Morgunblaðið - 25.03.2015, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
Snorri Freyr Hilmarsson, leikmyndahönnuður og formaðurTorfusamtakanna, er að undirbúa sýningu fyrir Þjóðminja-safnið, „Bláklædda konan“, sem verður opnuð 9. maí nk.
„Árið 1938 fannst kuml við Ketilsstaði, ýmsir munir og bein konu
og aðrar leifar. Nú 80 árum síðar er hægt að lesa miklu meira út úr
þessu en þá var með ísótópagreiningum og DNA, sýningin mun
fjalla um það. Annars er það oft erfitt fyrir hönnuði í minni stöðu að
segja hvað liggur á teikniborðinu því yfirleitt ríkir trúnaður á með-
an verk eru í mótun. Þó get ég sagt að þar er bæði leikhús og bíó
framundan.
Í mínum frítíma hef ég meðal annars, með mörgu góðu fólki, verið
að gera upp verbúð á Raufarhöfn, Óskarsstöðina. Ég er einnig í
myndlistinni en hvort það er atvinna eða lífsmáti skal ég ekki segja
til um. Drjúgan tíma þessa dagana tekur hún yngsta dóttir mín,
Hilda, sem er 18 mánaða.
Afmælið verður mjög nett enda virkur dagur. Hóa í bræður og
fjölskyldu og býð í mat en á laugardag mun ég, svo ótrúlegt sem það
kann að virðast, halda upp á fimmtugsafmæli tvíburabróður míns,
Axels, sem er staddur í Kína, fjarri góðu gamni. Ég er með þokka-
lega vinnustofu í Ártúnsbrekku undir það.“
Anna Söderström er sambýliskona Snorra og saman eiga þau
Hildu en börn Snorra af fyrra hjónabandi eru þau Skarphéðinn og
Unnur, tuttugu og átján ára.
Snorri Freyr Hilmarsson er 50 ára í dag
Með dætrunum Snorri ásamt dætrum sínum, Hildu og Unni.
Heldur upp á af-
mæli bróður síns
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Grindavík Kjartan Orri
Jóakimsson fæddist 14.
janúar 2015 kl. 19.28. Hann
vó 2.978 g og var 48 cm
langur. Foreldrar hans eru
Birna Mjöll Guðlaugsdóttir
og Jóakim Ragnar
Guðlaugsson.
Nýr borgari
Þ
órhildur fæddist í Reykja-
vík 25.3. 1945 og ólst þar
upp. Hún var í Melaskóla
og Hagaskóla, stundaði
listdansnám við List-
dansskóla Þjóðleikhússins 1954-61 og
við The Royal Ballet School í London
1961-63 og lauk jafnframt prófum
sem listdanskennari frá The Royal
Academy of Dancing í London 1964.
Hún stundaði söngnám hjá Engel
Lund við Tónlistarskólann í Reykja-
vík 1966-68, lauk stúdentsprófi frá
MA 1976, fór fjölda námsferða til tíu
Evrópulanda í því skyni að kynna sér
leiklist í Austur- og Vestur-Evrópu,
sótti námskeið við Wagner-óperuna í
Bayreuth 1993, stundaði ítölskunám
við Endumenntun HÍ 1993, sótti tíma
í leikhúsfræðum við háskólann í
Frankfurt 1994-95, lauk Oberstufe-
prófi í þýsku við sama skóla 1995,
stundaði MBA-nám og nám í verk-
efnastjórnun - leiðtogaþjálfun við
Endurmenntun HÍ 2004, lauk prófum
frá Leiðsöguskóla MK 2008 og hefur
sótt ótal námskeið leikstjóra, dans-
höfunda, leikara og dansara.
Þórhildur var þátttakandi í fjöl-
mörgum sýningum Þjóðleikhússins
1955-65, kennari við Listdansskóla
Þjóðleikhússins 1963-65, var m.a.
danshöfundur og leikari hjá Leik-
félaginu Grímu 1965-68, kennari við
Leiklistarskóla LR og starfrækti
eigin listdansskóla um skeið, var einn
af stofnendum og virkur þátttakandi í
Leiksmiðjunni 1967-69, var leikari,
leikstjóri og þjálfari hjá LA 1969-71
og 1973-75, kennari við Leiklistar-
skólann SÁL 1972-73, var einn af
stofnendum Alþýðuleikhússins,
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri – 70 ára
Stór og samheldinn hópur Þórhildur og Arnar með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum heima í stofu.
Í sviðsljósi leiklistar-
innar og stjórnmála
Leikhúskonur Þórhildur og Vigdís á frumsýningu á Sölumaður deyr, 2002.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklumeira, en bara ódýrt
frá 2.995
frá 795
Hjólkoppar
12” 13” 14” 15” 16”
Jeppa/fólksbíla
tjakkur 2,25T
lyftihæð 52 cm
Sonax vörur
í úrvali á
frábæru
verði
12V fjöltengi
m/USB
Straumbreytar
12V í 230V,
margar gerðir
4.995
Bílabónvél
Hjólastandur
f/bíl
Tjaldstæðatengi
Viðgerðarkollur, hækkanlegur
frá 4.995
8.995
Loftdæla
12V 35L
2.995
Loftmælir
Bíla- og glugga-
þvottakústar
frá 6.995
Þjöppumælar
Mössunarvél 1200W,
hraðastýrð með púðum
Avomælar
frá 1.695
7.999
1.995
19.995