Morgunblaðið - 25.03.2015, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
✝ Karólína Pál-ína Guðnadótt-
ir fæddist í Þver-
dal, Aðalvík, 16.
september 1921.
Hún lést á heimili
sínu, Hrafnistu í
Hafnarfirði, 14.
mars 2015.
Foreldrar Pál-
ínu voru Guðni Ís-
leifsson bóndi í
Þverdal í Aðalvík,
f. 5.2. 1875, og Verónika Borg-
arsdóttir húsfreyja í Þverdal,
Aðalvík, f. 23.11. 1880. Systkini
Pálínu voru Þórunn Friðriks-
dóttir, f. 12.2. 1909, d. 26.12.
1997, og Halldór Guðnason, f.
12.7. 1917, d. 22.8. 2001. Móðir
Pálínu eignaðist einnig mörg
börn sem dóu í æsku. Fóstur-
systkin Pálínu voru Sigrún
Guðlaugsdóttir, f. 4.6. 1925, d.
f. 12.10. 1994, c) Magdalena
Sigurðardóttir, f. 23.2. 1999,
börn Hönnu Bjarkar eru: a)
Björg Birgisdóttir, f. 30.11.
1987, b) Guðjón Heiðar Ólafs-
son, f. 27.5. 1997, c) Bergur
Ingi Ólafsson, f. 9.3. 2000.
Síðari eiginmaður Pálínu
var Vilbergur Júlíusson skóla-
stjóri, f. 20.7. 1923, d. 1.7.
1999.
Pálína vann ýmis störf í
gegnum tíðina, þó aðallega
umönnunar- og þjónustustörf.
Margir muna eftir henni á
barnaheimilinu Glaumbæ sem
var starfrækt í hrauninu rétt
hjá Straumsvík. Hún vann hjá
Íslenskum aðalverktökum í
Keflavík og einnig sem mat-
ráður í Stálvík. Var sauma-
kona hjá herrafataverslun
Guðsteins og vann lengi við
umönnun á Vífilsstaðaspítala.
Síðustu starfsárin sá hún um
handavinnuna fyrir sjúklinga á
spítalanum.
Útför hennar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag,
25. mars 2015, kl. 13.
2.3. 2012, og Mar-
teinn Lúther Árna-
son, f. 1936.
Fyrri eigin-
maður Pálínu var
Sigurður Jóhann
Guðjónsson, stýri-
maður, f. 20.11.
1912, d. 4.3. 1950.
Sonur þeirra var
Guðjón Ingi Sig-
urðsson leikari/
leikstjóri, f. 8.2.
1941, d. 3.7. 1994, var kvæntur
Jónu Sigrúnu Harðardóttur, f.
18.10. 1943, og eiga þau tvö
börn, Sigurð Pál Guðjónsson, f.
14.4. 1962, og Hönnu Björk
Guðjónsdóttur, f. 24.2. 1964,
gift Ólafi Valgeiri Guðjónssyni,
f. 19.1. 1958. Börn Sigurðar
Páls eru: a) Jóna Sigrún Sig-
urðardóttir, f. 9.4. 1990, b)
Berglind Dúna Sigurðardóttir,
Hún var lítil og grönn með
brún augu og dökkt hár, sem
varð silfurgrátt og fallegt með
aldrinum.
Hún var svona „frönsk“ í út-
liti, enda fædd í Þverdal í Að-
alvík á Hornströndum.
Hún ólst upp í Þverdal, þess-
um einangraða stað á Horn-
ströndum, stað sem nútímafólk
sækist eftir að heimsækja og
njóta, sökum náttúrufegurðar
og friðsældar. Hún var einstak-
lega viljug og snögg til og gekk
í öll verk eins og tíðkaðist á
þeim tíma.
Þá var ekki gengið á fjöllin í
kring, svona bara fyrir sportið,
það þurfti jú að elta kindur og
þær geta nú klifrað ansi hátt.
Karólína, Pálína, Sólbjört
hét hún, en notaði einungis Pál-
ínu-nafnið. Hún varð ung ekkja
og átti þá einn son, Guðjón
Inga, sem hún eignaðist aðeins
19 ára, en faðir hans, Sigurður
Guðjónsson, drukknaði 1950.
Síðar giftist hún Vilbergi
Júlíussyni, skólastjóra, en hann
lést 1999. Hún varð tengdamóð-
ir mín þegar ég var bara 18 ára
og hún 40.
Það sem einkenndi tengda-
mömmu alla tíð var hversu vilj-
ug, hjálpsöm og einstaklega
gestrisin hún var. Mjög gest-
kvæmt var hjá þeim Vilbergi
og ósjaldan komu óvæntir gest-
ir í mat og kaffi eða jafnvel til
að gista. Ekki var hún í vand-
ræðum með að töfra fram alls-
kyns krásir á augabragði og
alltaf var nægt húsrúm. Þau
Vilbergur kynntust fólki alls
staðar að úr heiminum. Það var
sama hvort gesturinn var bóndi
að norðan, ungur skáti, skóla-
fólk frá Kungälv, Kanadafólk,
Ástralir, prófessorar, kennarar,
skáld, eða nágrannabörnin, allir
voru velkomnir.
Tengdamamma státaði ekki
af neinum titlum eins og margt
af því góða fólki sem hún um-
gekkst. En hún var sannarlega
listakona þegar kemur að hinni
myndarlegu húsmóður, eins og
sagt er. Fallegri handavinnu
hef ég ekki séð. Eftir hana
liggja útsaumaðir stólar, mynd-
ir, púðar og fl.
Sennilega gleymir dóttir mín
því seint, þegar stoppið á
sokkabuxunum hennar var til
sýnis í handavinnu, „Það er
svona sem á að stoppa í
sokka“. Þau Vilbergur áttu
glæsilegt heimili og var hún
alla tíð opin fyrir öllu sem var
til prýði, hvort sem um var að
ræða föt eða annað, enda alltaf
glæsilega klædd.
Hún var lista kokkur og var
óhrædd við að prófa eitt og
annað í matseld. Mörg sumur
dvöldum við saman fjölskyldan
í Bakkaseli, sumarhúsi við
Þingvallavatn sem nokkrir
skólastjórar áttu. Þá var venj-
an að fylla búrið af bakkelsi og
öðrum krásum, því venjulega
var mjög gestkvæmt.
Það var nefnilega þannig, að
Vilbergur var jú búinn að til-
kynna vinum og vandamönnum
hvenær við yrðum í Bakkaseli
og auðvitað áttu allir að koma í
heimsókn.
Ég þarf vart að taka það
fram, að það var dekrað við
barnabörnin sem urðu bara tvö
og barnabarnabörnin 6. Ég
lærði margt af tengdamömmu
og er mér minnisstætt hversu
oft hún spurði: „Get ég ekki
eitthvað gert?“ Síðustu árin
dvaldi hún á Hrafnistu í Hafn-
arfirði og veit ég að henni þótti
erfitt að vera ekki til nokkurs
gagns eins og hún sagði oft.
Mér datt í hug tengda-
mamma þegar ég las það sem
ég læt fylgja hér með, en hún
var mikið nátturubarn.
Ég fæddist á villilendum
náttúrunnar.
Ég er barn náttúrunnar.
Ég hef alltaf dáð hana.
Hún er mér dýrlegust alls
og hvert sinn er ég lít hana augum
fer um mig gleðitilfinning sem rís og
brotnar
eins og alda á strönd úthafsins.
(G.C. – indíáni af ættbálki
Ojibwa)
Blessuð sé minning Pálínu.
Jóna Sigrún Harðardóttir.
Hún var fædd í Þverdal í Að-
alvík og lífið var ekki alltaf
auðvelt. Amma var lítil og nett
og byrjaði ung að sækja kindur
lengst upp í fjall. Stundum var
hún hrædd og þreytt en það
þýddi ekkert að tala um það.
Hún var samt ein af þeim
heppnu, að hafa skóla í ná-
grenninu og tók fullnaðarpróf
frá Sæbólsskóla í Sléttuskóla-
héraði.
Árið 1941 giftist amma Sig-
urði afa og eignuðust þau sitt
eina barn, Guðjón Inga, það
sama ár. Þau bjuggu á Ísafirði
en fluttu síðar til Hafnarfjarð-
ar. Sigurður afi hafði fengið
stöðu sem stýrimaður um borð
í m.b. Jóni Magnússyni. Fram-
tíðin blasti við en þá kemur
reiðarslagið. Báturinn ferst
með allri áhöfn og ung ekkja
með 9 ára dreng stendur ein
eftir.
Erfið ár tóku við en sem bet-
ur fer hafði gæfan ekki yfirgef-
ið ömmu. Hún kynnist Vilbergi
afa og þá verða þáttaskil í lífi
þeirra mæðgina. Árið 1954 gift-
ist amma Vilbergi afa. Þegar
afi fær skólastjórastöðu við
barnaskóla Garðahrepps, sem
nú heitir Flataskóli, flytja þau í
einbýlishús við Goðatún í
Garðabæ.
Þegar við systkinin munum
fyrst eftir ömmu, átti hún fal-
legt heimili og ferðaðist út um
allan heim með afa. Þegar við
systkinin höfðum aldur til fór-
um við í slíkar utanlandsferðir
með þeim. Við munum líka eft-
ir því hve gestkvæmt var hjá
þeim og alltaf var nóg til af
bakkelsi ef gesti bæri að
garði.
Amma var alltaf til staðar
fyrir okkur systkinin og síðar
börnin okkar. Það var ekkert
sem hún hefði ekki gert fyrir
okkur. Það var ekki slæmt að
fá morgunmat í rúmið eða co-
coa puffs í kvöldmat. Grúska í
bókasafninu hans afa og leika
sér í garðinum sem amma
hugsaði svo vel um. Það voru
líka ófáar hálsfestarnar sem
slitnuðu þegar gramsað var í
skartgripaskúffunni. Aldrei
skammaði amma okkur, ekki
einu sinni þegar eyrun voru
„snyrt“ á uppstoppuðum kóa-
labirni sem afi hafði komið með
alla leið frá Ástralíu.
Við systkinin vorum einu
barnabörnin og nutum þess að
fá óskipta athygli. Amma elsk-
aði börn og ljómaði í hvert
skipti sem hún fékk tækifæri til
þess að knúsa þau og kjassa.
Svo átti hún alltaf nammi að
gefa.
Amma elskaði okkur svo
mikið að hún vildi helst hafa
okkur öll alltaf hjá sér. Lang-
ömmubörnin voru henni ein-
staklega kær og alltaf var hún
tilbúin að passa. Hún naut þess
að hafa langömmustrákana sína
hjá sér og þeir eiga eftir búa að
því alla ævi að hafa fengið að
umgangast hana í svo ríkum
mæli. Táslunudd með bómolíu,
lestur og skriðið á gólfinu með
þá á bakinu. Þeir vildu þetta jú.
Nú hefur amma Pálína feng-
ið hvíldina sem hún þráði. Hún
bjó á Hrafnistu í Hafnarfirði
síðustu árin, þar sem dásam-
legt starfsfólk hugsaði vel um
hana og erum við því innilega
þakklát fyrir góða umönnun og
hlýleg samskipti.
Þessi litla brúneygða kona,
hörkutól frá Hornströndum,
átti stóran þátt í lífi okkar. Þær
eru margar minningarnar sem
ylja okkur og við tökum með í
framtíðina. Mikið erum við
þakklát fyrir að hafa fengið að
hafa hana svona lengi hjá okk-
ur.
Sigurður Páll Guðjónsson
og Hanna Björk Guðjóns-
dóttir.
Karólína Pálína
Guðnadóttir
Fleiri minningargreinar
um Karólínu Pálínu Guðna-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Guðríður Jóns-dóttir fæddist
að Núpum í Ölfusi
21. september 1910.
Hún lést á Hrafnistu
Reykjavík 13. mars
2015.
Foreldrar Guð-
ríðar voru hjónin
Guðrún Símonar-
dóttir, f. 16. nóv-
ember 1866, d. 1.
ágúst 1959 og Jón Þórðarson, f. 9.
október 1856, d. 9. júlí 1959.
Systkini Guðríðar sem náðu full-
orðinsaldri voru Felix, Markúsína
og Þórður. Guðríður giftist 17.
júní 1933 Sæmundi B. Þórðarsyni,
f. 3. nóvember 1904, d. 21. sept-
ember 1983. Sæmundur var tog-
arasjómaður í aldarfjórðung og
síðar bensínafgreiðslumaður í
Reykjavík. Guðríður og Sæmund-
ur eignuðust 3 börn: 1. Þórhildur,
f. 1935, var gift Þorgeiri Sigurðs-
syni, f. 1934, d. 1971. Börn þeirra
eru: Guðlaug, f. 1955, gift Hauki
Ottesen, f. 1953. Dætur þeirra eru
Ester, f. 1976, maki Birgir Ólafs-
son, þeirra börn: Haukur, f. 2003
og Andrea, f. 2005. Hildur, f. 1979,
hennar börn: Emma, f. 2010, og
ínu Pétursdóttur, f. 1966, og eru
þeirra börn Sara Lind, f. 1987,
Hrefna, f. 1991, og Arnór, f. 1999.
Guðmunda, f. 1971, gift Þorsteini
Helga Steinarssyni, f. 1963.
Þeirra börn eru Berglind, f. 1999,
Ísar, f. 2001, og Sindri, f. 2001.
Sævar, f. 1972, giftur Hörpu Dís
Jónsdóttur, f. 1973. Þeirra börn
eru Smári Snær, f. 1998, og Katr-
ín Tinna, f. 2004.
Guðríður ólst upp hjá for-
eldrum sínum að Núpum og naut
þeirra tíma barnafræðslu á bæj-
unum Kröggólfsstöðum og Þúfu.
Um 1930 fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur og bjó í Garðshorni
við Baldursgötu, sem var sann-
kallað fjölskylduhús. Guðríður og
Sæmundur bjuggu þar lengst af
sínum hjúskaparárum. Þau
minntust æskuáranna í Ölfusinu
með gleði og 1944 keyptu þau
sumarbústað í Hveragerði og
dvöldust þar langdvölum með
börnin og barnabörnin í áratugi
og eftir að Sæmundur dó hélt
Guðríður áfram að dvelja þar á
sumrin. Guðríður og Sæmundur
voru virkir þátttakendur í Árnes-
ingafélaginu, einnig í Slysavarna-
félaginu og Fríkirkjusöfnuðinum.
Síðustu æviár sín dvaldi Guðríður
að Hrafnistu í Reykjavík við gott
atlæti og umönnun starfsfólksins
þar.
Guðríður verður jarðsungin
frá Áskirkju, Reykjavík, í dag, 25.
mars 2015, kl. 13.
Leó, f. 2013. Sæ-
mundur Rúnar, f.
1959, var giftur
Helgu Guðmunds-
dóttur, f. 1956. Börn
þeirra eru Þorgeir, f
1980, Guðmundur, f.
1985, og Þórhildur, f.
1989. Sæmundur er
nú í sambúð með
Ágústu Björgu Krist-
jánsdóttur, f. 1967.
Ómar Geir, f. 1968, var í sambúð
með Margréti Ómarsdóttur, f.
1968. Þeirra börn eru Orri Sig-
urður, f. 1995, Ástrós Birta, f.
1997, og Ísak Aron, f. 2004. Ómar
Geir er nú í sambúð með Katrínu
Ingjaldsdóttur, f. 1971, þeirra
sonur er Viktor Alex, f. 2011. 2.
Jón Gunnar, f. 1939. Var giftur
Kristínu Kjartansdóttur, f. 1944.
Dóttir þeirra er Guðríður, f. 1973,
gift Fidel Helga Sanchez, f. 1973.
Þeirra börn eru Thor, f. 2001, Oli-
ver, f. 2003, og Emma Rán, f.
2008. Kristín á 2 börn af fyrra
hjónabandi, þau Steingrím, f.
1963, og Önnu Maríu, f. 1966. 3.
Smári, f. 1948, giftur Guðríði
Gísladóttur, f. 1948. Börn þeirra:
Brynjólfur, f. 1966, giftur Krist-
Góð og hlý nærvera, það er það
fyrsta sem kemur upp í hugann
þegar ég hugsa til ömmu. Þegar
ég var barn var ég mikið á Bald-
ursgötunni og sterk er minningin
um hvað það var gott að vera í ró-
lega andrúmsloftinu sem ein-
kenndi heimili ömmu og afa.
Það má segja að Garðshorn hafi
verið ættaróðal, því að þrjú af fjór-
um systkinunum bjuggu þar,
einnig Svava bróðurdóttir hennar
með sín börn þannig að það var
nóg af leikfélögum á svipuðum
aldri og alltaf nóg að gera. Í viðtali
við ömmu þegar hún var 100 ára
segir hún að þau hafi verið eins og
einn maður, ekkert ósamkomulag
og þannig eru minningarnar. Síð-
an var farið á vorin í Hveragerði
þar sem þau áttu hús, enda taug-
arnar sterkar í Ölfusið hjá þeim
báðum. Oft var farið til Markúsínu
systur ömmu og þá var nú mikið
hlegið, þær systur gátu held ég
hlegið að öllu og mér finnst að það
hafi nú alltaf verið eitthvað smá-
vægilegt úr daglega lífinu sem
kætti þær svona. Amma hafði
þann eiginleika að þrátt fyrir
blindu síðustu árin þá fór maður
alltaf glaðari út af Hrafnistu, lengi
sagði hún manni nýjar fréttir, sem
hún mundi betur en ég og alltaf
nýjar sögur eða jafnvel vísur og
stutt í hláturinn. Í kringum 100
ára afmælið var verið að hrósa
henni fyrir skapgerðina og hún
var nú snögg að svara „ég tralla
meðan ég tóri“ og þá var nú mikið
hlegið. Að lifa í rúmlega 104 ár í
sátt og samlyndi við alla finnst
mér afrek, hún fékk síðustu ósk
sína uppfyllta að kveðja í svefni,
blessuð sé minning ömmu Guðríð-
ar sem öllum þótti vænt um.
Guðlaug.
Margs er að minnast við fráfall
elskulegrar ömmu minnar, Guð-
ríðar Jónsdóttur frá Núpum í Ölf-
usi, sem lést á Hrafnistu þann 13.
mars síðastliðinn á 105. aldursári.
Amma var yngsta barn hjónanna
Jóns Þórðarsonar og Guðrúnar
Símonardóttur sem bæði náðu
háum aldri. Jón var 102 ára er
hann lést og Guðrún 92 ára.
Þegar ég minnist ömmu þá leit-
ar hugurinn einkum til Hvera-
gerðis en sem barn varð ég þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja
í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa yf-
ir sumartímann. Þar áttu þau ynd-
islegan bústað að Hverahlíð 9.
Minningarnar streyma fram og
tengjast allar sól, sumri, kyrrð og
ró;
Ég og amma í fótabaði í sólinni.
Ég og amma með teppi og nesti í
„byrginu“. Ég og amma að telja
freknurnar hvor á annarri. Ég og
amma að dýfa kringlu í kaffi. Ég
og amma að baka brauð í hver. Ég
og amma að fá okkur blund eftir
hádegisfréttirnar. Ég og amma að
taka upp gulrætur og kartöflur.
Ég og amma að heimsækja Önnu
á móti. Ég og amma í sundi …
Amma var einstök kona, sér-
lega geðgóð, þolinmóð og ósérhlíf-
in. Aldrei minnist ég þess að hafa
séð hana skipta skapi og þegar
hún missti sjónina fyrir um 18 ár-
um síðan þá tók hún því á sinn
æðrulausa og yfirvegaða hátt.
Hún var einstaklega dugleg að
bjarga sér, það er til dæmis ekki
langt síðan hún sleppti prjónunum
endanlega og sundlaugina sótti
hún í nokkur ár þrátt fyrir sjón-
leysið.
Hjá ömmu sannaðist orðatil-
tækið að hláturinn lengir lífið, það
var hennar trú að allt væri auð-
veldara ef gleði og jákvæðni væru
Guðríður
Jónsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR,
Stella,
frá Eyvindarholti,
Hlíðarhúsum 3,
Reykjavík,
lést föstudaginn 13. mars á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 27. mars kl. 13.
.
Garðar Sveinbjarnarson,
Kjartan Garðarsson, Antonía Guðjónsdóttir,
Guðbjörg Garðarsdóttir, Stefán Laxdal Aðalsteinss.,
Anna Birna Garðarsdóttir, Jón Ingvar Sveinbjörnsson,
Guðrún Þóra Garðarsdóttir, Sigurjón Ársælsson,
Sigríður Garðarsdóttir, Stefán Þór Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGÞÓRA SCHEVING
KRISTINSDÓTTIR,
Þóra,
Jökulgrunni 14,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 18. mars.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 27. mars kl. 13.
.
Guðrún Linda Jónsdóttir, Pálmi Bergmann,
Íris Björk Jónsdóttir
og ömmubörnin.
Bróðir minn,
SIGURÐUR KRISTMANNSSON,
Gautlandi 15,
Reykjavík,
lést á Landspítala Hringbraut 18. mars.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 27. mars kl. 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Fanney Kristmannsdóttir.