Morgunblaðið - 25.03.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.03.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is kranar & talíur STAHL kranar og talíur frá Þýskalandi eru áreiðanlegir vinnuþjarkar sem auðvelda alla vinnu. Kranarnir og talíurnar eru í hæsta gæðaflokki þar sem öryggi og góð ending eru höfð að leiðarljósi. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is SORPA þarf að falla frá fyrirhuguð- um samningi við danska félagið Aikan um uppsetningu jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi fyrir 2,7 milljarða og bjóða út innkaup vegna kaupa á tæknilausn og tæknilegri ráðgjöf við uppbyggingu slíkrar stöðvar. Þetta kemur fram í úrskurði kæru- nefndar útboðsmála en um er að ræða gas- og jarðgerðarstöð sem þjóna átti öllum höfuðborgarbúum og íbúum nálægra sveitarfélaga. Fram kemur í samtali við Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóra SORPU, í grein hér fyrir neðan að SORPA uni niðurstöðunni. Verk- smiðjan átti að taka til starfa 2016 og segir Björn það frestast til 2017. Uppbyggingin er tilkomin vegna tilskipunar frá ESB um bann við urð- un lífræns úrgangs frá 2020. Íslenska gámafélagið og Metan- orka kærðu fyrirhugaða samnings- gerð SORPU við danska félagið Aik- an. Kæran var móttekin 9. október og 23. október krafðist SORPA þess að öllum kröfum kærenda yrði hafnað. Var þeirri kröfu hafnað og féllst úr- skurðarnefndin á að stöðva „hina fyrirhuguðu samningsgerð um stund- arsakir“, eins og það er orðað. SORPA og Aikan áætluðu heildar- virði framkvæmdar við gerð stöðvar- innar um 2,7 milljarða króna. Án undanfarandi útboðs Í úrskurðinum segir orðrétt: „Hinn 18. febrúar 2014 tilkynnti varnaraðili á útboðsvef Evrópusam- bandsins þá ætlan sína að semja beint, án undanfarandi útboðslýsingar, við Aikan A/S um notkun tæknilausnar þess og tæknilegrar ráðgjafar við uppbyggingu samþættrar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Var í til- kynningunni vísað til þess að kaup- andi teldi sig hafa heimild til samn- ingskaupa án undangenginnar útboðslýsingar þar sem aðeins einn bjóðandi kæmi til greina af tæknileg- um ástæðum sem tengdust vernd einkaleyfis. Kom fram að um væri að ræða einkaleyfi varnaraðilans Aikan A/S,“ segir í úrskurðinum. Segir svo að 12. maí 2014 hafi SORPA sam- þykkt að semja við Aikan. Kærendur hafi hins vegar talið að rök SORPU fyrir að semja beint við Aikan án und- anfarandi útboðslýsingar standist ekki skoðun. „Ekkert hald sé í þeirri röksemd að val á Aikan-tæknilausn- inni byggist á hagrænu mati ólíkra að- ferða við að meðhöndla borgarsorp … Þá telja kærendur að tækni Aikan A/S uppfylli ekki þá grunnforsendu sem varnaraðili hafi sjálfur sett, að um sé að ræða reynda og prófaða tækni. Í skýrslu Mannvits sé m.a. tekið fram að einn af ókostum lausnar Aikan sé hversu lítil reynsla sé komin á hana.“ Leysi verkefnin jafn vel Í úrskurðinum segir jafnframt að það sé mat kærenda að lausn frá fyrirtækinu Hernof Canada Technik „leysi verkefni varnaraðila jafn vel eða betur með hliðsjón af viðmiðunum sem fram koma í greinargerð varn- araðila“. SORPA hafi hins vegar talið að kærendur hafi þróað lausn sem byggi á votvinnslutækni sem sé tals- vert dýrari í notkun og taki takmark- aðri hluta heimilisúrgangs til vinnslu. Þá hafi Aikan talið lausn fyrirtækisins þá „einu á markaðnum sem geri bæði gas og jarðvegsbæti í einu og sama vinnsluferlinu“. Samkvæmt lögum um opinber inn- kaup má hver einstakur samningur sem gerður er án útboðs ekki nema hærri fjárhæð en einni milljón evra. Þá má gera einstaka samninga án út- boðs fyrir allt að 20% af samanlagðri heildarfjárhæð samnings þegar verki er skipt í fleiri samninga. Telur nefndin að varnaraðili hafi „hvorki sýnt fram á með viðhlítandi hætti að virði einstakra samninga muni verða undir einni milljón evra né að sam- anlagt virði þessara samninga sé und- ir 20% af heildarvirði þeirra innkaupa sem hér um ræðir“. Telur nefndin því að ekki sé fullnægt skilyrðum laga um opinber innkaup svo heimilt sé að semja við Aikan án útboðs. Samningur SORPU ólögmætur Morgunblaðið/Styrmir Kári Sorpið flokkað í Álfsnesi Tvö fyrirtæki kærðu samning SORPU við danska félagið Aikan.  Kærunefnd útboðsmála úrskurðar að SORPA hafi ekki farið að lögum í milljarðasamningi við Aikan  SORPA þarf því að bjóða út á ný byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar fyrir allt höfuðborgarsvæðið Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri SORPU, segir úr- skurðinn hafa verið til umræðu á stjórnarfundi félagsins í fyrradag. Hann kvaðst ekki hafa tök á að ræða einstök atriði í honum að sinni. „Ég vísa í fundargerð stjórnar SORPU. Við tökum þessu. Það er ekkert við því að gera. Okkur er sagt að fara í útboðsferli og þá ger- um við það. Við töldum okkur vera í góðri trú. Við auglýstum þetta á evr- ópska efnahagssvæðinu en fengum engin viðbrögð. Það var bókað í fundargerð stjórnar SORPU að mér var falið að semja við Aikan og það komu engar athugasemdir,“ segir Björn og vísar til annarra aðila sem kynnu að hafa áhuga á verkefninu. „Þær athugasemdir komu ekki fyrr en seint og um síðir. Það er eins og að menn hafi verið sofandi. Þann- ig að við höfum verið í góðri trú um að þetta væri í lagi eins og við fram- kvæmdum þetta. Þess utan fengum við ráðgjöf um hvað mætti og hvað mætti ekki og við töldum okkur vera innan þeirra marka sem gefin eru í lögum og reglum um opinber inn- kaup. Þannig að við höfum verið í góðri trú allan tímann.“ Fjallað var um það í Morgun- blaðinu 20. febrúar að Sorpa hefði á undanförnum árum orðið að verja talsverðum tíma og fjármunum í málarekstur vegna meintra brota í samkeppnis- og útboðsmálum. Þarf að endurskoða verkferla ykkar? Í fjórum tilvikum vísað frá „Í tengdri umfjöllun vorum við bornir þeim sökum að við værum alltaf að greiða sektir og í stöðugum málarekstri. Ég taldi í svari mínu í Morgunblaðinu upp að frá árinu 2001 hefði SORPA átta sinnum verið kærð til kærunefndar útboðsmála. Í fjórum tilvikum var kærum vísað frá. Í þrjú skipti var um sama mál- efnið að ræða. Þar var eitt ákvæði í útboðslýsingu fellt úr gildi og það var lagað. Þetta er nú áttunda skipt- ið. Þannig að almennt séð held ég að við höfum ekki verið mikið í því að brjóta reglur um útboðsmál, heldur erum við með langtum fleiri útboð en hafa verið kærð. En það er vissu- lega alltaf tilefni til að endurskoða verkferla.“ „Eins og að menn hafi verið sofandi“  SORPA fékk ekki athugasemdir Þess utan fengum við ráðgjöf um hvað mætti og hvað mætti ekki. Björn H. Halldórsson Morgunblaðið hefur undir höndum kvörtunarbréf Edw- ards G. Hole, forstjóra Herhof Canada Technik (HCT) í Al- berta í Kanada, vegna framkomu fulltrúa SORPU. Viðtak- andinn var Metanorka, umboðsaðili HCT á Íslandi. Stjórnendur HCT höfðu fyrst samband við SORPU 28. mars 2012 og 13. maí 2014 heimsóttu fulltrúar SORPU verksmiðjur HCT í Þýskalandi, eða daginn eftir að stjórn- endur SORPU ákváðu að semja við danska félagið Aikan, að því er segir í úrskurði kærunefndar. Hole skrifar að hann hafi vænst þess að fulltrúar SORPU kæmu fram eins og fulltrúar virðulegra fyrir- tækja í Noregi og Finnlandi „en að það hafi svo sannar- lega ekki verið raunin“. „SORPA var hvorki heiðarleg né siðleg í samskiptum sínum við Herhof Canada. Félagið hafði enda engin áform um að nota tækni okkar heldur höfðu fulltrúar þess það eitt í huga að reyna að fá frá okkur trúnaðarupplýsingar. Fulltrúar SORPU höfðu þá þegar ákveðið að notast við lakari jarðgastækni frá Dan- mörku og voru aðeins að nota okkur til að skapa sér betri vígstöðu í samn- ingaviðræðum við danska félagið,“ skrifar Hole og vísar til Aikan A/S. Fulltrúar HCT hafi lagt á sig mikil ferðalög til að geta hitt fulltrúa SORPU að máli og m.a. farið til Sjanghæ til viðræðna um fjármögnun á verksmiðju fyrir SORPU. Þá hafi fulltrúar Herhof Canada og Herhof í Þýskalandi kynnt nýja tækni fyrir SORPU og veitt tæknilega ráðgjöf. Eftir þennan fund ytra hafi fulltrúar SORPU hvorki svarað tölvubréfum né þakkað HCT. Lögmenn HCT hafi komið til Íslands í haust og óskað eftir fundi en verið hafnað. Loks skrifar Hole að kynningarfundur HCT í Þýskalandi hafi kostað fyrirtækið 700 þúsund, að meðtöldum um 140 þúsund króna kostnaði við „kvöldverð fyrir SORPU þar sem fulltrúar félagsins nutu dýrra þýskra vína“. Fulltrúar SORPU sagðir óheiðarlegir STJÓRNENDUR HCT GERÐU VÍÐREIST OG BUÐU FULLTRÚUM SORPU Í GLÆSIVEISLU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.