Morgunblaðið - 25.03.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
✝ Guðbjörg JónaTyrfingsdóttir
fæddist í Vetleifs-
holtsparti, Ása-
hreppi, 9. maí 1928.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Ljós-
heimum á Selfossi
20. mars 2015.
Foreldrar Guð-
bjargar voru Tyrf-
ingur Tyrfingsson, f.
1901, d. 1961, og
Kristín Margrét Jónsdóttir, f.
1901, d. 1978, ábúendur í Lækj-
artúni í Ásahreppi. Systkini Guð-
bjargar eru: Tyrfingur, f. 1929,
Guðmunda Júlíana, f. 1930, Guð-
munda, f. 1932, Guðmundur, f.
1933, Árni Héðinn, f. 1934, d.
2002, Gróa Sæbjörg, f. 1936,
Fjóla, f. 1938, Sveinn, f. 1941, og
gréti Steinunni Guðjónsdóttur,
börn: Guðbjörg Hrönn, f. 1996,
Arndís Hildur, f. 1998, og Guðjón
Leó, f. 2001. Guðrún Björg, f. 3.
des. 1965, gift Árna Eiríkssyni,
barn: Vigdís Jóna, f. 2005.
Guðbjörg og Leó hófu búskap
í Reykjavík þar sem hún vann á
prjónastofu en hann átti vörubíl
og vann m.a. við uppskipun. Árið
1954 höfðu þau fest kaup á jörð-
inni Haugakot í Flóa og fluttu
þangað en breyttu nafni jarðar-
innar í Ljónsstaði. Þau byggðu
þar upp af miklum myndarskap
og eljusemi gott bú með bland-
aðan búskap. Eftir að Leó lést og
42 ára búskap á Ljónsstöðum
seldi Guðbjörg dóttur sinni og
tengdasyni jörðina og flutti á Sel-
foss. Hún dvaldi fyrst í eigin íbúð
en síðar í þjónustuíbúð aldraðra
að Grænumörk. Árið 2010 varð
Guðbjörg fyrir áfalli og lamaðist.
Hún dvaldi á hjúkrunardeild
Ljósaheima eftir það.
Útför hennar fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 25. mars 2015,
kl. 13.30.
Guðrún, f. 1943.
Þegar Guðbjörg
var tveggja ára flutt-
ist fjölskyldan að
Herríðarhóli og
tveimur árum seinna
að Kálfholtshjáleigu
sem seinna hlaut
nafnið Lækjartún,
þar sem hún ólst upp.
Guðbjörg giftist Leó
Viggó Johansen, f. 7.
des. 1920, d. 16. jan.
1996, 7. apríl 1951. Börn þeirra
eru: drengur, f. andvana 1951,
Guðborg Lea, f. 16. jan. 1959, d.
6. júní 1961, Ólafur Guðröður, f.
22. des. 1961, kvæntur Unni
Skúladóttur, börn: Skúli, f. 1993,
Lea Björg, f. 1996, og Oddný
Lára, f. 1998. Tyrfingur Kristján,
f. 20. apríl 1963, kvæntur Mar-
Í dag kveðjum við móður,
tengdamóður og ömmu. Við
kveðjum líka leiðtoga, fyrirmynd
og hvunndagshetju. Hún Guð-
björg tengdamóðir mín var engin
venjuleg kona. Hún fann skýring-
ar á öllum hlutum ein og því t.d. af
hverju ég er alltaf áttavillt á
Ljónsstöðum, það sagði hún vera
vegna þess að ég kom fyrst þang-
að í myrkri. Hjá henni voru engin
vandamál, aðeins verkefni sem
þurfti að takast á við og þau voru
samstiga í því hjónin. Bæði voru
nokkuð föst fyrir og varð ekki
auðveldlega haggað ef þau höfðu
bitið eitthvað í sig en ég held þau
hafi unnið vel saman. Enda fengu
þau miklu áorkað í gegnum lang-
an og farsælan búskap sinn. Þeg-
ar Guðbjörg flutti frá Ljónsstöð-
um eftir 42 ára búskap var þar
töluvert öðruvísi umhorfs en þeg-
ar þau komu þangað og bjuggu í
tjaldi fyrstu mánuðina meðan þau
byggðu sér húsaskjól fyrir vetur-
inn. Og lífið var ekki dans á rós-
um. Ég held að missir tveggja
elstu barnanna hafi mótað Guð-
björgu meira en nokkuð annað í
lífinu. Hún var alla tíð trúuð og
treysti Guði sínum fyrir því sem
hún tók sér fyrir hendur. Nokkur
börn úti í heimi eiga henni að
þakka menntun sína og hún var
stolt af þeim alveg eins og eigin
afkomendum þegar hún sýndi
manni myndir af þeim og bréf til
staðfestingar á góðum einkunn-
um. Fyrir nokkrum árum bauð
Guðbjörg mér út að borða. Hún
sagðist aldrei hafa gert það áður
en þar sem henni var boðið að
koma og hlusta á kristniboða
segja frá störfum sínum í Afríku
og þiggja góðan mat í leiðinni
fannst henni upplagt að slá til og
ég var svo heppin að fá að fara
með. Það var einstakt að fylgjast
með henni, hún kannaðist við
staðina sem lýst var eins og hún
hefði komið þangað sjálf þó hún
hefði aldrei komið út fyrir land-
steinana. En það sem hún einu
sinni las eða heyrði af mundi hún
og lifði sig algjörlega inn í frá-
sögnina.
Þrátt fyrir að vera með útslit-
inn líkama eftir ævilanga erfiðis-
vinnu sá Guðbjörg ætíð um sig
sjálf. Síðustu árin fór hún um á
tveimur hækjum, göngugrind eða
rafmagnshjóli og komst þannig í
búð, banka, eða út á snúru og
garðinn sinn ræktaði hún með
jarðarberjum og öðru góðgæti,
bakaði og prjónaði. Einhverju
sinni eftir beinbrot og sjúkrahús-
legu hafði ég pantað fyrir hana
heimsendan mat. Þegar ég fór að
inna hana eftir því hvernig það
gengi játaði hún fyrir mér að hafa
afpantað það strax fyrsta daginn
og sagðist hreinlega leggjast í kör
ef hún fengi ekki að sjá um sig
sjálf. Svo kom erfitt tímabil þegar
Guðbjörg fékk heilablóðfall og
lamaðist og þá sýndi sig að þegar
hún varð að leggjast inn á hjúkr-
unarheimili og vera upp á aðra
komin fór að halla verulega undan
fæti. Síðustu ár hafa verið henni
erfið og það var því líkn þegar hún
fékk hvíldina.
Vegna þess að við fengum að
njóta samvista við þessa einstöku
konu og gera að einhverju leyti
hennar lífsskoðanir að okkar er
söknuður í huga okkar í dag. En
við eigum fallegar minningar, fal-
legt handverk eftir hana og falleg
orð í hjartanu.
„Þú grætur vegna þess sem
var gleði þín.“ Vertu Guði falin,
Guðbjörg mín, og þakka þér fyrir
allt í gegnum árin.
Margrét St. Guðjónsdóttir
og fjölskylda.
Það er ótrúlega margt fólkið
sem maður kynnist og á samskipti
við á lífsleiðinni, og það hefur mis-
jöfn áhrif á mann. Sumt fólk gefur
endalaust af sér án þess að vænta
nokkurs í staðinn, annað tekur, þó
flestir séu þarna einhvers staðar á
milli. Þessi pistill er skrifaður til
að minnast konu sem fyrsta lýs-
ingin átti svo sannarlega við. Ég
ætla ekki að taka að mér að rekja
ævi hennar þó hún sé sannarlega
þess virði að minnast. Ég deili
þeirri sannfæringu með ömmu
minni og nöfnu að Jesús Kristur
hafi gengið með henni alla ævi og
stutt hana gegnum alla sína erf-
iðleika. Í gegnum lífsins storma
átti hún von sem var æðri öllum
jarðneskum skilningi, og gekk því
örugg sína grýttu braut hér á
jörðunni. Það sem amma gaf mér
var það sem ekki er hægt að
snerta með fingrunum. Hún
kenndi okkur að elska friðinn og
elska hvert annað, bera virðingu
fyrir bæði mönnum og skepnum,
sama hvernig aðrir kæmu fram
við okkur. Ótrúlegt traust hennar
á skaparann veitti manni inn-
blástur og mann langaði til að líkj-
ast henni. Hún hafði þann aðdá-
unarverða vana að gera ekki upp
á milli, hvorki hluta né manna, og
hver sem er var velkominn inn í
hennar hús. Myndarskapurinn og
sjálfstæðið einkenndu hana fram
undir það síðasta. Þegar maður
minnist slíkrar konu eru það ekki
orð sem koma til manns. Ég man
bara eftir friðnum og kyrrðinni
heima hjá henni og örygginu sem
það veitti manni þarna inni á Sel-
fossi sem var eins og frumskógur
fyrir sveitabarnið. Þessi litla íbúð
var athvarf, þar brýndi enginn
raustina, og varla þarf að nefna að
þar var enginn svangur lengi. Við
lékum okkur á gólfinu með gaml-
ar litabækur eða misstóra papp-
írsbáta sem amma gerði úr tíma-
ritum og nammibréfum, eða
köstuðum með henni á milli okkar
litlum bolta. Í einfeldninni varð
allt svo dásamlegt. Ég þakka fyrir
að nú er þjáningum hennar lokið
og von hennar rætist, að skapar-
inn hefur loksins tekið hana til
sín. Ég er stolt af því að bera
nafnið hennar og mig langar til að
lifa eins og hún, Drottni til dýrðar
og öðrum til blessunar; þá fáum
við kannski einn daginn að hittast
aftur.
Vegur Guðs er lýtalaus,
orð Drottins er hreint,
skjöldur er hann öllum þeim sem
leita hælis hjá honum.
(Sálm. 18.31.)
Þótt ég lyfti mér á vængjum morg-
unroðans
og settist við hið ysta haf,
einnig þar mundi hönd þín leiða mig
og hægri hönd þín halda mér.
(Sálm. 139.9-10)
Guðbjörg Hrönn
Tyrfingsdóttir.
Við andlát Guðbjargar
Tyrfingsdóttur, fyrrum húsmóð-
ur á Ljónsstöðum í Sandvíkur-
hreppi, er vert að staldra við og
líta um öxl. Mörg eru orðin spor
okkar hjóna að Ljónsstöðum í
gegnum tíðina, oftar en ekki átt-
um við ekkert erindi, komum bara
til að spjalla saman í eldhúsinu.
Ekki skorti umræðuefnið, hvern-
ig búskapurinn gekk, hvað var að
gerast í heimsmálunum, ekki má
gleyma trúmálunum og eflaust
minnst á matargerð því Guðbjörg
var alger snillingur í að búa til
góðan mat. Þegar framkvæmdir
stóðu yfir þar á bæ og byggt var
yfir fé eða fólk, því á þessum tíma
hjálpuðu menn hver öðrum í
steypuvinnu, þá svignuðu borð
undan mat og meðlæti og borið
fram hangikjöt og uppstúf, nú eða
stórsteikur með tilheyrandi góð-
gæti. Í kaffitímum var söðlað um
og bornar fram hnallþórur með
meiru. Séð var til þess að enginn
gengi svangur til sinna verka að
máltíð lokinni.
Mikið var rætt um hross og
ættir þeirra enda brá fólk sér á
hestbak þá er tími var til slíkra
hluta frá öðrum bústörfum, þó
ekki nema til þess að þjálfa hesta
húsbóndans til fjallferða, því
bóndinn fór í áraraðir í lengstu
leit, vel ríðandi, inn allan afrétt og
endaði við Arnarfell hið mikla. Og
víst er að þar naut bóndinn sín
best við smölun fjár í fögrum
fjallasal íslenskrar náttúru sem
nýtur sín ekki síður þá er hausta
tekur, þó að veður geti jafnvel á
stundum gerst válynd til fjalla á
þessum tíma árs.
Guðbjörg var kona ákveðin,
hafði sínar skoðanir á málum og
málefnum en staða hennar og
áhugamál var fyrst og fremst bú-
skapurinn og allt er að honum
laut. Þau hjón, Viggó Leó og Guð-
björg Jóna, festu kaup á Ljóns-
stöðum 1954, húslausri jörð og
sýnir það best dugnað og elju
þeirra hjóna að þurfa að byggja
allt upp, grafa skurði og rækta
tún. En 1967 er byggt nýtt íbúð-
arhús til mikilla bóta fyrir gest-
risna húsbændur og flutt úr litla
timburhúsinu í það nýja. Hús fyr-
ir búfénað, hlöður og vélageymslu
byggðu þau á sinni búskapartíð,
svo mörg hafa handtökin verið.
Viggó lést 1996 og upp úr því
keypti Guðbjörg sér íbúð í Smára-
túni hér á Selfossi og bjó þar í
nokkur ár en flutti svo í íbúð eldri
borgara í Grænumörk. Upp úr
aldamótum varð hún fyrir áfalli
og var rúmföst síðan og hefur ver-
ið á Ljósheimum.
Elsku mágkona og systir, nú er
komið að kveðjustund og margs
að minnast á langri samleið. Hæst
ber tryggð og vináttu þína og svo
auðvitað allar veislurnar þínar, og
tilefni þeirra alltaf til staðar,
skírn, ferming, Guðrún frænka á
ferðinni, nú eða bara að droppa
inn til þín af engu tilefni. Ekki
gleyma hinum árvissu þorrablót-
um okkar, þú annað árið og við
Fjóla reyndum að standa okkur
hitt árið. Mörg eru orðin sporin til
þín á liðnum fimm árum eftir að
þú fluttir á Ljósheima og full
ástæða til að þakka starfsfólki
Ljósheima fyrir alveg frábæra
umönnun og hlýju henni og okkur
sýnda allan þennan tíma. Hvíl þú í
friði, á guðsvegum leiði, hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Vignir og Fjóla.
Guðbjörg Jóna
Tyrfingsdóttir
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Landnámsplattar til sölu
Nánari upplýsingar í s. 867-4183
Rafmagnsreiðhjól, eldri árgerð
seld með allt að 50% afslætti,
verð nú frá 75.000, takmarkað
magn. www.el-bike.is
Hvaleyrarbraut 39, 220
Hafnarfirði, opið virka daga
8–16, sími 864 9265
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Bílar óskast
Óska eftir
2ja dyra (4ra dyra) Toyota Rav
Óskað er eftir 2ja dyra (4ra dyra)
Toyota Rav, með 2L vélinni, fjórhjóla-
drifsbíll - ekki 1.8 L vélinni.
Langar í bíl sem hefur verið hugsað
um af hlýju.
Birgir Jóa, sími 820 2223.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Hjólbarðar
Matador heilsárs- og vetrardekk
Tilboð
175/64 R 14 kr. 10.900
195/65 R 15 kr. 12.900
225/70 R 16 kr. 23.900
245/70 R 16 kr. 26.900
235/60 R 18 kr. 32.215
255/55 R 18 kr. 33.915
255/50 R 19 kr. 38.845
275/40 R 20 kr. 49.900
Framleidd af Continental Matador
Rubber í Slóvakíu.
Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi.
S. 544-4333.
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Húsviðhald
Tökum að okkur viðhald, við-
gerðir og nýsmíði fasteigna
fyrir fyritæki húsfélög og einstak-
linga. Fagmenn á öllum sviðum.
Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373.
brbygg@simnet.is
Hreinsa þakrennur,
laga vatnstjón, ryð á
þökum og tek að mér
ýmis smærri verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smáauglýsingar
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GÍSLI KRISTJÁNSSON,
Stóragerði 7,
Reykjavík,
lést mánudaginn 16. mars.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 26. mars kl. 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
.
Guðrún Gísladóttir, Halldór Þórðarson,
Kristján Gíslason, Ásdís Rósa Baldursdóttir,
Guðm. Torfi Gíslason, Ragnheiður K. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri
BÖÐVAR JÓNASSON
húsasmíðameistari,
Álfhólsvegi 74,
Kópavogi,
er látinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum veitta samúð og hlýhug.
.
Erna Aradóttir,
Sigríður Soffía Böðvarsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson
og fjölskylda.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA S. JENSEN,
Bíbí Jensen,
lést á Vífilsstöðum 15. mars.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Vífilsstöðum.
.
Sigríður Jensen Axelsdóttir, Ingvar Hauksson,
Níls Jens Axelsson, Hólmfríður Sigurjónsdóttir,
börn og barnabörn.