
RAFRÆN BYLTING