Morgunblaðið - 25.03.2015, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
Vetur Er þessi mynd úr ævintýrakvikmynd þar sem dularfullir atburðir eiga sér stað, gerningaþoka læðist yfir og vængjatak svartra hrafna bergmálar í fjallasal? Nei, þetta er Ísland í dag.
RAX
Þá liggur það fyrir.
Samfylkingin telur að
sóknarfærin séu til
vinstri í samkeppni við
Vinstri græna. Sam-
tals fengu þessir tveir
flokkar 27,7% atkvæða
í síðustu þingkosn-
ingum og töpuðu nær
28%-stigum. Fylgi
flokkanna var í heild
litlu meira en 25,5%
meðalfylgi Samfylkingarinnar frá
stofnun. Samkvæmt nýjustu skoð-
anakönnun MMR nýtur Samfylk-
ingin stuðnings 15,5% kjósenda en
svo „skemmtilega“ vill til að það er
helmingur af því metfylgi sem
flokkurinn fékk í kosningunum
2003. Úrslit kosninganna ollu for-
ystu Samfylkingarinnar von-
brigðum. Draumurinn um að verða
stærsti stjórnmálaflokkur landsins
rættist ekki.
Það var í skugga veikrar stöðu,
eftir tæplega tvö ár í stjórnarand-
stöðu og eftir verstu útreið í kosn-
ingum í síðari tíma sögu landsins
(og þó víðar væri leitað), sem lands-
fundur Samfylkingarinnar ákvað að
endurnýja umboð sitjandi formanns
með einu atkvæði og 49,5% at-
kvæða. Til að geirnegla nýja sókn
flokksins var ákveðið að umbylta
stefnunni í náttúruvernd.
Þvert á yfirlýsingar og störf
Þvert á allt tal, yfirlýsingar og
störf ráðherra og þingmanna Sam-
fylkingarinnar í ríkisstjórnum síð-
ustu ára, var lýst andstöðu við nýt-
ingu hugsanlegra olíulinda á
Drekasvæðinu og undirstrikað að
„mistök hefðu verið gerð þegar leit
var hleypt af stað á Drekasvæðinu“.
Nú þurfi „að vinda ofan af þeirri leit
og vinnsluáformum og lýsa því yfir
að Íslendingar hyggist ekki nýta
hugsanlega jarðefnaorkukosti í lög-
sögu sinni“.
Fá ef nokkur dæmi eru fyrir því
að stjórnmálaflokkur gjörbreyti
stefnu sinni með jafn
afgerandi hætti á ein-
um eftirmiðdegi og
gert var á landsfundi
Samfylkingarinnar.
Orð og gjörðir kjör-
inna fulltrúa flokksins
voru gerð að engu í
einni svipan.
Undir lok janúar síð-
astliðins studdu allir
þingmenn Samfylking-
arinnar lög um stofnun
sérstaks ríkisolíu-
félags. Þar á meðal
voru formaður og varaformaður
flokksins en áskorandinn Sigríður
Ingibjörg Ingadóttir var fjarverandi
þegar greidd voru atkvæði. Enginn
þingmaður greiddi atkvæði gegn
frumvarpinu.
Sanngjarnt er að halda því fram
að Samfylkingin hafi öðrum flokk-
um fremur barist fyrir því að Ísland
geti átt möguleika á því að verða ol-
íuríki. Þá hefur verið litið til Noregs
og þeirra auðæfa sem olíuvinnsla
hefur fært frændum okkar. Þannig
var Össur Skarphéðinsson vart bú-
inn að koma sér fyrir sem iðn-
aðarráðherra í ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar árið
2007 þegar hann byrjaði að láta sig
dreyma um embætti olíumálaráð-
herra. Þá strax hóf hann að ryðja
brautina fyrir rannsóknum á
Drekasvæðinu og tala fyrir nauðsyn
þess að stofna sérstakan olíusjóð og
ríkisolíufélag.
VG styður olíuleit
Össur hélt áfram að vinna að
framgangi málsins í ríkisstjórn
Samfylkingar og VG en fram að
þingkosningum 2009 var hann iðn-
aðarráðherra auk þess að ráða ríkj-
um í utanríkisráðuneytinu.
Svo virðist sem aðeins einu sinni
hafi hlaupið snurða á þráðinn í sam-
starfi við VG í olíumálinu. Nokkrum
dögum fyrir kosningar lýsti Kol-
brún Halldórsdóttir umhverf-
isráðherra því yfir að olíuvinnsla
væri í andstöðu við hugmyndafræði
Vinstri grænna um sjálfbæra þróun,
sjálfbæra orkustefnu og atvinnu-
stefnu. Ummælin féllu 22. apríl í
fréttatíma Stöðvar 2. Áður en
kvöldið var liðið sendi VG út til-
kynningu þar sem áréttað var að
„flokkurinn hefur ekki lagst gegn
olíuleit á Drekasvæðinu“:
„Vinstri græn hafa að sjálfsögðu
sett alla fyrirvara um umhverfis-
áhrif og mengunarvarnir við mögu-
lega olíuleit og olíuvinnslu eins og í
öllum öðrum málum, en þingmenn
flokksins hafa stutt hugmyndir um
þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á
norðanverðum Austfjörðum.“
Með þessa yfirlýsingu í fartesk-
inu vann ríkisstjórn Samfylkingar
og VG að því að hrinda draumnum
um íslenskt olíuríki í framkvæmd.
Katrín Júlíusdóttir, sem tók við
iðnaðarráðuneytinu eftir kosningar
2009, var ekki síður áhugasöm en
Össur um olíuleit og -vinnslu og það
víðar en á Drekasvæðinu. Í fyrir-
spurnartíma á Alþingi í mars 2010
lýsti hún því yfir að Öxarfjörður og
Skjálfandi væru „alltaf uppi á borð-
um hjá okkur“ en nú væri „hins
vegar verið að fókusera á Dreka-
svæðið“.
Bjartsýnin skein af Katrínu á
þingi í nóvember sama ár:
„Og ég er afar bjartsýn fyrir
framtíðarolíuvinnslu Íslendinga
tengda Drekasvæðinu og tel að við
eigum eftir að sjá hana verða að
veruleika, jafnvel í okkar tíð sem
stjórnmálamanna hér á þessu
þingi.“
„Orkuþríhyrningur“
Á ráðstefnu Arion banka í júní
2012 var Össur Skarphéðinsson
vonglaður og taldi að fyrir árið 2025
mætti gera ráð fyrir þremur olíu-
svæðum norður af Íslandi – eins-
konar „orkuþríhyrningi“ sem nái
frá Austur-Grænlandi til Jan Ma-
yen. Í ljósi legu Íslands og sterkra
innviða væri eðlilegt að Ísland yrði
miðstöð þjónustu við olíuleit og
-vinnslu.
Eftir að Steingrímur J. Sigfús-
son, leiðtogi Vinstri grænna, tók við
sem atvinnu- og nýsköpunarráð-
herra, var hann áhugasamur um ol-
íuvinnslu og sór sig í bandalag með
samfylkingum. Smugan – vefrit VG
– sagði 10. desember 2012:
„Steingrímur J. Sigfússon at-
vinnuvegaráðherra segir í blaðinu
(Financial Times) að olíufundur geti
haft mikil áhrif á íslenskan efnahag
þótt einungis verði hægt að vinna
lítið magn, landið gæti orðið í svip-
aðri stöðu og Noregur sem sé lítið
land, Ísland sé hinsvegar örlítið og
Færeyjar enn minni.“
Steingrímur J. varði olíuáformin
fimlega í grein sem birtist í Frétta-
blaðinu 12. janúar 2013. Nokkrum
dögum áður höfðu verið veitt tvö
sérleyfi til rannsókna og vinnslu
kolvetnis á Drekasvæðinu. Stein-
grímur sagði útgáfu leyfanna
áfanga á langri leið:
„Á það er þó réttilega bent að að-
eins megi vinna um þriðjung
þekktra kolefnisbirgða í jörðu
næstu fjörutíu árin eða svo ef mark-
mið um að halda hlýnun jarðar inn-
an við tvær gráður eigi að nást. Af
þessum birgðum eru hins vegar
tæpir tveir þriðju kol og brúnkol og
því er ljóst að langmestum sköpum
skiptir fyrir loftslagið hvort tekst að
draga úr brennslu þeirrar gríð-
arlegu kolefnisuppsprettu. Kröfur
um að Ísland gefi fyrir fram frá sér
hugsanlega olíuvinnslu, sem vænt-
anlega yrði í afar takmörkuðum
mæli, í þágu baráttunnar gegn hlýn-
un jarðar verður að skoða í þessu
stóra samhengi öllu. Ekki ætlum við
að fórna sjálfbærum fiskveiðum
okkar vegna ofveiði annarra þjóða.“
Össur Skarphéðinsson skrifaði í
Fréttablaðið 4. mars 2013 – í að-
draganda kosninga – að hagnaður-
inn af olíuvinnslu gæti runnið í sér-
stakan olíusjóð að fordæmi
Norðmanna:
„Þannig yrði tryggt að afrakstur
lindanna kæmi núverandi kyn-
slóðum aðeins til góða að litlu leyti
en yrði ávaxtaður fyrir komandi
kynslóðir, í krafti þeirrar fallegu
röksemdar að hinir ófæddu eigi sinn
skerf í endanlegum auðlindum þjóð-
arinnar.“
Aukin pólitísk áhætta
Þessi fallega framtíðarsýn í að-
draganda kosninga átti ekki síst að
höfða til yngri kjósenda. Nú hefur
landsfundur Samfylkingarinnar
ákveðið að þessi framtíðarsýn hafi
verið byggð á „mistökum“ og því
nauðsynlegt „að vinda ofan“ af
þeim. Á grunni þessara „mistaka“
hafa fyrirtæki á sviði olíuleitar verið
tilbúin til að leggja í tugmilljarða
fjárfestingar. Líklega eiga þau að
éta það sem úti frýs.
Stjórnmálaflokkar hafa fullt leyfi
til að taka U-beygju í stefnumörk-
un. Líklega munu fjárfestar – inn-
lendir sem erlendir – hugsa sig
tvisvar um þegar og ef Samfylk-
ingin kemst aftur í ríkisstjórn.
Áhætta er alltaf til staðar þegar
ráðist er í uppbyggingu atvinnulífs-
ins en fjárfestar forðast pólitíska
áhættu eins og heitan eldinn. Þátt-
taka samfylkinga í ríkisstjórn á
komandi árum mun auka hina póli-
tísku áhættu og draga úr áhuga
fjárfesta á íslensku atvinnulífi. Ekki
aðeins er varðar hugsanlega olíu-
vinnslu og þjónustu, heldur á öllum
sviðum.
Samfylkingin hefur sýnt að kú-
vending í mikilvægum málum getur
alltaf verið handan við hornið – á
næsta landsfundi. En kannski tekst
Samfylkingunni vel upp á atkvæða-
veiðum á grunnslóð VG enda hafa
Vinstri grænir borið á sig dálítið af
olíu á síðustu árin.
Eftir Óla Björn
Kárason » Þátttaka samfylk-
inga í ríkisstjórn á
komandi árum mun
auka hina pólitísku
áhættu og draga úr
áhuga fjárfesta á ís-
lensku atvinnulífi – á öll-
um sviðum.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Lokað á olíuævintýri Samfylkingarinnar